Vinur Rússa og Kínverja endurkjörinn forseti Tékklands

Milos Zeman, forseti Tékklands.

  Milos Zeman (73 ára), forseti Tékklands, náði endurkjöri í embætti sitt í síðari umferð forsetakosninga sem lauk laugardaginn 27. janúar. Zeman hlaut 51,4% atkvæða en Jiri Drahos, keppinautur hans, 48,5%.  Kjörstöðum var lokað klukkan 13.00 að íslenskum tíma laugardaginn 27. janúar, seinni dag, annarrar umferðar kosninganna. Ekki liðu nema …

Lesa meira

Danskur þingmaður segir „katastrófu“ blasa við Grænlendingum

Grænland

Søren Espersen, formaður utanríkismálanefndar danska þingsins, segir í grein á vefsíðunni altinget.dk föstudaginn 26. janúar að „katastrófa“ blasi við Grænlendingum hætti stjórnmálamenn þar ekki að lifa í draumaheimi um sjálfstæði og snúi sér frekar að lausn eigin mála.  Í upphafi greinarinnar segir Espersen, þingmaður Danska þjóðarflokksins, að Grænland sé á …

Lesa meira

Rússneskir tölvuþrjótar nota Katalóníu-deiluna til að grafa undan Spáni og NATO

Maria Dolores Cospedal, varnarmálaráðherra Spánar.

  Rússneskir tölvuþrjótar halda áfram að styðja sjálfstæðissinna í Katalóníu og starfsemi þeirra kann að færast í aukana segir í nýrri skýrslu frá hugveitu á vegum spænska hersins: CESEDEN. Í skýrslunni segir að fyrir Rússum vaki að skapa sundrung og óstöðugleika innan Spánar með vaxandi spennu milli spænskra stjórnvalda og …

Lesa meira

Fyrrverandi forseti Georgíu helsti stjórnarandstæðingurinn í Úkraínu

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu.

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu og stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar í Úkraínu segist vilja bjarga Úkraínu. Tim Sebastian ræddi nýlega við Saakashvili fyrir þýsku fréttastofuna DW. Hér verður vitnað í samtalið sem birtist miðvikudaginn 24. janúar.  „Þjóðin glímir við mikinn vanda. Úkraína kann að splundrast og ég hef miklar áhyggjur …

Lesa meira

Spenna innan NATO vegna hernaðar Tyrkja gegn Kúrdum

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heilsar heiðursverði hermanna.

Sókn tyrkneska hersins gegn hersveitum Kúrda í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands skapar vanda innan NATO. Bandaríkjastjórn er hliðholl Kúrdum. Líkur eru á að spenna magnist milli aðildarríkja NATO vegna málsins.  Rose Gottemoeller, vara-framkvæmdastjóri NATO, var í Ankara, höfuðborg Tyrklands, mánudaginn 22. janúar. Heimsókn hennar var ákveðin með löngum fyrirvara án …

Lesa meira

Vilji til að efla samstarf Frakka og Þjóðverja enn frekar

Konrad Adenauer Þýskalandskanslari og Charles de Gaulle Frakklandsforseti rituðu undir Elysée-sáttmálann 22. janúar 1963.

Efnt var til samtímis funda í franska og þýska þinginu að morgni mánudags 22. janúar til að minnast 55 ára afmælis Elysée-sáttmálans sem miðar að því að efla samstarf Frakka og Þjóðverja.  Í tilefni afmælisins samþykkti þýska þingið ályktun um að enn skyldu tengslin við Frakkland dýpkuð með gerð nýs …

Lesa meira

Stórfundur þýskra Jafnaðarmanna samþykkir að gengið verði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Kristilega

Skipting sæta á þýska þinginu.

Samþykkt var á fundi þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í Bonn sunnudaginn 21. janúar að ganga til lokaviðræðna við Kristilega demókrata (CDU/CSU) um myndun samsteypustjórnar. Flokkarnir lögðu fram drög að stjórnarsáttmála 12. janúar sl. og samþykktu Jafnaðarmenn að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum á grundvelli hans. Alls voru 642 fulltrúar frá öllum sambandslöndum Þýskalands …

Lesa meira

Frakkar hafna kurteislega Ermarsundsbrú

5616

Frakkar höfnuðu föstudaginn 19. janúar kurteislega lauslegri hugmynd Boris Johnsons, utanríkisráðherra Breta, um að smíðuð yrði brú milli Englands og Frakklands yfir Ermarsund. Frakkar sögðu að ekki bæri að blása á langsóttar hugmyndir en mörg verkefni biðu úrlausnar í Evrópu sem væru brýnni en þessi brúargerð. Þegar Emmanuel Macron Frakklandsforseti …

Lesa meira

Áherslur breytast í varnarstefnu Bandaríkjanna – frá hryðjuverkamönnum til Rússa og Kínverja

James Mattis varnarmálaráðherra flytur ræðu í John Hopkins-háskólanum,

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að varnarstefna Bandaríkjanna taki nú mest mið af keppni milli stórvelda en ekki hryðjuverkum. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir „vaxandi ógn frá jafn ólíkum endurskoðunarsinnuðum ríkjum og Kína og Rússlandi,“ sagði ráðherrann þegar hann kynnti stefnuna sem unnin er af varnarmálaráðuneytinu innan ramma þjóðaröryggisstefnunnar sem …

Lesa meira

Sænskir stjórnmálamenn ræða beitingu hervalds gegn glæpahópum.

Morgan Johansson dómsmálaráðherra og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar (t.v.).

Jafnaðarmaðurinn Stefan Løfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði miðvikudaginn 17. janúar að hann útilokaði ekki að beita hernum gegn glæpahópum. Sama dag var gerð sprengjuárás á lögreglustöð í Málmey.  „Það eru ekki fyrstu viðbrögð mín að beita hernum en ég er tilbúinn að gera það sem er nauðsynlegt að til binda enda …

Lesa meira