Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá því að Masha Amini, 22 ára Kúrdi í Íran, dó í haldi lögreglu. Aktívistar segja að hörkulegri aðgerða lögreglu verði nú vart vegna ótta yfirvalda við endurtekin og víðtæk mótmæli gegn klerkaveldinu í landinu. Trúarlögregla …
Lesa meiraÚkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui
Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum svæðum þeirra í Úkraínu dagana 8. til 10. september 2023. Þá hafa stjórnir lýðræðisríkja sagt að um „gervi-kosningar“ hafi verið að ræða á svæðum sem hafi verið hernumin í trássi við lög og rétt. ESB …
Lesa meiraRússnesk herskip sprengd í Sevastopol á Krímskaga
Úkraínuher notaði Storm Shadow-flugskeyti frá Bretlandi í árás sem olli tjóni á rússneskum kafbáti og herskipi í flotahöfninni Sevastopol á Krímskaga miðvikudaginn 13. september. Rússar segja að 10 flugskeytum og þremur tundurskeytadrónum hafi verið skotið á Sevastopol. Hafa Úkraínumenn ekki sótt svo hart gegn borginni áður frá því að stríðið …
Lesa meiraEkki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi
Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að Verkamannaflokkurinn (n. Arbeiderpartiet) sé stærsti flokkurinn að þeim loknum. Þessi sögulegu tímamót urðu hins vegar í sveitarstjórnarkosningum mánudaginn 11. september 2023. Að kosningunum loknum er Hægriflokkurinn undir forystu Ernu Solberg stærsti flokkur Noregs með 25,9% …
Lesa meiraRússar senda liðsauka til úrvinda hersveita í suðaustur Úkraínu
Rússar flytja nú aukinn herafla til suðausturhluta víglínunnar í stríðinu við Úkraínu og bregðast á þann hátt við sókn hers Úkraínu í Zaporizjzja-héraði að mati Mykola Urshalovitsj, ofursta og foringja í þjóðvarðliði Úkraínu, sem ræddi mánudaginn 11. september við miðilinn Kyiv Independent. Að sögn bandarísku hugveitunnar Institute for the Study …
Lesa meiraFlotaæfingar NATO á Eystrasalti og Svartahafi
Þýskur flotaforingi, Stephan Haisch, stjórnar flotaæfingu manna og skipa frá 14 löndum á Eystrasalti í næstu viku. Æfðar verða varnir með þátttöku NATO-þjóða Flotaforinginn sagði við þýsku fréttastofuna dpa föstudaginn 8. september að hann ætti ekki von á að rússneski flotinn myndi ögra þeim sem taka þátt í æfingunni. Rússneski …
Lesa meiraRússar sagðir flýja Melitopol eins og rottur sökkvandi skip
Takist Rússum ekki að stöðva sókn Úkraínumanna verða flutningaleiðir rússneska hersins brátt innan skotmáls þeirra að mati herfræðinga. „Það er ekki nauðsynlegt að komast alla leið til Melitopol til að þrengja að Rússum og fækka kostum þeirra. Það er ekki nauðsynlegt að komast alla leið að Azovhafi áður hætta steðjar …
Lesa meiraRússar verja sprengjuþotur með hjólbörðum
Rússneski herinn hefur þakið kjarnorkusprengjuþotur sínar með hjólbörðum í því skyni að vernda þær gegn drónaárásum Úkraínuhers. Birst hafa gervihnattarmyndir frá Maxar Technologies sem sýna tugi hjólbarða á vængjum og skrokki tveggja langdrægra Tu-95 sprengjuþotna í Engels-flugherstöðinni við Saratov í Rússlandi, í tæplega 700 km fjarlægð frá vígvellinum í Úkraínu. …
Lesa meiraÚkraínuher brýtur varnarlínur Rússa – Pútin leitar ásjár hjá N-Kóreu
Í Zaporizjzja-héraði hefur nokkrum hermönnum Úkraínu tekist að komast yfir skriðdrekagildrur og svokallaðar drekatennur – járnþríhyrninga festa í steypta fyrirstöðu – sem mynda eina af þremur varnarlínum Rússa á þessu svæði. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt bandarísku hugveitunnar The Institute for the Study of War (ISW) sem vísar til …
Lesa meiraTartari frá Krím verður varnarmálaráðherra Úkraínu
Rustem Umerov (41 árs), tartari frá Krímskaga, verður nýr varnarmálaráðherra Úkraínu ef þing landsins samþykkir skipun hans eftir að Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti vék Oleksii Reznikov til hliðar úr embættinu. Fréttaskýrendur segja að líta megi á það sem ögrun við yfirráð Rússa á Krímskaga að Zelenskíj tilnefni mann af skaganum í …
Lesa meira