Norski varðskipaflotinn endurnýjaður

Skrokkurinn af KV Hopen, þriðja nýja ísstyrkta varðskipi Norðmanna, var dreginn til Vard Langsten skipasmíðastöðvarinnar í Tomrefjord í sveitarfélaginu Vestnes á vesturströnd Noregs föstudaginn 27. janúar. Skrokkurinn var smíðaður í Rúmeníu. Varðskipið verður fullsmíðað og tækjum búið þegar það verður afhent norsku strandgæslunni árið 2024. Um er að ræða þriðja …

Lesa meira

Skelfing í herráði Rússa vegna fyrirmæla Pútins – sigurvonin horfin

Rússneskir herforingjar eru sagðir „skelfingu lostnir“ vegna krafna Vladimirs Pútins Rússlandsforseta um að þeir hefji nýja sókn á mörgum vígstöðvum. Þeir eru sagðir óttast „gífurlegt mannfall“ og hafa „horfið frá voninni“ um sigur í stríðinu. Ný greining á mannfalli Rússa leiðir í ljós að tæplega 177.000 hermenn hafi fallið í stríðinu. …

Lesa meira

Fyrrverandi NATO hershöfðingi kjörinn forseti Tékklands

Petr Pavel (61 árs) fyrrv. hershöfðingi, var laugardaginn 28. janúar kjörinn forseti Tékklands með 57,6% atkvæða í annarri umferð gegn Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékka frá 2017 til 2021. Pavel tekur við embættinu í mars af Milos Zeman. Í frétt BBC um kosningarnar segir að litið hafi verið á síðari umferð …

Lesa meira

Segir Rússa stofna til stríðs við NATO

Stefano Sannino, æðsti embættismaður utanríkisþjónustu ESB (e. Secretary General of the European Union’s European External Action Service), sagði á blaðamannafundi í Tokyo föstudaginn 27. janúar að Rússar hefðu fært stríð sitt við Úkraínu á „á annað stig“ með því að ráðast af miskunnarleysi á almenna borgara og borgaraleg mannvirki. Þessar …

Lesa meira

Ný norsk olíu- og gasleitarsvæði í norðurhöfum

Þrátt fyrir dómsdagsspár í loftslagsmálum býr norska ríkisstjórnin sig undir að heimila enn frekari olíu- og gasleit í nyrst í norðurhöfum. „Við verðum að finna nýjar lindir til að geta haldið áfram að þróa vinnslu á norska landgrunninu,“ segir Terje Aaslands, olíu- og orkuráðherra Noregs, vegna tillögu ríkisstjórnarinnar um að …

Lesa meira

Þýska stjórnin sendir Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu

Olaf Scholz Þýskalandskanslari tilkynnti miðvikudaginn 25. janúar að stjórn sín mundi láta Úkraínumönnum í té Leopard 2 skriðdreka og samþykkja að ríkisstjórnir annarra landa gerðu slíkt sama. Með tilkynningu sinni brást kanslarinn loks jákvætt við óskum stjórnvalda í Kyív um að fá öfluga skriðdreka til sóknar gegn rússneska innrásarhernum. Þá …

Lesa meira

Þýska stjórnin með pólska skriðdrekabeiðni í fanginu

Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði þriðjudaginn 24. janúar að pólska ríkisstjórnin hefði sent formlegt erindi til þýskra stjórnvalda með ósk um heimild til að láta Úkraínuher í té þýsk smíðaða Leopard 2 skriðdreka í því skyni að hrinda innrás Rússa í Úkraínu. Þrýst hefur verið á stjórnvöld í Berlín með …

Lesa meira

Kostir Úkraínumanna gagnvart einræðisherranum Pútin  – eftir Olgu Chyzh

  Meðfylgjandi grein birtist sunnudaginn 22. janúar 2023 á vefsíðu breska blaðsins The Guardian. Höfundur er Olga Chyzh, er sérfræðingur í stjórnmálaofbeldi og kúgunar-ríkisstjórnum. Hún er aðstoðarprófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Toronto. Greinin er þýdd og birt með leyfi höfundar. Innrásin í Úkraínu er ekki alveg eins mikið áfall …

Lesa meira

Leopard 2: Grænt ljós fyrir Pólverja – Þjóðverjar áfram á gulu

Að kvöldi sunnudags 22. janúar sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, við frönsku sjónvarpsstöðina LCI að þýsk stjórnvöld mundu ekki standa gegn ákvörðun Pólverja um að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. „Eins og málum er nú háttað höfum við ekki verið spurð en verðum við spurð munum við ekki leggjast …

Lesa meira

Rússar hóta heimshörmungum fái Úkraínuher sóknarvopn

Vajastjeslav Volodin, forseti neðri deildar þings Rússlands, Dúmunnar, og náinn bandamaður Vladimirs Pútins Rússlandsforseta, sagði sunnudaginn 22. janúar að fengju Úkraínumenn sóknarvopn leiddi það heimshörmunga þar sem ekki yrði unnt að færa rök gegn beitingu kjarnavopna. Volodin sagði að stuðningur Bandaríkjamanna og NATO við Úkraínu þrýsti heiminum í átt að …

Lesa meira