Home / Viðburðir Varðbergs / Hauststarf Varðbergs: Fundur og þrjár ráðstefnur – 10 ár frá brottför varnarliðsins

Hauststarf Varðbergs: Fundur og þrjár ráðstefnur – 10 ár frá brottför varnarliðsins

 

apple-icon-120x120

Tíu ár frá brottför varnarliðsins

Í tilefni af því að í september 2016 eru 10 ár liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi boðar Varðberg til fundar og þriggja ráðstefna um öryggis- og varnarmál haustið 2016.

 

Fundur:

NATO OG MIKILVÆGI GIUK-HLIÐSINS

föstudaginn 23. september kl. 12.00 til 13.00

í Safnahúsinu við Hverfisgötu

ræðumaður:

Clive Johnstone flotaforingi,

yfirmaður sameiginlegrar flotastjórnar NATO.

 

Ráðstefnurnar:

 

NÝIR TÍMAR Í ÖRYGGISMÁLUM NORÐUR EVRÓPU

 

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og NEXUS, rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála, boða til þriggja ráðstefna haustið 2016 í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

 

 • Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála
 • Nýjar áherslur Norðurlandanna í varnarmálum.
 • Endurmat á hernaðarlegu vægi Íslands og nágrennis

Fyrirlesarar eru flestir erlendir og verða ráðstefnurnar á ensku. Þær verða í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu fimmtudagana 6. október, 27. október og 17. nóvember frá kl. 14.00 til 17.00

 

 1. ráðstefna. 6. október 2016. 

BROTTFÖR VARNARLIÐSINS – ÞRÓUN VARNARMÁLA

Utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir: Setningarávarp

 1. Robert Loftis, prófessor, aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar í varnarmálaviðræðum stjórnvalda Bandaríkjanna og Íslands 2005-2006.
 2. Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá NATO.
 3. Ojārs Ēriks Kalniņš, formaður utanríkismálanefndar lettneska þingsins.
 4. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
 1. ráðstefna. 27. október 2016.

NÝJAR ÁHERSLUR NORÐURLANDANNA Í VARNARMÁLUM

 1. Sten Rynning, yfirmaður stríðsrannsóknadeildar (Center for War Studies) í Suður danska háskólanum.
 2. Anna Wieslander, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri sænsku alþjóðamálastofnunarinnar.
 3. Charly Salonius-Pasternak, fræðimaður hjá finnsku alþjóðamálastofnuninni.
 4. Svein Efjestad, yfirmaður stefnumótunardeildar í norska varnarmálaráðuneytinu.
 1. ráðstefna. 17. nóvember 2016

ENDURMAT Á HERNAÐARLEGU VÆGI ÍSLANDS OG NÁGRENNIS

 1. Jonatan Vseviov, ráðuneytisstjóri í varnarmálaráðuneyti Eistlands.
 2. Simon Harden, hermálasérfræðingur hjá NATO.
 3. Rolf Tamnes, prófessor við Rannsóknarstofnun norska hersins í varnarmálum.
 4. Magnus Nordenman, verkefnisstjóri rannsókna á öryggi Evrópu og Ameríku hjá Atlantic Council í Washington.

 

Að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður.  Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, formaður Varðbergs er ráðstefnustjóri.

 

 

Skoða einnig

Upptaka frá Varðbergsfundi með Clive Johnstone flotaforingja

Hér má sjá upptöku frá Varðbergsfundinum með Clive Johnstone flotaforingja, yfirmanni flotamála hjá NATO. Fundurinn …