Home / Fréttir (page 19)

Fréttir

Eyðilagði sæstrengi á Eystrasalti undir kínverskum fána

  Upplýsingar frá vaktstöð siglinga um Norðurleiðina, það er frá Atlantshafi til Kyrrahafs fyrir norðan Rússland, sýna að föstudaginn 3. nóvember sigldi 169 m langa gámaskipið Newnew Polar Bear um Austur-Síberíuhaf. Þremur dögum síðar fór skipið um Berings-sund og inn á hafsvæðið sem skilur að Tsjukstsíj-skaga á Rússlandi og Alaskaríki …

Lesa meira

Tilraunaskot langdrægrar eldflaugar úr rússneskum kafbáti

Rússneska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því að morgni sunnudagsins 5. nóvember að áhöfn nýjasta rússneska kafbátsins af Borei-gerð, Imperator Aleksandr III., hefði skotið Bulava-eldflaug úr kafi í Hvítahafi. Nokkrum mínútum eftir að flaugin skaust upp úr haffletinum við norðvesturströnd Rússlands lenti hún á settu skotmarki sínu í Kora-fjallgarðinum á Kamstjatka-skaga í …

Lesa meira

Þjóðrembusýning opnuð til að hampa ágæti Rússlands og hugsjónum Pútíns

Vesturlöndum er ekki gert hátt undir höfði á sýningu sem rússnesk stjórnvöld opnuðu í Moskvu laugardaginn 4. nóvember til að hampa eigin þjóðarafrekum. Sýningin verður opin næstu mánuði í aðdraganda forsetakosninga í mars 2024, talið er fullvíst að Vladimir Pútín forseti bjóði sig þá fram til endurkjörs. Forsetinn ákvað í …

Lesa meira

Þúsundir rússneskra hermanna falla

  Breska varnarmálaráðuneytið birti laugardaginn 4. nóvember mat reist á njósnagögnum sem sýnir að mörg þúsund rússneskir hermenn hafi fallið undanfarnar þrjár vikur í mörgum orrustum um bæinn Avdijivka í Úkraínu. Fyrir utan mannfallið hafi Rússar einnig orðið fyrir miklu tjóni á hergögnum og farartækjum. Í bardögunum hefur Úkraínuher beitt …

Lesa meira

Danska stjórnkerfið nötrar vegna leyniþjónustuhneykslis

Í Danmörku dregur FE-sagen (FE er skammstöfun fyrir Forsvarets Efterretningstjeneste, leyniþjónustu hersins) að sér alla athygli í fjölmiðlum fimmtudaginn 2. nóvember eftir að ákæruvaldið ákvað 1. nóvember að fella málið niður. Málið kom fyrir sjónir almennings í upphafi árs 2020 þegar nokkrir starfsmenn FE voru leystir frá störfum vegna þungrar …

Lesa meira

Stoltenberg segir norðurslóðir ekki lengur lágspennusvæði

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti ræðu á þingi Norðurlandaráðs í Osló þriðjudaginn 31. október. Miðvikudaginn 1. nóvember er haft eftir Stoltenberg á norsku vefsíðunni High North News: „Við höfum alltaf sagt að á norðurslóðum ríki lágspenna. Því miður er málum ekki lengur þannig háttað. Ein af afleiðingum stríðsins í Úkraínu …

Lesa meira

Gyðningaghatur magnast í Evrópu

Gyðingahatur „á sér djúpar rætur sem rasismi í evrópskum samfélögum“ og ógnar tilvist gyðinga í álfunni og grundvallarmarkmiðum Evrópusambandsins sagði Michael O’Flaherty, forstjóri ESB-stofnunar um grundvallarréttindi, mánudaginn 30. október við breska blaðið The Guardian. Hann sagði áhyggjuefni að aðeins þriðjungur almennra borgara teldi gyðingahatur mikið vandamál þegar enginn vafi væri …

Lesa meira

Abbas á mjög undir högg að sækja meðal Palestínumanna

Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum sætir vaxandi gagnrýni vegna stríðsaðgerða Ísraela gegn Hamas á Gazasvæðinu. Á ensku er stjórn Palestínumanna kölluð Palestinian Authority til að greina vald hennar á annan veg en sem hefðbundna ríkisstjórn, á íslensku má nota orðið staðaryfirvald eða heimastjórn. Vesturbakkinn er aðsetur …

Lesa meira

Prófessor segir Zakharovu „mjög drykkfellan skíthæl“

Maria Zakharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, er mikilvægur hlekkur í áróðursvél Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Nú veitist annar áróðursmaður Kremlverja að henni fyrir opnum tjöldum að sögn norska blaðsins Aftenposten. Prófessor Jevgenij Satanovskij er tíður gestur í rússnesku sjónvarpi. Hann hótar þar kjarnorkuárás á Vesturlönd á besta útsendingartíma og krefst þess að …

Lesa meira

Rússneskur hermaður segist of veikburða til að vera í skotheldu vesti

Leyniþjónusta hers Úkraínu (GUR) birti á dögunum á samfélagsmiðlinum Telegram upptöku af hleruðu símtali rússnesks hermanns í Úkraínu við eiginkonu sína þar sem hann segist svo máttlítill vegna fæðuskorts að hann geti ekki verið í skotheldu vesti sínu. Hann segir í samtalinu að eining hans í hernum hafi ekki fengið …

Lesa meira