fbpx

Bretar opnuðu Áströlum leið til Washington

Franski Evrópumálaráðherrann og ýmsir franskir fjölmiðlamenn ráðast harkalega á bresku ríkisstjórnina fyrir „tækifærismennsku“ og segja hana  „boðflennu“ með því að viðra sig upp við Bandaríkjamenn og þykjast gjaldgeng í nýtt varnarsamstarf með þeim og Áströlum, AUKUS. The New York Times (NYT) dregur upp aðra mynd af Bretum og hlut þeirra …

Lesa meira

Uppnám í París vegna samningsrofa Ástrala um kafbáta

Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti fimmtudaginn 16. september að hún ætlaði að slíta samningi sem hún gerði við frönsku ríkisstjórnina árið 2016 um smíði flota af dísel-knúnum kafbátum í Frakklandi. Þess í stað yrði samið um smíði á að minnsta kosti átta kjarnorkuknúnum kafbátum þar sem nýtt er bandarísk og bresk hátækni. …

Lesa meira

Torséðu þoturnar aftur á heimavelli í Missouri

B-2 Spirit þota á Keflavíkurflugvelli. Þrjár torséðar bandarískar sprengjuþotur af gerðinn B-2 Spirit sneru aftur til heimavallar, Whiteman Air Force Base í Missouri, miðvikudaginn 15. september eftir að hafa verið við æfingar á Keflavíkurflugvelli síðan 23. ágúst. Um er að vélar frá 509th Bomb Wing og yfirgáfu þær Ísland laugardaginn …

Lesa meira

Stórheræfing Rússa og Hvít-Rússa vekur spennu

Um þessar mundir eru allt að 200.000 hermenn, 80 herflugvélar, um 760 bryndrekar og 15 herskip á æfingum við Hvíta-Rússlands og hólmlendu Rússa við Eystrasalt, Kaliningrad. Rússneskir hershöfðingjar segja að í æfingunum felist skilaboð sem ekki sé unnt að misskilja. „Ég tel víst að við munum með æfingunni Zapad-2021enn á …

Lesa meira

Pólland: Spenna magnast gegn Hvíta-Rússlandi

Pólsks þingið hefur samþykkt neyðarlög með heimildum um herta vörslu á landamærunum gagnvart Hvíta-Rússlandi vegna straums farandfólks þaðan og yfirvofandi heræfinga Hvít-Rússa undir forystu Rússa. Sett er bann við fjölmennum samkomum og þá gilda ferðatakmarkanir í 30 daga í nágrenni landamæranna. Íbúar um 200 bæja í innan við 3 km …

Lesa meira

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki kínverska fyrirtækinu Huawei. Ætlunin er að innleiðingu kerfisins verði lokið 2023. Vegna sameiginlegra tilrauna Huawei og Føroya Tele í júní 2019 á 5G-farkerfinu var talið hugsanlegt að færeyska fyrirtækið mundi eiga þessi viðskipti við Kínverjana. …

Lesa meira

Danski herinn lengir viðveru eftirlits- og leitarvélar á Grænlandi

Um langt árabil hefur Challenger CL604-flugvél á vegum danska hersins staðið tilbúin til útkalls á Kangerlussuaq-flugvelli í Grænlandi í kringum 220 daga á ári. Nú verður vélin mönnuð til aðgerða allan sólarhringinn alla daga ársins. Þetta segir í frétt grænlenska útvarpsins KNR fimmtudaginn 5. ágúst með vísan til vefsíðu danska …

Lesa meira

Árlegar heræfingar Rússa hefjast í vestri – skotæfingar á Kólaskaga

Árlegar heræfingar við vestur landamæri Rússlands, Zapad-2021 hefjast um þessar mundir. Í norðri taka meira en 10.000 liðsmenn undir stjórn Norðurflota Rússlands þátt í æfingunum á sjó, landi og í lofti. Fimmtudaginn 5. ágúst sagði norska vefsíðan Barents Observer að skotæfingar hefðu verið aðeins 20 km fyrir austan landamæri Noregs …

Lesa meira

Spenna vegna dróna-árásar í ísraelskt olíuskip

Dróna-árás var gerð á olíuskipið MT Mercer Street undan strönd Óman á Arabíuskaga fimmtudaginn 29. júlí. Zodiac Maritime gerir skipið út en eigandi útgerðarinnar er Eyal Ofer, milljarðamæringur í Ísrael. Breskur öryggisvörður og rúmenskur skipverji féllu í árásinni. Ísraelsk stjórnvöld saka Íransher um árásina. Bretar og Bandaríkjamenn taka undir þá …

Lesa meira

Öflugur rússneskur herfloti æfir milli Íslands og Noregs

Aldrei fyrr í sögunni hefur svo öflugur floti herskÖipa úr rússneska Norðurflotanum verið á Eystrasalti. Skipin leggja nú af stað í siglingu vestur og norður fyrir Skandinaviuskaga til heimahafna á norðurströnd Rússlands við Barentshaf. Í flotanum verða þrír kjarnorkuknúnir kafbátar, einn dísilkafbátur, freigáta, stórt gagn-kafbáta skip, flugskeyta beitiskip, stórt landgönguskip …

Lesa meira