Home / Fréttir (page 264)

Fréttir

Ný-valdahyggja Pútíns fyrirmynd í Evrópu og jafnvel hjá Donald Trump

  Í þýska blaðinu Die Welt birtist miðvikudaginn 30. mars grein eftir Richard Herzinger sem ritar um stjórn- og samfélagsmál í blaðið. Hann fjallar þar um stöðu og stjórnarhætti Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sem hann segir að höfði til þeirra á Vesturlöndum sem þrái „hinn sterka mann“. Blaðamaðurinn segir að Pútín …

Lesa meira

Bandarískur her undir merkjum NATO stöðugt við landamæri Rússlands

  Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur gert áætlun um að halda að staðaldri úti bandarískum hermönnum, skriðdrekum og öðrum brynvörðum farartækjum við austurlandamæri NATO til að fæla Rússa frá árás, er þetta í fyrsta sinn sem heraflanum er beitt á þennan hátt frá lokum kalda stríðsins, segir í upphafi fréttar The Wall …

Lesa meira

Bandaríkjaher styrkir sig enn frekar í Evrópu

  Embættismenn bandaríska sögðu miðvikudaginn 30. mars að frá og með febrúar 2017 yrði orrustusveit úr bandarísku bryndreka-stórfylki í Austur-Evrópu. Hún yrði hluti þess liðsafla sem sendur hefur verið til NATO-landa í austurhluta Evrópu til að auka þar öryggi vegna vaxandi yfirgangsstefnu Rússa. Þá verður allur búnaður stórfylkisins sendur á …

Lesa meira

Christian Science Monitor fjallar um aukinn áhuga Bandaríkjamanna á Keflavíkurstöðinni

„Þegar Bandaríkjamenn lokuðu flotastöðinni í Keflavík árið 2006 voru sérfræðingar beggja landa í hermálum orðlausir af undrun.  Þótt rússneska ógnin – hvatinn að stöðinni árið 1951 – virtist fjarlæg eftir að kalda stríðinu lauk var enn litið á Ísland sem einstakan stað fyrir eftirlitsstöð. Bandaríkjamenn meta nú strategískt gildi landsins …

Lesa meira

NATO á norðurslóðum: Stjórnmálamenn verða að huga að aukinni kafbátaógn

    NATO-æfingunni Cold Response lauk í Noður-Noregi 22. mars en frá 19. febrúar höfðu um 16.000 hermenn frá 13 löndum tekið þátt í henni. Markmið æfingarinnar er að þjálfa menn til átaka í köldum vetrarveðrum á norðurslóðum. Í æfingunum reynir einnig á þann búnað sem bandaríski herinn hefur komið …

Lesa meira

Ljósklæddi maðurinn með hattinn gengur enn laus

  Hér var laugardaginn 26. mars birt frétt um að ljósklæddi maðurin með hattinn, þriðji maðurinn í sprengjuárásinni á Brussel-flugvelli 22. mars, hefði fundist við sakbendingu leigubílstjóra. Var sagt að maðurinn héti Fayçal Cheffou, lausamaður við fjölmiðlun og smali fyrir öfgahópa múslima. Mánudaginn 28. mars lét lögreglan Fayçal Cheffou lausan. …

Lesa meira

Tyrkneskir smyglarar leita nýrra leiða til að koma fólki inn í ESB-lönd

Smyglarar á flótta- og farandfólki huga að nýjum leiðum til að koma viðskiptavinum sínum frá Tyrklandi til Evrópu eftir að lokað hefur verið á leiðirnar milli Tyrklands og grísku eyjanna í Eyjahafi.  Frankfurter Allgemeine Zeitung segir frá þessu sunnudaginn 27. mars. Þýska blaðið segir að smyglarnir búi sig undir að …

Lesa meira

Forsetar Finnlands og Rússlands loka landamærum fyrir farand- og flóttafólki

Sauli Niimistö Finnlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust í Moskvu þriðjudaginn 22. mars og samþykktu að stöðva í 180 daga alla umferð annarra en ríkisborgara Finnlands, Rússlands og Hvíta-Rússlands og fjölskyldna þeirra yfir landamæri ríkjanna við Salla og Raja-Jooseppi. Markmiðið er að koma í veg fyrir skipulagðar ferðir með fólk …

Lesa meira

Hryðjuverkin í Brussel: Ljósklæddi maðurinn með hattinn fundinn

Ljósklæddi maðurinn með hattinn á myndinni af þremenningunum sem gerðu árásina á flugstöðina í Brussel að morgni þriðjudags 22. mars var handtekinn fyrir utan aðsetur belgíska ríkissaksóknarans síðdegis fimmtudaginn 24. mars. Hann var síðan leiddur með hópi annarra í sakbendingu föstudaginn 25. mars. Þar benti leigubílstjórinn sem ók þremenningunum út …

Lesa meira

Tengsl milli hryðjuverkaárása í París og Brussel staðfest af belgískum yfirvöldum

  Belgíska lögreglan sagði föstudaginn 25. mars að annar mannanna tveggja sem sprengdi sig í loft upp á Brussel-flugvelli þriðjudaginn 22. mars hafi verið sprengjugerðarmaður sem vann að gerð tveggja sjálfsmorðsvesta sem notuð voru í árásunum í París 13. nóvember 2015 sem urðu 130 manns að aldurtila. Sprengjugerðarmaðurinn hét Najim …

Lesa meira