Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Líklegt að Danir ákveði aðild að ESB-varnarsamstarfinu 1. júní

Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu miðvikudaginn 1. júní um hvort falla eigi frá varnarmála-fyrirvaranum vegna aðildar sinnar að ESB. Fyrirvarann settu þeir með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 30 árum eftir að hafa hafnað aðild að Maastricht-sáttmála ESB og þar með upptöku evrunnar. Skoðanakannanir benda til þess að samþykkt verði að falla frá fyrirvaranum. …

Lesa meira

Rússar gera enn tilraun með hljóðfráa flaug á Barentshafi.

Rússneski Norðurflotinn gerði enn eina tilraunina með ofurhljóðfráa stýriflaug á Barentshafi laugardaginn 28. maí. Flauginni af Zircon (Tsirkon)-gerð var skotið 1.000 km frá freigátunni Admiral Gorshkov á skotmark í Hvítahafi. Stefnt er að því að flaugar af þessari gerð verið teknar í notkun síðar í ár. Miðað við fyrri tilraunir …

Lesa meira

Áhrifamenn hittast í Davos og hlusta á brýningu frá Zelenskíj

Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum, WEF), sjálfseignarstofnun sem kallar áhrifamenn í stjórnmálum, viðskiptum og fjármálum saman til funda í fjallabænum Davos í Grison-héraði í Sviss, efnir nú til fundar í 51. skipti eftir fundarfall tvö ár röð (janúar 2021 og janúar 2022) vegna COVID-19-faraldursins. Fundarmenn þurfa ekki úlpur og kuldaskó þegar …

Lesa meira

Sviptingar í gasinnflutningi Finna – semja við Texas-fyrirtæki

Rússar hættu að senda jarðgas til Finnlands að morgni laugardags 21. maí. Olli Sipiläm, forstjóri Gasgrid, opinbera finnska dreifingarfyrirtækisins, sagði að þess í stað hefði fyrirtækið tengt kerfi sitt gasseljanda í Eystrasaltslöndunum og hefði umtengingin ekki valdið neinni truflun. „Það ríkir nú jafnvægi innan finnska kerfisins,“ sagði hann við finnska …

Lesa meira

Norðurskautsráðið breytist vegna fjölgunar NATO-ríkja þar

Rússinn, Nikolai Korstjunov, formaður Norðurskautsráðsins, gagnrýnir fjölgun norrænna ríkja í NATO. Segir hann að aðild Svía og Finna að bandalaginu kunni að leiða til ákveðinna „aðlagana“ í norðurskautssamstarfinu. „Augljóst er að við verðum að átta okkur á að breytingar á hernaðarlegri og stjórnmálalegri stöðu ríkja leiðir að sjálfsögðu til ákveðinna …

Lesa meira

Esbjerghöfn verði miðstöð NATO-herflutninga

  Danska ríkisstjórnin stefnir að því að höfnin í Esbjerg á Jótlandi gegni lykilhlutverki við flutning á hergögnum frá Bandaríkjunum og öðrum NATO-löndum fyrir Eystrasaltssvæðið og Eystrasaltslöndin. Þetta segir í fréttatilkynningu danska varnarmálaráðuneytisins og jafnframt að síðdegis föstudaginn 20. maí fari Morten Bødskov varnarmálaráðherra til Esbjerg og kynni sér aðstæður …

Lesa meira

Pútin „hervæðir“ fæðuöryggi heimsins

Rússar neita að aflétta hafnbanninu á Úkraínu þrátt fyrir áskoranir og varnaðarorð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna um hættu á hungri um heim allan. Vladimir Pútin Rússlandsforseti er sakaður um að „hervæða“ fæðuöryggi heimsins sjálfum sér og Rússum til framdráttar. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að stríðið í Úkraínu skerði fæðuöryggi …

Lesa meira

Umsóknir Finna og Svía í höndum NATO – Erdogan stöðvar framgang þeirra

Finnar og Svíar afhentu formlega umsóknir sínar um aðild að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO) miðvikudaginn 18. maí. Klaus Korhonen, sendiherra Finnlands, og Axel Wernhoff, sendiherra Svíþjóðar, afhentu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, umsóknirnar snemma dags. Hann fagnaði þeim sem „sögulegum viðburði“ í evrópskum öryggis- og stjórnmálum. Næsta skref er að fulltrúar NATO-ríkjanna 30 …

Lesa meira

NATO-umsóknir Finna og Svía undirritaðar – afhentar í Brussel 18. maí

Utanríkisráðherrar Finnlands, Pekka Haavisto, og Svíþjóðar, Ann Linde, hafa hvor um sig ritað undir umsóknir landa sinna um aðild að NATO. Verða umsóknirnar sendar samhliða miðvikudagin 18. maí eftir þeim formlegum leiðum sem um þetta gilda innan NATO. Fastafulltrúar aðildarlandanna 30 fjalla um málið og tekin verður afstaða til umsóknirnar …

Lesa meira

Macron skipar nýjan forsætisráðherra fyrir þingkosningar

Elisabeth Borne (61 árs) var skipuð forsætisráðherra Frakklands mánudaginn 16. maí. Er hún önnur konan til að gegna embættinu. Edith Cresson var forsætisráðherra 1991 til 1992 þegar sósíalistinn François Mitterrand var forseti. Borne hvarf úr embætti vinnumálaráðherra í fráfarandi stjórn Jeans Castex forsætisráðherra sem baðst lausnar að morgni 16. maí. …

Lesa meira