Forstjóri þýsku leyniþjónustunnar varar við ógn af hervæðingu Rússa

Bruno Kahl, forstjóri þýsku leyniþjónustunnar, BND.

Bruno Kahl, forstjóri BND, þýsku leyniþjónustunnar, sagði í ræðu á þingi sagnfræðinga á vegum Hanns Seidel stofnunarinnar í München miðvikudaginn 15. nóvember að frekar bæri að líta þannig á Rússa að þeir væru „hugsanlegir ógnvaldar“ en samstarfsaðilar í þágu evrópsks öryggis. Hann sagði að viðbragðsstig rússneska hersins væri hærra en …

Lesa meira

Theresa May tekur Pútín á beinið og krefst nýrrar stefnu Rússa

Theresa May flytur ræðuna í Guildhall.

    Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndi Rússa og Vladimir Pútin, forseta Rússlands, harðar en nokkru sinni fyrr í ræðu sem hún flutti í árlegum hátíðarkvöldverði borgarstjóra City of London (Lord Mayor og the City of London) í Guildhall mánudaginn 13. nóvember. Í kafla ræðunnar sem snerist um utanríkis- og …

Lesa meira

Mannréttindasamtök gagnrýna ofsóknir Rússa gegn Krím-Töturum

Tatara-kona á Krím.

  Rússnesk yfirvöld á Krímskaga hafa hert ofsóknir gegn Krím-Töturum sem búa þar. Beitt hefur verið alls kyns tylliástæðum í því augljósa skyni að kæfa allt andóf á skaganum, segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, HRW, sem birt var þriðjudaginn 14. nóvember. Krím-Tatarar eru múslímskur minnihlutahópur sem á heimkynni …

Lesa meira

ESB-ríkin efla samvinnu sína í varnarmálum

Jens Stoltenberg og Frederica Mogherini í fundarsal ESB-ráðherra.

Ráðherrar 23 af 28 aðildarríkjum ESB hafa skrifað undir áætlun um meiri samvinnu í varnarmálum innan sambandsins en til þessa. Áætlunin miðar að því að samhæfa herafla landanna og kaup þeirra á hergögnum. Fimm ríki: Bretland, Danmörk, Írland, Malta og Portúgal standa utan samstarfsins. Þetta var tilkynnt eftir fund utanríkisráðherra …

Lesa meira

Trump dregur í land – sætir harðri gagnrýn njósnaforingja

Forsetar Bandaríkjanna og Víetnam í Hanoi.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði laugardaginn 11. nóvember í flugvél á leiðinni frá Danang í Víetnam til höfuðborgarinnar Hanoi að hann tryði Vladimír Pútín Rússlandsforseta þegar hann segðist ekki hafa blandað sér í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á árinu 2016. Sunnudaginn 12. nóvember var Trump í Hanoi á blaðamannafundi með Tran Dai …

Lesa meira

Trump segir að Pútín harðneiti að hafa blandað sér í bandaríska kosningabaráttu

Doanld Trump og Vladimir Pútin á leiðtogafundi APEC-ríkjanna í Víetnam.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði laugardaginn 11. nóvember að sér þætti Vladimír Pútín Rússlandsforseti einlægur þegar hann neitaði hvað eftir annað að hafa skipt sér af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þá sagði hann að rannsóknir á afskiptum stjórnvalda í Moskvu af kosningunum væru dæmi um pólitíska aðför sem hindraði samvinnu við …

Lesa meira

Spænska stjórnin segir tölvuþrjóta frá Rússlandi og Venesúela blanda sér í Katalóníu-deiluna

Íñigo Méndez de Vigo, upplýsingafulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnarþ

Íñigo Méndez de Vigo, upplýsingafulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar, og María Dolores de Cospedal, varnarmálaráðherra Spánar, staðfestu að loknum ríkisstjórnarfundi í Madrid föstudaginn 10. nóvember að tölvuþrjótar frá Rússlandi og Venesúela hefðu blandað sér í ástandið í Katalóníu. Málið yrði lagt fyrir fund utanríkisráðherra ESB-ríkjanna mánudaginn 13. nóvember. „Þetta er alvarlegt mál …

Lesa meira

Varnarmálaráðherrar NATO ákveða að koma á fót Atlantshafsherstjórn

Frá fundi varnarmálaráðherra NATO-rikjanna 8. nóvember 2017.

  Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna hafa samþykkt að komið verði á fót tveimur nýjum herstjórnum annars vegar til að gæta samgönguleiða yfir Atlantshaf, frá Norður-Ameríku til Evrópu, og hins vegar til að skipuleggja flutning hermanna og hergagna innan Evrópu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, skýrði frá ákvörðun ráðherranna miðvikudaginn 8. nóvember eftir fyrri …

Lesa meira

Bylting að ofan í Sádi-Arabíu

Muhammad bin Salman, krónprins í Sádi-A

  Sohrab Ahmari er fyrrverandi blaðamaður á The Wall Street Journal. Hann starfar nú við tímaritið Commentary og skrifar meðal annars um málefni Mið-Austurlanda en hann fæddist í Teheran, höfuðborg Írans, og fluttist þaðan 13 ára til Bandaríkjanna með foreldrum sínum. Mikið umrót er nú á öllum sviðum í Sádí-Arabíu …

Lesa meira

NATO: Tillaga um Norður-Atlantshafsherstjórn fyrir varnarmálaráðherrafund

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kynnir dagskrá varnarmálaráðherrafundarins.

Líklegt er að tillaga um að koma á fót nýrri herstjórn NATO til að gæta öryggis á siglingaleiðunum milli Norður-Ameríku og Evrópu verði samþykkt á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel miðvikudaginn 8. nóvember. Þá verður einnig borin upp tillaga um sérstaka herstjórn til að hafa stjórn á tilfærslu herafla og …

Lesa meira