Home / Fréttir (page 10)

Fréttir

Fjórtan flugherir með 150 orrustuþotur æfa í hánorðri

Finnar taka að sér að skipuleggja æfingu flugherja á norðurslóðum sem hefst í lok mánaðarins. Æfing sem þessi er á tveggja ára fresti undir heitinu Arctic Challenge Exercise (nú ACE 23). Flugvélarnar hafa aðstöðu í fjórum flugherstöðvum í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Alls taka 150 orrustuþotur frá 14 löndum þátt …

Lesa meira

Rússar sviðsetja mótmæli víða í Evrópu fyrir áróður á samfélagsmiðlum

Rússnesk leyniþjónusta tengist blekkingarmótmælum í stórborgum Evrópu að sögn danska ríkisútvarpsins, DR, mánudaginn 8. maí. DR segist hafa gögn sem sýni að rússnesk leyniþjónusta hafi staðið að baki götumótmælum í París í mars 2023. Í trúnaðargögnum sem lekið hafi verið segi að markmiðið hafi verið að skapa sundrung í Evrópu. …

Lesa meira

Spáir gagnsókn Úkraínuhers í seinni hluta maí

Claus Mathiesen, lektor við háskóla danska hersins, Forsvarsakademiet, spáir því í samtali við danska ríkisútvarpið, DR, að gagnsókn Úkraínuhers hefjist seinni hlutann í maí. Margt bendi til þess að nú sé lögð lokahönd á undirbúning sóknarinnar. Á hinn bóginn sé óvíst hvar Úkraínumenn sæki fram. Jevgeníj Prigozjin, leiðtogi Wagner-málaliðanna, hefur …

Lesa meira

Patriot-flaug grandar ofurhljóðfrárri eldflaug Rússa

Herstjórn Úkraínu staðfesti laugardaginn 6. maí að hún hefði í fyrsta skipti beitt bandarískum Patriot-flugskeytum gegn rússneskum flaugum að næturlagi fimmtudaginn 4. maí. Með því að nota Patriot-kerfið tókst Úkraínuher í fyrsta skipti að granda einni fullkomnustu eldflaug Rússa, það er af Kinzhal-gerð. Úkraínskur flugforingi sagði að Kh-47 flauginni hefði …

Lesa meira

Finnar ræða samstarfssamning um varnir við Bandaríkjamenn

Norska ríkisútvarpið, NRK, skýrði frá því fimmtudaginn 4. maí að viðræður færu nú fram milli finnskra og bandarískra stjórnvalda um gerð samstarfssamnings um varnir, Defence cooperation agreement, DCA-samning. Finnar urðu nýlega aðilar að NATO. Norðmenn hafa gert slíkan samstarfssamning við Bandaríkjamenn. Í honum felst að Bandaríkjaher hefur heimild til að …

Lesa meira

Norðurslóðir forgangsmál í varnarstefnu danska konungdæmisins

Í nýlegu samtali við Jyllands-Posten segir Troels Lund Poulsen, starfandi varnarmálaráðherra Dana, að við gerð nýs samkomulags um varnir danska konungdæmisins verði fyrst lögð áhersla á norðurslóðir og síðan Eystrasalt og næsta nágrenni Danmerkur. Í orðunum felst mikilvæg áherslubreyting af hálfu danskra stjórnvalda sem líta nú frekar til Norður-Atlantshafseyjanna, Færeyja …

Lesa meira

Drónaárás á Kreml til heimabrúks

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW), Stofnun til stríðsrannsókna, telur að drónaárásin á Kremlarkastala sem Rússar sögðu frá miðvikudaginn 3. maí hafi „líklega verið sett á svið“ til að búa í haginn fyrir nýtt herútkall rússneskra stjórnvalda. ISW fullyrðir að Rússar hafi sjálfir staðið á bak við …

Lesa meira

Dularfullar skipaferðir Rússa fyrir Nord Stream skemmdarverkið

Ýmsar kenningar hafa verið kynntar til sögunnar í leit að þeim sem sprengdi rússnesku Nord Stream I og II gasleiðslurnar á botni Eystrasalts í loft upp í september 2022. Nú hefur verið birt norræn heimildarmynd þar sem fullyrt er að rússnesk skip hafi verið á ferðinni við sprengjustaðinn skömmu áður …

Lesa meira

Úkraínumenn segja Rússa sviðsetja drónaáras á Kremlarkastala

Rússnesk stjórnvöld segja að „morðtilraun“ Úkraínumanna gegn Vladimir Pútin Rússlandsforseta hafi misheppnast þegar drónar voru skotnir niður yfir Kremlarkastala í Moskvu aðfaranótt miðvikudags 3. maí. Um „hryðjuverk“ hafi verið að ræða. Úkraínumenn neita allri aðild að atvikinu og segja að drónaárásin sé sviðsett í blekkingarskyni. Volodymyr Zelkenskíj sagði á blaðamannafundi …

Lesa meira

Tíðari kafbátaferðir Rússa um Atlantshaf á stríðstíma í Úkraínu

Rússneski landherinn hefur skaðast í stríðinu í Úkraínu en margar aðrar einingar hersins eru óskaddaðar sagði yfirmaður Bandaríkjahers í hermálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings miðvikudaginn 26. apríl. Bandaríski hershöfðinginn Christopher Cavoli sagði þingmönnunum að kafbátafloti Rússa hefði látið óvenjulega mikið að sér kveða á Atlantshafi undanfarið þrátt fyrir vandræði Rússa í Úkraínu. …

Lesa meira