Home / Fréttir (page 10)

Fréttir

Flókið að skapa stöðugleika á norðurslóðum vegna vaxandi ágengni Rússa

Herstjórnendur frá Bandaríkjunum og Noregi hafa lagt mat á vaxandi áhuga Rússa á norðurslóðum og sífellt meiri sóknarstöðu herafla þeirra og hvernig eigi að bregðast við breyttum aðstæðum og skapa jafnvægi með fælingarmætti sem leiði ekki til stigmögnunar. Í liðinni viku var efnt til málþings á vegum Pólstofnunar hugveitunnar Wilson …

Lesa meira

Pútin skellir enn á ný allri skuld á Vesturlönd og ný-nazista í Kýiv

Vladimir Pútin Rússlandsforseti endurtók í stefnuræðu sinni þriðjudaginn 21. febrúar gamalkunnar ásakanir í garð Vesturlanda til að réttlæta innrás rússneska hersins í Úkraínu fyrir tæpu ári. Hann sagði að tilvist Rússlands væri nú ógnað vegna stuðning vestursins við stjórnvöld í Kyív. Pútin talaði í tæpar tvær klukkustundir yfir þéttsetnum sal ráðherra, þingmanna og hermanna …

Lesa meira

Rússneska hernaðarógnin við Svíþjóð er „áþreifanleg“ segir njósnastofnun hersins

Hættan sem steðjar að öryggi Svíþjóðar hefur aukist og hernaðarógnin sem stafar af Rússlandi er „áþreifanleg“ segir í nýrri ársskýrslu njósnastofnunar sænska hersins, Militära underrättelsetjänsten, (Must) sem kynnt var mánudaginn 20. febrúar. Rússland er laskað hernaðarlega en rússneski herinn getur enn látið að sér kveða á hafi úti og í háloftunum, segja Svíar. Í …

Lesa meira

Bandaríkjaforseti í óvæntri heimsókn til Kyív

Joe Biden Bandaríkjaforseti birtist öllum til undrunar í Kyív, höfuðborg Úkraínu, að mánudaginn 20. febrúar. Þess var vænst að hann væri á leið til Póllands en hann tók á sig krók  þaðan með lest til í klukkustund til Kyív þar sem hann hitti Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseta sem fylgdi honum til …

Lesa meira

Bandaríkjamenn vara við „banvænum stuðningi“ Kínverja við Rússa

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf til kynna í sjónvarpsviðtali sunnudaginn 19. febrúar að hann hefði upplýsingar um að Kínverjar ætluðu að veita Rússum „banvæna aðstoð“. Utanríkisráðherrann sagði stjórnvöld í Peking kanna hvort leggja ætti Rússum til „vopn“ til að styðja innrás þeirra í Úkraínu. Ráðherrann ræddi fund sinn með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, til hliðar …

Lesa meira

Kasparov: Sigur í Úkraínu leið til lýðræðis í Rússlandi

Rússneski skákmeistarinn Garry Kasparov fór hörðum orðum um stjórnarhætti Vladimirs Pútins Rússlandsforseta og innrásina í Úkraínu á öryggisráðstefnunni í München laugardaginn 18. febrúar. Hann sagði að sigur á Rússum væri „frumskilyrði“ þess að lýðræðislegar umbætur yrðu í Rússlandi. „Leiðin til frelsis undan fasisma Pútins er um Úkraínu,“ sagði Kasparov í …

Lesa meira

Eindreginn stuðningur við Úkraínu í München

Samstaða er um það meðal ræðumanna á öryggisráðstefnunni í München sem haldin er 17. til 19. febrúar að auka beri hernaðarlegan stuðning við Úkraínu nú þegar tæpt ár er frá því að Rússar réðust á landið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hvatti sérstaklega til þess að fleiri skotfæri yrðu send í vopnabúr …

Lesa meira

Meira en 300.000 rússneskir hermenn í Úkraínu – gífurlegt mannfall

Nú er talið að mörg hundruð þúsund rússneskir hermenn séu í Úkraínu. Aldrei síðan í annarri heimsstyrjöldinni hafa Rússar gripið til svipaðra stríðsaðgerða  að mati herfræðinga. Líkur á stórsókn þeirra gegn her Úkraínumanna aukast dag frá degi. Mannfallið í liði Rússa er mikið. Föstudaginn 17. febrúar hafði The Times í London eftir heimildarmönnum innan NATO að þar væri það mat …

Lesa meira

Úkraínuforseti flytur setningarræðu öryggisráðstefnunnar í München

Fjölmennur hópur ríkisoddvita kemur saman í München í Bæjaralandi í dag (17. febrúar) á árlegri öryggisráðstefnu sem þar er nú haldin í 59. skipti. Í fyrsta sinn á 20 árum var engum boðið til ráðstefnunnar frá Rússlandi. Að þessu sinni hefst hún á ávarpi sem Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, flytur. Kamela Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verður í forystu bandarísku sendinefndarinnar. …

Lesa meira

Norska njósnastofnunin áréttar að langdræg rússnesk kjarnavopn skapi hættu í Norðurflotanum

Hér var vitnað í norsku vefsíðuna Barents Observer sem eins og t.d. Newsweek  og Politico taldi í frétt um FOKUS 2023, ársskýrslu njósnastofnunar norska hersins, að þar væri gefið til kynna að kafbátar og herskip Norðurflota Rússa væru nú að nýju á hafi úti með skammdræg kjarnavopn um borð. Væri þetta raunin markaði það gjörbreytingu á stefnu Rússa sem lýstu því …

Lesa meira