fbpx
Home / Viðburðir Varðbergs / Alræðishugarfar fjöldamorðingjans Breiviks

Alræðishugarfar fjöldamorðingjans Breiviks

Hádegisfundur: Alræðishugarfar fjöldamorðingjans Breiviks

Varðberg og Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt (RNH) boða til hádegisfundar föstudaginn 21. september kl. 12-13 á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, í stofu HT-102.

Norski prófessorinn Øystein Sørensen ræðir um alræðishugarfar fjöldamorðingjans Anders Behrings Breiviks.

Øystein Sørensen fæddist 1954 í Noregi. Hann lauk kandídatsprófi og síðar doktorsprófi í sagnfræði og er prófessor í sagnfræði í Oslóarháskóla. Hann hefur samið ævisögur Friðþjófs Nansens og Bjørnstjernes Bjørnsons og skrifað margt um vaknandi þjóðarvitund Norðmanna á 19. öld og margvísleg önnur efni, þar á meðal ýmsar samsæriskenningar um sögulega framvindu.

Hann gaf 2010 út bókina Drømmen om de fullkomne samfunn (Drauminn um hið fullkomna skipulag), þar sem hann gagnrýndi alræðisstefnu, fasisma, nasisma, kommúnisma og íslamisma. Hann ritstýrði ásamt öðrum greinasafninu Ideologi og terror: totalitære ideer og regimer (Hugmyndafræði og hryðjuverk: alræðisstefnur og stjórnskipulag) 2011.

Nýjasta verk hans er ritgerð um alræðishugarfar fjöldamorðingjans Anders Breiviks.

Skoða einnig

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins …