Forsetar Rússlands og Tyrklands deildu á Parísarráðstefnu um loftslagsmál vegna árásar Tyrkja á rússneska orrustuþotu hinn 24. nóvember. Valdimír Pútín Rússlandsforseti sagði mánudaginn 30. nóvember að Rússar hefðu sannanir fyrir því að þotunni hefði verið grandað af Tyrkjum til að verja olíuviðskipti þeirra við Ríki íslams (RÍ) og Tyrkir …
Lesa meiraÞjóðverjar búa sig undir hernað gegn Ríki íslams
Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, útilokar ekki að þýskir hermenn taki þátt í alþjóðlegum hernaðaraðgerðum gegn Ríki íslams í Sýrlandi við hlið manna úr sýrlenska stjórnarhernum án þess að í því felist samstarf eða stuðningur við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Rætt er um að 1.200 þýskir hermenn verði sendir …
Lesa meiraAnonymous- hópar gegn Íslandi og Ríki íslams
Anonymous er samfélag hakkara sem efna til tölvuárása gegn sérgreindum andstæðingum. Í nóvember hefur hópur innan Anonymous gegn hvalveiðum sótt gegn Íslendingum undir merkjum Anonymous. Lá upplýsingavefur stjórnarráðsins niðri í 13 klst. vegna álags frá Anonymous aðfaranótt 28. nóvember. Anonymous hefur sagt Ríki íslams (RÍ) stríð á hendur. Hakkarahópurinn hefur …
Lesa meiraAðildin að Europol í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá Dönum
Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu fimmtudaginn 3. desember um það að hve miklu leyti þeir eiga að innleiða 22 ESB-gerða, þar á meðal tilskipun um Europol, Evrópulögregluna, sem nú starfar á grundvelli milliríkjasamnings en ætlunin er að verði ESB-stofnun árið 2017. Rökræður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar snúast nú helst um aðild Dana …
Lesa meiraFrakklandsforseti áréttar ásetninginn um að sigra Ríki íslams
Frakkar minntust með hátíðlegri athöfn í garði Les Invalides í París föstudaginn 27. nóvember hinna 130 sem féllu í árás hryðjuverkamanna í París föstudaginn 13. nóvember. Í minningarræðu áréttaði François Hollande Frakklandsforseti ásetning sinn um að vinna sigur á Ríki íslams í Sýrlandi. Forsetinn var fimmtudaginn 26. nóvember í …
Lesa meiraTyrkir segja enga ástæðu til að biðjast afsökunar – nær væri að það kæmi hlut Rússa
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakaði ráðamenn í Moskvu um dylgjur eftir að Rússar héldu því fram að Tyrkir keyptu olíu af Ríki íslams. Rússar handtóku hóp tyrkneskra kaup- og fésýslumanna fimmtudaginn 26. nóvember. Talið er að þeim verði vísað úr landi. Orðahnippingar og deilur magnast enn milli Rússa …
Lesa meiraReiði Rússa í garð Tyrkja leiðir ekki til átaka
Rússnesk stjórnvöld virðast ekki ætla að hefja hernað gegn Tyrkjum þótt tyrkneskar orrustuþotur hafi skotið niður rússneska herþotu við landamæri Tyrklands og Sýrlands þriðjudaginn 24. nóvember. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gaf þessa ákvörðun til kynna á blaðamannafundi í Moskvu miðvikudaginn 25. nóvember. Ráðherrann sagði að um „skipulagða ögrun“ af hálfu …
Lesa meiraTyrkir granda rússneskri orrustuþotu – njóta stuðnings NATO
Tvær tyrkneskar F-16 þotur skutu niður Su-24 orrustuþotu Rússa þriðjudaginn 24. nóvember. Tyrkir segja að rússneska vélin hafi farið inn í lofthelgi Tyrklands. Rússar segja að vélin hafi verið yfir Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar hafi fengið „stungu í bakið“. Afleiðingarnar verði „alvarlegar“. NATO lýsir stuðningi við Tyrki. …
Lesa meiraBreski flugherinn kallar á aðstoð vegna kafbátaleitar
Breski flugherinn hefur undanfarna 10 daga leitað að kafbáti sem talinn er hafa haldið sig undan strönd Skotlands. Vandi flughersins er að hann á ekki neinar viðundandi kafbátaleitarvélar eftir að Bretar lögðu Nimrod-þotum sínum árið 2010. Hafa Bretar leitað til Frakka og Kanadamanna og beðið þá um að senda vélar …
Lesa meiraDanmörk: 80% Dana telja líkur á hryðjuverkaárás á árinu 2016
Átta af hverjum 10 Dönum telja líklegt að á næsta ári verði gerð hryðjuverkaárás í Danmörku. Berlingske Tidende birti niðurstöðu Gallup-könnunar laugardaginn 21. nóvember sem sýnir þetta. Níu af hverjum 10 Dönum láta þetta ekki aftra sér frá að fara á kaffihús eða með lest eins og þeir hafa gert. …
Lesa meira