Home / Fréttir (page 12)

Fréttir

Mark Rutte líklega næsti framkvæmdastjóri NATO

Stjórnir Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands tilkynntu fimmtudaginn 22. febrúar að þær styddu Mark Rutte (57 ára), fráfarandi forsætisráðherra Hollands, til að taka við embætti framkvæmdastjóra NATO í október á þessu 75 ára afmælisári bandalagsins. Stuðningur ríkjanna kann að ráða úrslitum um val hans í embættið en allar ríkisstjórnir aðildarlandanna …

Lesa meira

Grænlendingar marka sér stefnu í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum til 2033

Eftir margra ára bið kynnti grænlenska landstjórnin, Naalakkersuisut, loks stefnu sína í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum 2024 til 2033 miðvikudaginn 21. febrúar. Þar er lögð áhersla á að rödd Grænlendinga sjálfra heyrist betur en nú er þar sem rætt sé um norðurslóðir á alþjóðavettvangi. Ekkert um okkur, án okkar er …

Lesa meira

Málstofan „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ komin á Netið

Ánægjulegt að deila hér samantekt á nýlegu málþingi Varðbergs „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ sem haldin var í Háskólanum á Akureyri 25. janúar 2024. Málþingið var haldið í samstarfi við Norðurslóðanet Íslands, Háskólans á Akureyri, norska sendiráðið og utanríkisráðuneytið. Þrátt fyrir slæm veðurskilyrði tókst viðburðurinn mjög vel, frábærar umræður áttu …

Lesa meira

Yfirnjósnari Úkraínu eygir von

Kyrylo Budanov, forstjóri leyniþjónustu hers Úkraínu, segist sjá ný sóknarfæri fyrir Úkraínuher gegn löskuðum her Rússa. Hann segir í samtali við The World Street Journal að hvað sem líði ósigri Úkraínumanna við bæinn Avdijvka birti við sjóndeildarhringinn. Rússar höfðu hins vegar ekki unnið meiri sigur í stríðinu í um það …

Lesa meira

NATO og ESB mega ekki láta hlutina hafa sinn notalega vanagang

  Hér er grein eftir Alar Karis, forseta Eistlands. sem birtist á vefsíðunni Politico mánudaginn 19. febrúar. Hún endurspeglar áhyggjur nágranna Rússa í öryggismálum. Eftir Alar Karis, Eistlandsforseta. Á auglýsingaskilti sem nýlega var sett upp í Ivangorod, rétt handan landamæra Eistlands að Rússlandi, stendur: „Granitsy Rossii nigde ne zakanchivayetsya“ — …

Lesa meira

Pútin hefur ekki tíma til kosningabaráttu í fjölmiðlum

Rússneska forsetakosningabaráttan hófst formlega laugardaginn 17. febrúar og þá staðfesti yfirkjörstjórnin og talsmaður Kremlverja ákvörðun Vladímírs Pútíns forseta um að taka ekki þátt í sjónvarpskappræðunum. Dmitríj Peskov, talsmaður forsetans, sagði að Pútín mundi ekki taka þátt í kappræðunum vegna embættisskyldna. „Rússneski forsetinn er gjörólíkur öðrum frambjóðendum vegna hlaðinnar dagskrár,“ sagði …

Lesa meira

Navalníj var myrtur af mönnum Pútins, segja stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins

Fangelsisyfirvöld í Jamal-Nenets-héraði nyrst í Rússlandi segja að heimsfrægi, rússneski stjórnarandstæðingurinn Aleksei Navaníj (47 ára) hafi látist að morgni föstudagsins 16. febrúar eftir göngu í fangelsisgarði. Hann missti meðvitund eftir gönguna og dó skömmu síðar þrátt fyrir læknishjálp. „Öll hugsanleg neyðaraðstoð var veitt en hún bar ekki neinn árangur. Bráðalæknar …

Lesa meira

Rússar yggla sig gagnvart Moldóvu

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að margt bendi til þess að Kremlverjar búi sig undir sambærilegar aðgerðir gegn Moldóvu og í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. Hugveitan segir að aðferðunum sem ráðamenn í Moskvu nota sé „líklega“ ætlað að „skapa skilyrði til að réttlæta frekari stigmögnun …

Lesa meira

Stoltenberg bregst við frýjunarorðum Trumps

Við ættum ekki að grafa undan trúverðugleika fælingarmáttar NATO,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, miðvikudaginn 14. febrúar og veitti Donald Trump opinbera ávítingu. „Fæling mótar huga andstæðinga okkar. „Við ættum ekki að ýta undir neitt sem valdið getur misreikningi eða misskilningi í Moskvu um viðbúnað okkar, staðfestu okkar og ásetning okkar um að …

Lesa meira

Enn einu rússnesku herskipi sökkt á Svartahafi

Enn einu Sstóru rússnesku landgönguskipu, Caesar Kunikov, hefur verið sökkt undan strönd Krímskaga að sögn Úkraínuhers. Öflugar sprengingar heyrðust snemma að morgni miðvikudagsins 14. febrúar, segir á samfélagsmiðlum. Þær bentu til þess að landgönguskipið hefði orðið fyrir árás skammt suður af bænum Jalta. Gervihnattamyndir sýndu í fyrra að stór hluti …

Lesa meira