Spáð í ESB-toppembætti – spáð auðveldu vali

Leiðtogaráð ESB kemur saman til kvöldverðar í Brussel mánudaginn 17. júní til að ráða ráðum sínum á óformlegan hátt um skiptingu toppembætta ESB næstu fimm árin í ljósi úrslita ESB-þingkosninganna 9. júní. Á vefsíðunni Politico segir miðvikudaginn 12. júní að þeir sem hafi búist við flóknum og langvinnum samningaviðræðum um …

Lesa meira

Macron skorar Bardella á hólm til að veikja Marine Le Pen

Jordan Bardella er formaður frönsku Þjóðarhreyfingarinnar og til hans er litið sem mannsins sem sigraði Emmanuel Macron Frakklandsforseta í ESB-þingkosningunum sunnudaginn 9. júní. Úrslitin í Frakklandi, þar sem Þjóðarhreyfingin fékk 31,36% atkvæða en flokkur Macrons aðeins 14,60%, urðu til þess að Macron rauf þing og boðaði til kosninga. Fyrri umferð …

Lesa meira

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með gestgjafa sínum, Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ítrekaði hann „öflugan“ stuðning sinn við Úkraínustjórn í átökunum við innrásarher Rússa og sagði að sigruðu Rússar þar myndu þeir ekki láta við það sitja að leggja undir sig Úkraínu. …

Lesa meira

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í höfn höfuðborgar Kúbu. Havana, 12. til 17. júní. Thomas Nilsen, ritstjóri norsku vefsíðunnar Barents Observer, segir frá þessu fimmtudaginn 6. júní. „Heimsóknin er í samræmi við söguleg vináttutengsl Kúbu og Rússneska sambandsríkisins,“ sagði í tilkynningu …

Lesa meira

Sögulegt samkomulag í stórþinginu um stórauknar varnir Noregs

Norska stórþingið samþykkti einróma þriðjudaginn 4. júní langtímaáætlun í varnarmálum. Þingmenn eru meðal annars sammála um að fjárfest verði í sex nýjum kafbátum og langdrægu loftvarnakerfi á Oslóarsvæðinu. „Ráði sjóherinn yfir sex kafbátum verður ætíð unnt að halda úti nokkrum kafbátum samstímis til eftirlits við strendur Noregs. Það verður til …

Lesa meira

Norska stórþingið samþykkir þreföldun stöðva fyrir Bandaríkjaher – úr 4 í 12

Norska stórþingið samþykkti fimmtudaginn 30. maí að veita Bandaríkjaher ótakmarkaðan aðgang að nokkrum hernaðarlegum svæðum til viðbótar við það sem áður var, einkum í norðurhluta Noregs. Það er mat norsku leyniþjónustunnar að Norðmenn eigi að vera samferða Svíum og Finnum. Því sjónarmiði var hreyft í umræðum um málið hvort stefnunni …

Lesa meira

Zelenskíj gagnrýnir Kínverja fyrir að styðja stríðsrekstur Rússa

Volodymyr Zelenskíj var harðorður í garð kínverskra stjórnvalda sunnudaginn 2. júní og sakaði þau um að leggja Rússum lið við að grafa undan alþjóðlegri friðarráðstefnu ríkisoddvita um Úkraínu sem boðað er til í Sviss 15. til 16. júní. Zelenskíj er í Singapore þar sem hann ávarpaði svonefndan Shangri-La-umræðufund þar sem …

Lesa meira

Varað við starfssemi erlendra netógnarhópa á Íslandi

„Við Íslendingar þurfum að horfast í augu við það að netógnin er alþjóðleg og að staðfest tilfelli eru um það að hættulegustu ógnarhóparnir sem þjóna hagsmunum erlendra ríkja eins og Rússlands, Íran, Norður-Kóreu og Kína starfa einnig hérlendis,“ segir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Fjarskiptastofu í inngangi árskýrslu stofnunarinnar sem út …

Lesa meira

Vestræn vopn til árása á Rússland – reiði í Moskvu

Þjóðverjar tilkynntu á utanríkisráðherrafundi NATO-ríkjanna í Prag föstudaginn 31. maí að þeir myndu heimila Úkraínustjórn að nota þýsk vopn á hernaðarleg skotmörk innan landamæra Rússlands. Áður hafði Bandaríkjastjórn veitt svipaða heimild við notkun á bandarískum vopnum. Má rekja nýja stefnu NATO-ríkja í þessu efni til nýrrar sóknar Rússa inn í …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Tékklands um heimildir Úkraínumanna til árása á Rússland

Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands, sagði fimmtudaginn 30. maí að afstaðan meðal bandamannanna innan NATO væri að breytast í átt til þess að leyfa Úkraínustjórn að nota vestræn vopn til árása á hernaðarleg skotmörk í Rússlandi. Utanríkisráðherrann sagði þetta þegar hann hitti blaðamenn í Prag í tengslum við fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna …

Lesa meira