Home / Fréttir (page 270)

Fréttir

Sænska ríkisstjórnin boðar endursendingu tugþúsunda hælisleitenda

    Sænsk yfirvöld hafa ú hyggju að leigja flugvélar til að senda allt að 80.000 manns úr landi, þetta eru hælisleitendur sem hafnað hefur verið af sænskum yfirvöldum. Anders Ygeman innanríkisráðherra segir þetta „risavaxið viðfangsefni“. Í viðtali við blaðið Dagens Industri fimmtudaginn 28. janúar segir ráðherrann að hann telji …

Lesa meira

Hollendingar greiða atkvæði um ESB-samning við Úkraínu – jafnvægi í Evrópu í húfi segir Juncker

Miðvikudaginn 6. apríl verður efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Hollandi um hvort styðja beri aðild Hollands að efnahags- samstarfssamningi ESB og Úkraínu. Unnt er að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál í Hollandi ef meira en 300.000 manns (af 16,8 milljón íbúum) rita undir kröfu um slíka atkvæðagreiðslu, 427.939 gerðu það …

Lesa meira

Ný gagnhryðjuverkamiðstöð Europol varar við árásum í Evrópu – Ríki íslams hafi nú alþjóðlega vídd

Undanfarin 10 ár hefur hryðjuverkaógnin sem steðjar að Evrópu aldrei verið meiri en núna segir í nýju hættumati sem European Counter Terrorism Centre (ECTC), gagnhryðjuverkamiðstöð Europol, Evrópulögreglunnar, birti í Haag mánudaginn 25. janúar. Í skýrslu miðstöðvarinnar segir að hryðjuverkaárásirnar í París 13. nóvember 2015 marki þáttaskil í starfi samtakanna Ríkis …

Lesa meira

Vintstri öfgamenn í No Borders ráðast á styttu af de Gaulle í Calais – berjast fyrir farandfólk

  Samtökin No Borders sem hafa látið að sér kveða í þágu hælisleitenda hérlendis eru til umræðu í frönskum fjölmiðlum um þessar mundir vegna aðildar þeirra að mótmælum í hafnarborginni Calais í Frakklandi laugardaginn 23. janúar. Í Le Figaro mánudaginn 25. janúar segir að á laugardaginn hafi á fjórða tug …

Lesa meira

Vandræði skapast vegna tregðu Rússa til að taka við fólki sem vísað er frá Noregi

  Vandræði hafa skapast á landamærum Noregs og Rússlands vegna þess að rússnesk yfirvöld hafa neitað að taka við hælisleitendum sem Norðmenn vísa yfir landamærin í stöðinni Storskog í Finnmörku – einu stöðinni á landamærum ríkjanna. Rússar neita að taka við fólkinu í hópferðabílum. Norsk yfirvöld íhuga að endursenda fólkið …

Lesa meira

Athygli beinist að óhæfuverkum Pútíns

Í umræðum um skýrslu Roberts Owens, fyrrv. yfirréttardómara í Bretlandi, um morðið í London á Alexander Litvinenko, landflótta fyrrverandi öryggislögreglumanni í Rússlandi, hefur verið vakin athygli á hve mikla áherslu Owen leggur á að upplýsa sem mest um sprengjuárásir á fjölbýlishús í Moskvu 1999 þar sem 300 manns týndu lífi. …

Lesa meira

WSJ; Herða verður refsiaðgerðir gegn Pútín vegna morðsins á Litvinenko

Um heim allan hafa verið hörð viðbrögð við skýrslu Roberts Owens, fyrrverandi yfirréttardómara í Bretlandi, um morðið á Alexander Litvinenko að undirlagi Vladimírs Pútíns og valdaklíkunnar í kringum hann. Hér er lausleg þýðing á leiðara The Wall Street Journal (WSJ ) í tilefni skýrslunnar. Hann birtist föstudaginn 22. janúar: „Það hefur lengi …

Lesa meira

Líklegt að launmorðingjar beint á vegum Pútíns hafi myrt Litvinenko í London

Í niðurstöðum opinberrar breskrar skýrslu um dauða Alexanders V. Litvinenkos, fyrrverandi KGB-manns sem snerist gegn Kremlverjum, segir að „líklega“ hafi Vladimir Pútín Rússlandsforseti og yfirmaður rússnesku öryggislögreglunnar „samþykkt“ að eitrað yrði fyrir Litvinenko. Robert Owen, fyrrv. yfirréttardómari, birti 328 bls. skýrslu sína um málið fimmtudaginn 21. janúar. Þar koma fram …

Lesa meira

Bretar senda 1.000 hermenn til æfinga í Póllandi

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, tilkynnti miðvikudaginn 20. janúar eftir fund með Antoni Macierewicz, varnarmálaráðherra Póllands, í Edinborg að Bretar mundu senda nær 1.000 hermenn til NATO-æfinga í Póllandi. Kemur ákvörðun Breta til móts við óskir Pólverja um meiri og fasta viðveru NATO-herliðs í landi þeirra. Utanríkisráðherra Breta, Philip Hammond, og …

Lesa meira

Finnland: Varnarmálaráðherrann vill aukið svigrúm til að kalla út varalið hersins

  Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finna, vill sjá breytingar á lögum um útkall varaliða hersins þannig að unnt sé að kalla þá hraðar og á auðveldari hátt til æfinga. Nú verður að gera varaliðinum viðvart með þriggja mánaða fyrirvara um að þeir skuli koma til æfinga ákveðinn dag. „Í ljósi ógnarmats …

Lesa meira