Bandaríska varnarmálaráðuneytið mælir með aðild Finna og Svía að NATO, þjóðirnar muni efla hernaðarmátt bandalagsins og dreifa kostnaði við að styrkja varnir gegn sífellt árásargjarnari Rússum. Þá telur bandaríska utanríkisráðuneytið „víst“ að jákvæð lausn finnist þrátt fyrir óvild Tyrklandsforseta gegn aðild landanna. Celeste Wallander aðstoðarvarnarmálaráðherra sat fyrir svörum um aðild …
Lesa meiraKhodorkovskij segir Pútin glæpamann sem sýna verði í tvo heimana
Rússneski milljarðamæringurinn Mikhail Khodorkovskij staðhæfir að einmitt um þessar mundir gefist NATO gullið tækifæri. Grípi bandalagið það ekki breiðist stríðið inn í aðildarlönd NATO. „Einmitt núna gefur NATO gullið tækifæri til að veita Úkraínumönnum aðstoð við að verja land sitt og fullveldi með því að leggja þeim lið með vopnum, …
Lesa meiraFlugmóðurskip á N-Atlantshafi og flotadeild til að sýna fælingarmátt
Danir ætla að senda freigátu með allt að 135 sjóliðum til að fylgja bandarísku flugmóðurskipi á Norður-Atlantshafi í því skyni að árétta fælingarmátt NATO á svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu danska varnarmálaráðuneytisins fimmtudaginn 23. júní en fyrr þann dag áttu Morten Bødskov varnarmálaráðherra og Jeppe Kofod utanríkisráðherra samráðsfund með …
Lesa meiraESB fagnar Úkraínu – skjaldar Litháen
Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna 27 voru einhuga á fundi þriðjudaginn 21. júní um að Úkraína fengi stöðu umsóknarríkis gagnvart sambandinu. Nu fer málið fyrir leiðtogaráð ESB síðar í vikunni og er vænst sömu niðurstöðu. Spenna magnaðist af hálfu Vladimirs Pútins Rússlandsforseta gagnvart Úkraínnu undir árslok 2013 þegar hann snerist gegn áhuga Úkraínumanna …
Lesa meiraSpenna magnast vegna lokunar á Kaliningrad
Litháar hafa hindrað flutninga með járnbrautarlest á varningi á bannlista ESB til rússnesku hólmlendunnar Kaliningrad við Eystrasalt á landamærum Litháens og Póllands. Rússar segja þetta ögrandi óvinabragð. Ákafir stuðningsmenn Kremlverja í Moskvu segja þetta „beina árás á Rússa“. Um er að ræða kol, járn, byggingarefni og tækjabúnað á leið til …
Lesa meiraPútin hótar fyrrverandi Sovétlýðveldum
Vladimir Pútin Rússlandsforseti lét orð falla í þá veru föstudaginn 17. júní í pallborðsumræðum með Kassym-Jomart Tokajev, forseta Kazakhstan, á efnahagsráðstefnu í St. Pétursborg, að fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna væru hluti Rússlands. Þau gætu átt yfir höfði sér sömu örlög og Úkraína færu þau gegn Kremlarvaldinu í Moskvu. Samtal forsetanna var …
Lesa meiraHelsinki-háskóli lokar Konfúsíusarstofnun
Helsinki-háskóli rifti í vikunni samningi um að Konfúsíusarstofnun starfaði innan skólans. Stofnunin sérhæfir sig í að kenna kínversku og miðla fróðleik um kínverska menningu. Hanna Snellman aðstoðarrektor segir við finnska ríkisútvarpið, YLE, að kínversk stjórnvöld hafi viljað halda áfram að fjármagna starfsemi stofnunarinnar. „Þeir spurðu hvort við vildum semja um …
Lesa meiraRússnesk korvetta ógnar Borgundarhólmi
Rússneskt herskip, korvetta, lagði aðfaranótt födtudags 17. júní leið sína upp undir strönd dönsku eyjarinnar Borgundarhólms á Eystrasalti. Rauf herskipið tvisvar sinnum landhelgi Danmerkur. Um þessar mundir er svonefnt Folkemøde á Borgundarhólmi, lýðræðishátíð með forystumönnum í stjórnmálum og frjálsum félagasamtökum. Þátttakendur í árlegri hátíðinni skipta tugum þúsunda. Í fyrra skiptið …
Lesa meiraSamið um Hans Ø og markalínu milli Grænlands og Kanada
Þriðjudaginn 14. júní rita Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Dana, Mélanie Joly, utanríkisráðherra Kanada og Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, í Ottawa, höfuðborg Kanada, undir sögulegt samkomulag til lausnar á deilu um ráð yfir Hans Ø, eyðieyju í norðurhöfum milli Kanada og Grænlands. Í samkomulaginu milli Danmerkur og Kanada er einnig …
Lesa meiraRússar endurgera flugherstöðvar á Kólaskaga
Rússar hafa kynnt áform um að endurnýja flugherstöð á Kólaskaga sem þeir yfirgáfu fyrir 25 árum. Um er að ræða Severomorsk-2-stöðina sem fellur undir forræði Norðurflotans. Flugbrautin, 1.800 metra löng, er illa farin eins og sjá má á gervitunglamyndum í Google Earth. Öllum lauslegum tækjabúnaði var stolið úr stöðinni og …
Lesa meira