Home / Fréttir (page 22)

Fréttir

Tartari frá Krím verður varnarmálaráðherra Úkraínu

Rustem Umerov (41 árs), tartari frá Krímskaga, verður nýr varnarmálaráðherra Úkraínu ef þing landsins samþykkir skipun hans eftir að Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti vék Oleksii Reznikov til hliðar úr embættinu. Fréttaskýrendur segja að líta megi á það sem ögrun við yfirráð Rússa á Krímskaga að Zelenskíj tilnefni mann af skaganum í …

Lesa meira

Úkraínustríð Rússa ógnar tilvist ÖSE

Blaðamenn þýska vikuritsins Der Spiegel birtu í liðinni viku úttekt sem lýsir tilraunum Rússa til að eyðileggja Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Þeir stundi skemmdarverk innan stofnunarinnar til að hindra að hún geti lagt sitt af mörkum til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Að baki búi viðleitni til …

Lesa meira

Þungi í sókn Úkraínuhers í kringum Krímskaga

Rússar segjast hafa komið í veg fyrir þrjár árásir tundurskeytadróna á Krímbrúna yfir Kertsj-sund sem tengir Rússland og Krímskaga sem Rússar hernámu árið 2014. Úkraínumenn segjast sækja fram í átt að borginni Melitopol og til að skera á landflutninga Rússa frá hernumda Donetsk-héraðinu til Krímskaga. Úkraínuher sendi dróna í átt …

Lesa meira

B-2 Spirit lendir í fyrsta skipti á meginlandi Evrópu

Bandarísk torséð sprengjuþota, B-2 Spirit, hafði í fyrsta sinn viðdvöl í Noregi þriðjudaginn 29. ágúst þegar hún lenti á Ørland-flugvelli og tók eldsneyti án þess að drepið væri á hreyflum hennar og hóf síðan strax á loft að nýju. Á vefsíðunni Aviation24.be segir að þetta sé ekki aðeins í fyrsta …

Lesa meira

Landsbergis vill að ESB styðji Úkraínu til sigurs

Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, hvatti til þess fimmtudaginn 31. ágúst að forystumenn Evrópuríkja hættu að orða stuðning sinn við Úkraínu með því að segjast styðja Úkraínumenn „eins lengi og þörf er“. Í stað þess ætti að „styðja Úkraínumenn til sigurs“. Hann sagði að geti Evrópuríki ekki sagst vilja sigur Úkraínumanna …

Lesa meira

Medvedev segir „ragnarök nálgast“

Dmitríj Medvedev, fyrrv. forseti og forsætisráðherra Rússlands, núv. varaformaður rússneska öryggisráðsins, sagði á X (áður Twitter) þriðjudaginn 29. ágúst að Rússar hefðu rétt til að hefja stríð við NATO. Þá sagði Medvedev: „Úkraínskir glæpamenn hafa tilkynnt að hver einasta árás þeirra gegn sérhverju rússnesku skotmarki „til dæmis á Krím“ sé …

Lesa meira

Prígósjín jarðsettur – Pútín víðsfjarri

Wagner-málaliðaforinginn og auðmaðurinn Jevgeníj Prígósjín var jarðsettur þriðjudaginn 29. ágúst í St. Pétursborg við athöfn á vegum fjölskyldu hans og vina. Vladimir Pútin Rússlandsforseti lét ekki sjá sig við athöfnina en þeir Prígósjín voru gamlir vinir þar til fyrir tveimur mánuðum. Prígósjín fórst þegar einkaþota hans hrapaði til jarðar eftir …

Lesa meira

Úkraínuher sækir fram í suðri

Úkraínumenn segjast hafa frelsað smábæ í suðurhluta lands síns, Robotyne, og þar með tekist að brjótast á áhrifamikinn hátt í gegnum varnarlínu Rússa. Herinn segir að í liðinni viku hafi menn hans dregið fána Úkraínu að húni í þorpinu en Rússar hafi skotið á þá úr tveimur byggingum sem þeir …

Lesa meira

Prígósjín „mjög líklega“ dauður segja Bretar

  Breska varnarmálaráðuneytið sagði föstudaginn 25. ágúst að „mjög líklega“ hefði Jevgeníj Prígósjin, stofnandi rússneska Wagner-málaliðahópsins, farist í brotlendingu flugvélar fyrr í vikunni, engin staðfesting þess efnis hefði þó borist frá þeim sem rannsaka atvikið. Vladimir Pútín Rússlandsforseti minntist fyrst fimmtudaginn 24. ágúst á banvænan atburðinn þar sem 10 manns …

Lesa meira

Nöglunum fjölgar í kistu Pútíns

Hér er lausleg þýðing á grein eftir Hamish de Bretton-Gordon, fyrrverandi yfirmann í breska hernum, sem birtist á vefsíðunni The Telegraph fimmtudaginn 24. ágúst: Þegar Vladimir Pútín situr hugsi í sprengjuheldu skrifstofunni sinni kann hann að harma þá staðreynd að allur heimurinn er viss um að hann hafi gefið fyrirmæli …

Lesa meira