Úkraínuher fær breska og þýska orrustuskriðdreka

Orrustuskriðdrekar frá Bretlandi og Þýskalandi, af gerðunum Challenger 2 og Leopard 2, eru komnir til Úkraínu og verða til þess að efla herafla landsins. Stjórnvöld í Kyív fagna því að skriðdrekarnir bætist við her þeirra áður en endanleg ákvörðun er tekin um vorsókn gegn rússneska innrásarliðinu. Lengi var rætt um …

Lesa meira

Pútin boðar flutning kjarnavopna til Belarús

Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði laugardaginn 25. mars að hann ætlaði að flytja vígvallar-kjarnavopn (e. tactical nuclear weapons) til Belarús. Birgðir þessara vopna yrðu komnar þangað 1. júlí en þegar hefði hafist undirbúningur með því að senda 10 flugvélar til landsins sem gætu beitt vopnunum auk þess skotpallar fyrir Iskander-flaugar yrðu í Belarús. Úkraínustjórn krafðist skyndifundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, frá NATO barst …

Lesa meira

Finnar leyfa NATO-njósnaflug við rússnesku landamærin

Finnar hafa tekið aðra stefnu en Norðmenn varðandi eftirlitsflug undir merkjum NATO við landamæri Rússlands. Norðmenn banna allt eftirlitsflug í þágu NATO-samstarfsins nálægt rússnesku landamærunum en Finnar leyfa það. Bandarísk eftirlitsþota fór fimmtudaginn 23. mars norður með landamærum Finnlands og Rússlands. Finnski flugherinn sendi út tilkynningu um að vélin yrði á ferðinni og …

Lesa meira

Sameinaður norrænn flugherafli að fæðast

Norrænu ríkin fjögur, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, hafa ákveðið að dýpka samstarf flugherja sinna. Þau hafa gefið út sameiginlega viljayfirlýsingu um þessa fyrirætlan sem yfirmenn flugherja landanna rituðu undir 16. mars í Ramstein-flugherstöðinni í Þýskalandi. Áform í þessa veru eru ekki ný á nálinni meðal norrænna herforingja og fræðinga …

Lesa meira

Wagner-foringi skapar spennu í Kreml

Jevgeníj Pirogsjin.

Jevgeníj Prigosjín, foringi alræmdu Wagner-málaliðanna, hefur opinberlega hafnað lykilatriðum í útlistun Kremlverja á tilefni stríðsins í Úkraínu, að sögn hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) í Washington. Hann hafnar því að Rússar eigi í stríði við NATO og dregur í efa að finna megi nazista í Úkraínu. Kremlverjar …

Lesa meira

Evrópskt átak til bjargar brottnumdum börnum

Börn í austurhluta Úkraínu flutt á brott af Rússum á leið til lestarstöðvar.

Framkvæmdastjórn ESB og pólska ríkisstjórnin kynntu fimmtudaginn 23. mars sameiginlegt átak til að vinna að því að börn sem Rússar hafa numið á brott af hernumdum svæðum í Úkraínu fái að snúa aftur heim til sín. „Að nema börn á brott er stríðsglæpur,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar …

Lesa meira

Kínverjar staðfesta nýjan áhuga á að fjárfesta í hánorðri Rússlands

Sömu dagana og Xi Jinping, forseti Kína, heimsótti Moskvu var kínversk viðskiptasendinefnd í norðlæga rússneska bænum Narjan-Mar til að ræða fjárfestingar í norðurslóða framkvæmdum Rússa. „Það er mjög táknrænt að vinnuheimsókn ykkar er sömu daga og opinber sendinefnd undir forystu þjóðhöfðingja Kínverska alþýðulýðveldisins er á fundum í Moskvu,“ sagði Juri …

Lesa meira

Úkraínumenn fá fyrstu þoturnar frá Slóvakíu

Slóvakar afhentu Úkraínuher fjórar fyrstu MiG-29 orrustuþoturnar fimmtudaginn 23. mars í samræmi við loforð sitt. Níu orrustuþotur til viðbótar verða afhentar á næstu vikum. Martina Kakascikova, upplýsingafulltrúi slóvakíska varnarmálaráðuneytisins, tilkynnti þetta og sagði þoturnar komnar í hendur Úkraínuhers. Stjórn Slóvakíu kynnti föstudaginn 17. mars ákvörðun sína um að láta Úkraínumönnum …

Lesa meira

Japanski forsætisráðherrann í Kyív – Kínaforseti í Moskvu

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kom óvænt í heimsókn til Úkraínu snemma morguns þriðjudaginn 21. mars. Nokkrum klukkustundum eftir að Xi Jinping Kínaforseti hóf þriggja daga opinbera heimsókn til Moskvu. Fréttaskýrendur segja tímasetningu heimsóknar japanska ráðherrans minna á að  grunnt sé á því góða milli Kínverja og Japana, keppinauta á Kyrrahafssvæðinu. …

Lesa meira

Stýriflaugar eyðilagðar á Krímskaga

Aðfaranótt þriðjudagsins 21. mars var gerð drónaárás á bæinn Dzjankoj á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu segir að rússneskar stýriflaugar hafi eyðilagst í árásinni. Þær hafi verið um borð í járnbrautarlest á leið til hafnar þar sem setja átti flaugarnar um borð í herskip rússneska Svartahafsflotans. Úkraínskir stjórnmálamenn og embættismenn hafa birt …

Lesa meira