CIA sendi í sumar viðvörun um hættu á árás á gasleiðslur

Bandaríska leyniþjónustan CIA sendi fyrir nokkrum vikum frá sér viðvörun um að hugsanlega yrði ráðist á Nord Stream gasleiðslurnar á botni Eystrasalts. Frá þessu var skýrt eftir að þrjár öflugar sprengjur opnuðu leiðslurnar í hafinu fyrir austan Borgundarhólm eins og skýrt var frá í fréttum þriðjudaginn 27. september. CIA sendi …

Lesa meira

Gaslekinn liður í fjölþátta-stríði Rússa til að veikja stuðning Evrópu við Úkraínu

Með hraði er nú unnið að rannsókn á því hvort skemmdarverk séu að baki skyndilegum og óútskýrðum leka á tveimur rússneskum gasleiðslum á botni Eystrasalts, Nord Stream 1 og Nord Stream 2 sem sagt var frá þriðjudaginn 27. september Leiðslurnar skipta höfuðmáli þegar litið er til orkukreppunnar í Evrópu eftir …

Lesa meira

Rússar leita skjóls í Georgíu undan herkvaðningunni

Engin útleið frá Rússlandi er auðveld fyrir þá sem vilja komast undan herkvaðningu Vladimirs Pútins forseta sem birt var 21. september. Georgia, við suðurlandamæri Rússlands, er eitt af síðustu löndunum sem ekki hefur verið lokað. Við eina landamærahlið Georgíu hjá Verkhníj Lars-Zemo Larsi hafa því myndast langar bílaraðir þeirra sem …

Lesa meira

Rússland: Herkvaðning leiðir til þrýstings á landamæri

Um 17.000 rússneskir ríkisborgarar fóru um liðna helgi yfir landamærin til Finnlands segja finnskir landamæraverðir. Að morgni mánudag 26. september var 5 km löng röð bíla við landamærin að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Flestir fara um landamærastöðvar í suð-austri það er á leiðinni frá St. Pétursborg. Í liðinni viku fóru …

Lesa meira

Ítalía: Bandalagi hægri flokka spáð kosningasigri 25. september

Ítalir ganga að kjörborðinu sunnudaginn 25. september til að kjósa 400 þingmenn í fulltrúadeild þings síns og 200 í öldungadeildina. Um nokkurra vikna skeið hafa úrslitin virst ráðin, að flokkarnir lengst til hægri vinni stórsigur. Vinstri flokkunum mistókst að stilla saman strengi sína. Spurningin er talin snúast um hve stór …

Lesa meira

Pútin vil treysta stöðu sína með gervi-þjóðaratkvæðagreiðslu

Gervi-þjóðaratkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 23. september í fjórum héruðum í Úkraínu undir hernámsstjórn Rússa. Spurt er hvort íbúar héraðanna vilji að þau verði innlimuð í Rússland. Litið er á ákvörðun Vladimirs Pútins Rússlandsforseta um atkvæðagreiðsluna sem örvæntingarfulla stigmögnun á stríðinu sem hann hefur háð við Úkraínumenn í sjö mánuði. Stjórnvöld Úkraínu …

Lesa meira

Herútkall Pútins og kjarnorkuhótun

Vladimir Pútin Rússlandsforseti gaf miðvikudaginn 21. september út fyrirmæli um að kalla út 300.000 varaliða í rússneska herinn. Sýnir ákvörðun forsetans að herinn stendur höllum fæti í Úkraínu og getur ekki varist sókn Úkraínumanna án þessa takmarkaða útkalls sem þingið í Moskvu heimilaði með hraði þriðjudaginn 20. september. Í ræðu …

Lesa meira

Vandi Pútins eykst vegna átaka milli gamalla Sovétlýðvelda

Vladimir Pútin Rússlandsforseti stendur víðar í ströngu vegna hernaðar en í Úkraínu. Í fleiri fyrrverandi Sovétlýðveldum eru háð vopnuð átök – þar vill Pútin þó að farið sé fram með friði án þess að á hann sé hlustað. Um nýliðna helgi varð Pútin að hringja í forsetana í Kirgisistan og …

Lesa meira

Herráðsformaður Breta: Pútin hefur ekki náð neinu hernaðarmarkmiði sínu

Vladimir Pútin „mistekst hvarvetna þegar litið er til hernaðarlegu markmiðanna sem hann setti sér,“ segir formaður herráðs Breta. Sir Tony Radakin flotaforingi segir átökin í Úkraínu kunna að „reynast langvinn“ þrátt fyrir nýlega sókn Úkraínuhers. Rætt var um stöðuna í Úkraínu við herráðsformanninn í BBC. Hann minnti á að strax …

Lesa meira

Afdráttarlaus viðvörun Bidens til Pútíns

„Heimurinn mun líta á ykkur sem meiri úrhrök en nokkru sinni fyrr. Og það ræðst af verknaði ykkar hver viðbrögðin verða,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti um rússneska ráðamenn í þætti CBS-sjónvarpsstöðvarinnar 60 mínútur sem sýndur verður sunnudaginn 18. september. Hann bregst með þessum orðum við spurningum fréttamanns en áður varar …

Lesa meira