Home / Fréttir (page 10)

Fréttir

Ný skýrsla: Stórefla verður varnir Dana – hernaðarlegar og borgaralegar

Danskir sérfræðingar lögðu mánudaginn 3. október 2022 fram skýrslu um hver verði þróun danskra öryggismála til ársins 2035.sNiðurstöður hópsins, sem í átján mánuði hefur unnið að skýrslugerðinni, verða lagðar til grundvallar í samningaviðræðum dönsku þingflokkanna um stefnu og útgjöld til varnarmála frá 2024 og væntanlega til 2035. Í eftirmála formanns …

Lesa meira

Rússneskar kjarnorku-sprengjuvélar fluttar norður á Kólaskaga – vissulega skilaboð segir sérfræðingur

Nýlegar gervihnattarmyndir sýna að Rússar hafa flutt fjórar Tu-160 og þrjár Tu-95 langdrægar sprengjuvélar norður til Olenegorsk flugherstöðvarinnar á Kólaskaga fyrir austan landamæri Noregs. Ísraelska fyrirtækið ImageSat International á gervihnettina sem notaðir voru til myndatökunnar í ágúst og september. Voru myndirnar birtar í fyrsta sinn í blaðinu Jerusalem Post segir …

Lesa meira

Pútin sakar Vestrið um djöfladýrkun – ætlar að verjast af öllu afli

Vladimir Pútin Rússlandsforseti flutti ræðu í Kreml föstudaginn 30. september 2022 þegar hann tilkynnti innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í Rússland. Reuters-fréttastofan sendi búta úr ræðunni í enskri þýðingu sinni. Hér er stuðst við þann útdrátt og fyrirsagnir fréttastofunnar: BOÐSKAPUR TIL KYÍV „Ég vil að ráðamenn í Kyív og raunverulegir …

Lesa meira

Finnlandsforserti: Pútin er tilbúinn til að fórna öllu

Í vikunni sem er að líða hefur spenna haldið áfram að magnast vegna stríðsaðgerða Rússa í Úkraínu. Föstudaginn 30. september tilkynnti Vladimir Pútin Rússlandsforseti í harðorðri ræðu gegn Vestrinu að hann hefði innlimað fjögur héruð í Úkraínu í Rússland. Þriðjudaginn 27. september bárust fréttir um skemmdarverk í Eystrasalti, í efnahagslögu …

Lesa meira

CIA sendi í sumar viðvörun um hættu á árás á gasleiðslur

Bandaríska leyniþjónustan CIA sendi fyrir nokkrum vikum frá sér viðvörun um að hugsanlega yrði ráðist á Nord Stream gasleiðslurnar á botni Eystrasalts. Frá þessu var skýrt eftir að þrjár öflugar sprengjur opnuðu leiðslurnar í hafinu fyrir austan Borgundarhólm eins og skýrt var frá í fréttum þriðjudaginn 27. september. CIA sendi …

Lesa meira

Gaslekinn liður í fjölþátta-stríði Rússa til að veikja stuðning Evrópu við Úkraínu

Með hraði er nú unnið að rannsókn á því hvort skemmdarverk séu að baki skyndilegum og óútskýrðum leka á tveimur rússneskum gasleiðslum á botni Eystrasalts, Nord Stream 1 og Nord Stream 2 sem sagt var frá þriðjudaginn 27. september Leiðslurnar skipta höfuðmáli þegar litið er til orkukreppunnar í Evrópu eftir …

Lesa meira

Rússar leita skjóls í Georgíu undan herkvaðningunni

Engin útleið frá Rússlandi er auðveld fyrir þá sem vilja komast undan herkvaðningu Vladimirs Pútins forseta sem birt var 21. september. Georgia, við suðurlandamæri Rússlands, er eitt af síðustu löndunum sem ekki hefur verið lokað. Við eina landamærahlið Georgíu hjá Verkhníj Lars-Zemo Larsi hafa því myndast langar bílaraðir þeirra sem …

Lesa meira

Rússland: Herkvaðning leiðir til þrýstings á landamæri

Um 17.000 rússneskir ríkisborgarar fóru um liðna helgi yfir landamærin til Finnlands segja finnskir landamæraverðir. Að morgni mánudag 26. september var 5 km löng röð bíla við landamærin að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Flestir fara um landamærastöðvar í suð-austri það er á leiðinni frá St. Pétursborg. Í liðinni viku fóru …

Lesa meira

Ítalía: Bandalagi hægri flokka spáð kosningasigri 25. september

Ítalir ganga að kjörborðinu sunnudaginn 25. september til að kjósa 400 þingmenn í fulltrúadeild þings síns og 200 í öldungadeildina. Um nokkurra vikna skeið hafa úrslitin virst ráðin, að flokkarnir lengst til hægri vinni stórsigur. Vinstri flokkunum mistókst að stilla saman strengi sína. Spurningin er talin snúast um hve stór …

Lesa meira

Pútin vil treysta stöðu sína með gervi-þjóðaratkvæðagreiðslu

Gervi-þjóðaratkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 23. september í fjórum héruðum í Úkraínu undir hernámsstjórn Rússa. Spurt er hvort íbúar héraðanna vilji að þau verði innlimuð í Rússland. Litið er á ákvörðun Vladimirs Pútins Rússlandsforseta um atkvæðagreiðsluna sem örvæntingarfulla stigmögnun á stríðinu sem hann hefur háð við Úkraínumenn í sjö mánuði. Stjórnvöld Úkraínu …

Lesa meira