Tilgangur Varðbergs er m.a. að beita sér fyrir umræðum og kynningu á alþjóðamálum, einkum þeim þáttum þeirra sem snúa að öryggis- og varnarmálum á norðurhveli jarðar.
Varðberg stendur reglulega fyrir viðburðum sem þjóna þessu markmiði eins og málþingum, fyrirlestrum eða kynningum sem varða alþjóða- eða öryggismál. Síðustu ár hefur Varðberg t.a.m. staðið fyrir fundi um tölvuöryggi á Íslandi, kynnt tillögu til ályktunar um þjóðaröryggisstefnu Íslands, haldið erindi um rannsóknarheimildir lögreglu, haldið opin fund um almannavarnir, velt fyrir sér hugarfari fjöldamorðingjans Breivik og styrkt áhugafólk um alþjóðamál og meðlimi félagsins til ráðstefnuferða erlendis er varða alþjóða og öryggismál svo eitthvað sé nefnt.
Ef þú ert áhugamaður um alþjóða og/eða öryggismál þá áttu heima í Varðberg og hvetjum við þig til að skrá þig í félagið með því að fylla út nafn, kennitölu og póstfang hérna til hægri á síðunni. Við það að verða skráður í félagið færðu sendan póst um alla viðburði Varðbergs ásamt því að fá rétt til að kjósa á fundum félagsins. Meðlimir Varðbergs greiða árgjald fyrir að vera í félaginu sem fer óskipt í að halda uppi rekstri félagsins. Árgjaldið árið 2023 var 3.000 kr.