Bandarískur árásarkafbátur af Los Angeles-gerð, USS San Juan, varð fyrsti kjarnorkuknúni kafbátur Bandaríkjamanna til að sigla að strönd Íslands í samræmi við nýgert þjónustusamkomulag milli stjórna Íslands og Bandaríkjanna. Í tilkynningu íslenska utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 26. apríl sagði að kafbáturinn hefði þann dag komið í stutta þjónustuheimsókn á hafsvæðið norðvestur af …
Lesa meiraSpænsk stjórnvöld kalla rússneska sendiherrann á teppið
Spænsk stjórnvöld brugðust harkalega við þegar rússneska sendiráðið í Madrid birti myndskeið sem átti að sýna spænska hermenn í skotgröf í Úkraínu. Júrí Klimensko, sendiherra Rússa í Madrid, var kallaður á teppið fimmtudaginn 27. apríl í spænska utanríkisráðuneytinu og krafinn skýringa á þessu tiltæki. Jafnframt mótmælti utanríkisráðuneytið myndskeiðinu harðlega og …
Lesa meiraFinnland: Þriðjungur rússneskra sendiráðsmanna eru njósnarar
Finnska ríkisútvarpið, Yle, tók þátt í rannsókn norrænu ríkisútvarpsstöðvanna fyrir utan RÚV á leynilegri starfsemi Rússa í norrænu ríkjunum fjórum: Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Niðurstaða Yle er að þriðjungur rússneskra sendiráðsstarfsmanna í Helsinki séu í raun njósnarar. Finnska öryggis- og leyniþjónustan Supo staðfestir þessa niðurstöðu rannsóknarteymis Yle. Sænska ríkisútvarpið, …
Lesa meiraSvíar reka fimm rússneska sendiráðsmenn úr landi
Sænska ríkisstjórnin rak þriðjudaginn 25. apríl fimm rússneska sendiráðsmenn úr landi fyrir brot á Vínarsamningnum um stjórnmálasamband ríkja. Tóbias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í útvarpssamtali að sænsk stjórnvöld hefðu skýrt rússneska sendiherranum í Stokkhólmi, Viktor Tatarintsev, frá því að fimm starfsmenn sendiráðs hans ættu að yfirgefa landið vegna þess að …
Lesa meiraSkemmdarverkaáætlun Rússa fyrir Norðursjó rannsökuð
Rússar hafa gert áætlun um að vinna skemmdarverk á vindorkuverum og fjarskiptaköplum í Norðursjó. Þetta er niðurstaða sameiginlegrar rannsóknar ríkissjónvarpsstöðvanna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi en þær hafa undanfarið unnið að úttekt á leynilegum aðgerðum Rússa í löndum sínum. Rússar dulbúa skemmdarverkaskip sín sem fiskiskip og rannsóknarskip á Norðursjó. …
Lesa meiraRússar njósna um rannsóknir og hátækni í Danmörku
Í frétt danska ríkisútvarpsins, DR, mánudaginn 17. apríl segir að rússneskur sérfræðingur sitji í dönsku fangelsi fyrir mál sem hingað til hafi legið í þagnargildi. Hann sé dæmdur fyrir að hafa stundað njósnir í Danmarks Tekniske Universitet og í fyrirtækinu SerEnergy á Norður-Jótlandi. Segist DR nú geta upplýst að sérfræðingurinn …
Lesa meiraFinnar reisa 200 km landamæragirðingu við Rússland
Finnar hafa hafist handa við að reisa 200 km langa landamæragirðingu við Rússland. Fyrsti hluti hennar er lagður í Pelkola, nálægt bænum Imatra. Hann verður um 3 km langur við verklok í júní 2023. Litið er á þennan spotta sem tilraunaverkefni. Reynslan af lagningu girðingarinnar þarna verður nýtt við hönnun …
Lesa meiraRússar fljúga í veg fyrir norska P-8 eftirlitsflugvél
Rússneskum MiG-orrustuþotum var nú í vikunni í fyrsta sinn flogið fyrir norska P-8-kafbátaleitarvél yfir Barentshafi. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf þá skýringu að eftirlitsvélin hefði „nálgast landamæri Rússneska sambandsríkisins“. Norski flugherinn fékk fyrstu P-8 Poseidon vélina til eftirlits á hafi úti 24. febrúar 2022. Ber hún nafnið Viking. Norðmenn hafa alls keypt …
Lesa meiraMarkviss stigmögnun fjandsakapar í garð Rússa, segir Zhakarova.
Maria Zakharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði föstudaginn 14. apríl að Rússar teldu brottrekstur 15 rússneskra sendiráðsmanna frá Noregi „markvissa stigmögnun fjandskapar í garð Rússa“. Norska ríkisstjórnin rak sendiráðsmennina fimmtudaginn 13. apríl og sagði Zakharova að það hefði verið gert eftir að norskir fjölmiðlar stofnuðu til „dreifingar falsfrétta“ gegn rússneskum leyniþjónustum. …
Lesa meiraNorðmenn reka 15 Rússa úr landi – saka þá um að ógna norskum hagsmunum
Norska ríkisstjórnin rak fimmtudaginn 13. apríl fimmtán rússneska sendiráðsmenn í Osló úr landi. Eru þeir sagðir leyniþjónustumenn og að athafnir þeirra séu ógn við öryggi Noregs. Rússneska sendiráðið segir ákvörðunina „ótrúlega óvinsamlega“. „Athafnir þeirra ógna norskum hagsmunum,“ sagði Anniken Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs, þegar hún kynnti ákvörðunina um brottreksturinn. Í fréttatilkynningu …
Lesa meira