Rússneski Norðurflotinn fær stórt landgönguskip

Ivan Gren

Rússneski Norðurflotinn verður á næstunni efldur með nýju landgönguskipi, Ivan Gren. Skipið hefur verið 14 ár í smíðum í Jantar-skipasmíðastöðinni í Kaliningrad við Eystrasalt en brátt verður því siglt þaðan til Barentshafs. Ivan Gren verður stærsta landgönguskip Norðurflotans. Um borð er unnt að hafa 13 stóra skriðdreka og 36 brynvarða …

Lesa meira

Rússar endurreisa vopnabúr í Kaliningrad – hugsanlega fyrir kjarnorkuvopn

Hans Kristensen

Nýbirtar gervitunglamyndir gefa til kynna að Rússar hafi endurreist mikilvægt vopnabúr í Kaliningrad, hólmlendunni við Eystrasalt, milli Póllands og Litháens. Myndirnar þykja gefa til kynna að rússneska stjórnin ætli að geyma kjarnorkuvopn á þessum stað að sögn sérfræðinga. Það var félagið Federation of American Scientists, Samband bandarískra vísindamanna, sem birti …

Lesa meira

Stoltenberg varar við afleiðingum ágreinings innan NATO

Jens Stoltenberg

  Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ritar grein í The Guardian þriðjudaginn 19. júní sem endurspeglar áhyggjur yfir deilum milli forystumanna aðildarríkja bandalagsins. Ríkisoddvitafundur bandalagsins verður 12. júlí og í aðdraganda hans beinist athygli fjölmiðla að ágreiningi leiðtoga aðildarríkjanna, ekki síst Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Stoltenberg segir að …

Lesa meira

Þýskaland: Tímabundin sátt milli CDU og CSU í útlendingamálum – Trump óboðinn á vettvang

grenzschilder

Angela Merkel Þýskalandskanslari og Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, sömdu mánudaginn 18. júní um að bíða eftir niðurstöðu leiðtogaráðs ESB áður en hrundið yrði í framkvæmd hertri útlendingastefnu í Þýskalandi. Leiðtogaráðið kemur saman 28. og 29. júní. Merkel taldi að hugmyndir Seehofers kynnu að raska grundvellinum undir stefnu ESB í útlendingamálum. …

Lesa meira

Samkomulag um nafnið á Makedóníu

Grískir þjóðernissinnar mótmæla samkomulaginu um Norður-Makefóníu.

Utanríkisráðherrar Grikklands og Makedóníu (FYROM) rituðu sunnudaginn 17. júní undir bráðabirgðasamkomulag um nafnið á Makedóníu eftir að hafa deilt um það í 27 ár, frá því að Makedónía lýsti yfir sjálfstæði. Nafnið verður Lýðveldið Norður-Makedóníu. Þar með verður það greint frá Makedóníu-héraði í Grikklandi. Nikos Kotzias, utanríkisáðherra Grikklands og Nikola …

Lesa meira

Enginn góður kostur fyrir Merkel

Horst Seehofer og Angela Merkel.

Horst Seehofer, leiðtogi Kristilega sósíalflokksins í Bæjarlandi, hefur áður átt í útistöðum við Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga Kristilega demókrataflokksins (CDU), vegna útlendingamála. Deilur þeirra nú vekja ótta um framtíð stjórnar CDU/CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) vegna þess að Seehofer er innanríkisráðherra og hótar að fara sínu fram án tillits til …

Lesa meira

Merkel í stórvanda vegna CSU – Ítalir og Frakkar sættast

Horst Seehofer og Angela Merkel.

Angela Merkel Þýskalandskanslari er sögð glíma við mesta pólitíska vanda sem að henni hefur steðjað síðan hún leiddi flokk sinn, Kristilega demókrataflokkinn (CDU) til stjórnarforystu með systurflokkinn í Bæjarlandi, Kristilega sósíalflokkinn (CSU) sér við hlið árið 2005. Ágreiningur er milli Merkel og Horsts Seehofers, leiðtoga CSU og innanríkisráðherra Þýskalands, um …

Lesa meira

Rússar mótmæla ákvörðun Norðmanna um bandaríska landgönguliða – efna til stærstu flotaæfinga í 10 ár

Skip úr rússneska Norðurflotanum.

Yfirstjórn Norðurflota Rússlands, stærsta rússneska herflotans, sendi frá sér tilkynningu síðdegis miðvikudaginn 13. júní um að Norðurflotinn hefði hafið stærstu æfingu sína í 10 ár. Voru 36 herskip og fylgdarskip send frá höfnum á Kóla-skaga við austur landamæri Noregs út á Barentshaf til 10 daga æfinga. Um 20 herflugvélar voru …

Lesa meira

Fjöldi bandarískra landgönguliða í Noregi tvöfaldast – færast nær Rússlandi

Norksi herinn birti þessa mynd af bandarískum landgönguliðum á æfingu í Noregiþ

  Frá því í fyrra hafa um 300 bandarískir landgönguliðar verið til sex mánaða dvalar í senn í Værnes, skammt frá Þrándheimi í Noregi. Þriðjudaginn 12. júní tilkynnti norska ríkisstjórnin að dvalartími landgönguliðanna í Værnes yrði lengdur í fimm ár, þeim yrði fjölgað í 700 og yrðu á tveimur stöðum. …

Lesa meira

Singapúr-fundurinn: Ólík afstaða stjórnvalda og fræðimanna

Kim Jong-un og Donald Trump í Singapúr.

  „Þetta gekk betur en nokkur þorði að vona, frábært,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sögulegan fund sinn með Kim Jong-un í Singapúr þriðjudaginn 12. júní. Niðurstaða fundarins var að fjarlægja ætti kjarnorkuvopn frá Kóreuskaganum. Engar dagsetningar voru þó nefndar en ferli sett af stað. Kim lét einnig í ljós …

Lesa meira