Tveimur rússneskum ísbrjótum fagnað

Vladimir Pútin Rússlandsforseti fagnaði tveimur nýjum kjarnorkuknúnum ísbrjótum í fjarávarpi sem hann flutti við athöfn í St. Pétursborg þriðjudaginn 22. nóvember. Pútin sagði að annar ísbrjóturinn, Ural, yrði tekinn í notkun snemma í desember 2022, hinn, Jakutia, bættist við flotann á árinu 2024. Honum var hleypt af stokkunum þegar Pútin …

Lesa meira

NATO-aðild styrkir norrænt varnarsamstarf

Antti Kaikkonen, varnarmálaráðherra Finnlands, Pål Johnson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, og Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra Noregs, rituðu þriðjudaginn 22. nóvember undir samning um varnarsamstarf ríkjanna þriggja sem miðar að því að samhæfa aðgerðir þeirra í hánorðri ríkjanna þriggja, eða á Nordkalotten eins og segir í norskri fréttatilkynningu um undirritunina sem fór fram …

Lesa meira

Kremlverjar hættir við stjórnarskipti í Úkraínu

Rússnesk stjórnvöld hafa fallið frá því markmiði hernaðaraðgerða sinna í Úkraínu að knýja fram stjórnarskipti í landinu. Dmitríj Peskov. talsmaður Kremlverja, skýrði frá þessu þriðjudaginn 22. nóvember í samtali við bresku Sky-fréttastofuna. Við upphaf innrásar rússneska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022 var almennt talið að eitt af markmiðum hennar …

Lesa meira

NATO-þingið lýsir Rússland hryðjuverkaríki

NATO-þingið samþykkti að lýsa Rússneska sambandsríkið og stjórn þess sem hryðjuverkaríki (e. terrorist state). Var þetta samþykkt einróma á ársfundi þingsins sem lýkur í dag (21. nóvember) í Madrid. „Í dag samþykkjum við ályktun þar sem bandalagsþjóðirnar eru hvattar til að taka af skarið og skilgreina Rússneska sambandsríkið og núverandi …

Lesa meira

Pyntingar og sprengingar í Zaporizjzja-kjarnorkuverinu

Ihor Murashov, forstjóri stærsta kjarnorkuvers í Evrópu í bænum Enerhodar í Úkraínu, segir frá því í samtali við The Wall Street Journal hve grimmdarlegum aðferðum Rússar beittu við að pynta starfsmenn versins til að fara að vilja sínum. Rússar hafa hernumið verið frá því í fyrstu viku innrásarinnar í febrúar …

Lesa meira

Rússar búa sig nú undir að sjötti refsipakki ESB komi til framkvæmda 5. desember. Hann hefur meðal annars í för með sér að hætt verður öllum olíuinnflutningi ESB-ríkjanna frá Rússlandi. Liður í undirbúningi Rússa er að 5. október sigldi 257 metra langt olíuskip þeirra, Vasilíj Dinkov, frá Múrmansk eftir leiðinni …

Lesa meira

Skemmdarverk voru unnin á gasleiðslunum segja Svíar

Sænskir embættismenn staðfestu föstudaginn 18. nóvember að sprengingarnar sem ollu tjóni á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti 26. september hefðu verið skemmdarverk. Rússar eiga leiðslurnar og áttu þær að flytja jarðgas frá Rússlandi til Þýskalands. „Við rannsóknir fundu sýni af sprengiefni á ýmsum erlendum hlutum,“ sem fundust á svæðinu við …

Lesa meira

Stríðsglæpir Rússa í Kerson afhjúpaðir

Reuters-fréttastofan skýrði frá því mánudaginn 14. nóvember að fulltrúar stjórna Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í Tyrklandi. Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti heimsótti borgina Kerson 14. nóvember og hyllti hermennina sem frelsuðu borgina undan rússneska hernámsliðinu sem hafði verið þar síðan í mars 2022. Forsetinn hét því að haldið yrði áfram að …

Lesa meira

Myrkvuð skip við Nord Stream fyrir skemmdarverk

Gervihnattarmyndir sýna að tvö svonefnd myrkvuð skip sigla í nágrenni Nord Stream gasleiðslanna í Eystrasalti skömmu áður en þær sprungu 26. september 2022. Þetta kemur fram í bandaríska tæknitímaritinu Wired sem hefur greint gervihnattarmyndir frá SpaceKnow sem teknar voru yfir Eystrasalti dagana fyrir 28. september þegar leki varð á rússnesku …

Lesa meira

Rússneskir hermenn laumast frá Kerson – Úkraínumenn berjast áfram

Breska varnarmálaráðuneytið telur líklegt að Rússar hafi í þrjár vikur flutt hermenn sína frá Kerson. Þeir hafi laumast í borgaralegum klæðum úr borginni og leynst í straumi fólks sem Rússar knúðu til að flytjast búferlum. „Brottflutningnum lauk á aðeins tveimur dögum eftir að hann var boðaður. Líklegt er að hann …

Lesa meira