Home / Fréttir (page 270)

Fréttir

Hermálanefnd NATO: Síbreytilegar öryggisaðstæður krefjast sveigjanlegra viðbragða

Danski hershöfðinginn Knud Bartels, formaður hermálanefndar NATO, sagði í Brussel miðvikudaginn 20. maí, þegar hann setti fund yfirmanna herafla einstakra aðildarríkja bandalagsins, að hlutverk þeirra og NATO væri að laga sig að öryggisaðstæðum sem tækju stöðugt breytingum. Hann nefndi tvö nýleg dæmi máli sínu til stuðnings, að átök innan Jemen …

Lesa meira

Forseti Úkraínu segist í „raunverulegu stríði“ við Rússa

        Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, segist ekki treysta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og segir ríkin tvö eiga í „raunverulegu stríði“. Ummælin féllu í samtali við fréttamann BBC miðvikudaginn 20. maí og hafa kallað fram andmæli frá talsmanni Pútíns. Porosjenko sagði að margir vildu líta fram hjá þeirri staðreynd …

Lesa meira

Norðmenn vilja vera við öllu búnir á norðurslóðum – umsvif Rússa mikil

Umræður um öryggismál Noregs eru nú meiri meðal Norðmanna en þær hafa verið undanfarin 20 ár og þær snúast um viðbúnað norskra yfirvalda og NATO vegna sameiginlegra varna við nýjar hernaðarlegar aðstæður, sagði dr. John Andreas Olsen, hershöfðingi í norska flughernum, sérfræðingur norska varnarmálaráðuneytisins um öryggismálastefnu Noregs og gestakennari við …

Lesa meira

Ríkisstjórn Líbíu telur ESB boða ómannúðleg áform gegn farandfólki á Miðjarðarhafi

Ríkisstjórn Líbíu með aðsetur í borginni Tobruk hefur gagnrýnt áform ESB sem kynnt voru mánudaginn 18. maí um að beita herflota til að halda aftur af straumi farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu. Segir stjórnin að um ómannúðleg áform sé að ræða. Vandi þeirra sem huga að málefnum sem tengjast Líbíu …

Lesa meira

ESB ætlar að beita smyglara farandfólks hervaldi – Frontex sinnir borgaralegu hlutverki

Ráðherraráð ESB hefur samþykkt að koma á fót flotadeild til að takast á við þá við Miðjarðarhaf sem standa að því að heimta fé af farandfólki fyrir að smygla því á bátum frá Líbíu yfir Miðjarðarhaf. Ætlunin er að hefja gagnaðgerðir af þessu tagi í næsta mánuði og mun ítalskur …

Lesa meira

Rússar hafna tilboði Frakka um bætur vegna Mistral-skipanna

          Frönsk stjórnvöld eru sögð hafa sent ríkisstjórninni í Moskvu tillögu um leiðir til að binda enda á samning ríkjanna um Mistral-herskipin sem Frakkar hafa smíðað fyrir rússneska flotann. Franska ríkisstjórnin ákvað að rifta samningnum um smíði skipanna tveggja vegna árása Rússa á Úkraínu. Herskipin eru …

Lesa meira

NATO snýst gegn áróðursstríði Rússa – eykur samstarf við Finna og Svía

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að loknum fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Antalyu í Tyrklandi fimmtudaginn 14. maí að ráðherrarnir hefðu ákveðið að grípa til aðgerða gegn blendingshernaði (hybrid warfare) Rússa gegn Úkraínu. Hann sagði jafnframt á fundi með blaðamönnum að starf og stefna NATO tæki nú mestu breytingum frá lokum …

Lesa meira

Ríkisstjórnir Eistlands, Lettlands og Litháens óska eftir NATO-hermönnum

  Ríkisstjórnir Eistlands, Lettlands og Litháens óska eftir að hermenn undir merkjum NATO verði sendir til fastrar dvalar í löndum þeirra til að skapa mótvægi við aukinn þrýsting vegna umsvifa flota og flughers Rússa sagði talsmaður hers Lettlands fimmtudaginn 14. maí. Í öllum löndunum þremur er rússneskur minnihluti. Eftir að …

Lesa meira

Pútín fagnar hertum tökum hersins á norðurslóðum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi um þróun hers- og hergagnaiðnaðar í Sotsjí þriðjudaginn 12. maí að forgangsverkefni Rússa væri að halda fast við áformin um að endurnýja heraflann. Hann fagnaði hve vel miðaði að styrkja hernaðarleg tök Rússa á norðurslóðum. TASS-fréttastofan segir að markmiðið sé að 32% búnaðar landhersins, …

Lesa meira

Kínverjar koma Hvít-Rússum til aðstoðar

Forseti Kína, Xi Jinping, kom til Hvíta-Rússlands þann 10. maí í þriggja daga heimsókn en það er yfirlýst markmið að styrkja efnahagsleg tengsl milli stjórnvalda í Peking og Minsk. Efnahagsráðherra Hvíta-Rússlands, Vladimir Zinovsky, sagði síðan frá því í dag, 11. maí, að ríkisstjórn Kína hefði ákveðið að opna 3 milljarða …

Lesa meira