Home / Fréttir (page 250)

Fréttir

Breedlove hershöfðingi: Hindrunarlausir flutningar yfir Atlantshaf óhugsandi í meiriháttar hernaði

Rússar gætu hindrað birgða- og liðsflutninga Bandaríkjamanna til Evrópu kæmi til mikilla hernaðarátaka segir Philip Breedlove, hershöfðingi, fyrrverandi yfirmaður herstjórnar NATO, á vefsíðunni Breaking Defense mánudaginn 19. september. Höfundur fréttarinnar segir að alkunna sé að með varnar- og útilokunar kerfum sínum, sem á ensku kallast Anti-Access/Area Denial (A2/AD) kerfi, geti Rússar með ratsjám og eldflaugum ógnað skipum og …

Lesa meira

Óttast að aðþrengdir erlendir vígamenn Daesh leiti skjóls utan Íraks og Sýrlands

    Sótt er að liðsmönnum Daesh (Ríkis íslams) í Sýrlandi og Írak. Um leið og þrengt er að þeim vex ótti meðal vestrænna sérfræðinga við að vígamenn úr liðinu leiti til fyrri heimkynna sinna í Evrópu og búi sig undir að hefna harma sinna þar. Sumir þessara manna koma …

Lesa meira

Repúblíkaninn Robert Gates, fyrrv. varnarmálaráðherra, segir Trump „vonlausan“ í þjóðaröryggismálum

Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, birti grein í The Wall Street Journal föstudaginn 16. september þar sem hann lýsti efasemdum um að forsetaframbjóðendurnir Hillary Clinton og Donald Trump hefðu hæfni til að gegna embætti Bandaríkjaforseta á viðunandi hátt. Gates (72 ára) hefur gegnt ólíkum opinberum embættum í tíð átta forseta Bandaríkjanna á undanförnum 50 árum, þar á meðal sem varnarmálaráðherra (2006 til …

Lesa meira

Fyrrverandi yfirmaður breska heraflans dregur dökka mynd af vanmætti hans til varnar Bretlandi

Breski herinn hefur ekki burði til að verja Bretland gegn allsherjarárás Rússa eða annars öflugs herveldis segir Sir Richard Barrons, hershöfðingi, fyrrverandi yfirmaður sameinaðs herafla Bretlands. Hann komst á eftirlaun í apríl en þetta gagnrýna mat hans á breska hernum má sjá í 10 blaðsíðna einka-minnisblaði sem hann sendi Sir Michael Fallon, varnarmálaráðherra Bretlands. Það breytir …

Lesa meira

Snowden hefur ekki stöðu uppljóstrara heldur var fýldur starfsmaður

Edward Snowden (33 ára), fyrrverandi starfsmaður bandarískrar njósnastofnunar var „óánægður“ starfsmaður en ekki „einlægur uppljóstrari“ segir í skýrslu bandarískrar þingnefndar. Hópar sem berjast fyrir rétti borgaranna vilja að Barack Obama Bandaríkjaforseti veiti honum sakaruppgjöf. Í útdrætti úr skýrslu sem bandarísk þingnefnd, leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar undir formennsku repúblíkana, hefur samið kemur fram að Snowden, fyrrverandi verktaki hjá Þjóðaröyggisstofnuninni, National Security Agency (NSA), hafi verið …

Lesa meira

Fjölgun farand- og flóttafólks á grísku eyjunum – leiðtogar 27 ESB-ríkja leita samkomulags um hertar gagnráðstafanir

Þeim tók að fjölga í fyrri viku sem flýja frá Tyrklandi til Grikklands í leit að öryggi sem hælisleitendur eða að betri lífskjörum. Þetta segir í frétt The New York Times (NYT) fimmtudaginn 15. september. Blaðamaðurinn segir að rúmlega þúsund manns, Sýrlendingar, Afganir, Pakistanir og Írakar hafi komist til Grikklands í vikunni sem leið og …

Lesa meira

Juncker segir ESB í tilvistarkreppu – vill efla hernaðarsamvinnu til að auka samheldni

  Evrópusambandið glímir að minnsta kosti að hluta við tilvistarkreppu, sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í upphafi stefnuræðu sinnar á ESB-þinginu miðvikudaginn 14. september. Á þeim mörgu árum sem hann hefði fylgst með og tekið þátt í starfi sambandsins hefði hann aldrei orðið vitni að svo lítilli samstöðu aðildarríkjanna …

Lesa meira

Finnar árétta mikilvægi varnarsamstarfs við Svía – ný sænsk skýrsla um öryggismál breyti engu

  Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finna, segir að ný sænsk skýrsla um öryggismál Svía kalli ekki á neina endurskoðun á varnarsamstarfi Finna og Svía. Sagt hefur verið frá skýrslunni hér á síðunni en hún var birt opinberlega föstudaginn 9. september. Í frétt finnska ríkisútvarpsins, YLE, segir að í skýrslunni komi fram að …

Lesa meira

Norðmenn herða landamæravörslu gagnvart Rússlandi

  Unnið er hörðum höndum að því að reisa 200 m langa 3,5 m háa girðingu á landamærunum milli Noregs og Rússlands norður við Barentshaf. Ætlunin er að framkvæmdum verði lokið áður en tekur að snjóa. Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs, ákvað að gripið yrði til þessa ráðs til að ná …

Lesa meira

Frakkar og Þjóðverjar árétta mikilvægi ESB-hers í nýrri skýrslu

  Frakkar og Þjóðverjar hafa lagt fram sameiginlega tillögu um „virkari og gagnlegri“ varnarmálastefnu ESB, sagði franska varnarmálaráðuneytið við AFP-fréttastofuna föstudaginn 9. september. Um er að ræða skjal sem kynnt er af Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakka, og Ursulu von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Franska ráðuneytið segir að í því …

Lesa meira