Russian Roulette – bókadómur

Donald Trump og Vladimir Pútín.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Óhætt er að segja að sigur Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 hafi komið flestum á óvart.  Hvernig gat jafn ógeðfelldur maður sem jafnframt hafði takmarkaða þekkingu á málunum sem kosningabaráttan snérist um sigrað jafn reynslu­mikinn frambjóðenda og Hillary Clinton?  Fljótlega fóru raddir að heyrast …

Lesa meira

Hófleg bjartsýni um fund Trumps og Kims

Þetta er dæmigerð mynd sem sýnir að Kim Jong-un stjórnar - allir skrá það sem hann segir. Kínverjar sýndu hins vegar mynd þar sem Kim sat og skráði það sem Xi Jinping hafði að segja. Skilaboðin gátu ekki verið skýrari.

Starfsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðust „hóflega bjartsýnir“ miðvikudaginn 28. mars á að efnt yrði til fundar Trumps með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, einhvern tíma í maí. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar fundurinn verður og óvíst er um efni viðræðna þeirra. Þetta segir í grein í The Washington Post (WP) …

Lesa meira

Kim Jong-un stillir saman stengi með Xi Jinping

Kim Jong-un og Xi Jinping.

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var í járnbrautarlestinni dularfullu sem renndi inn á brautarstöðina í Peking síðdegis mánudaginn 26. mars og hélt þaðan aftur síðdegis þriðjudaginn 27. mars. Án þess að greint væri frá ferð hans fyrr en eftir heimkomu til Norður-Kóreu hélt Kim til Peking og hitti þar Xi Jinping, …

Lesa meira

Dularfull lestarferð kann að marka þáttaskil í samskiptum N-Kóreumanna og Kínverja

Lestin dularfulla frá N-Kóreu.

Miklar vangaveltur eru meðal manna í Peking um að Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, hafi dvalist í kínversku höfuðborginni frá síðla mánudags 26. mars til þriðjudags 27. mars. Sé svo er það fyrsta utanlandsferð Kims frá því að hann settist í æðsta embætti þjóðar sinnar árið 2011. Stjórnvöld í Norður-Kóreu …

Lesa meira

NATO fækkar starfsliði í fastaskrifstofu Rússa

Jens Stoltenberg á blaðamannafundi NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, las eftirfarandi yfirlýsingu á fundi með fréttamönnum í dag (þriðjudaginn 27. mars í höfuðstöðvum NATO í Brussel: Með árásinni í Salisbury var í fyrsta sinn beitt taugaeitri á NATO landsvæði. Bandalagríki NATO lýstu 14. mars þungum áhyggjum og skömm vegna þessa ábyrgðarlausa brots á alþjóðareglum. Síðan …

Lesa meira

Hörð átök milli ESB-þingsins og ESB-framkvæmdastjórnarinnar vegna mannaráðningar

Jean-Claude Juncker og Martin Selmayr.

Innan valdakerfis ESB í Brussel skiptir staða yfirmanns skrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, það er aðalritarastarf ESB, miklu. Eftir að skipt var um aðalritara 21. febrúar 2018 hefur komið til harðra deilna milli framvkæmdastjórnarinnar og ESB-þingsins um hvernig staðið var að málum. Þriðjudaginn 27. mars situr Günther Öttinger, mannauðsstjóri ESB, fyrir svörum …

Lesa meira

Einstæður fjöldabrottrekstur Rússa frá 21 ríki

Rússneska sendiráðið í Berlín.

  Stjórnir Bandaríkjanna og bandamanna hennar í Evrópu ákváðu mánudaginn 25. mars að rúmlega 100 rússneska sendiráðsmenn úr landi í sameiginlegri aðgerð til að mótmæla eiturefnaárásinni á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Salisbury á Englandi. Ríkisstjórn Íslands ákvað að mótmæla Rússum á annan hátt. Sagt er að aldrei …

Lesa meira

Puigdemont handtekinn í Þýskalandi – mótmæli í Barcelona

Carles Puigdemont

Carles Puigdemont, landflótta, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var handtekinn í Slesvík-Holstein Þýskalandi sunnudaginn 25. mars þegar kom þangað frá Danmörku. „Hann var tekinn fastur við dönsku landamærin,“ sagði upplýsingafulltrúi flokks Puigdemonts við AFP-fréttastofuna. Puigdemont hélt á föstudaginn 23 mars frá Finnlandi á leið til Belgíu að sögn finnska þingmannsins Mikkos …

Lesa meira

Þingforsetar kjörnir á Ítalíu

Frá ítalska þingini.

Hart er tekist á um stjórnarmyndun á Ítalíu eftir þingkosningarnar 4. mars. Flokkarnir tveir sem takast á um forystu á þingi komu sér þó saman um forseta beggja deilda þingsins laugardaginn 24. mars. Roberto Fico, þingmaður Fimm-stjörnu-hreyfingarinnar var kjörinn forseti neðri deildar þingsins en Elisabetta Alberti Casellati frá Forza Italaia …

Lesa meira

Trump skiptir enn á ný um þjóðaröryggisráðgjafa

John R. Bolton

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að John R. Bolton taki við embætti þjóðaröryggisráðgjafa af H. R. McMaster hershöfðingja 9. apríl.  Verður hann þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trumps á 14 mánuðum. Bolton starfaði fyrir forsetana Ronald Reagan og George H.W. Bush og gegndi síðan stöðu sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í forsetatíð George …

Lesa meira