Donald Trump og Kim Jong-un hittast í Singapúr 12. júní

Kim Jong-un og Donald Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fimmtudaginn 10. maí að hann mundi hitta Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu, í Singapúr þriðjudaginn 12. júní. Trump sagði á Twitter að þeir mundu báðir „reyna að gera þetta að mjög sérstöku andartaki í þágu heimsfriðar!“ Þetta verður í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna hittir leiðtoga …

Lesa meira

Trump segir skilið við Íranssamninginn – aðrir vilja virða samninginn

Íranskir þingmenn brenna bandaríska fánann.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þriðjudaginn 8. maí að Bandaríkin ættu ekki lengur aðild að kjarnorkusamningi vegna Írans. Auk Bandaríkjanna og Írans eiga Þýskaland, Frakkland, Bretland, ESB, Rússland og Kína aðild að samningnum. Leiðtogar annarra ríkja en Bandaríkjanna segjast ætla að halda samningnum í gildi. Þeir óttast að ákvörðun Trumps …

Lesa meira

Armenía: Friðsamleg mótmæli leiddu til stjórnarskipta á þingi

Fagnað var á Lýðveldistorginu í Jerevan þegar tilkynnt var um nýjan forsætisráðherra.

Armenska þingið kaus andófsmanninn Nikol Pashinian til að gegna embætti forsætisráðherra á fundi sínum þriðjudaginn 8. maí. Hann hefur í nokkrar vikur beitt sér fyrir mótmælum á götum úti víða um Armeníu. Með því að kjósa Pashinian batt þingið enda á valdaferil Serzh Sargsyans, fyrrverandi forseta, sem stefndi að því …

Lesa meira

Kjarnorkuvopn – afstaða til Íranssamningsins og Norður-Kóreu.

mutually-assured-destruction-1456550157-1955

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Í ár eru áttatíu ár síðan þýsku vísindamennirnir Otto Hahn og Fritz Strassmann uppgötvuðu kjarnaklofnun (nuclear fission) en skilningur á því ferli er undirstaða smíði kjarnavopna.  Skömmu síðar hófst síðari heimsstyrjöldin og í kjölfarið skipulögðu Bretar og Bandaríkjamenn Manhattanverkefnið sem leiddi til þess að fyrsta kjarnorkusprengjan var …

Lesa meira

Gerhard Schröder í fremstu röð við embættistöku Pútins

Gerhard Schröder árnar Vladimir Pútin heilla.

Það vakti undrun í Þýskalandi og annars staðar hve Gerhard Schröder skipaði virðulegan sess þegar Vladimir Pútín var settur í embætti forseta Rússlands í fjórða sinn mánudaginn 7. maí. Schröder er stjórnarformaður rússneska olíufélagsins Rosnefnt og hefur beitt sér gegn refsiaðgerðum gegn rússneskum stjórnvöldum. Allt voru um 5.000 manns í …

Lesa meira

Rússland: Fjórðu innsetningu Pútins í forsetaembættið mótmælt

Lögregla ræðst á mótmælendur í Moskvu.

  „Hann er ekki zarinn okkar“ sagði á mótmælaspjöldum sem Rússar gengu með laugardaginn 5. maí til að mótmæla fjórðu innsetningu Vladimírs Pútíns í embætti forseta Rússlands mánudaginn 7. maí. Alexei Navalníj, leiðtogi mótmælanda, var handtekinn ásamt mörgum öðrum. Alexei Navalníj var látinn laus sunnudaginn 6. maí. Hann er sakaður …

Lesa meira

Ákveðið að endurvekja 2. flota Bandaríkjanna

Frá flotastöðinni í Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

  Ákveðið hefur verið að endurvekja 2. flota Bandaríkjanna sem starfar við austurströnd Bandaríkjanna og austur undir suðurodda Grænlands. Frá þessu var skýrt í Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum föstudaginn 4. maí. Höfuðstöðvar flotans verða þar og einnig verður þar aðsetur nýrrar Atlantshafsflotastjórnar NATO. 2. floti Bandaríkjanna hvarf úr sögunni …

Lesa meira

Sænskir jafnaðarmenn vilja enn harðari útlendingastefnu

Sterfan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Á árinu 2017 komu 27.000 hælisleitendur til Svíþjóðar. Útlendingamálaráðherrann telur að hæfilegt hefði verið að taka á móti 14.000. Þegar straumur flótta- og farandfólks var mestur voru Svíar meðal þeirra þjóða sem opnuðu landamæri sín og sögðu að þeir myndu veita öllum Sýrlendingum búsetuleyfi. Þetta leiddi til flóðbylgju fólks sem …

Lesa meira

Njósnaafrek: Mossad stal kjarnorkuvopnagögnum Írana í falinni vörugeymslu

Benjamin Natanyahu, forsætisráðherra Ísraela, sýnir írönsku leynigögnin.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, skýrði mánudaginn 30. apríl frá þúsundum skjala og hundruð gagnadiska sem ísraelskum leyniþjónustumönnum, starfsmönnum Mossad, hafði á einstakan hátt tekist að stela frá Teheran, höfuðborg Írans. Í gögnunum er sagt frá framkvæmd kjarnorkuáætlunar Írana. Þarna er að finna lýsingu á gerð kjarnorkusprengju sem talið er að …

Lesa meira

SIPRI: Rússar draga úr útgjöldum til hermála í fyrsta sinn í 20 ár

Súlurit SIPRI sýnir þróun hernaðarútgjalda,

Útgjöld til hermála í heiminum hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins fyrir aldarfjórðungi og á árinu 2017. Athygli vekur að í fyrsta sinn í 20 ár minnka hernaðarútgjöld í Rússlandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI sem birt var miðvikudaginn 2. maí. Bandaríkjamenn, Kínverjar …

Lesa meira