Utanríkisráðherra ræddi ný viðhorf í öryggismálum á fundi SIPRI

Dan Smith, forstjóri SIPRI, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

    Í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands flutti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, erindi  í Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnuninni í Stokkhólmi (SIPRI) fimmtudaginn 18. janúar. Ráðherra gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hefðu í öryggismálum á Norður-Atlantshafi á undanförnum árum með vaxandi umferð rússneskra herflugvéla og kafbáta, sem og viðbrögðum …

Lesa meira

Grikkland: Hundruð þúsunda mótmæla sáttatillögu í Makedóníu-deilunni

Mótmælaaðgerðir í Aþenu.

Talið er að um 140.000 Grikkja hafi komið saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið í Aþenu sunnudaginn 4. febrúar til að mótmæla að nágrannaríki Grikklands beri heitið Makedónía. Margir Grikkir eru þeirrar skoðunar að með þessu vakni kröfur um að héraðið Makedónía í Grikklandi verði tekið undan grískum yfirráðum.  Lögfræðingurinn …

Lesa meira

Norska strandgæslan fær ekki nýjar þyrlur

Kynningarmynd af NH90 þyrlum.

Innan norsku strandgæslunnar óttast menn að hún fái ekki viðunandi þyrlukost fyrr en eftir nokkur ár. Haakon Bruun-Hanssen, yfirmaður norska heraflans, leggur til í nýrri skýrslu að allar nýjar þyrlur sem Norðmenn hafa pantað verði nýttar í þágu hersins og á freigátum hans. Upphaflega var ráðgert að sex af alls …

Lesa meira

Miðjarðarhaf: Áherslur Frontex breytast í átt til löggæslu og gagnaöflunar

Myndin er frá Frontex og sýnir fólk bíða eftir að vera bjargað um borð i herskip á Miðjarðarhafi.

Evrópska landamæra- og strandgæslustofnunin Frontex stefnir nú að því að greina betur hverjir það eru sem leitast við að koma sem farandmenn til Evrópu yfir Miðjarðarhaf.   Stofnunin hratt fimmtudaginn 1. febrúar í framkvæmd Themis-verkefninu sem ætlað er að stemma stigu við ferðum þeirra sem grunaðir eru um hryðjuverk eða …

Lesa meira

Norska öryggislögreglan varar við leynilegum rússneskum útsendurum

Tejmuraz Otarovitsj Ramisjvili sendiherra Rússa brást illa við áhættumati PST.

Norska öryggislögreglan, PST, birti árlegt hættumat sitt þriðjudaginn 30. janúar. Þar er enn og aftur bent á að Rússar séu þeir sem geti skaðað norska hagsmuni mest.  „Eins og áður er enn talið að mest tjón geti orðið af völdum rússneskra njósnara,“ segir í skýrslunni.  PST telur að leynilegir útsendarar …

Lesa meira

Trump vill endurnýja bandaríska kjarnorkuheraflann

Donald Trump forseti heilsar Paul D. Ryan þingforseta við komu sína í þingsalinn til að flytja stefnuræðuna 2018.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á Bandaríkjaþingi þriðjudaginn 30. janúar að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir óvinveittum ríkisstjórnum, hryðjuverkahópum og keppinautum eins og Kínverjum og Rússum sem ögruðu hagsmunum þeirra, efnahag og gildum. Bandaríkjamenn vissu að veikleikamerki væri vísasti vegurinn til að þessar hættur leiddu til átaka, best væri …

Lesa meira

Pútín reiður vegna bandarísks lista – Trump heldur að sér höndum

Valdimír Pútín og Donald Trump.

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur birt lista með nöfnum 210 rússneskra embættismanna og milljarðamæringa sem litið er á sem elítuna í valdakerfi Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Þeir sem eru á listanum sæta sérstöku eftirliti af hálfu bandarískra yfirvalda og kunna að sæta refsiaðgerðum sem Pútín hefur kallað „óvinabragð“.  Listinn var birtur skömmu …

Lesa meira

The Economist birtir greinaflokk um næsta stríð

20180127_cuk400

Höfundur: Kristinn Valdimarsson  Í nýjasta hefti vikuritsins The Economist er greinasafn um framtíð stríðsrekstrar í heiminum.  Frásögnin hefst á þeim góðu fréttum að stríð á milli ríkja hafa verið mjög fátíð síðustu hálfa öldina og stríð milli stórvelda heyra nánast sögunni til.  Borgarastyrjaldir hafa hins vegar verið frekar algengar.  Slík …

Lesa meira

Danir auka útgjöld til varnarmála í fyrsta sinn í aldarfjórðung

Danskir hermenn á æfingu,

  Í Danmörku leggja stjórnmálamenn áherslu á að samið sé um útgjöld til varnarmála án tillits til þess hvort flokkar séu saman í ríkisstjórn eða ekki. Sunnudaginn 28. janúar var kynnt nýtt samkomulag um varnir Danmerkur sem nær til ársins 2023 eða næstu sex ár.  Samkomulagið felur í sér stefnubreytingu. …

Lesa meira

Vinur Rússa og Kínverja endurkjörinn forseti Tékklands

Milos Zeman, forseti Tékklands.

  Milos Zeman (73 ára), forseti Tékklands, náði endurkjöri í embætti sitt í síðari umferð forsetakosninga sem lauk laugardaginn 27. janúar. Zeman hlaut 51,4% atkvæða en Jiri Drahos, keppinautur hans, 48,5%.  Kjörstöðum var lokað klukkan 13.00 að íslenskum tíma laugardaginn 27. janúar, seinni dag, annarrar umferðar kosninganna. Ekki liðu nema …

Lesa meira