Home / Fréttir

Fréttir

Ótti við nýtt kalt stríð við Rússa

Hættuleg stefna í kalt stríð er fyrirsögn leiðara Jyllands-Posten miðvikudaginn 22. október. Þar segir að líta beri alvarlegum augum á þróun samskipta Rússlands og NATO. Rússar hafi skorið á stjórnmálasambandið með því að loka skrifstofu sinni í NATO og reka jafnframt fulltrúa NATO frá Moskvu. Þetta ýti undir öryggisleysi á …

Lesa meira

Kínverjar hafna frétt um ofurhljóðfráa kjarnaflaug

Kínverjar segja að fréttir um að þeir hafi í júlí 2021 gert tilraun með lágfleygar ofurhljóðfráar flaugar sem geta borið kjarnavopn. Frétt í þessa veru birtist í The Financial Times laugardaginn 16. október og var vitnað í ónafngreinda heimildarmenn. Sagt er að fréttin hafi komið bandarískum leyniþjónustustofnunum í opna skjöldu. …

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Lukasjenko rekur franska sendiherrann

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi kröfðust þess sunnudaginn 17. október að Nicolas de Lacoste, sendiherra Frakka, yfirgæfi landið mánudaginn 18. október. Engin skýring var gefin. Megi marka fréttir fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi hitti sendiherrann aldrei Alexander Luskasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands, til að afhenda honum trúnaðarbréf sitt. Franska ríkisstjórnin hefur ekki frekar en ríkisstjórnir annarra …

Lesa meira

Rússar fá covid-bólusetningu í Serbíu

Krónuveirufaraldurinn herjar nú harkalega á Rússa og laugardaginn 16. október féllu í fyrsta sinn meira en 1.000 manns í valinn vegna hans á einum degi. Rússar leita í vaxandi mæli til Serbíu til að fá bóluefni sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Rússneska bóluefnið sem kynnt var fyrir rúmu ári er til …

Lesa meira

Arctic Circle: Hiti í umræðum um norðurslóðastefnu ESB

„Við höfum orðið vitni að því hætt er við miklar fjárfestingar á norðurslóðum vegna geðþóttaákvarðana,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar og varaformaður viðskiptaráðs norðurslóða, Artic Economic Council (AEC), á fundi á Arctic Circle í Hörpu fimmtudaginn 14. október. Á norsku vefsíðunni High North News (HNN) segir að með orðum sínum …

Lesa meira

Finnland: Hætta í netheimum og af hernaðarbrölti Rússa

Í varnarmálaskýrslu finnsku ríkisstjórnar árið 2021 eru helstu áherslur þjóðaröryggismála næstu árin kynnt. Athygli er einkum beint að nýjum viðfangsefnum, þar á meðal á sviði netvarna. Bent er á að spenna og óvissa setji svip sinn á varnir Finna og aðgerðasvæði finnska hersins taki miklum breytingum. Esa Pulkkinen, hershöfðingi og …

Lesa meira

Norðurleiðin opin allt árið

Rússnesk yfirvöld stefna að því að árið 2022 eða 2023 verði Norðurleiðin svonefnda, siglingaleiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs, opin til siglinga allan ársins hring. Leiðin er fyrir norðan Rússland og um þessar mundir er hún einkum notuð til flutninga á fljótandi jarðgasi (LNG) um níu mánuði á ári. Rússar hafa …

Lesa meira

Kristilegir demókratar (CDU) velja sér nýja forystu

Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, kemur saman fyrir árslok til að velja sér nýja forystu. Paul Ziemiak, framkvæmdastjóri flokksins, skýrði frá þessu mánudaginn 10. október. Er þetta fyrsta skref flokksins til að styrkja stöðu sína að nýju eftir að hann fékk hroðalega útreið í sambandsþingkosningunum 26. september …

Lesa meira

ESB-þingið vill árvekni gegn Rússum og Kínverjum á norðurslóðum

ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 6. október ályktun um málefni norðurslóða (Arctic) þar sem segir að norðurslóðastefna ESB eigi að snúast um umhverfismál og öryggi á siglingaleiðum. Auk þess sem sérstaklega sé hugað að hagsmunagæslu á svæðinu í ljósi þess að mikilvægi þess aukist sífellt í efnahagslegu og geópólitísku tilliti. Í umræðum …

Lesa meira

Harka færist í lagaþrætu Pólverja og ESB

Stjórnlagadómstóll Póllands sagði fimmtudaginn 7. október að nokkur ákvæði sáttmála ESB, grunnskjala samstarfs þjóðanna 27, og nokkrir dómar ESB-dómstólsins brytu í bága við stjórnarskrá Póllands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsti „miklum áhyggjum“ vegna niðurstöðunnar og fól embættismönnum sambandsins í Brussel að bregðast „ítarlega og skjótt“ við afstöðu …

Lesa meira