Gjörgæsluflug þýska flughersins

Sjúkraflugvél þýska hersins var notuð föstudaginn 26. nóvember til að flytja gjörgæslusjúklinga á milli landshluta til að dreifa byrðum á heilbrigðiskerfi ólíkra sambandslanda innan Þýskalands. Fjórða bylgja COVID-19-faraldursins reynir mjög á mörg sjúkrahús. Um er að ræða sérbúna Airbus 310 þotu til flutninga á sjúklingum. Var henni flogið frá Memmingen …

Lesa meira

Segir Íslendingum að horfa meira til vesturs í öryggismálum

Varðberg efndi miðvikudaginn 24. nóvember til fundar í Háskóla Íslands með Alþjóðamálastofnun skólans. Þar flutti dr. James Ferguson frá Kanada fyrirlestur um öryggismál á norðurslóðum. Stefán Gunnar Sveinsson skrifaði viðtal við Ferguson í Morgunblaðið sem birtist 26. nóvember. Með leyfi hans birtist það hér í heild. • Dr. James Ferguson …

Lesa meira

Norðmenn fá fyrstu P-8 eftirlits- og kafbátaleitarvélina

Norsk stjórnvöld tóku á móti fyrstu Boeing P-8 eftirlits- og kafbátaleitarþotunni fimmtudaginn 18. nóvember við hátíðlega athöfn við höfuðstöðvar Boeing-flugvélasmiðjanna í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna., Norðmenn hafa fest kaup á fimm vélum af þessari gerð, fullkomnustu kafbátarleitarvélum NATO-ríkjanna. Vélarnar koma í stað Lockheed Martin Corp P-3 Orion skrúfuvéla og tveggja …

Lesa meira

Bandarísk hættuviðvörun gegn stríði í Úkraínu

  Bandaríkjastjórn hefur látið bandamönnum sínum í Evrópu í té trúnaðarupplýsingar og landakort frá njósnastofnunum sínum sem sýna hersafnað Rússa og stórskotalið þeirra sem býr sig undir víðtæka skyndisókn inn í Úkraínu frá mörgum ólíkum stöðum ákveði Vladimir Pútin Rússlandsforseti að stofna til innrásar og hernaðarátaka. Alberto Nardelli og Jennifer …

Lesa meira

Gagnkvæmar ásakanir vegna Úkraínu

Talsmaður Kremlverja sakar ráðamenn á Vesturlöndum um „sýndarmennsku“ til að auka á spennu þegar þeir gefi til kynna að rússneskur her kunni að ráðast á nágrannaríkið Úkraínu. Rætt var við talsmanninn, Dmitríj Peskov, í rússneskri ríkissjónvarpsstöð sunnudaginn 21. nóvember. Hann sagði rússneska ráðamenn ekki geta útilokað „ögranir“ á svæðinu. Sama …

Lesa meira

Undanhald Lukasjenskos – Stoltenberg kveður Merkel

Stjórnvöld Hvíta-Rússlands segja farendur hafa yfirgefið búðir sínar næst pólsku landamærunum og fengið húsaskjól í nágrenninu. Þá hafi um 400 þeirra verið fluttir til baka til Íraks. Hvítrússneskir landamæraverðir tilkynntu á samfélagsmiðlinum Telegram að frá og með fimmtudeginum 18. nóvember hefðu allar búðir farenda við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands verið …

Lesa meira

Norðurslóðaöryggi rætt í Washington

Nýr varnarmálaráðherra Noregs, miðflokksmaðurinn Odd Roger Enoksen, hitti Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Noregs, í Washington þriðjudag 16. nóvember. Viðræður þeirra snerust einkum um stöðu öryggismála á norðurslóðum. Ætla Norðmenn að eiga frumkvæði að því að efla samhæfingu í samstarfi undir hatti NATO á norðurslóðum. Eftir fundinn sagði norski ráðherrann að miklu …

Lesa meira

Biden og Xi á tíðindalausumn fjarfundi í þágu stöðugleika

Joe Biden og Xi Jinping á fjarfundinum 15. nóvember 2021. Að kvöldi mánudags 15. nóvember efndu Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping Kínaforseti til fjarfundar sem stóð í þrjá og hálfa klukkustund. Hér er stuðst við frásögn á fundinum sem birtist á bandarísku vefsíðunni Axios en þar segir að í …

Lesa meira

ESB saumar að Lukasjenko – sem bognar

Utanríkisráðherrar ESB-landanna ákváðu mánudaginn 15. nóvember að herða refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum vegna aðferðanna sem stjórnvöld þeirra beita með því að stofna til vandræða við landamæri þriggja ESB-ríkja: Lettlands, Litháens og Póllands. Hundruðum eða þúsundum farenda frá Mið-Austurlöndum er stefnt að landamærunum og þrýst á þá til ólögmætrar farar yfir þau. …

Lesa meira

Stigmögnun minnkar við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands

Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands hafa báðir látið til sín heyra vegna vaxandi spennu á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands þar sem þúsundir farenda frá Mið-Austurlöndum hafast við utan dyra eða í tjöldum í kulda og vosbúð. Varð að minnsta kosti einn Sýrlendingur úti á svæðinu aðfaranótt laugardags 13. nóvember. Talið er …

Lesa meira