Home / Fréttir (page 260)

Fréttir

Austurríki: Lögregla varar við hugsanlegri árás milli jóla og nýárs

Lögreglan í Vínarborg sagði laugardaginn 26. desember að „vinveitt“ leyniþjónusta hefði sent frá sér viðvörun til yfirvalda í nokkrum evrópskum höfuðborgum um að hugsanlega yrði gerð árás í þeim með skotvopnum eða sprengjum dagana milli jóla og nýars. Hefur lögregla víðsvegar um álfuna hert aðgæslu sína vegna þessa. „Nokkur nöfn …

Lesa meira

Þjóðverjar telja fjölda aðkomufólks auka vanda lands og þjóðar

  Lítill hluti Þjóðverja telur pólitísku ákvörðunina um að taka á móti hundruð þúsunda farand- og flóttamanna landi og þjóð til gagns. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun þar sem aðeins 16% aðspurðra telja að komu fólksins fylgi meiri efnahagslegur hagnaður en vandamál. Þýska fréttastofan dpa segir frá þessu laugardaginn …

Lesa meira

Hryðjuverkaforingi laumaðist til Bretlands í aðdraganda árásar í París

  Talið er að Abdelhamid Abaaoud sem skipulagði hryðjuverkaárásina í París 13. nóvember, þar sem 130 mann féllu, hafi laumast inn í Bretland á fölsku vegabréfi fáeinum mánuðum fyrir hryðjuverkið í París. Frá þessu er sagt á vefsíðunni The Telegraph laugardaginn 26. desember. Abaaoud er talinn hafa verið í London …

Lesa meira

Rússnesk yfirvöld hefja nýjan málarekstur gegn Bill Browder

    Rússnesk yfirvöld hafa að nýju tekið til við málarekstur gegn Bill Browder, bandarískum fésýslumanni, höfundi bókarinnar Red Notice sem kom út á íslensku í haust undir heitinu Eftirlýstur. Browder var hér á landi í lok nóvember og flutti meðal annars fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Föstudaginn 25. desember …

Lesa meira

Rússar krefjast handtöku á Mikhaíl Khodorkovskíj – sakaður fyrir morð

Rússneskur dómstóll hefur gefið fyrirmæli um að Mikhaíl Khodorkovskíj, gagnrýnandi Kremlverja og fyrrverandi viðskiptajöfur, skuli handtekinn. Rússneskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu miðvikudaginn 23. desember og vitnuðu í Vladimir Markin, talsmann Rannsóknarnefndar Rússlands, sem sagði að dómstóllinn hefði gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Khodorkovskíj sem heldur sig mest í London. …

Lesa meira

Þýskaland: Leitað að flóttamönnum með fölsuð vegabréf

Rannsókn vegna hryðjuverkanna í París 13. nóvember 2015 hefur leitt í ljós að tengsl eru milli falsaðra vegabréfa sem fundust þar á vettvangi og vegabréfa í höndum fámenns hóps flóttamanna sem leitað hefur hælis í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar skýra frá þessu þriðjudaginn 22. desember. Í Bild segir að leyniþjónustan telji …

Lesa meira

Nord Stream-2 gasleiðslan jörðuð í leiðtogaráði ESB

  Ítalska ríkisstjórnin gagnrýnir harðlega áform um Nord Stream-2 gasleiðsluna frá Rússlandi á botni Eystrasalts til Þýskalands, leiðslu sem gerir Rússum kleift að selja Þjóðverjum gas án þess að leiðslan fari um Úkraínu. Málið snertir tengsl ESB og Rússlands, framtíð Úkraínu og orku-sjálfstæði ESB. Fyrir baráttu Ítala og Visegrad-ríkjanna náði …

Lesa meira

Fyrsti dróni NATO sendur á loft

Fyrsti af fimm drónum  NATO (NATO Global Hawk Unmanned Aerial Vehicle (UAV)) fór í fyrsta flug sitt frá Palmdale flugstöðinni í Kaliforníu laugardaginn 19. desember. Drónarnir eða hin ómönnuðu flugför eru hluti af Alliance Ground Surveillance (AGS) NATO, það er eftirlitskerfi með því sem gerist á landi. Dróninn fór í …

Lesa meira

Vangaveltur um Boris Johnson sem næsta utanríkisráðherra Breta

Talið er að David Cameron, forsætisráðherra Breta, búi sig undir að skipa Boris Johnson utanríkisráðherra í stjórn sína þegar hann lætur af embætti borgarstjóra í London í maí 2016. Þetta kemur fram á vefsíðu The Telegraph laugardaginn 19. desember sem segir að með þessu vilji Cameron tryggja að Johnson berjist …

Lesa meira

Elflaugavarnastöð tekur til starfa í Rúmeníu

  Embættismenn Rúmeníu og Bandaríkjanna opnuðu föstudaginn 18. desember formlega ratsjárstöð og gagnflaugastöð í Búkarest. Við athöfnina var tilkynnt að til starfa væri tekin hluti eldflaugavarnakerfis sem reist er í Evrópu. Kerfið mynda ratsjárstöðvar og SM-3 gagneldflaugar og manna rúmenskir og bandarískir sérþjálfaðir sjóliðar stöðina. Bandaríski flotinn fer með yfirstjórn …

Lesa meira