Að kvöldi sunnudags 22. janúar sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, við frönsku sjónvarpsstöðina LCI að þýsk stjórnvöld mundu ekki standa gegn ákvörðun Pólverja um að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. „Eins og málum er nú háttað höfum við ekki verið spurð en verðum við spurð munum við ekki leggjast …
Lesa meiraRússar hóta heimshörmungum fái Úkraínuher sóknarvopn
Vajastjeslav Volodin, forseti neðri deildar þings Rússlands, Dúmunnar, og náinn bandamaður Vladimirs Pútins Rússlandsforseta, sagði sunnudaginn 22. janúar að fengju Úkraínumenn sóknarvopn leiddi það heimshörmunga þar sem ekki yrði unnt að færa rök gegn beitingu kjarnavopna. Volodin sagði að stuðningur Bandaríkjamanna og NATO við Úkraínu þrýsti heiminum í átt að …
Lesa meiraKissinger snýst hugur um Úkraínu milli Davos-funda
Henry Kissinger (99 ára), fyrrv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er fastafyrirlesari á Davos-ráðstefnu stjórnmála- og fjármálamanna. Hann er raunsæismaður (realisti) í utanríkis- og öryggismálum og tekur „kalda afstöðu“ til þróunar heimsmála. Þegar hann talaði í Davos í fyrra var niðurstaða greiningar hans á stöðunni í Úkraínu á þann veg að Úkraínumenn ættu …
Lesa meiraLeopard 2 skriðdrekar færast nær Úkraínu
Fulltrúar rúmlega 50 ríkja komu saman í Ramstein flugherstöð Bandaríkjamanna í Þýskalandi föstudaginn 20. janúar til að samræma ákvarðanir sínar um hernaðarlegan stuðning við Úkraínustjórn og her hennar vegna innrásar Rússa fyrir tæpum 11 mánuðum. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bauð til fundarins. Rússnesk stjórnvöld segja að það leiði af sér …
Lesa meiraLars Løkke vill dýpka norrænt samstarf og efla á alþjóðavettvangi
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, segir að auka verði norrænt samstarf og færa það á nýtt stig vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ráðherrann sem tók við embætti sínu skömmu fyrir jól var í opinberri heimsókn til Svíþjóðar. Blaðamaður Berlingske var í föruneyti ráðherrans og ræddi við hann í Stokkhólmi. „Við …
Lesa meiraZelenskíj segir að slys verði ekki í stríði – Scholz hikar
Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði fund áhrifa- og fjármálamanna í Davos í Sviss í dag (18. janúar) og sagði um þyrluhrap í úthverfi Kyív í morgun: „Það verða ekki slys í stríði.“ Fjórtán týndu lífið þegar þyrlan hrapaði, af ókunnri ástæðu, til jarðar við leikskóla. Meðal þeirra sem fórust voru …
Lesa meiraFlokksstjóri í Wagner hópnum leitar hælis í Noregi
Aðfaranótt föstudags 13. janúar tókst Andrej Medvedev, sem segist hafa verið háttsettur í Wagner-hópnum, her málaliða í Úkraínu, að flýja yfir landamærin til Noregs skammt frá Kirkenes, nyrst í Noregi. Þaðan var í snatri flogið með hann til Oslóar þar sem hann bað um pólitískt hæli og vernd ef hann …
Lesa meiraNorðmenn stærstu gasseljendur Þjóðverja – 33% markaðshlutdeild
Á árinu 2022 keyptu Þjóðverjar 33% af jarðgasi sínu frá Noregi. Norðmenn hafa nú tekið við af Rússum sem stærstu gasseljendur til Þýskalands. Árið 2021 nam gassala Norðmanna til Þýskalands tæplega 20% af gasþörfinni þar. Malte Humpert fjallaði um þessa auknu hlutdeild Norðmanna í gassölu til meginlands Evrópu í grein …
Lesa meiraVarnarmálaráðherra Úkraínu: Við erum de facto í NATO
Úkraína er í raun (de facto) orðin aðili að NATO segir varnarmálaráðherra landsins við breska ríkisútvarpið BBC í viðtali sem birtist föstudaginn 13. janúar. Ráðherrann segir að vestræn ríki sem áður hafi óttast að Rússar kynnu að líta á hernaðaraðstoð þeirra sem stigmögnun nálgist nú málið „með öðru hugarfari“. Varnarmálaráðherrann …
Lesa meiraPólverjar lofa að láta Úkraínuher í té skriðdreka
Pólverjar hafa ákveðið að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu sem hluta af fjölþjóðlegri aðstoð sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, miðvikudaginn 11. janúar. Pólverjar hafa forystu um leita samkomulags meðal vestrænna ríkisstjórna um að Úkraínuher verði efldur á þennan hátt. Stjórnin í Kyív hefur lengi óskað eftir hernaðarlegum stuðningi af þessu …
Lesa meira