Trump segir að Pútín harðneiti að hafa blandað sér í bandaríska kosningabaráttu

Doanld Trump og Vladimir Pútin á leiðtogafundi APEC-ríkjanna í Víetnam.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði laugardaginn 11. nóvember að sér þætti Vladimír Pútín Rússlandsforseti einlægur þegar hann neitaði hvað eftir annað að hafa skipt sér af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þá sagði hann að rannsóknir á afskiptum stjórnvalda í Moskvu af kosningunum væru dæmi um pólitíska aðför sem hindraði samvinnu við …

Lesa meira

Spænska stjórnin segir tölvuþrjóta frá Rússlandi og Venesúela blanda sér í Katalóníu-deiluna

Íñigo Méndez de Vigo, upplýsingafulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnarþ

Íñigo Méndez de Vigo, upplýsingafulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar, og María Dolores de Cospedal, varnarmálaráðherra Spánar, staðfestu að loknum ríkisstjórnarfundi í Madrid föstudaginn 10. nóvember að tölvuþrjótar frá Rússlandi og Venesúela hefðu blandað sér í ástandið í Katalóníu. Málið yrði lagt fyrir fund utanríkisráðherra ESB-ríkjanna mánudaginn 13. nóvember. „Þetta er alvarlegt mál …

Lesa meira

Varnarmálaráðherrar NATO ákveða að koma á fót Atlantshafsherstjórn

Frá fundi varnarmálaráðherra NATO-rikjanna 8. nóvember 2017.

  Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna hafa samþykkt að komið verði á fót tveimur nýjum herstjórnum annars vegar til að gæta samgönguleiða yfir Atlantshaf, frá Norður-Ameríku til Evrópu, og hins vegar til að skipuleggja flutning hermanna og hergagna innan Evrópu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, skýrði frá ákvörðun ráðherranna miðvikudaginn 8. nóvember eftir fyrri …

Lesa meira

Bylting að ofan í Sádi-Arabíu

Muhammad bin Salman, krónprins í Sádi-A

  Sohrab Ahmari er fyrrverandi blaðamaður á The Wall Street Journal. Hann starfar nú við tímaritið Commentary og skrifar meðal annars um málefni Mið-Austurlanda en hann fæddist í Teheran, höfuðborg Írans, og fluttist þaðan 13 ára til Bandaríkjanna með foreldrum sínum. Mikið umrót er nú á öllum sviðum í Sádí-Arabíu …

Lesa meira

NATO: Tillaga um Norður-Atlantshafsherstjórn fyrir varnarmálaráðherrafund

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kynnir dagskrá varnarmálaráðherrafundarins.

Líklegt er að tillaga um að koma á fót nýrri herstjórn NATO til að gæta öryggis á siglingaleiðunum milli Norður-Ameríku og Evrópu verði samþykkt á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel miðvikudaginn 8. nóvember. Þá verður einnig borin upp tillaga um sérstaka herstjórn til að hafa stjórn á tilfærslu herafla og …

Lesa meira

Grunsemdir um íhlutun Rússa í Brexit-atkvæðagreiðsluna

George Papadopoulos.

Ákæran á hendur George Papadopoulos, kosningaráðgjafa Donalds Trumps um utanríkismál, sem sagt var frá mánudaginn 30. október hefur beint athygli rannsakenda til London. Talið er að þar geti verið miðstöð útsendara Kremlverja sem gerðir eru út af örkinni til að hafa áhrif á þróun stjórnmála á Vesturlöndum. Jamie Dettmer hjá …

Lesa meira

Uffe Ellemann-Jensen segir rússneska sendiherrann segja tröllasögur um NATO

Uffe Ellemann-Jensen

Hörð orðaskipti hafa orðið milli M. Vanins, sendiherra Rússa í Kaupmannahöfn, og Uffe Ellemann-Jensens, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, á vefsíðu Berlingske. Sendiherrann sagði sunnudaginn 29. október að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefði á fundi Valdai International Discussion Club í Sotsjí 19. október 2017 svarað spurningu um hver hefðu verið stærstu mistök í …

Lesa meira

Spáði sigri Trumps segir nú að hann verði látinn fara vegn Rússatengsla

Allan Lichtman prófessor

Háskólaprófessorinn Allan Lichtman sem skapaði sér sérstöðu með því að spá Donald Trump sigri í bandarísku forsetakosningunum spáir því nú að forsetinn verði settur af, líklega innan eins árs. „Rússneskt Demóklesarsverð hangir í örþunnum þræði yfir höfði Bandaríkjaforseta. Þegar sverðið fellur verða það repúblíkanar sjálfir – eins og á tíma …

Lesa meira

Grænlensk sendinefnd í Kína með ósamhljóða yfiirlýsinga um olíu- og gasvinnslu

Grænlenska sendinefndin með kínverskum gestgjöfum sínum.

  Kim Kielsen, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, Naalakkersuisut, og þrír ráðherrar eru um þessar mundir í tveggja vikna ferð til Kína. Með þeim eru meðal annars fulltrúar Visit Greenland, Air Greenland og tveggja sjávarútvegsfyrirtækja Royal Greenland og Polar Seafood. Grænlenska útvarpsstöðin KRN segir að að sendinefndin hafi gefið ósamhljóða yfirlýsingar um …

Lesa meira

Frakkland: Macron kallaður „forseti ríka fólksins“ – hefur undirtökin í stjórnmálunum

Emmanuel Macron Frakklandsforseta var vel fagnað í verkfræðiskólanum Centrale Supélec, fyrir utan París, á dögunum.

Frá því að vera alvaldur forseti sem gæti ekki gert neitt rangt hefur Emmanuel Macron orðið að „forseti ríka fólksins“, forréttindasinna sem gefur auðmönnum gullmola. Þetta er að minnsta kosti það sem þingmenn, sumir hagfræðingar, þáttastjórnendur í sjónvarpi og blöðin byrjuðu að kalla hann fyrir fáeinum vikum. Á þessum orðum …

Lesa meira