Home / Fréttir (page 11)

Fréttir

Frelsissveitir ráðast inn í Rússland frá Úkraínu

Drónar frá Úkraínu voru sendir á mörg skotmörk í Rússlandi þriðjudaginn 12. mars og kviknuðu eldar í tveimur stórum olíubirgðastöðvum auk þess sem þrír vopnaðir hópar brutust inn á rússneskt yfirráðasvæði. Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði að gerð hefði verið árás á níu svæði í Rússlandi með drónum frá Úkraínu auk þess …

Lesa meira

Ógnarsprengju Rússa beitt grimmilega í Úkraínu

Í Úkraínu kenna menn svifsprengju Rússa við helvíti en henni er skotið úr flugvél í 60 til 70 km frá skotmarkinu og svífur til jarðar án þess að loftvarnakerfi Úkraínuhers greini hana. Þegar sprengjan lendir veldur hún gífurlegu tjóni og myndar um 15 metra langan gýg. Sprengjan er um 1.500 …

Lesa meira

Svíar orðnir aðilar að NATO – 7. mars 2024

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, afhenti Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, aðildarskjöl því til staðfestingar fimmtudaginn 7. mars 2024 að Svíþjóð gengi í Atlantshafsbandalagið (NATO). Atlantshafssáttmálinn, stofnskrá NATO, er í vörslu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Washington. Með afhendingu skjalsins er aðildarferli Svía lokið og verður fáni þeirra dreginn að húni við aðalstöðvar bandalagsins …

Lesa meira

Sprengja Í Odesa skammt frá gríska forsætisráðherranum og Úkraínuforseta

Sprenging varð í úkraínsku hafnarborginni Odesa miðvikudaginn 6. mars þegar Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti og Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, voru þar á háleynilegri ferð. Á vefsíðunni POLITICO er sagt frá því að flugskeyti Rússa hafi valdið sprengingunni í nokkur hundruð metra fjarlægð frá bílalest fyrirmannanna. Vísar vefsíðan til grísks embættismanns sem …

Lesa meira

Hæstiréttur: Trump er kjörgengur í Colorado

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði einróma mánudaginn 4. mars að Donald Trump væri kjörgengur í Coloradoríki og hafnaði þannig niðurstöðu hæstaréttar ríkisins sem taldi Trump ekki kjörgengan vegna atbeina hans að árás á þinghús Bandaríkjanna í Washington 6. janúar 2021. Úrskurðurinn var felldur daginn fyrir „ofur-þriðjudaginn“ þegar gengið verður til forskosninga í …

Lesa meira

Metmannfall Rússa í febrúar 2024.

Breska varnarmálaráðuneytið telur líklegt að meira en 355.000 Rússar hafi fallið eða særst í Úkraínustríðinu sem sýni að ráðamenn í Moskvu ætli að heyja langvinnt þreytistríð. Sunnudaginn 3. mars sagði í daglegri tilkynningu ráðuneytisins um gang stríðsins að meðalmannfall hjá Rússum á dag hafi verið hæst í febrúar 2024 frá …

Lesa meira

Norðurfloti Rússa til móts við NATO-skip

Tvær freigátur úr rússneska Norðurflotanum ásamt einu landgönguskipi hafa verið send í vestur og suður til móts við flota undir merkjum NATO sem nú siglir norður með strönd Noregs. Freigáturnar eru nýjustu stóru herskip rússneska flotans, Admiral Kasatonov og Admiral Gorshkov. Þær eru báðar vopnaðar Tsirkon-flaugum, ofurhljóðfráum vopnum sem sagt …

Lesa meira

Navlníj borinn til grafar í Moskvu

Mörg þúsund manns komu saman í Moskvu föstudaginn 1. mars þegar leiðtogi stjórnarandstæðinga, Alexei  Navalníj, var borinn til grafar. Áður en stjórnendur Kirkju helgimyndar Frúarinnar sem sefar sorgir mínar í hverfi Moskvu, þar sem Navalníj bjó um skeið, opnuðu dyr kirkjunnar fyrir kistu hins látna, höfðu foreldrar hans og nánir …

Lesa meira

Bandarískar sprengjuþotur æfa í Norður-Svíþjóð

Tvær hljóðfráar, langdrægar B-1B Lancers sprengjuþotur bandaríska flughersins lentu á Kallax-flugvelli við Luleå í Norður-Svíþjóð snemma að morgni föstudagsins 23. febrúar eftir beint flug frá Ellsworth-flugherstöðinni í Suður-Dakótaríki. Í stuttri tilkynningu bandarísku flugherstjórnarinnar í Evrópu segir að til stuðnings vélunum verði bandarískt lið sent til Kallax og muni það „samlagast …

Lesa meira