Kínverjar auka hernaðarútgjöld vegna ágreinings um yfirráð við nágrannaríki

Kínverska þingið að störfum.

Stjórnvöld í Kína segja að útgjöld til hermála verði aukin um 7% á þessu ári með hliðsjón af efnahagsþróuninni og þörf fyrir aukin varnarumsvif vegna ágreinings um ráð yfir hafsvæðum og deilur við nágranna sem ýtt sé undir „með ytri afskiptum“. Talsmaður kínverska þingsins kynnti þessi áform um aukin hernaðarútgjöld laugardaginn 4. …

Lesa meira

Mikilvægi langdrægra kjarnorkukafbáta Rússa í norðurhöfum eykst

Rússneskur kafbátur af Borei-gerð.

  Rússar endurnýja nú allar þrjár stoðir kjarnorkuherafla síns: langdrægar sprengjuflugvélar, landflaugar og langdrægu kjarnorkukafbátana. Þessum kafbátum fjölgar í rússneska Norðurflotanum og þar með eykst hernaðarlegt og strategískt mikilvægi hans segir á vefsíðunni Barents Observer (BO) föstudaginn 3. mars. Fyrsti uppfærði kafbáturinn af Borei-gerð, Knjaz Vladimir, verður settur á flot síðar á þessu ári að sögn …

Lesa meira

Danmörk: Hugað að nánara samstarfi lögreglu og hers vegna hryðjuverkaógnar

Danska lögreglan í átökum í Kristjaníu.

Sérþjálfaðir danskir hermenn eða elítu-hermenn eins og Danir kalla þá aðstoðuðu aðgerðasveit lögreglunnar, AKS, 1. september 2016 þegar hún skaut og felldi Mesa Hodzic (25 ára) í Kastrup við Kaupmannahöfn. Frá þessu var skýrt í Radio24syv föstudaginn 3. mars og í Jyllands-Posten laugardaginn 4. mars er haft eftir heimildarmanni að …

Lesa meira

Rússneski sendiherrann í Washington einangrast

Sergeij I. Kisljak, sendiherra Rússlands í Washington.

Tveir samstarfsmenn Donalds J. Trumps Bandaríkjaforseta hafa lent í vandræðum vegna þess að þeir létu undir höfuð leggjast að skýra frá samskiptum sínum við Sergeij I. Kisljak, sendiherra Rússlands, í Washington. Michael Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðherra Trumps þegar upplýst var að hann hafði ekki skýrt …

Lesa meira

ESB-þingmenn samþykkja að svipta Marine Le Pen þinghelgi

Marine Le Pen

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur verið svipt þinghelgi á ESB-þinginu. Eftir það getur hún sætt ákæru fyrir rétti í París fyrir að hafa sett færslur  með myndum sem sýndu grimmd liðsmanna Daesh (Ríkis íslams) á Twitter árið 2015. Þingmenn á ESB-þinginu tóku afstöðu til tillögunnar um afnám þinghelginnar með því að rétta upp hendur …

Lesa meira

Danir hætta að líta norrænt varnarsamstarf hornauga

Bandarísk sprengjuvél af B-52-gerð er í forystu oddaflugs með orrustuþotum frá Svíþjóð, Póllandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Vélarnar eru á eftirlitsflugi yfir Eystrasalti. Myndin er frá bandaríska flughernum.

      Í Jyllands Posten segir miðvikudaginn 1. mars að vegna ágengni Rússa á Eystrasalti og vaxandi þrýstings um aukin útgjöld til varnarmála frá Bandaríkjastjórn kunni Danir að neyðast til að efla hernaðarsamvinnu sína við Norðmenn, Svía og Finna. Þetta sé mat margra danskra og norskra herfræðinga. Vitnað er í Haakon Lunde Saxi frá Institut fra Forsvarsstudier, Varnarrannsóknarstofnun, Noregs …

Lesa meira

Donald Trump boðar þjóðarsamstöðu í stefnuræðu – 69% telja stefnu hans rétta

Donald Trump flytur fyrstu stefnuræðu sína

Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti fyrstu stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þriðjudaginn 27. febrúar. Fjölmiðlar segja að boðskapur hans hafi verið á þann veg að hann vildi sameina þjóðina og í fyrsta sinn hafi hann verið „forsetalegur“ í framkomu sinni. Ræðan þótti óvenjulega löng og tók um ein klukkustund í flutningi. Könnun á vegum CNN sýnir …

Lesa meira

Heimshöfin verða að nýju viðfangsefni herfræðinga

Flugmóðurskip Kínverja.

Höfin verða nú að nýju þungamiðja í geostrategíu eða þar sem stjórnmál og landafræði tengjast á þann hátt að snertir lífshagsmuni heimsvelda. Nú er staðan sú eftir nokkurt hlé og í fyrsta sinn frá lokum kalda stríðsins að höfin eru að nýju orðin vettvangur þar sem reynir á samskipti voldugra …

Lesa meira

Þjóðverjar innleiða nýtt vegabréf til að berjast gegn fölsurum og hryðjuverkamönnum

Úr nýja þýska vegabréfinu.

Frá og með 1. mars kemur nýtt vegabréf til sögunnar í Þýskalandi. Það er minna en eldra vegabréf, kápan er sveigjanlegri og fleiri litir en áður eru notaðir við gerð þess. Mikilvægastar eru breytingarnar sem augað skynjar ekki við fyrstu sýn. Þar er um að ræða hátæknilegar viðbætur sem greina …

Lesa meira

Bandaríkin: Trump sagður vilja 10% aukningu á útgjöldum til hermála

Donald Trump

Heimildarmaður innan Hvíta hússins í Washington segir stefnt að því að auka útgjöld Bandaríkjanna til varnarmála um 54 milljarða dollara. Jafnframt verði dregið úr fjárhagslegri aðstoð erlendis og greiðslur minnkaðar til ýmissa verkefna á heimavelli. Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti mánudaginn 27. febrúar ræðu á fundi með ríkisstjórum í Hvíta húsinu. …

Lesa meira