fbpx
Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

NATO til varnar Navalníj – Lukasjenko til varnar Pútin

NATO hvetur rússnesk stjórnvöld til að skýra alþjóðlegum eftirlitsaðilum frá meðferð sinni á novichok taugaeitrinu sem notað var gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalníj. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði föstudaginn 4. september að aðildarríkin 30 stæðu einhuga að baki fordæmingu á þessu „hræðilega“ ódæði. Hann sagði fullsannað að taugaeitrinu hefði verið beitt …

Lesa meira

Lýðskrum á undanhaldi í Þýskalandi

Ný þýsk könnun á vegum Bertelsmann-stofnunarinnar sýnir að lýðskrum er á undanhaldi í Þýskalandi. Fylgi við flokka sem kenndir eru við lýðskrum hefur minnkað mikið undanfarin tvö ár og líklegt er að flokkur á borð við AfD verði smáflokkur á hægri væng stjórnmálanna. Lýðskrum naut mest fylgis í þýskum stjórnmálum …

Lesa meira

Merkel segir „skelfilega“ morðtilraun gegn Navalníj

Þýska ríkisstjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu miðvikudaginn 2. september þar sem sagði að Charité – Universitätsmedizin Berlín hefðu tekið eiturefnafræðileg sýni af Alexei Navalníj. Þau hafi tekið af öll tvímæli um að í honum væri að finna novichok-taugaeitur. Í tilkynningunni segir einnig: „Það er hörmulegt að Alexei Navalníj hefur orðið …

Lesa meira

Ráðist á andófsmenn í Rússlandi

Eftir að mótmæli hófust í Hvíta-Rússlandi vegna grunsemda um svindl í forsetakosningunum 9. ágúst 2020 hafa fréttir borist af árásum á tvo alkunna stjórnarandstæðinga í Rússlandi. Aleksei Navalníj (44 ára) sem hiklaust hefur gagnrýnt Vladimir Pútin Rússlandsforseta og spillinguna í kringum hann var byrlað eitur í flugstöð í borginni Tomsk …

Lesa meira

Tugir þúsunda mótmæla enn á ný í Minsk

  Tugir þúsunda manna streymdu um götur Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, sunnudaginn 30. ágúst og áréttuðu kröfuna sem haldið hefur verið á loft í þrjár vikur um að Alexander Lukasjenko forseti segi af sér og boði til nýrra kosninga. Lögreglumenn og hermenn frá innanríkisráðuneytinu höfðu tekið sér stöðu umhverfis bústað Lukasjenkos. …

Lesa meira

B-52 sprengjuvélar yfir 30 NATO-löndum á sama degi

Föstudaginn 28. ágúst flugu langdrægar, bandarískar B-52-sprengjuvélar (Stratofortress-vélar) í fylgd orrustuþotna frá ýmsum löndum yfir öll 30 aðildarríki NATO í æfingaskyni að sögn NATO og Bandaríkjahers. Um var að ræða sex sprengjuvélar frá Minot-flugherstöðinni í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Var hópnum skipt í tvennt. Tvær átta hreyfla þotnanna flugu yfir Bandaríkin …

Lesa meira

Þörf á nýjum öryggisáætlunum í N-Evrópu vegna atburða í Hvíta-Rússlandi

Blaðamaðurinn Patrik Oksanen, sem var um tíma ESB-fréttaritari sænska ríkissjónvarpsins SVT í Brussel og hefur auk þess látið sænsk og alþjóðleg öryggismál til sín taka, birtir föstudaginn 28. ágúst grein á vefsíðunni EuObserver í Brussel undir fyrirsögninni: Hvar er plan B í öryggismálum Norður-Evrópu? Í upphafi greinar sinnar segir Oksanen …

Lesa meira

Pútin kynnir varalið til bjargar Lukasjenko í Hvíta-Rússlandi

Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði við rússneska ríkissjónvarpið fimmtudaginn 27. ágúst að hann hefði komið á fót varaliði lögreglu sem senda mætti til Hvíta-Rússlands ef nauðsynlegt þætti. Mál væru þó ekki enn á því stigi. Pútin sagði að Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefði beðið sig um „að stofna sérstakt varalið lögreglu“ …

Lesa meira

Lukasjenko gríopur til þreytistríðs í stað ofbeldis

Hvítrússneska lögreglan handtók um 50 manns víðs vegar í Hvíta-Rússlandi sögðu embættismenn miðvikudaginn 26. ágúst eftir að endurkjöri Alexanders Lukasjenkos forseta landsins hafði verið mótmælt í tæpar þrjár vikur. Beita yfirvöld nú aðferðum þreytistríðs gagnvart mótmælendum í stað hörkunnar í upphafi. Lögreglan hefur fangelsað nokkra aðgerðarsinna, kallað aðra í yfirheyrslur …

Lesa meira

Hernaðarspenna vex á Barentshafi og Eystrasalti

Rússneskir stjórnendur hafna í vesturhluta Norður-Íshafs gáfu út fyrirmæli um bann við siglingum í þessari viku á hluta Barentshafs og Karahafs, þar yrði efnt yrði til æfinga með skotflaugar á dögunum 25. til 28. ágúst. Þá voru siglingar bannaðar á öðru stóru svæði án skýringa. Þessar æfingar Rússa drógu að …

Lesa meira