Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Spurt hvort Pútin sé með á nótunum eftir kjarnorkuútspilið

Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur við Dansk Institut for Internationale Studier (DIIS), Dönsku utanríkismálastofnunina, segir í Jyllands-Posten mánudaginn 28. febrúar að auðvitað verði að taka hótun Rússa um beitingu kjarnorkuvopna alvarlega en hins verði menn að ætla að enn ráði skynsemi gjörðum manna í Kreml. Á fjórða degi innrásar Rússa halda …

Lesa meira

Kúvendig Þjóðverja í varnarmálum vegna innrásar Pútins

Þýska sambandsþingið í Berlín kom saman til sögulegs fundar fyrir hádegi sunnudaginn 27. nóvember. Þar kynnti Olaf Scholz kanslari nýja róttæka stefnu Þýskalands í varnar- og öryggismálum sem andsvar við innrás Rússa í Úkraínu. „Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 urðu þáttaskil í sögu álfu okkar,“ sagði kanslarinn og síðan: „Heimurinn verður …

Lesa meira

ESB fjármagnar vopnakaup Úkraínumanna

Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn í sögu sinni ákveðið að fjármagna kaup á vopnum til að aðstoða ríki í stríði. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði um „vatnaskil“ í sögu sambandsins að ræða þegar hún kynnti ákvörðunina sunnudaginn 27. febrúar. „Í fyrsta sinn í sögu sinni ætlar Evrópusambandið …

Lesa meira

Pútin veifar kjarnorkuvopnum – Zelenskíj samþykkir viðræður

Vladimir Pútin Rússlandsforseti flutti sjónvarpsávarp síðdegis sunnudaginn 27. febrúar og sagðist hafa gefið fyrirmæli um að setja kjarnorkuhefla Rússlands á hæsta viðbúnaðarstig. Hann sakaði NATO-þjóðir um að ögra Rússum með „ógnandi yfirlýsingar“ og óviðunandi efnahagsþvingunum meðal annars gegn forsetanum sjálfum. Í ávarpinu sem Pútin flutti aðfaranótt fimmtudags 24. febrúar ýjaði …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Finna segir Pútin ýja að notkun kjarnorkuvopna

Græninginn Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finna, sagði í YLE, finnska ríkisútvarpinu, laugardaginn 26. febrúar að Rússar kynnu að stigmagna stríðið í Úkraínu enn frekar og jafnvel verða reiðubúnir til að beita kjarnorkuvopnum. Vladimir Pútin Rússlandsforseti minnti umheiminn á að Rússar ættu kjarnorkuvopn í ávarpinu sem hann flutti áður en innrás Rússa …

Lesa meira

Ályktun ríkisoddvita á NATO-fundi vegna innrásarinnar í Úkraínu

Ríkisoddvitar NATO-ríkjanna 30 auk Svíþjóðar og Finnlands og Evrópusambandsins efndu til fjarfundar föstudaginn 25. febrúar til að ræða stöðu mála eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hér birtist ályktun fundarins í íslenskri þýðingu: Við komum saman í dag til að ræða alvarlegustu ógnina við Evró-Atlantshafs- öryggið um áratuga skeið. Við fordæmum …

Lesa meira

Það glittir í hótun Pútins um beitingu kjarnorkuvopna

Roger Cohen er gamalreyndur blaðamaður og dálkahöfundur The New York Times. Hann skrifar fimmtudaginn 24. febrúar eftir innrás Pútins í Úkraínu: Vladimir Pútin hefur sent rússneska hermenn inn í Úkraínu en tekið skýrt fram að hann stefnir ekki aðeins gegn nágrannaríki sínu heldur einnig gegn ameríska „lygaheimsveldinu“ og hann hótaði …

Lesa meira

Seigla Úkraínumanna öflugasta vopnið gegn ofurefli rússneska innrásarliðsins

Rússneska umsátursliðið um Úkraínu fékk kl. 02.55 að íslenskum tíma aðfaranótt 24. febrúar fyrirmæli frá Vladimir Pútin Rússlandsforseta um „sérstaka hernaðaraðgerð“ í Donbass í austurhluta Úkraínu. Síðan hefur herlið Rússa sótt yfir landamæri Úkraínu á ýmsum stöðum. Sprengjur hafa fallið í nokkrum borgum og bæjum Úkraínu, þar á meðal höfuðborginni …

Lesa meira

Pútin fær heimild til hernaðar – NATO óttast allsherjarárás í Úkraínu

Efri deild rússneska þingsins samþykkti einróma þriðjudaginn 22. febrúar að veita Vladimir Pútin Rússlandsforseta umboð til að beita herafla utan landamæra Rússlands. Samþykktin kann að vera undanfari þess að rússneski herinn geri allsherjar árás á Úkraínu. Hún staðfestir einnig ákvörðunina sem forsetinn tók síðdegis 21. febrúar um að senda herafla …

Lesa meira

Boris Johnson varar við allsherjarárás Pútins – kynnir refsiaðgerðir

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði i neðri deild breska þingsins, þriðjudaginn 22. febrúar að Vladmir Pútin Rússlandsforseti væri með allherjarárás á Úkraínu á prjónunum. „Í gærkvöldi braut Pútin forseti forkastanlega gegn Minsk-friðarsamkomulaginu… Í æsingarræðu hafnaði hann því að Úkraína stæði á gamalgrónum rótum sem ríki, fullyrti að þaðan stafaði bein …

Lesa meira