Þýskur dómstóll heimilar framsal Puigdemonts

Carles Puigdemont

  Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frá Þýskalandi til Spánar fyrir að hafa misfarið með opinbert fé. Puigdemont flýði til Brussel eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur honum á Spáni vegna aðildar hans að útgáfu sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu. Hann …

Lesa meira

Sögulegar sættir milli Eþíópiu og Erítreu

Abiy Ahmed.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Fréttir sem berast frá Afríku eru því miður oftast neikvæðar.  Þetta á sérstaklega við um löndin fjögur sem eru á horni Afríku (e. Horn of Africa); Djíbútí, Sómalíu, Erítreu og Eþíópíu.    Þannig var á 9. áratug síðustu aldar alvarleg hungursneyð í Eþíópíu sem leiddi til þess …

Lesa meira

Trump ber lof á NATO í lok Brussel-fundar

Donald Trump í höfuðstöðvum NATO.

Donald Trump Bandaríkjaforseti efndi til blaðamannafundar undir lok ríkisoddvitafundar NATO-ríkjanna að morgni fimmtudags 12. júlí og lýsti yfir að NATO væri öflugra og betur í stakk búið til að takast á við verkefni sín en áður. Á einu ári hefðu önnur aðildarríki en Bandaríkin aukið útgjöld sín til varnarmála um …

Lesa meira

NATO-fundur: Varnir verða efldar og fælingamáttur aukinn

NATO-fundurinn var haldinn í nýjum höfuðstöðvum bandalagsins.

  Ríkisoddvitar NATO-ríkjanna samþykktu í Brussel miðvikudaginn 11. júlí að styrkja varnir og fælingarmátt NATO, herða baráttu undir merkjum bandalagsins gegn hryðjuverkjum og skipta byrðum innan bandalagsins á sanngjarnari hátt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi í lok funda dagsins: „Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag sýna að …

Lesa meira

Katrín Jakobsdóttir á NATO-fundi — myndir

Katrín Jakobsdóttir gengur til NATO-fundarins í fylgd embættismanns NATO. Að baki eru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Anna Jóhannsdóttir sendiherra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í formennsku íslensku sendinefndarinnar á ríkisoddvitafundi NATO sem hófst í Brussel miðvikudag 11. júlí. Þá sitja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands, hjá NATO einnig fundinn auk embættismanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Katrín Jakobsdóttir situr NATO-fund. Hún segist ætla að leggja …

Lesa meira

Trump segir Þjóðverja of háða gasi frá Rússlandi

Jens Stoltenberg og Donald Trump við bandaríska sendiráðið í Brussel.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti sparaði ekki stóru orðin í garð Þýskalands á morgunverðarfundi í bandaríska sendiráðinu í Brussel miðvikudaginn 11. júlí. Sagði hann að vegna kaupa á gasi frá Rússlandi væru Þjóðverjar „algjörlega háðir Rússum“. Orðin féllu í samtali við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, þegar þeir hittust í sendiherrabústaðnum fyrir …

Lesa meira

Tusk beinskeyttur í garð Trumps

Donald Tusk, Jens Stoltenberg og Jean-Ckaude Juncker.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, var ómyrkur í máli þriðjudaginn 10. júlí þegar hann sneri sér til Bandaríkjamanna og sagði: „Kæru Bandríkjamenn, metið bandamenn ykkar. Þið eigið hvort sem er ekki svo marga.“ Miðvikudaginn 11. júlí situr Donald Trump Bandaríkjaforseti fund ríkisoddvita NATO-ríkjanna í Brussel. Katrín Jakobsadóttir forsætisráðherra tekur þátt …

Lesa meira

Jeremy Hunt skipaður utanríkisráðherra Bretlands

Jeremy Hunt

Theresa May, forsætisráðherra Breta, skipaði mánudaginn 9. júní Jeremy Hunt utanríkisráðherra í stjórn sinni eftir að Boris Johnson sagði af sér fyrr þennan sama dag. Hunt hefur gegnt embætti heilbrigðisráðherra undanfarin sex ár í ríkisstjórninni. Afsögn Boris Johnsons og Davids Davis Brexit-ráðherra sunnudaginn 8. júlí vegna ágreinings við Brexit-stefnu ríkisstjórnarinnar …

Lesa meira

Boris Johnson segir af sér og segir Brexit-drauminn vera „að deyja“

blower_10-7-18-xlarge

Afsagnir tveggja ráðherra í ríkisstjórn Theresu May í Bretlandi lágu fyrir mánudaginn 9. júlí: Boris Johnsons utanríkisráðherra og Davids Davis, Brexit-ráðherra. Báðir vilja Bretland úr ESB en hvorugur sættir sig við samningsafstöðu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var föstudaginn 6. júlí. Ron Watson, stjórnmálaskýrandi BBC, segir þetta verstu stjórnmálakreppu í Bretlandi frá …

Lesa meira

Átján þúsund reknir fyrir innsetningu Erdogans

Recep Taayip Erdogan, forseti Tyrklands.

Recep Taayip Erdogan, forseti Tyrklands, verður settur að nýju í embætti mánudaginn 9. júlí. Í aðdraganda athafnarinnar hafa 18.000 ríkisstarfsmenn verið reknir úr störfum sínum, þeirra á meðal hermenn, lögreglumenn og háskólamenn. Þá hefur sjónvarpsstöð og þremur dagblöðum verið lokað. Þetta er mesti brottrekstur ríkisstarfsmanna í Tyrklandi frá því að …

Lesa meira