Donald Trump telur til bóta fyrir Bandaríkin njóti hann velvildar Pútíns

Donald Trump á blaðamannafundinum 11. janúar 2017.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt fyrsta blaðamannafund sinn í tæpa sex mánuði miðvikudaginn 11. janúar. Hann sagðist telja að Rússar hefðu staðið að baki tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar. Hann sagði að hann mundu „alfarið“ fela sonum sínum fyrirtæki sín og viðskipti. Þegar Trump var spurður um njósnahneyksli tengd …

Lesa meira

Svíþjóð: Forsætisráðherrann útilokar ekki tölvuárás Rússa í kosningum

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á öryggismálaráðstefnunni Folk och Försvar sunnudaginn 8. janúar að ekki væri „unnt að útiloka“ að Rússar reyndu að hafa áhrif á kosningar í Svíþjóð. Ráðherrann flutti ræðu á árlegri ráðstefnu um sænsk öryggismál sem haldin er í Sälen, vinsælum skíðabæ í Dalarna í Svíþjóð. Sænska ríkisstjórnin hefur í nýrri þjóðaröryggisstefnu sinni skilgreint tölvuárásir …

Lesa meira

Trump „fellst á“ að Rússar voru að verki segir liðsstjóri hans

Chris Wallace, þáttarstjórnandi Fox, og Reince Priebus, liðsstjóri Trumps.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, „fellst á“ niðurstöðu öryggis- og leyniþjónustustofnana um að Rússar hafi stundað tölvuárásir í forsetakosningabaráttunni árið 2016 segir, verðandi liðsstjóri forsetans. Priebus lét þessi orð falla í þættinum Fox News on Sunday 8. janúar. Varð hann fyrstur nánustu samstarfsmanna forsetans verðandi til að viðurkenna að Rússar …

Lesa meira

Þriðja bandaríska stórfylkið kemur til Evrópu

Bandarísk hergögn í Bremerhaven.

Hundruðum bandarískra skriðdreka og farartækja sem tengjast brynvörðu stórfylki hefur verið landað í Þýskalandi á leið til Póllands. Þarna er um að ræða þriðja bandaríska stórfylkið í Evrópu sem sent er yfir Atlantshaf til að staðfesta skuldbindingar Bandaríkjamanna á austurvæng NATO. Unnið var að losun bandarískra herflutningaskipa sunnudaginn 8. desember …

Lesa meira

Trump segir þá heimskingja eða fífl sem vilji ekki góð samskipti við Rússa

_93307860_036427663-1

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, birti nokkrar færslur á Twitter laugardaginn 7. janúar, daginn eftir að hann sat fund með forstjórum öryggis- og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um tölvuárásir Rússa í forsetakosningunum. Hann sagði þá sem vildu ekki góð samskipti við Rússa „heimskingja eða fífl“. Trump sagðist ætla að vinna með Rússum …

Lesa meira

Bandaríkin: Öllum pólitískt skipuðum sendiherrum ber undantekningarlaust að hætta 20. janúar

Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann var settur í embætti fyrir tveimur árum 8. janúar 2015 og hættir nú.

  Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gefið fyrirmæli um að allir sendiherrar Bandaríkjanna sem eru pólitískt skipaðir skuli yfirgefa stöður sínar erlendis  20. janúar 2017 þegar Trump verður settur í forsetaembættið. Frá þessu var skýrt í The New York Times (NYT) fimmtudaginn 5. janúar. Segir blaðið þessa ákvörðun brjóta …

Lesa meira

Trump viðurkennir að líklega hafi Rússar stundað tölvuárásir vegna forsetakosninganna

  Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi eftir fund með forstjórum öryggis- og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna föstudaginn 6. janúar að Rússar hefðu líklega staðið að tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar síðsumars 2016 án þess að hafa ráðskast með úrslitn. Niðurstaða forstjóra stofnananna er að Vladimír Pútín Rússlandaforseti hafi „gefið fyrirmæli …

Lesa meira

CNN: Trump vill að Bandaríkjaþing veiti fé til að reisa Mexíkó-múrinn – kosningaloforð að engu orðið

Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.

  Fullyrt er af CNN-sjónvarpsstöðinni að Donald Trump búi sig undir að svíkja kosningaloforðið sem vakti hvað mesta athygli í kosningabaráttu hans: að láta Mexíkana borga fyrir múrinn sem á að koma í veg fyrir að fólk komist ólöglega frá Mexíkó inn í Bandaríkin. Í frétt CNN kemur fram að …

Lesa meira

Sviss: Vopnsala til sjálfsvarnar eykst vegna öryggisleysis almennings

Vopnaverslun í Sviss.

Svisslendingum sem sóttu um byssuleyfi fjölgaði á árinu 2016. Stjórnvöld í kantónum landsins birta tölur um þessar umsóknir og hefur þeim fjölgað alls staðar þar sem tölur höfðu verið birtar miðvikudaginn 4. janúar. Í kantónunum Glarus, Solothurn og Thurgau fjölgaði umsóknum um byssuleyfi um 30% og var þeim næstum öllum …

Lesa meira

Hryðjuverkamaðurinn frá Berlín fór vopnaður skammbyssum um Brussel til Mílanó

Skammbyssa Anis Amris.

Anis Amri sem talið er að hafi framið hryðjuverkið á jólamarkaðnum í Berlín 19. desember bar á flóttaferð sinni til Mílanó sömu byssuna og notuð var til að drepa pólskan bílstjóra vöruflutningabílsins í Berlín. Notaði Amri byssuna og særði lögreglumann á brautarstöð í úthverfi Mílanó. Við svo búið felldi annar …

Lesa meira