Noregur: Bandarískur hershöfðingi varar landgönguliða við hættu á stríði

Robert Neller hershöfðingi.

Bandarískir landgönguliðar dveljast til skiptis tímabunduð í Þrændalögum í Noregi. Fjögurra stjörnu bandarískur hershöfðingi, Robert Neller, heimsótti þá skömmu fyrir jól og sagði að raunveruleg hætta væri að til stríðsátaka kæmi. Í norskum fjölmiðlum er vitnað í Bussiness Insider sem segir að Neller hafi sagt að hann vænti þess að …

Lesa meira

ESB beitir Svisslendinga þrýstingi – forsetinn vill leiðsögn þjóðarinnar

Jean-Claude Juncker,  forseti framkvæmdastjórnar ESB, ræðir við Doris Leuthard, forseta Sviss.

Doris Leuthard, forseti Sviss, hvetur til þess að Svisslendingar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um samband sitt við Evrópusambandið. Ástæðan fyrir þessu er að nýlega ákváðu Brusselmenn að veita svissnesku kauphöllinni aðeins eins árs aðgang að innri markaði ESB. Þetta er gert til að beita svissnesk stjórnvöld þrýstingi við gerð rammasamnings við …

Lesa meira

Stoltenberg lýsir áhyggjum vegna kafbátaumsvifa Rússa

Rússneskur risa-kafbátur siglir inn í höfnina í St. Pétursborg sumarið 2017.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lýsir áhyggjum sínum yfir umsvifum rússneskra kafbáta í viðtali við Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung (FAS) sunnudaginn 24. desember sem hann segir þau mestu síðan í kalda stríðinu. Hann varar við þróuninni grípi NATO ekki til gagnráðstafana. FAS segir að innan NATO hafi menn áhyggjur af vaxandi umsvifum …

Lesa meira

Danski utanríkisráðherrann blandast inn í rússneskt njósnamál

Vladimir Pútín

  Rússi grunaður um njósnir sat í janúar 2017 trúnaðarfund Anders Samuelsens, utanríkisráðherra Dana, og háttsettra stjórnmálamanna í Úkraínu í Kænugarði. Jyllands-Posten hefur heimildir um þetta og birtir frétt um málið laugardaginn 23. desember. Stanislav Jezov (39 ára) starfaði sem túlkur og ritari fyrir Volodymyr Grosyman, forsætisráðherra Úkraínu. Miðvikudaginn 20. …

Lesa meira

Sænski fjármálaráðherrann bendir hælisleitendum á að leita til annars lands

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Stefan Löfven forsætisráðherra.

Jafnaðarmaðurinn Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, hvetur flóttamenn að leita til annarra landa en Svíþjóðar. Aðlögun flóttamanna að sænsku samfélagi sé ekki sem best og hafi ekki verið lengi. „Ég tel að þetta fólk fái betri tækifæri leiti það til annars lands,“ segir hún í samtali við Dagens Nyheter föstudaginn 22. …

Lesa meira

Spánn: Rajoy vill ræða við nýja stjórn Katalóníu en ekki Puigdemont

Mariano Rajoy, forsætisáðherra Spánar.

  Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, býður verðandi héraðsstjórn Katalóníu samstarf en hafnar þó boði frá Carles Puigdemont, leiðtoga fráfarandi héraðsstjórnar, um fund. Puigdemont leitaði skjóls í Brussel eftir að Rajoy og stjórn hans ákvað að héraðsstjórnin í Katalóníu skyldi sótt til saka fyrir stjórnarskrárbrot. Rajoy boðaði síðan til aukakosninga til …

Lesa meira

Framkvæmdastjórn ESB vill refsa Pólverjum vegna dómstólalaga

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands.

„Pólverjar virða réttarríkið eins mikið og aðrar ESB-þjóðir,“ sagði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, á Twitter eftir að framkvæmdastjórn ESB sendi miðvikudaginn 20. desember frá sér tilkynningu um að pólska ríkisstjórnin skapaði hættu fyrir lýðræðisleg gildi sambandsins. Þá sendi pólska utanríkisráðherrann frá sér þessa tilkynningu: „Pólska stjórnin harmar að framkvæmdastjórn ESB hafi …

Lesa meira

Nýtt danskt hættumat: Ógn af netárásum og þrýstingi Rússa eykst

Tölvuþrjótur.

  Vaxandi ógn er af þrýstingi Rússa gegn Dönum segir í nýju hættumati Forsvarets Efterretningstjeneste (FE), eftirgrennslanaþjónustu danska hersins, það er þeirrar stofnunar í Danmörku sem safnar upplýsingum um ytri hættur sem kunna að steðja að danska ríkinu og íbúum þess. FE gaf út árlegt hættumat sitt þriðjudaginn 19. desember. …

Lesa meira

Bandaríkjamenn styrkja herstöðvar umhverfis Rússa með 214 m. dollurum

Bandarísk orrustuþota af F-22 gerð.

Bandaríkjastjórn hyggst verja 214 milljónum dollara til að endurbæta og leggja flugvelli, skapa æfingaaðstöðu og byggja hernaðarmannvirki í austur- og norðurhluta Evrópu í þeim tilgangi að halda „sókn Rússa“ í skefjum segir í frétt Iran Press TV mánudaginn 18. desember. Hernaðarlegu framkvæmdirnar verða við landamæri Rússlands en auk þess á …

Lesa meira

CIA bjargar Kazan-dómkirkjunni í St. Pétursborg

Kazan-dómkirkjan í St. Pétursborg.

Þær fréttir bárust frá rússnesku forsetaskrifstofunni í Kreml sunnudaginn 17. desember að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði miðlað upplýsingum sem komu í veg fyrir að hryðjuverkasamtökin Daesh (Ríki íslams) gætu unnið illvirki með sprengjum í St. Pétursborg. Af þessu tilefni hringdi Vladimír Pútín Rússlandsforseti í Donald Trump Bandaríkjaforseta til að þakka …

Lesa meira