Home / Fréttir (page 2)

Fréttir

Upptaka af málstofunni „NATO í 75 ár: Samvinna í þágu öryggis“

Hátíðarfundur í tilefni 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins í Háskóla Íslands var haldinn mánudaginn 13. maí 2024. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ héldu ávörp. Þá voru yfirgripsmiklar pallborðsumræður um áskoranir og framtíðarhorfur í varnarsamstarfi NATO. Hægt er að nálgast upptöku af málstofunni …

Lesa meira

„Rússnesku lögin“ taka gildi í Georgíu

Þing Georgíu samþykkti þriðjudaginn 28. maí að hafa að engu ákvörðun forseta landsins, Salome Zurabishvili, að neita að staðfesta lögin um „erlenda útsendara“, andstæðingar laganna kalla þau „rússnesku lögin“. Efnt hefur verið til mikilla mótmæla gegn lögunum utan þings. Þau stefna í hættu að landið verði áfram viðurkennt sem umsóknarríki …

Lesa meira

Þing Georgíu glímir við höfnun forsetans á „rússnesku lögunum“

Laganefnd þings Georgíu leggur til að hafnað sé ákvörðun Salome Zurabishvili, forseta Georgíu, um að neita að staðfesta lög gegn „erlendum útsendurum“ að rússneskri fyrirmynd. Kann frumvarpið að koma til lokaafgreiðslu á þinginu í Tiblísi þriðjudaginn 28. maí. Litið er á samþykkt frumvarpsins sem hindrun á leið Georgíu til aðildar …

Lesa meira

Pólskar orrustuþotur í viðbragðsstöðu gegn Rússum

Pólsk stjórnvöld segja að ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi í lofthelgi Póllands þegar rússneskum skotflaugum rigndi yfir Úkraínu laugardaginn 25. maí. Pólskar orrustuþotur voru sendar á loft til að verja lofthelgi landsins fyrir rússneskum skotflaugum sem beint er að vesturhluta Úkraínu. Voru þoturnar sendar á loft og …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við áform Rússa, segir Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, við breska blaðið  The Guardian laugardaginn 25. maí. Hann segir einnig að Pólverjar styðji að Úkraínuher sé heimilað að beita vestrænum vopnum til árása á skotmörk í Rússlandi. …

Lesa meira

Rússar viðurkenna að Ríki íslams stóð að hryðjuverkaárásinni

Rússnesk yfirvöld sögðu föstudaginn 24. maí í fyrsta sinn að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams (IS) hefðu staðið að baki hryðjuverkaárásinni á tónleikagesti í Crocus City Hall í Moskvu að kvöldi 22. mars 2024. Að minnsta kosti 143 gestir voru myrtir í árásinni og mun fleiri særðust. Strax eftir árásina lýsti IS …

Lesa meira

Finnar segja fjölþátta ógnir Rússa aukast – vilja Viðnámssamband innan ESB

Rússar ráðast á ESB-lönd á margan hátt segir Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, við vefritið Politico fimmtudaginn 23. maí. „Við verðum að horfast í augu við að hegðun Rússa hefur breyst. Rússar sýna árásargirni og nota alls kyns fjölþátta aðferðir gegn Vesturlöndum, gegn Evrópu,“ sagði ráðherrann á fjarfundi frá skrifstofu sinni …

Lesa meira

Óljósar fregnir af lögsögukröfum Rússa á Eystrasalti vekja grunsemdir

  Rússnesk stjórnvöld kynntu miðvikudaginn 22. maí áform um að breyta ytri markalínum rússneskra yfirráðasvæða á Eystrasalti í nágrenni lögsögu Finnlands og lögsögu Litháens. Tillagan um breytingarnar á markalínunum kom frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, sagði um „augljósa stigmögnun“ af hálfu Rússa að ræða. Nokkrum klukkustundum eftir að …

Lesa meira

Íransforseti ferst í þyrluslysi – harðlínumaður klerkaveldisins

Ebrahim Raisi, forseti Írans og harðlínumaður í íranska klerkaveldinu, fórst í þyrluslysi í fjalllendi í norðvestur hluta íslamska lýðveldisins sunnudaginn 19. maí. Hann var talinn líklegur arftaki æðstaklerksins, Ayatollahs Ali Khameneis sem er 85 ára. Íransdeild mannúðarsamtakanna Rauða hálfmánans sagði mánudaginn 20. maí að leitar- og björgunarflokkur samtakanna hefðu komist …

Lesa meira

Georgía: Forsetinn hafnar „rússnesku lögunum“ – átök á götum úti

Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði laugardaginn 18. maí að staðfesta „rússnesku lögin“ svonefndu sem beinast gegn fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum og hafa leitt til margra vikna mótmælaaðgerða í landinu. Samkvæmt lögunum verður starfsemi fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka skráð sem „þjónusta við hagsmuni erlends valds“ njóti hún stuðnings frá útlöndum sem …

Lesa meira