Þjóðverjar skilgreina hvaða vinstrimennska er refsiverð vegna G20-mótmælanna

Rote Flora leikhúsið í Hamborg - griðastaður vinstrisinna.

Í Þýskalandi er rætt um hvar eigi að draga mörkin milli þess sem er refsivert við mótmælaaðgerðirnar í Hamborg vegna G20-fundarins þar 6. og 7. júlí. Í blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung birtist fimmtudaginn 13. júlí viðtal við Thomas Noetzel prófessor í stjórnmálakenningum og hugmyndasögu síðan árið 2002 við Philipps-Universität Marburg …

Lesa meira

Áróðursmeistarar Pútíns ganga fram af sjálfum sér

Þarna situr sjálfur Pútin í miðjunni.

  Evrópusambandið heldur úti sérstakri greiningardeild til að athuga upplýsingamiðlun og falsfréttamennsku undir handarjaðri Rússa. Þar birtist vikulega úttekt á umræðum í fjölmiðlum og á netinu. Fimmtudaginn 13. júlí birti greiningardeild ESB úttekt þar sem segir að fólk geti orðið svo heltekið af því að dreifa upplýsingafölsunum að það sendi …

Lesa meira

Rússneskur stjörnulögfræðingur hitti Trump jr. vegna upplýsinga um Hillary

Natalia Veselnitskaja.

  Allt er á öðrum endanum í Hvíta húsinu, Washington og miklu víðar vegna frásagnar Donalds Trumps yngra, elsta sonar Bandaríkjaforseta, af fundi sem hann átti snemma í júní árið 2016 með rússneskum lögfræðingi eftir að hafa fengið boð um millilið um að lögfræðingurinn byggi yfir upplýsingum sem gætu gagnast …

Lesa meira

Borgarstjórn Hamborgar sætir ámæli fyrir óeirðir vinstriöfgamanna

Svona var umhorfs á götum Hamborgar eftir G20-mótmælin.

  Þýska ríkisstjórnin hefur farið þess á leit við við önnur Evrópuríki og ESB að þau aðstoði hana við að leita uppi mótmælendur sem brutu og brömluðu eigur annarra eða réðust á lögreglu í Hamborg í tengslum við leiðtogafund G 20-ríkjanna í lok fyrri viku. Nú hefur 51 frá sjö …

Lesa meira

Danska lögreglan ráðþrota vegna nafnbreytinga brottvísaðra Rúmena

Svona búa Rúmenar um sig í garði í Kaupmannahöfn.

Danska lögreglan stendur ráðþrota gagnvart rúmenskum brotamönnum sem bannað hefur verið að koma til Danmerkur en snúa þangað að nýju undir nýju nafni. Dómsmálaráðherra Danmerkur segist ætla að ræða málið við rúmensk stjórnvöld. Allt bendir til að auðvelt sé fyrir rúmenska afbrotamenn sem vísað hefur verið á brott frá Danmörku …

Lesa meira

Danska utanríkisráðuneytið berst gegn upplýsingafölsunum

Danska utanríkisráðuneytið.

Danska utanríkisráðuneytið telur nauðsynlegt að beina meiri athygli en til þessa á það sem á dönsku er kallað „påvirkningskampagner, der truer danske interesser“ og íslenska mætti sem „skoðanamyndandi-herferðir sem ógna dönskum hagsmunum“. Hefur ráðuneytið vegna þessa ákveðið að ráða einn starfsmann til að fjalla um „skipulega upplýsingafölsun“. Utanríkisráðuneytið skýrði danska …

Lesa meira

Bandaríkin: Rússar auka leynilega upplýsingaöflun og njósnir

spies

Bandarískir sérfræðingar telja að rússneskir njósnarar hafi aukið umsvif sín´í Bandaríkjunum þrátt fyrir að unnið sé að rannsókn á afskiptum þeirra af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. CNN sagði fimmtudaginn 6. júlí að þetta mætti rekja til þess að bandarísk yfirvöld hefðu ekki gripið til skipulegra gagnráðstafana vegna þess sem Rússar …

Lesa meira

Trump vill öflugan viðskiptasamning við Breta sem fyrst

Donald Trump, Angela Merkel, Theresa May og Justin Trudeau í Hamborg.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist eiga von á að „öflugur“ viðskiptasamningur verði gerður milli Bandaríkjamanna og Breta. Forsetinn sagði þetta eftir tvíhliða fund sinn með Thereseu May, forsætisráðherra Breta, í Hamborg, Þýskalandi. Þau eru þar á leiðtogafundi G20-ríkjanna. Forsetinn sagðist sannfærður um að Bretar mundu „dafna“ eftir að þeir segðu skilið …

Lesa meira

Trump og Pútín ræddu kosningaafskipti og vopnahlé í Sýrlandi á löngum fundi í Hamborg

Vladimír Pútin og Donald Trump ræðast við í Hamborg 7. júlí 2017.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti ræddu saman í tvær klukkustundir og sextán mínútur í Hamborg, Þýskalandi, föstudaginn 7. júlí til hliðar við leiðtogafund G20-ríkjanna sem haldinn er um helgina í borginni. Forsetarnir höfðu áður rætt saman í síma en þetta var í fyrsta sinn sem þeir hittust augliti …

Lesa meira

Donald Trump hvetur vestrænar þjóðir til dáða að fordæmi Pólverja

Donald Trump flytur ræðu sína í Varsjá.

Donald Trump Bandaríkjaforseti var í Varsjá höfuðborg Póllands fimmtudaginn 6. júlí á leið sinni á fund leiðtoga 20 helstu iðnríkja heims sem verður um helgina í Hamborg, Þýskalandi. Forsetinn flutti Pólverjum ræðu á Krasiński-torgi í Varsjá. Ræðunni var vel fagnað af mannfjölda sem kom saman á torginu. Oftar en einu …

Lesa meira