Pólska ríksstjórnin mildari í garð Breta innan ESB fái hún NATO-herstöðvar

Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands.

Reuters-fréttastofan hafði eftir Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, sunnudaginn 3. janúar að Pólverjar kynnu að sætta sig við þá málamiðlun að Bretar fengju að skerða réttindi ESB-farandfólks í Bretlandi ef breska ríkisstjórnin beitti sér fyrir að NATO héldi úti herafla í Mið-Evrópu. Eftir að fréttin birtist sendi pólska utanríkisráðuneytið frá sér …

Lesa meira

Handbók fyrir stríðsmenn RÍ til sigurs í Evrópu

Stríðsmenn Ríkis íslams

Á vefsíðu þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung birtist laugardaginn 2. janúar grein eftir Rainer Hermann þar sem hann greinir frá handbók Ríkis íslams um hvernig haga beri stríðsátökum við kristna menn og flytja þau til Evrópu. Greinin birtist hér í lauslegri þýðingu: Rafbókin er 71 síða og hefst á setningu …

Lesa meira

Finnskt skipafélag krefst vegabréfsáritunar af ferjufarþegum frá Þýskalandi

Ferja frá Finnlines

Í Hufvudstadsbladet í Finnlandi segir frá því laugardaginn 2. janúar að útgerð Finnlines-skipafélagsins hafi ákveðið að krefjast framvísunar skilríkja af þeim sem fara um borð í skip félagsins í Travermünde í Þýskalandi. Enginn fái að stíga um borð án þess að sýna vegabréf, persónuskilríki með mynd, vegabréfsáritun, búsetuheimild eða annað …

Lesa meira

Pútín staðfestir hörkulegri þjóðaröryggisstefnu

Vladimír Pútín

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur staðfest nýja þjóðaröryggisstefnu Rússlands þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að reyna að „þrengja að“ Rússum með því að beita „stjórnmálalegum, efnahagslegum, hernaðarlegum og miðlunarlegum þrýstingi“, ráðamönnum í Washington er einnig kennt um stríðið í Úkraínu. Um er að ræða 40 blaðsíðna stefnuskjal sem Pútín staðfesti …

Lesa meira

Nýársnótt: Mikill viðbúnaður í stórborgum af ótta við hryðjuverk

Paris

Mikill viðbúnaður er víða um heim af ótta við hryðjuverk á nýársnótt. París: Um 11.000 manns verða við öryggisgæslu í höfuðborg Frakklands þar sem lýst var yfir þriggja mánaða neyðarástandi eftir hryðjuverkin í borginni 13. nóvember 2015. Ekki verða neinar flugeldasýningar í París en mannfjölda verður leyft að koma saman …

Lesa meira

Danir búa sig undir afleiðingar hertrar landamæravörslu Svía

Silvy Listhaug, nýr útlendingamálaráðherra Noregs.

Hvarvetna á Norðurlöndunum utan Íslands hefur gæsla á landamærum verið endurskipulögð með það fyrir augum að beina hælisleitendum sem ekki sýna fram á augljósan rétt til að mál þeirra séu skoðuð sérstaklega frá löndunum. Þetta eykur álag á lögreglu sem annast gæslu landamæra. Sylvi Listhaug sem fyrir tæpum tveimur vikum …

Lesa meira

Belgíska lögreglan handtók menn grunaða um hryðjuverkaáform í Brussel

Lögregluaðgerðir í Brussel.

Belgíska lögreglan handtók þriðjudaginn 29. desember í Brussel tvo menn sem grunaðir eru um að undirbúa árás í borginni að kvöldi gamlársdags 31. desember eða á nýársdag 1. janúar 2016. Saksóknari sagði rannsókn lögreglu hafa leitt í ljós „áform um alvarlegar árásir á ýmsa táknræna staði“. Mennirnir voru handteknir eftir …

Lesa meira

Olíuverð verður lágt á árinu 2016

Olíuverð 36,96 USD 28. desember 2015.

  Frakkar fögnuðu því um jólin að verð á lítra af diesel-olíu fór víða niður fyrir 1 evru (142 kr.) í fyrsta sinn síðan sumarið 2009. Hér er verð á lítra af diesel 178,7 kr. hjá N1 þriðjudaginn 29. desember. Í Le Monde er 29. desember talið að eldsneytisverð í …

Lesa meira

Þýskir ráðamenn gagnrýna Grikki fyrir lélega landamæravörslu

Drengur á flótta veifar þýskum fána við hlið landamæravarða.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði við Bild am Sonntag  27. desember að Grikkir yrðu að taka sig á við gæslu landamæra sinna. Þá hefðu grísk yfirvöld árum saman haft að engu reglur um að hælisleitendur ættu að senda inn umsókn um hælisvist í fyrsta Schengen-ríkinu á ferð sinni. Ráðherrann minnti …

Lesa meira

Austurríki: Lögregla varar við hugsanlegri árás milli jóla og nýárs

Austurríska lögreglan.

Lögreglan í Vínarborg sagði laugardaginn 26. desember að „vinveitt“ leyniþjónusta hefði sent frá sér viðvörun til yfirvalda í nokkrum evrópskum höfuðborgum um að hugsanlega yrði gerð árás í þeim með skotvopnum eða sprengjum dagana milli jóla og nýars. Hefur lögregla víðsvegar um álfuna hert aðgæslu sína vegna þessa. „Nokkur nöfn …

Lesa meira