Umsvif rússneska flotans hafa nærri þrefaldast á fimm árum

Vladimir Koroljov aðmíráll, yfirmaður rússneska flotans.

  Það liðu ekki nema fáeinar klukkustundir frá því að Vladimír Pútín settist í embætti forseta Rússlands í þriðja skipti árið 2012 þar til hann gaf fyrirmælin um að efla skyldi herflotann, einkum í Norður-Íshafi og við Kyrrahaf. Verjið strategíska hagsmuna ríkisins, sagði í fyrirmælunum. Þannig hefst grein eftir Thomas …

Lesa meira

Katalónía: Puigdemont sækir ekki um hæli í Belgíu – tekur þátt í héraðskosningum 21. desember

Carles Puigdemont frá Katalóníu á fjölmennum blaðamannafundi í Brussel.

Carles Puigdemont, brottrekinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt á laun til Brussel með fimm aðstoðarmönnum sínum mánudaginn 30. október. Puigdemont á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa brotið gegn stjórnarskrá Spánar með því að leggja til við héraðsþing Katalóníu föstudaginn 27. október að lýsa héraðið sjálfstætt lýðveldi. Puigdemont efndi til …

Lesa meira

Þrjár flotadeildir bandarískra flugmóðurskipa á Vestur-Kyrrahafi

Flugmóður- og fylgdarskip frá fimm þjóðum.

Flotastjórn Bandaríkjanna heldur um þessar mundir úti þremur flugmóðurskipum og fylgdarskipum á vesturhluta Kyrrahafs í fyrsta sinn síðan árið 2011. Spenna er mikil á þessu svæði vegna aðgerða stjórnar Norður-Kóreu. Þá verður Donald Trump Bandaríkjaforseti á ferð um Asíu í næstu viku. Flotastjórnin segir að um þessar mundir sé flugmóðurskipið …

Lesa meira

Washington: Mikið í húfi vegna Rússarannsóknarinnar – kosningstjóri Trumps ákærður

Psul Msnafort

Robert Mueller, fyrirverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, nú sérstakur saksóknari vegna gruns um íhlutun Rússa í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum 2016, lagði fram fyrstu ákærur sínar á hendur mönnum í innsta hring samstarfsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, mánudaginn 30. október. Paul Manafort, fyrrv. kosningastjóri Trumps,  og gamall samstarfsmaður Trumps, Rick Cates, voru …

Lesa meira

Engin áform ríkisstjórnar Finnlands um viðurkenningu á sjálfstæði Katalóníu

Timo Soini, utanríkisráðherra Finna.

Timo Soini, utanríkisráðherra Finna, sá ástæðu til þess föstudaginn 27. október að tilkynna að finnsk stjórnvöld styddu ekki sjálfstæði Katalóníu. Ástæðan var sú að Mikko Kärnä, þingmaður finnska Miðflokksins, sagði á Twitter skömmu eftir að þing Katalóníu samþykkti að lýsa yfir sjálfstæðu lýðveldi að hann styddi niðurstöðuna. Birtu ýmsir erlendir …

Lesa meira

Norður-Kóreumenn sagðir að baki tölvuárásar um heim allan í maí 2017

ok-hacking-2

Bresk yfirvöld sögðu föstudaginn 27. október að Norður-Kóreumenn bæru ábyrgð á tölvuvírusnum WannaCry sem fór um heim allan í maí 2017. Um var að ræða gíslatökuvírus sem læsti tölvum og krafist var greiðslu fyrir að opna þær að nýju. Ásakanirnar í garð Norður-Kóreumanna eru birtar samtímis því sem upplýst er …

Lesa meira

Vannýtt tækifæri til vörslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er einstök aðstaða fyrir íslensk stjórnvöld til að verjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi eins og fram kemur í nýlegri skýrslu greiningardeild ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017. Hér er þessi kafli úr skýrslunni birtur í heild: „Hvað skipulagða afbrotastarfsemi varðar hefur Flugstöð Leifs Eiríkssonar sérstöðu. Segja má að …

Lesa meira

Katalónía lýst sjálfstætt lýðveldi

28spain5-superjumbo

Þing Katalóníu samþykkti föstudaginn 27. október að lýsa yfir sjálfstæðu lýðveldi í Katalóníu. Tillagan var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 10 en 55 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Skömmu síðar samþykkti öldungadeild spánska þingsins í Madrid með 214 atkvæðum gegn 47 með einni hjásetu heimild til ríkisstjórnar Spánar að beita ákvæðum …

Lesa meira

ESB-þingið: Samþykkt að innleiða nýtt vörslukerfi á ytri landamærum Schengen-svæðisins

Við landamæravörslu.

ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 25. október nauðsynlegar heimildir fyrir framkvæmdastjórn ESB, leiðtogaráð ESB og ráð Schengen-samstarfsríkjanna til að innleiða nýtt eftirlitskerfi á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Á ensku er talað um entry-exit system sem verði hluti af starfsreglum og gagnarunnum vegna vörslu ytri landamæra Schengen-svæðisins. Gerður verður gagnagrunnur um alla ferðamenn sem …

Lesa meira

Boðar framboð gegn Pútín í forsetakosningunum í mars 2018

Ksenia Sobstjak.

Ksenia Sobstjak, dóttir fyrrverandi borgarstjóra St. Pétursborgar, undirbýr framboð í rússnesku forsetakosningunum í mars 2018 og hefur fengið fyrrverandi ráðgjafa Boris Jeltsíns í forsetakosningunum 1996 til að aðstoða sig. Í franska blaðinu Le Monde segir miðvikudaginn 25. október að Ksenia Sobstjak sé ekki aðeins blaðamaður, hún sé einnig dóttir Anatolis …

Lesa meira