Liðsflutningar æfðir um Narvík til Finnlands

Miðvikudaginn 24. apríl kemur bandarískt skip með hermenn til Narvíkur í Norður-Noregi í tengslum við heræfinguna Immediate Response 2024. Rúmlega tvö hundruð bandarísk farartæki og meira en 300 gámar verða settir í land í Narvíkurhöfn og fara þaðan til Svíþjóðar og Finnlands. Í tilkynningu norska hersins um æfinguna segir að …

Lesa meira

Þingforseti leggur embætti að veði vegna stuðnings við Úkraínu

  Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti laugardaginn 20. apríl fjárhagsaðstoð til Úkraínu, Ísraels og Tævans sem nemur alls 95 milljörðum dollara. Í marga mánuði hafa repúblikanar í fulltrúadeildinni staðið í vegi fyrir því að þar yrðu greidd atkvæði um stuðning við Úkraínu. Á sérstökum þingfundi laugardaginn 20. apríl tóku demókratar og hluti …

Lesa meira

Loftárás gerð í Íran – stjórnvöld láta kyrrt liggja

Íranir segjast hafa gripið til loftvarna við mikilvæga flugherstöð og kjarnorkuver nærri borginni Isfahan eftir að hafa séð dróna á flugi aðfaranótt föstudagsins 19. apríl. Af orðum Írana mátti ekki ráða hvort ráðist hefði verið á land þeirra. Hvergi var það staðfest af opinberri hálfu í Íran. Íranskir ríkisfjölmiðlar sögðu …

Lesa meira

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels í Jerúsalem að Ísraelsstjórn ætlaði að svara skotflauga- og drónaárásum Írana. Breski utanríkisráðherrann sagði að Ísraelar byggju sig undir aðgerðir. Vonandi gerðu þeir það á þann hátt sem leiddi til sem minnstrar stigmögnunar. Annalena Baerbock, …

Lesa meira

NATO verður að móta norðurslóðastefnu til að svara umsvifum Rússa frá Kólaskaga

Liselotte Odgaard er Senior Fellow, Hudson Institute, Washington, D.C. Greinin sem hér er sagt frá birtist á dönsku vefsíðunni Altinget.dk 15. apríl 2024. Frá janúar til maí efnir NATO til æfingarinnar Steadfast Defender 2024. Æfingin er sú stærsta undir merkjum bandalagsins síðan í kalda stríðinu. Meira en 90.000 hermenn sýna …

Lesa meira

Íranir ráðast á Ísraela sem hugsa sitt ráð

Íranir gerðu loftárásir á Ísrael aðfaranótt sunnudagsins 14. apríl með drónum, stýriflaugum og skotflaugum (e. ballistic missiles). Herstjórn Ísraels sagði sunnudaginn að tekist hefði að „eyða“ 99% af um 300 sendingum frá Íran. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Jórdanir lögðu Ísraelum lið auk þess sem fréttir eru um aðstoð frá Sádí-Arabíu. …

Lesa meira

Norðmenn opna geim- og gervitunglastöð á Andøya með Bandaríkjamönnum

Norsk og bandarísk stjórnvöld ætla að reisa gervihnattastöð í flugherstöðinni á Andøya undan norðurströnd Noregs. Norski varnarmálaráðherrann, Bjørn Arild Gram, segir að með stöðinni styrkist varnir Noregs og NATO-svæðisins alls. Þetta er fyrsta stöðin sinnar gerðar sem reist er utan Bandaríkjanna segir norska varnarmálaráðuneytið. Henni er ætlað að stytta viðvörunartíma …

Lesa meira

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á Svartahafi. Þar er um að ræða litla eftirlitsbáta og allt að 186 m löng flugskeytabeitiskip. Nú sækir herinn að sögn gegn rússneskum herskipum á Eystrasalti. Á Svartahafi hefur verið herjað á rússnesk herskip frá sjó …

Lesa meira

Vanræksla í loftslagsmálum er brot á mannréttindum

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) í Strassborg kvað þriðjudaginn 9. apríl upp sögulegan dóm sem gefur fordæmi um úrlausn dómstóla um loftslagsmál. Eldrikvennahreyfing í Sviss, KlimaSeniorinnen, sem berst fyrir umbótum í loftslagsmálum vann dómsmál gegn svissneska ríkinu. Hreyfingin hafði tapað málinu fyrir dómstólum á heimavelli. Konurnar, flestar á áttræðisaldri, kærðu ríkið fyrir …

Lesa meira

Svissneskir sauðfjárbændur berjast við úlfa og friðunarsinna

  Svissneskir sauðfjárbændur frá Saint-Barthelemy-héraði lögðu laugardaginn 6. apríl hræ af 12 sauðkindum sem úlfar höfðu drepið fyrir framan Chateau Saint-Mair, þinghús svissnesku kantónunnar Vaud í Lausanne. Kantónan á landamæri að Frakklandi. „Þessar kindur voru drepnar í gærkvöldi,“ sagði Eric Herb, félagi í svissneskum samtökum sem krefjast þess að reglur …

Lesa meira