Flotaæfingar Rússa á írskum kolmunnamiðum – sjómenn mótmæla

Írskir sjómenn ætla á friðsaman hátt að trufla flotaæfingar Rússa í írskri efnahagslögsögu segir Patrick Murphy, framkvæmdastjóri samtaka fiskframleiðenda á suðvestur Írlandi við vefsíðuna Politco þriðjudaginn 25. janúar. Íslenskir sjómenn hafa farið á kolmunnaveiðar á þessum slóðum en þriggja daga sigling er á þau frá Reykjavík. Flotaæfingin verður um 240 …

Lesa meira

NATO-ríkin herða gagnrýni sína á Rússa

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði á fundi neðri deildar breska þingsins, þriðjudaginn 25. janúar, að Rússar héldu „byssu að höfði Úkraínu“ og Bretar mundu senda her til austur hluta Evrópu undir merkjum NATO ef Rússar réðust inn í Úkraínu. „Við getum ekki samið okkur frá hugsjóninni um óskipta og frjálsa …

Lesa meira

Rússar boða flotaæfingar við Írland í óþökk Íra

  Rússar hafa tilkynnt flotaæfingar í febrúar um 150 mílur suðvestur af Írlandi. Rússnesk herskip æfa þar innan írsku efnahagslögsögunnar en utan landhelginnar. Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, skýrði frá þessu mánudaginn 24. janúar og sagði að skilaboð um æfingarnar hefðu borist frá Moskvu um helgina. Hann sagði rússnesku herskipin „óvelkomin“ …

Lesa meira

Norski herinn fylgist náið með spennunni við Úkraínu

Eirik Kristoffersen, yfirmaður norska heraflans, sagði við fréttastofuna NTB föstudaginn 22. janúar að hann teldi ástandið við landamæri Úkraínu mjög alvarlega. „Hernaðaruppbygging Rússa er markviss og að henni hefur verið staðið í nokkurn tíma. Okkar mat er að Rússar séu nú í stöðu til að hefja innrás í alla Úkraínu …

Lesa meira

Ekki viðræðuslit – stríðsótti magnast

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu á fundi sínum í Genf föstudaginn 22. janúar að áfram yrði unnið að því að þeirra hálfu að draga úr spennu vegna Úkraínu. Bandaríski ráðherrann lofaði að bregðast skriflega við kröfum Rússa í næstu viku. Antony Blinken og Sergeij Lavrov ræddu saman í 90 mínútur …

Lesa meira

Þýski utanríkisráðherrann segir herbúnað Rússa við Úkraínu „óskiljanlegan“

Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, ræddi við Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu þriðjudaginn 18. janúar. Að loknum viðræðunum efndu utanríkisráðherrarnir til blaðamannafundar og þar sagði Baerbock að engin „skiljanleg ástæða“ væri fyrir her- og vopnabúnaði Rússa við Úkraínu og það væri „erfitt að líta ekki á hann sem ógnun“. „Það …

Lesa meira

PET varar við njósnum í Færeyjum og á Grænlandi

Anders Henriksen, yfirmaður gagnnjósna hjá leyniþjónustu dönsku lögreglunnar (PET), sagði í blaðaviðtali fimmtudaginn 13. janúar að njósnastarfsemi erlendra ríkja færðist í aukana í Danmörku. Hætta stafaði einkum frá Rússum, Kínverjum og Írönum. Henriksen fylgdi nýju hættumati PET úr hlaði en þar segir að hætta af undirróðurs- og njósnastarfsemi erlendra ríkja …

Lesa meira

Skriðdrekar á eftirlitsferðum um Gotland

Sænsk stjórnvöld ákváðu föstudaginn 14. janúar að bryndrekar og vopnaðir hermenn skyldu fara um og halda uppi eftirliti á götum Visby, stærsta bæjarins á Gotlandi, eyjunni á Eystrasaltinu fyrir vestan Eistland. Gripið var til þessara óvenjulegu aðgerða vegna aukinna „umsvifa Rússa“ að sögn hersins. Sjá mátti tugi hermanna og skriðdreka …

Lesa meira

Tvö flugmóðurskip á NATO-æfingu í norðurhöfum í mars

Viðamesta heræfing NATO fyrir norðan heimskautsbaug síðan á níunda áratugnum, Cold Response, hefst í mars 2022 með þátttöku 35.000 hermanna frá 28 þjóðum. Æfðar verða varnir Norður-Noregs og taka tvær flotadeildir flugmóðurskipa þátt í æfingunni, segir í frétt norsku vefsíðunnar Barents Observer fimmtudaginn 13. janúar. Breski flotinn tilkynnti 11. janúar …

Lesa meira

Pútin ýtir Finnum og Svíum nær NATO

Krafa Vladimirs Pútins Rússlandsforseta um að ríki nálægt Rússlandi, þar á meðal Finnland og Svíþjóð, haldi sig utan NATO kann að leiða til þess að Finnar og Svíar færist nær aðild að bandalaginu, segir í fréttaskýringu Jyllands-Posten miðvikudaginn 12. janúar. Umræður hafa mest snúist um tilraunir Rússa til að samþykkt …

Lesa meira