Home / Fréttir (page 275)

Fréttir

Austurríkismenn loka landamærum fyrir fólki á leið til Norðurlandanna

    Austurrísk yfirvöld hafa ákveðið að loka landamærum sínum við Slóveníu fyrir þeim sem segjast á leið til Norðurlandanna. Lokunin kemur til sögunnar nú í vikunni segir Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. Hún segir við austurríska fjölmiðla að Austurríkismenn fari að þessu leyti að fordæmi Þjóðverja sem hafi gripið til …

Lesa meira

Barist við lygar og áróður rússneskra ríkismiðla

  Lygin sem birtist í rússneskum fjölmiðlum vekur undrun á Vesturlöndum. Húr er liður í áróðursstríði stjórnvalda í Moskvu gagnvart umheiminum. Í sænska blaðinu Dagens Nyheter (DN) birtist laugardaginn grein sem meðal annar er reist á samtali við Alexeij Kovaljov sem fyrir tveimur árum gegndi lykilstöðu í ríkis-fréttastofunni RIA-Novosti og …

Lesa meira

Danir árétta að þeir ákveði eigin útlendingastefnu – ekki Brusselmenn

Stefna framkvæmdastjórnar ESB um skiptingu hælisleitenda milli aðildarlanda ESB hefur ekki gengið eftir. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði hins vegar á blaðamannafundi föstudaginn 15. janúar að með vorinu yrði lögð fram ný og endurbætt tillaga um sama efni. Inger Støjberg, útlendingamálaráðherra Dana, sagði sama dag að stefna Dana í …

Lesa meira

Framkvæmdastjórn ESB ræður ekkert við flóttamannastrauminn

Dimitris Avramopoulos, útlendingamálastjóri ESB, segir að ekki hafi tekist að ná stjórn á neyðaástandinu vegna farand- og flóttafólks í Evrópu. Þeim ríkjum fjölgi sem grípi til hertrar landamæravörslu vegna fólksstraumsins. Avramopoulos sagði fimmtudaginn 14. janúar að „ástandið versnaði“ og þúsundir manna á flótta undan átökum og fátækt kæmu daglega til …

Lesa meira

Rússar efla enn heraflann í vesturhluta Rússlands

Rússar segjast ætla mynda þrjár nýjar herdeildir í vesturhluta Rússlands á þessu ári og halda úti í viðbragðsstöðu fimm langdrægum kjarnorkuhersveitum. Rússneskir fjölmiðlar höfðu þetta eftir Sergei Shoigu varnarmálaráðherra þriðjudaginn 12. janúar. Shoigu sagði einnig nauðsynlegt að styrkja mannvirki og innviði að baki rússneska kjarnorkuheraflanum og nefndi sérstaklega hafnir kjarnorkukafbátanna …

Lesa meira

Svíþjóð: Lögregla þögul um kynferðisbrot af ótta við rasistastimpil

    Sænska lögreglan hefur farið leynt með kynferðislegar árásir sem farandkarlar gerðu á einni stræstu tónlistarhátíð Svíþjóðar, We Are Stockholm, á árunum 2014 og 2015. Dagens Nyheter  skýrði frá þessu mánudaginn 11. janúar og sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að þegja um lögregluskýrslurnar. Alls voru kynferðislegu árásirnar …

Lesa meira

Svíar gera varnarsamning við Dani – undirbúa gistilandssamning við NATO

Sameiginleg grein forsætisráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Juha Sipilä og Stefans Löfvens, sem sagt var frá hér á síðunni í gær er túlkuð á þann veg í Finnlandi að augljóst sé að aðild landsins að NATO sé ekki á dagskrá. Í sænska blaðinu Dagens Nyheter birtist frétt mánudaginn 11. janúar um …

Lesa meira

Sameiginleg yfirlýsing forsætisráðherra Finna og Svía: „Öryggi okkar alvarlega ógnað“

Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar, Juha Sipilä og Stefan Löfven, hafa gripið til þess einstæða ráðs að skrifa sameiginlega grein til að gera þjóðum sínum grein fyrir nánari samvinnu ríkjanna komi til hættuástands. Þeir segja að nú steðji mesta hætta að öryggi Evrópu frá því í kalda stríðinu. Hin sameiginlega grein …

Lesa meira

Finnland: Hælisleitendur á rússneskum bílskrjóðum frá Murmansk – skipulagt smygl á fólki

Hælisleitendur sem koma til finnska Lapplands frá Rússlandi segja við finnska ríkisútvarpið, YLE, að smyglarar á fólki í rússnesku borginni Múrmansk hafi svindlað á sér og ógnað sér. Rúmlega 800 hælisleitendur frá Rússlandi hafa leitað á náðir finnskra yfirvalda í Lapplandi síðan haustið 2015. Fimmtudaginn 7. janúar fór 21 afganskur …

Lesa meira

Helsinki: Íraskir hælisleitendur með áreitni á nýársnótt – lögreglustjórinn í Köln rekinn

Finnska lögreglan skýrði frá því fimmtudaginn 7. janúar að óvenju mikið hefði verið um kynferðislega áreitni í Helsinki á nýársnótt. Lögreglan sagðist einnig hafa fengið ábendingar um að hópar hælisleitenda hefðu áform um að sýna konum kynferðislega áreitni. „Aldrei fyrr höfum við orðið varir við slíka áreitni á nýársnótt eða …

Lesa meira