Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Biden: Engar þotur til Kyív – Zelenskíj: Rússar hefna sín

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkjastjórn ætli ekki að senda F-16 orrustuþotur til Úkraínu. Blaðamaður spurði forsetann mánudaginn 30. janúar hvort orðið yrði við óskum Úkraínustjórnar um orrustuþotur. Svarið var stutt: „Nei“. Olaf Scholz Þýskalandskanslari sagði sunnudaginn 29. janúar að þýska stjórnin mundi ekki senda orrustuþotur til Úkraínu. Í samtali …

Lesa meira

Norski varðskipaflotinn endurnýjaður

Skrokkurinn af KV Hopen, þriðja nýja ísstyrkta varðskipi Norðmanna, var dreginn til Vard Langsten skipasmíðastöðvarinnar í Tomrefjord í sveitarfélaginu Vestnes á vesturströnd Noregs föstudaginn 27. janúar. Skrokkurinn var smíðaður í Rúmeníu. Varðskipið verður fullsmíðað og tækjum búið þegar það verður afhent norsku strandgæslunni árið 2024. Um er að ræða þriðja …

Lesa meira

Skelfing í herráði Rússa vegna fyrirmæla Pútins – sigurvonin horfin

Rússneskir herforingjar eru sagðir „skelfingu lostnir“ vegna krafna Vladimirs Pútins Rússlandsforseta um að þeir hefji nýja sókn á mörgum vígstöðvum. Þeir eru sagðir óttast „gífurlegt mannfall“ og hafa „horfið frá voninni“ um sigur í stríðinu. Ný greining á mannfalli Rússa leiðir í ljós að tæplega 177.000 hermenn hafi fallið í stríðinu. …

Lesa meira

Fyrrverandi NATO hershöfðingi kjörinn forseti Tékklands

Petr Pavel (61 árs) fyrrv. hershöfðingi, var laugardaginn 28. janúar kjörinn forseti Tékklands með 57,6% atkvæða í annarri umferð gegn Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékka frá 2017 til 2021. Pavel tekur við embættinu í mars af Milos Zeman. Í frétt BBC um kosningarnar segir að litið hafi verið á síðari umferð …

Lesa meira

Segir Rússa stofna til stríðs við NATO

Stefano Sannino, æðsti embættismaður utanríkisþjónustu ESB (e. Secretary General of the European Union’s European External Action Service), sagði á blaðamannafundi í Tokyo föstudaginn 27. janúar að Rússar hefðu fært stríð sitt við Úkraínu á „á annað stig“ með því að ráðast af miskunnarleysi á almenna borgara og borgaraleg mannvirki. Þessar …

Lesa meira

Ný norsk olíu- og gasleitarsvæði í norðurhöfum

Þrátt fyrir dómsdagsspár í loftslagsmálum býr norska ríkisstjórnin sig undir að heimila enn frekari olíu- og gasleit í nyrst í norðurhöfum. „Við verðum að finna nýjar lindir til að geta haldið áfram að þróa vinnslu á norska landgrunninu,“ segir Terje Aaslands, olíu- og orkuráðherra Noregs, vegna tillögu ríkisstjórnarinnar um að …

Lesa meira

Þýska stjórnin sendir Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu

Olaf Scholz Þýskalandskanslari tilkynnti miðvikudaginn 25. janúar að stjórn sín mundi láta Úkraínumönnum í té Leopard 2 skriðdreka og samþykkja að ríkisstjórnir annarra landa gerðu slíkt sama. Með tilkynningu sinni brást kanslarinn loks jákvætt við óskum stjórnvalda í Kyív um að fá öfluga skriðdreka til sóknar gegn rússneska innrásarhernum. Þá …

Lesa meira

Þýska stjórnin með pólska skriðdrekabeiðni í fanginu

Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði þriðjudaginn 24. janúar að pólska ríkisstjórnin hefði sent formlegt erindi til þýskra stjórnvalda með ósk um heimild til að láta Úkraínuher í té þýsk smíðaða Leopard 2 skriðdreka í því skyni að hrinda innrás Rússa í Úkraínu. Þrýst hefur verið á stjórnvöld í Berlín með …

Lesa meira

Kostir Úkraínumanna gagnvart einræðisherranum Pútin  – eftir Olgu Chyzh

  Meðfylgjandi grein birtist sunnudaginn 22. janúar 2023 á vefsíðu breska blaðsins The Guardian. Höfundur er Olga Chyzh, er sérfræðingur í stjórnmálaofbeldi og kúgunar-ríkisstjórnum. Hún er aðstoðarprófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Toronto. Greinin er þýdd og birt með leyfi höfundar. Innrásin í Úkraínu er ekki alveg eins mikið áfall …

Lesa meira

Leopard 2: Grænt ljós fyrir Pólverja – Þjóðverjar áfram á gulu

Að kvöldi sunnudags 22. janúar sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, við frönsku sjónvarpsstöðina LCI að þýsk stjórnvöld mundu ekki standa gegn ákvörðun Pólverja um að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. „Eins og málum er nú háttað höfum við ekki verið spurð en verðum við spurð munum við ekki leggjast …

Lesa meira