Rússneskar „falsfréttir“ – skapa þjóðum okkar hættu

Claus Hjort Frederiksen og Peter Hultqvist.

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, og Claus Hjort Frederiksen, varnarmálaráðherra Danmerkur, birtu sameiginlega grein í svænska dagblaðinu Aftonbladet, 30. ágúst 2017. Hún birtist hér í lauslegri þýðingu.   Samskipti Svía og Dana hafa orðið sífellt nánari og má þakka það Eyrarsundsbrúnni. Þetta á þó ekki aðeins við um þá sem búa …

Lesa meira

Danske Bank sætir ámæli fyrir peningaþvætti valdamanna í Azerbaijdsan

33338

Danske Bank sætir þungu ámæli fyrir hlutdeild sína í peningaþvætti fyrir stjórnarherrana í Azerbajdsan. Berlingske Tidende birti þriðjudaginn 5. september frétt um að þessi stærsti banki Dana hefði árum saman leyft hindrunarlausar færslur á fé frá Azerbajdsan um útibú bankans í Eistlandi inn á reikninga fjögurra fyrirtækja í Bretlandi, alls …

Lesa meira

Múrmansk: Ný herflotaskóli settur við upphaf kennsluárs

Nemendur í rússneska flotaskólanum eru 12 ára eða eldri.

Við upphaf skólaársins í Rússlandi, föstudaginn 1. september, tók nýr skóli til starfa í Múrmansk á norðurströnd Rússlands, við Kóla-skagann, skammt frá landamærum Noregs. Yfirmaður rússneska herflotans, Vladimir Koroljov, setti skólann, nýja Nakhimov flotaskólann. Við hlið hans voru aðrir háttsettir menn flotans en fyrir framan þá stóðu fyrstu nemendur skólans, …

Lesa meira

Vígamenn frá Sýrlandi leika lausum hala í Þýskalandi

Sýrlenskt og þýskt vegabréf.

Frá því er sagt í Der Spiegel laugardaginn 2. september að tugir vígamanna frá hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi  hafi sótt um hæli í Þýskaland. Í fréttinni segir að þýsk öryggisyfirvöld hafi stofnað sérsveit til að glíma við vígamennina. Talið er að tæplega 60 fyrrverandi vígamenn frá Sýrlandi í hópi sem tengdist …

Lesa meira

Óupplýst, dularfull höfuðveikindi bandarískra sendiráðsmanna á Kúbu

Bandaríska sendiráðsbyggingin í Havana.

Margir bandarískir stjórnarerindrekar sem starfað hafa í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu glíma við varanlega heyrnarskerðingu og heilahristing segir í tilkynningu starfsmannafélags þeirra, American Foreign Service Association (AFSA), föstudaginn 1. september. Sama dag og tilkynningin birtist sagði bandaríska utanríkisráðuneytið að fjöldi þeirra starfsmanna á Kúbu sem glímdu við þennan …

Lesa meira

Þýskir fjölmiðlar segja NATO íhuga leiðir gegn kjarnorkuherafla Rússa

Rússneskar eldflaugar af Buk-gerð.

Rússneskar eldflaugar af Buk-gerð. Rússar ætla að brjóta samning um meðaldrægar kjarnorkueldflaugar sem gerður var í kalda stríðinu. Þýskir fjölmiðlar segja frá því að innan NATO velti menn fyrir sér til hvaða ráða eigi að taka vegna þessa. Kemur fram að innan bandalagsins hafi verið unnin trúnaðarskýrsla þar sem nefnd …

Lesa meira

Mattis varkárari gagnvart N-Kóreu en Trump

Donald Trump og Jim Mattis.

  Vegna spennunnar sem skapast hefur eftir ítrekuð eldflaugaskot Norður-Kóreumanna binda menn vonir við að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, haldi um alla þræði innan bandaríska stjórnkerfisins en ekki komi til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti fari einn og sjálfur að semja um kjarnorkupsrengjur við Kim Jong-un, harðstjóra í Norður-Kóreu. Frauke …

Lesa meira

Statoil fann enga olíu á nyrsta rannsóknarsvæðinu í Barentshafi

Map of the Korpfjell discovery

Norska ríkisolíufélagið Statoil fann ekki olíu á nyrsta rannsóknarsvæði sínu, Korpfjell, í Barentshafi. Félagið segir að þetta hafi verið „mikilvægasta könnunarhola þess í ár“ á norska landgrunninu. Hlutabréf í félaginu lækkuðu um rúmlega 1,5% þriðjudaginn 29. ágúst eftir að tilkynningin um að engin olía hefði fundist birtist. Hlutabréfaverðið hækkaði þó …

Lesa meira

Finnar stoltir af framgöngu forseta síns í Hvíta húsinu

Sauli Niinistö og Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

    Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í Washington DC mánudaginn 28. ágúst. Í frásögn finnska ríkisútvarpsins YLE þriðjudaginn 29. ágúst af fréttum finnskra blaða um fund forsetanna segir að það sé almennt niðurstaða blaðamannanna að finnski forsetin hafi staðið sig prýðilega og …

Lesa meira

Hæstsettu embættismenn Trumps veita honum ofanígjöf

Jim Mattis og Rex Tillerson.

Um helgina tóku tveir af hæstsettu embættismönnum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta þannig til orða í fjölmiðlum að það hefur gefið gagnrýnendum forsetans tilefni til að velta fyrir sér hvort menn í innsta hring forsetans ætli jafnvel að segja skilið við hann. Í fréttaskýringu í The Washington Post (WP) mánudaginn 28. ágúst …

Lesa meira