Net- og símasamband rofnaði við Hjaltlandseyjar, milli Skotlands og Færeyja, fimmtudaginn 20. október þegar tveir neðansjávarstrengir biluðu. Tókst innan tiltölulega skamms tíma að koma á sambandi að nýju Færeyska símafyrirtækið Føroya Tele annast rekstur þessara strengja. Telja sérfræðingar þess að fiskiskip hafi skemmt strengina og ljúki viðgerð þeirra að fullu …
Lesa meiraKína: Xi fær alræðisvald í anda Maos
Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, (79 ára), var leiddur út af sviði flokksþings kínverskra kommúnista í þjóðarhöllinni við Torg hins himneska friðar í Peking laugardaginn 22. október skömmu eftir að erlendum fjölmiðlamönnum var hleypt inn á þingið og hófu myndatökur þar. Engin skýring var gefin á atvikinu en á vefsíðu …
Lesa meiraÍtalía: Hreinasta hægri stjórn frá stríðslokum mynduð
Giorgia Meloni, leiðtogi Fratelli d‘Italia-flokksins (Ítalíubræðra), 45 ára, varð fyrst kvenna forsætisráðherra Ítalíu síðdegis föstudaginn 21. október þegar Sergio Mattarella Ítalíuforseti veitt henni til þess umboð. Meloni kynnti strax ráðherraefni sín – 24, þar af sex konur – sem forsetinn setur í embætti laugardaginn 22. október í Quirinal höllinni í …
Lesa meiraNoregur: Drónar Rússa ögra Norðmönnum
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fylgist náið með umsvifum rússneska flotans á norðurslóðum. Það eigi frekar að skoða þau í ljósi stríðsins í Úkraínu en sem lið í sérstökum aðgerðum Rússa á norðurslóðum. Hilde-Gunn Bye frá norsku vefsíðunni High North News (HNN) hitti forsætisráðherrann í liðinni viku …
Lesa meiraSkemmdarverk á Nord Stream staðfest – samsæriskenning á Fox News
Frá því var skýrt í Kaupmannahöfn að morgni þriðjudags 18. október að rannsóknir Kaupmannahafnarlögreglunnar, danska hersins og leyniþjónustu lögreglunnar (PET) hefðu staðfest að sprengjur hefðu valdið tjóninu sem varð á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í efnahagslögsögu Dana á botni Eystrasalts við Borgundarhólm mánudaginn 26. september 2022. Í opinberri …
Lesa meiraAlmennir borgarar og grunnvirki skotmörk Rússa
Að morgni mánudags 17. október voru fjórar dróna-árásir gerðar á Kyív, höfuðborg Úkraínu. Rússar beittu „sjálfsmorðs-drónum“ frá Íran gegn íbúðahverfi og á skotmark nærri járnbrautarstöðinni í borginni að sögn Úkraínumanna. Mjög öflugar sprengingar heyrðust í borginni einni viku eftir að Rússar hófu sprengjuárásir á hana. Talið er að minnst átta …
Lesa meiraXI segist aldrei útiloka valdbeitingu gegn Tævan
Xi Jinping Kínaforseti (69 ára) setti 20. þing Kommúnistaflokks Kína sunnudaginn 20. október. Í setningarræðunni sagði hann að Kínastjórn útiloki ekki valdbeitingu gagnvart Tævan, sjálfstæðri eyju undan strönd Kína sem ráðamenn í Peking telja hluta Kína. „Við höldum fast við þann ásetning að sameina að nýju [Kína og Tævan] á …
Lesa meiraAlþjóðleg einangrun Rússa eykst
Rússland sætir æ harðari gagnrýni og einangrun á alþjóðavettvangi vegna framgöngu stjórnvalda og hers landsins í Úkraínu. Ákvörðun Vladimirs Pútins Rússlandsforseta 30. september 2022 um innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í Rússland og svokallaðar þjóðaratkvæðagreiðslur þar hafa orðið til að sameina fulltrúa ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og á …
Lesa meiraNATO skerpir línur til stuðnings Úkraínu – Rússar hóta þriðjuheimsstyrjöldinni
Fái Úkraína aðild að NATO breytist stríðið í Úkraínu örugglega í þriðju heimsstyrjöldina sagði embættismaður öryggisráðs Rússlands fimmtudaginn 13. október. Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti lýsti formlega yfir umsókn Úkraínu um hraðaðild að NATO aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði frá því 30. september að rússneska ríkisstjórnin hefði innlimað …
Lesa meiraPútin hefnir brúar með sprengjuárásum á almenning
Rússar sendu að minnsta kosti 83 flugskeyti og sjálfseyðingar-dróna á borgir víðs vegar um Úkraínu að morgni mánudags 10. október. Var þetta mesta samræmda flugskeytaárásin á landið síðan innrásin í það hófst 24. febrúar 2022. Úkraínuher tókst að skjóta um helming flugskeytanna niður áður en þau ollu tjóni. Flugskeytaárásin var …
Lesa meira