Langt í land innan ESB við mótun sameiginlegrar öryggisstefnu

Einkennismerki sameiginlegs hers innan ESB.

Á öryggisráðstefnunni í München sem lauk sunnudaginn 18. febrúar lýstu háttsettir fulltrúar margra Evrópuríkja nauðsyn þess að mótuð yrði sameiginleg stefna ESB í öryggismálum. Kynntu þeir tillögur um hvernig tryggja mætti öryggi sambandsins í heimi þar sem öryggisleysi eykst. Lewis Sanders, sérfræðingur þýsku fréttastofunnar DW, segir að fjöldi tillagnanna veki …

Lesa meira

Rússar ákærðir fyrir undirróður í Bandaríkjunum – blaður segir Lavrov

Rod. J. Rosenstein, varadómsmálaráðherra.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti föstudaginn 16. febrúar ákæru á hendur 13 Rússum og þremur fyrirtækjum fyrir að hafa beitt þaulhugsuðum aðferðum til að hafa áhrif á bandarísku kosningabaráttuna árið 2016 og til stuðnings við baráttu Donalds Trumps. Leiðin lá frá skrifstofu í St. Pétursborg í Rússlandi til samfélagsmiðla í Bandaríkjunum og …

Lesa meira

Ritari Þjóðaröryggisráðs: Vegna hnattvæðingarinnar og nettækninnar eru ógnirnar orðnar samþættari

Þórunn J. Hafstein, ritari Þjóðaröyggisráðs, flytur erindi sitt á fundi Varðbergs. Ljósm. Kristinn Valdimarsson.

„Samfélagið tekur örum breytingum, m.a. vegna tækniþróunar, loftlagsbreytinga, alþjóðavæðingar og þróunar í alþjóðastjórnmálum.  Skilningur á ýmsum þáttum sem hafa áhrif öryggi er í stöðugri þróun. Við lifum á  umbrotatímum  sem krefjast  í mörgum tilvikum endurmats á viðteknum hugmyndum og sjónarmiðum í öryggismálum,“ sagði Þórunn J. Hafstein, ritari Þjóðaröryggisráðs, á hádegisfundi …

Lesa meira

Ischinger segir heiminn ekki hafa verið nær styrjöld síðan 1991

Wolfgang Ischinger

Wolfgang Ischinger, forstöðumaður München-öryggisráðstefnunnar, sagði föstudaginn 16. febrúar að styrjaldarógnin í heiminum væri nú meiri en nokkru sinni síðan árið 1991. Í samtali við DW-fréttastofuna þýsku sagði Ischinger: „Ég hef áhyggjur; ég tel ástand öryggismála í heiminum sé óstöðugra núna en nokkru sinni frá falli Sovétríkjanna.“ Hann nefndi nokkur atriði …

Lesa meira

Kínverska risasímafélaginu Huawei haldið frá Bandaríkjamarkaði

huawei

Fjarskipta- og tölvurisinn Huawei vill ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði. Bandarískar leyniþjónustustofnanir vara hins vegar við að það gerist. Stofnanirnar hafa lagst gegn notkun á snjallsímum, tölvum og netbúnaði frá kínverska fyrirtækinu. Þetta kom fram á fundi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, leyniþjónustunnar CIA, þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA og þriggja annarra stofnana á fundi með …

Lesa meira

NATO: Varnarmálaráðherrar stofna Atlantshafsherstjórn

Frá varnarmálaráðherrafundinum: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,

  Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna lauk fimmtudaginn 15. febrúar. Fundurinn snerist um breytingu á herstjórnaskipulagi bandalagsins, skiptingu útgjalda og viðleitni NATO til að stuðla að stöðugleika utan landamæra aðildarlandanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Ráðherrarnir tóku miðvikudaginn 14. febrúar ákvarðanir um að endurnýja herstjórnaskipulag NATO …

Lesa meira

NATO: styrkleikahalli gagnvart Rússum við Eystrasalt

wwiii

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna sitja reglulegan fund sinn í Brussel miðvikudaginn 14. og fimmtudaginn 15. febrúar. Ráðherrarnir ræða meðal annars framkvæmd stefnu sem kennd er við CCC á ensku: Cash, Contribution, Capabilities – fjármagn, framlag, framkvæmd. Gerð er grein fyrir útgjöldum til varnarmála, framlagi einstakra NATO-ríkja til NATO-verkefna og framkvæmd ákvarðana einkum …

Lesa meira

Martin Schulz segir af sér sem leiðtogi SPD

Martin Schulz.

  Martin Schulz tilkynnti þriðjudaginn 13. febrúar að hann segði tafarlaust af sér sem leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD). „Með afsögn minni og ákvörðun um að taka ekki setu í ríkisstjórninni vil ég binda enda á umræður um menn í SPD svoa að flokksmenn geti beint allri athygli sinni að stjórnarsáttmálanum.“ …

Lesa meira

Mikheil Saakashvili rekinn frá Úkraínu til Póllands

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu.

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu, hefur verið fluttur með valdi frá Úkraínu til Póllands. Landamæragæsla Úkraínu sagði mánudaginn 12. febrúar að hann hefði dvalist ólöglega í landinu og komið án lögmætra skilríkja frá Póllandi og þess vegna væri honum brottvísað þangað.  Lögfræðingur Saakashvilis líkti brottflutningnum við „mannrán“. Forsetinn fyrrverandi fékk …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Hollands fór rangt með hlut sinn í fundi með Pútín

Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands,

Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, viðurkenndi mánudaginn 12. febrúar, áður en hann hélt til fundar í Moskvu, að hann hefði sagt ósatt um þátttöku í umdeildum fundi með Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Zijlstra (49 ára) varð utanríkisráðherra í október 2017. Hann sagðist hafa hitt Pútín með fleirum á sveitasetri forsetans árið …

Lesa meira