Home / Fréttir (page 240)

Fréttir

Rússar senda eldflaugakafbát að strönd Frakklands – hvers vegna?

  Á vefsíðu Brookings í Washington (brookings.edu) birtist þriðjudaginn 15. mars grein eftir Steven Pifer, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu og sérfræðing í afvopnunarmálum hjá Brookings-stofnuninni. Pifer veltir fyrir sér hvers vegna Rússar hafi verið að veifa kjarnorkuvopnum sínum með því að senda kafbát búinn langdrægum kjarnorkueldflaugum í janúar 2016 …

Lesa meira

Þýskaland: Alvarleg viðvörun til Merkel í þremur sambandslöndum – AfD-flokkurinn sækir í sig veðrið

  Stóru flokkarnir tveir í Þýskalandi, kristilegir demókratar (CDU) og jafnaðarmenn (SPD), sem mynda ríkisstjórn landsins töpuðu verulega í kosningum til þriggja sambandslandsþinga sunnudaginn 13. mars. Kosningabaráttan snerist að verulegu leyti um afstöðuna til útlendinga og stefnu Angelu Merkel kanslara til komu flótta- og farandfólks til landsins. Þótt umstalsverð breyting …

Lesa meira

Tilnefning Obama á vara-framkvæmdastjóra NATO sætir gagnrýni

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að tilnefna Rose Gottemoeller, aðstoðarutanríkisráðherra afvopnunarmála, sem næsta vara-framkvæmdastjóra NATO. Venja er að því embætti gegni sami maður í fjögur ár. Aðildarríkjum NATO var tilkynnt þetta þriðjudaginn 8. mars. Josh Rogin, fréttamaður hjá Bloomberg-fréttastofunni, segir að þingmenn repúblíkana telji þetta óskynsamlega tilnefningu með tilliti til …

Lesa meira

Danmörk: Dæmd í 430.000 ISK sekt fyrir að bjóða sýrlenskri flóttafjölskyldu bílfar

Þjóðkunn dönsk kona, Lisbeth Zornig, fyrrverandi umboðsmaður barna í Danmörku, núverandi baráttukona fyrir réttindum barna og rithöfundur, var föstudaginn 11. mars dæmd fyrir að taka þátt í smygli á fólki þegar hún 7. september 2015 bauð sýrlenskri fjölskyldu á leið um Danmörku til Svíþjóðar far í bifreið sinni. Dómari í …

Lesa meira

Þýska leyniþjónustan segir Rússa vilja koma illu af stað innan ESB – Snowden rússneskur njósnari

Þýska leyniþjónustan segir að fyrir liggi vitneskja um að rússnesk stjórnvöld hafi mótað áætlun um að skipulega skuli unnið að því að skapa sundrungu innan ESB með markvissum áróðri. Frá þessu er sagt í Frankfurter Allgemeine Zeitung föstudaginn 11. mars. Þar segir einnig að þýska leyniþjónustan telji Edward Snowden hafa …

Lesa meira

NATO æfir stjórn á hættutímum með þátttöku allra aðildarríkja auk Svía og Finna

NATO efnir árlega til æfingar sem miðar að því að þjálfa og sanhæfa viðbrögð starfsmanna ráðuneyta og allra annarra borgaralegra starfsmanna og hermanna sem sinna öryggismálum og stjórn á hættutímum við yfirvofandi hættum, þar á meðal blendingsaðgerðum þar sem beitt öðru valdi en hervaldi til að ná fram markmiðum sínum …

Lesa meira

Örn grandaði dróna á heræfingu í N-Noregi

Örn réðist á dróna norska hersins sem notaður var til myndatöku á heræfingunni Cold Resopnse sem lýkur í Norður-Noregi fimmtudaginn 10. mars. Um var að ræða dróna af gerðinni RQ-11 Raven mini-UAV. Lítið fjarstýrt flygildi með myndavél. Dróninn hafði verið tæpar 60 mínútur á lofti þegar hann varð fyrir árásinni …

Lesa meira

Bandarískur öldungadeildarþingmaður telur að nýta beri frábæra aðstöðu í Keflavík í þágu hervarna

Angus King, öldungadeildarþingmaður utan flokka frá Maine-ríki í Bandaríkjunum, mæltist til þess nýlega í hermálanefnd deildarinnar að frábær aðstaða á Keflavíkurflugvelli yrði nýtt í þágu Bandaríkjahers svo að hún úreltist ekki eða færi til annarra nota og velti fyrir sér hvort endurskoða ætti ákvörðunina um brottför varnarliðsins héðan fyrir 10 …

Lesa meira

Svíar taka þátt í mikilli NATO-heræfingu í Norður-Noregi

  Á annað þúsund sænskir hermenn hafa verið sendir norður til Noregs til þátttöku í miklum heræfingum við hlið hermanna frá 13 NATO-ríkjum sem hófust þar undir lok febrúar og lýkur 10. mars. Æfingin er kölluð Cold Response og taka um 15.000 hermenn þátt í henni í Noregi og lofthelgi …

Lesa meira

Finnar og Svíar huga að formlegu varnarbandalagi

  Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð kanna nú stjórnskipulega og lögfræðilega þætti með það fyrir augum að ryðja birt hindrunum sem taldar eru standa í vegi fyrir að ríkin geri með sér formlegan varnarsáttmála. Frá þessu er sagt á vefsíðunni Defense News föstudaginn 4. mars. Samhliða þessu er rætt um …

Lesa meira