Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Úkraínuher sækir fram í suðri

Úkraínumenn segjast hafa frelsað smábæ í suðurhluta lands síns, Robotyne, og þar með tekist að brjótast á áhrifamikinn hátt í gegnum varnarlínu Rússa. Herinn segir að í liðinni viku hafi menn hans dregið fána Úkraínu að húni í þorpinu en Rússar hafi skotið á þá úr tveimur byggingum sem þeir …

Lesa meira

Prígósjín „mjög líklega“ dauður segja Bretar

  Breska varnarmálaráðuneytið sagði föstudaginn 25. ágúst að „mjög líklega“ hefði Jevgeníj Prígósjin, stofnandi rússneska Wagner-málaliðahópsins, farist í brotlendingu flugvélar fyrr í vikunni, engin staðfesting þess efnis hefði þó borist frá þeim sem rannsaka atvikið. Vladimir Pútín Rússlandsforseti minntist fyrst fimmtudaginn 24. ágúst á banvænan atburðinn þar sem 10 manns …

Lesa meira

Nöglunum fjölgar í kistu Pútíns

Hér er lausleg þýðing á grein eftir Hamish de Bretton-Gordon, fyrrverandi yfirmann í breska hernum, sem birtist á vefsíðunni The Telegraph fimmtudaginn 24. ágúst: Þegar Vladimir Pútín situr hugsi í sprengjuheldu skrifstofunni sinni kann hann að harma þá staðreynd að allur heimurinn er viss um að hann hafi gefið fyrirmæli …

Lesa meira

Jevgeníj Prígosjín sagður hafa farist í flugslysi

Jevgeníj Prígosjín, eigandi og stjórnandi Wagner-málaliðanna, er sagður hafa farist í flugslysi síðdegis miðvikudaginn 23. ágúst þegar einkavél með tíu manns um borð brotlenti í Tver-héraði fyrir norðan Moskvu, líklega á leið til St. Pétursborgar. Flugmálastjórn Rússlands segir að allir um borð í vélinni hafi farist. Í tilkynningu flugmálastjórnarinnar sagði …

Lesa meira

Krímbúar búa við vaxandi eldneytisskort

Eldsneytisskortur blasir við Krímverjum eftir að eina brúin sem tengir þá við Rússland varð fyrir skemmdum vegna sprengingar 17. júlí. Krímbrúin yfir Kertsj-sund tengir Krímskaga sem Rússar hernámu árið 2014 við Rússland. Einn helsti dreifingaraðili eldsneytis á Krímskaga sendi viðskiptavinum sínum sms-boð í fyrri viku og hvatti þá til að …

Lesa meira

Danir gefa Úkraínumönnum 19 F16-orrustuþotur

Stjórnvöld Danmerkur og Hollands hafa fyrst orðið við óskum Úkraínustjórnar um að fá vestrænar orrustuþotur. Þetta kom fram sunnudaginn 20. ágúst á blaðamannafundi sem Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hélt með Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseta í Eindhoven í Hollandi. Frá Hollandi hélt Zelenskíj til Suður-Jótlands síðdegis sunnudaginn 2o. ágúst. Í flugherstöðinni í …

Lesa meira

Zelenskíj semur um smíði á sænskum bryndreka

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti og eiginkona hans, Olena, heimsóttu Svíþjóð laugardaginn 19. ágúst. Þar var gengið frá nýjum samningi milli ríkjanna um að þau stæðu sameiginlega að smíði sænsks bryndreka, Stridsfordon 90 (CV90), í Úkraínu. „Þetta skiptir okkur mjög miklu,“ sagði Zelenskíj á sameiginlegum blaðamannafundi með Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía. …

Lesa meira

Breska utanríkisráðuneytið telur sennilegt að reynt verði að vinna hryðjuverk í Danmörku

Breska utanríkisráðuneytið sendi föstudaginn 18. ágúst frá sér tilkynningu um að hryðjuverkamenn muni „sennilega reyna að gera árás í Danmörku“. Ráðuneytið uppfærði með þessu eldri tilkynningu á vefsíðu sinni að ekki væri „unnt að útiloka hryðjuverkaárás í Danmörku“. Ráðuneytið segir auk þess að stjórnvöldum í Danmörku hafi tekist að koma …

Lesa meira

Torséðar B-2 sprengjuþotur í þriðja sinn á Keflavíkurflugvelli

Sunnudaginn 13. ágúst tilkynnti utanríkisríkiráðuneytið að til Keflavíkurflugvallar kæmu þrjár bandarískar B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur. Í blaði Bandaríkjahers, Stars and Stripes, segir 15. ágúst að vélarnar komi frá flugherstöð í Missiouri og þetta sé að sögn flughersins í fyrsta sinn sem vélum af þessari gerð sé falið verkefni utan Bandaríkjanna …

Lesa meira

Varað við aukinni hryðjuverkaógn gegn Dönum og Svíum,

Hryðjuverkasamtökin al-Qaída hafa birt harðorða yfirlýsingu þar sem hvat er til þess með ofsakenndu orðalagi að ráðist skuli á Danmörku og Svíþjóð. Í danska blaðinu Berlingske er þriðjudaginn 15. ágúst rætt við þrjá sérfróðamenn um hryðjuverk og ofbeldi í nafni íslams sem allir eru sammála um að líta beri hótunina …

Lesa meira