Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Finnska strandgæslan glímir við smyglara á fólki

Finnska strandgæslan hefur hafið rannsókn sjö mála á smygli á fólki yfir Finnska flóa frá Hvíta-Rússlandi segir í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE fimmtudaginn 7. október en finnska blaðið Ilta-Sanomat birti fyrstu fréttina um málið. Í sumar hafa verið skipulagðar flugferðir til Hvíta-Rússlands frá Mið-Austurlöndum með fólk sem síðan reynir að …

Lesa meira

Varnarmálaráðherra Tævans: 2025 hættuár vegna innrásar frá Kína

Chiu Kuo-cheng, varnarmálaráðherra Tævans, segir að stjórnendur Kína í Peking kunni að gefa fyrirmæli um allsherjar innrás á Tævan árið 2025. Telur hann að þá verði kínverski herinn nægilega öflugur til að ætla megi að honum yrði beitt á þennan veg. Ráðherrann segir að spenna milli ráðamanna í Kína og …

Lesa meira

Rússar skjóta ofurhljóðfrárri stýriflaug úr kafbáti

Rússnesk stjórnvöld skýrðu frá því mánudaginn 4. október að fyrsta tilraunaskot ofurhljóðfráu stýriflaugarinnar Tsirkon (Zircon) frá kafbáti hefði heppnast vel. Vladimir Pútin Rússlandsforseti hefur opinberlega borið lof á þessa gerð stýriflauga og segir hana hluta af nýrri kynslóð vopnakerfa sem standi öllum keppinautum framar. Í júlí 2021 var Tsirkon-flaug skotið …

Lesa meira

Utanríkis- og öryggismálanefnd danska ríkjasambandsins stofnuð

Stjórnvöld í Færeyjum, Grænlandi og Danmörku rituðu 4. október 2021 undir samkomulag um samstarfsnefnd í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum sem hittist að minnsta kost einu sinni árlega. Nefndin tryggir Grænlendingum og Færeyingum meiri og formlegri aðild að utanríkis- og varnarmálum danska ríkjasambandsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skýrði frá því á …

Lesa meira

Kínverski flugherinn ögrar Tævan

Stjórnvöld á Tævan, sjálfstæðri eyju undan strönd Kína sem stjórnvöld í Peking líta á sem hluta veldis síns, segja að alls hafi 39 kínverskum hervélum verið inn á loftvarnasvæði eyjunnar laugardaginn 2. október. Kínverski flugherinn hefur aldrei fyrr sent svo margar vélar inn á loftvarnasvæðið. Tævanska varnarmálaráðuneytið segir að vélarnar …

Lesa meira

Tólf ríki stilla saman varnarstrengi í Norður-Evrópu

Bandaríska Evrópuherstjórnin (USEUCOM) og herstjórn Finnlands boðuðu sameiginlega til fundar yfirmanna herja 11 Norður-Evrópuríkja í Helsinki dagana 29. og 30. september 2021. Herforingjarnir ræddu stöðu öryggismála í Norður-Evrópu og á Eystrasaltssvæðinu. Markmið fundarins var að stuðla að nánara samstarfi herstjórna landanna og gagnkvæmum skilningi á viðfangsefnum herja þeirra. USEUCOM og …

Lesa meira

Noregur: Þáttaskil í stjórnarmyndunarviðræðum

Þáttaskil urðu í stjórnarmyndunarviðræðum í Noregi miðvikudaginn 29. september þegar SV, Sósíalíski vinstriflokkurinn, sagðist ekki treysta sér í meirihlutasamstarf með Verkamannaflokknum (AP) og Miðflokknum (SP). Helsta ágreiningsefnið snýr að loftslagsmálum og olíuvinnslu. Jonas Gahr Støre, leiðtogi AP, stjórnar viðræðunum og sagði hann að þær snerust nú um minnihlutastjórn AP og …

Lesa meira

Norðmenn, Svíar og Danir efla þríhliða varnarsamstarf sitt

Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur rituðu föstudaginn 24. september undir samning sem styrkir varnarsamstarf ríkjanna þriggja og auðveldar sameiginlegar aðgerðir á suðurhluta Skaninavíuskaga. Fulltrúar varnarmálaráðuneyta landanna og herstjórna taka sæti í stýrihópi sem vinnur að framkvæmd samningsins. Við undirritun samningsins sagði Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, að alvarlegt hættuástand í öryggismálum …

Lesa meira

Grænland: Óvarleg orð kostuðu forræði utanríkismálanna

Óvarleg orð sem Pele Broberg lét falla í viðtali við danska blaðið Berlingske fyrir rúmri viku urðu til þess að hann var sviptur forræði utanríkismála í grænlensku landstjórninni. Broberg fer nú aðeins með atvinnu- og viðskiptamál í landstjórn Grænlands. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, hefur tekið forræði í utanríkis- og …

Lesa meira

Eiturárásir Kremlverja sæta dómi MDE og rannsóknum Breta

Alexander Litvinenko hlaut hörmulegan dauðdaga haustið 2006 en fyrst nú í september 2021 næst niðurstaða í málinu sem snýr að því að eitrað var fyrir honum vegna gagnrýni hans á Vladimir Pútín Rússlandsforseta og samherja hans í Kreml. Enn er unnið að rannsókn svipaðra mála. Notað var geislavirkt efni, polonium, …

Lesa meira