Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan birtist gamli Trump og öskraði, gelti og olli leiðindum í 64 mínútur,“ segir Zachary Basu á vefsíðunni Axios föstudaginn 19. júlí þegar hann lýsir hvernig honum leið undir ræðu Trumps á flokksþingi repúblikana eftir að …

Lesa meira

Ursula von der Leyen fagnar góðu endurkjöri

Ursula von der Leyen var endurkjörin forseti framkvæmdastjórnar ESB með góðum meirihluta atkvæða á ESB-þinginu fimmtudaginn 18. júlí. Hún þurfti 361 atkvæði af 720 á þinginu en fékk 401 atkvæði, 284 greiddu atkvæði gegn henni. Von der Leyen er í mið-hægri EPP-flokknum, stærsta þingflokknum, með 188 þingmenn. Hún naut stuðnings …

Lesa meira

Biden breytir um tón undir þrýstingi

Áfram er þrýst á Joe Biden Bandaríkjaforseta að draga sig í hlé og hætta við framboð til endurkjörs í kosningunum 5. nóvember nk. Forsetinn dvelst nú á heimili sínu í Delaware eftir að hann var greindur með COVID-19 miðvikudaginn 17. júlí. Áður en forsetinn hætti við kosningafundi vegna veikinda í …

Lesa meira

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og var Roberta Metsola frá Möltu endurkjörin forseti þingsins með miklum meirihluta. Hún var frambjóðandi mið-hægri þingflokksins, EPP. Nú eru tveir nýir þingflokkar komnir til sögunnar hægra megin við EPP: 25 manna þingflokkur undir heitinu Evrópa …

Lesa meira

Toppfundur NATO: Framtíð Úkraínu er innan NATO.

Fyrir viku beindist athygli að fundi ríkisoddvita NATO-þjóðanna í Washington (9.-11. júlí) og því sem þar yrði sagt um Úkraínu en Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sat hluta fundarins í Washington auk þess að ræða við einstaka fulltrúa á honum á tvíhliða fundum, þeirra á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hér verður greint …

Lesa meira

Nýbyggingar og endurnýjun húsakosts á Jan Mayen

Fasteignadeild norska hersins, Forsvarsbygg, stendur nú að endurnýjun húsakosts Norðmanna á Jan Mayen. Þar heldur norska netvarnastofnunin, sem starfar í umboði dómsmálaráðuneytisins, úti starfsemi með 15 hermönnum og tveimur veðurfræðingum. Stórfylkisforinginn Halvor Johansen, stjórnandi Cyberforsvaret, segir að það sé mjög brýnt að ráðast í þessar framkvæmdir til að tryggja viðveru …

Lesa meira

Skotið á Donald Trump á kosningafundi

Skotið var á Donald Trump, fyrrv. Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda repúblikana, á kosningafundi í bænum Butler í vesturhluta Pennsylvaniuríkis kl. 18.15 að staðartíma laugardaginn 13. júlí. Skotið særði forsetann á hægra eyra. Launmorðinginn lá á húsþaki um 120 m frá ræðupúlti forsetans. Hann notaði hálfsjálfvirkan bandarískan riffil, A-15, til árásarinnar. Riffillinn, …

Lesa meira

Kínverskir hermenn við æfingar við Pólland – Belarús verður aðildarríki SCO

Kínverskir hermenn taka nú þátt í sameiginlegum æfingum með hermönnum Belarús við landamæri Úkraínu og Póllands. Um er að ræða æfingu á gagnaðgerðum gegn hryðjuverkamönnum á Brestskíj-æfingasvæðinu við úkraínsku og pólsku landamærin. Varnarmálaráðuneyti Belarús skýrði frá æfingunum í tilkynningu mánudaginn 8. júlí. Brestskíj-æfingasvæðið er í 2,8 km fjarlægð frá landamærum …

Lesa meira

Toppfundur NATO ákyktar afdráttarlaust um Kína

Athygli vekur hve afdráttarlaust er kveðið að orði í gagnrýni á Alþýðulýðveldið Kína (ALK) í ályktun ríkisoddvitafundar NATO í Washington 10. júlí 2024. Þar segir að yfirlýst markmið þvingunarstefnu ALK ögri enn hagsmunum, öryggi og gildum NATO-ríkjanna. Dýpra strategískt samstarf milli Rússlands og ALK og samstilltar tilraunir stjórnvalda þeirra til …

Lesa meira

NATO-toppfundur: Úkraínumenn fá loftvarnakerfi – Stoltenberg fær frelsisorðu

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ræðu á 75 ára afmælisfundi NATO í Washington þriðjudaginn 9. júlí að Úkraína fengi fimm strategísk loftvarnakerfi að gjöf frá NATO-ríkjum. Fundurinn var settur í Mellon Auditorium, sama salnum og ritað var undir stofnskrá Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) 4. apríl 1949. Stjórnin í Kyiv hefur lengi óskað …

Lesa meira