Búlgarar óttast fólksstraum frá Tyrklandi – Merkel mótmælt í Prag

Bojko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu.

Bojko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist óttast nýja bylgju flótta- og farandfólks haldi ekki samkomulag ESB og Tyrklands sem gert var í mars 2016. Hann minnir á að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hafi þegar á árinu 2015 hótað að hann gæti „sökkt“ Evrópu með aðkomumönnum. Þetta segir Borissov í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) í Þýskalandi föstudaginn 26. ágúst. Forsætisráðherrann segir: …

Lesa meira

Tyrkir senda í fyrsta sinn landher inn í Sýrland gegn Daesh og Kúrdum

Tyrkneskir vígdrekar á leið inn í Sýrland.

  Þáttaskil urðu í stríðinu í Sýrlandi miðvikudaginn 24. ágúst þegar Tyrkir sendu skriðdreka yfir landamærin til að aðstoða uppreisnarmenn við að ná bænum Jarabulus úr höndum Daesh (Ríki íslams) og stöðva jafnframt sókn Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Enn fleiri tyrkneskir skriðdrekar voru sendir á þessar slóðir að morgni fimmtudags 25. ágúst. Tyrkir hafa ekki áður beitt …

Lesa meira

Rætt um ESB-her á fundi þríveldanna á Ítalíu

François Hollande, Matteo Renzi og Angela Merkel á fundinum á Ítalíu

Hugmyndin um að koma á fót Evrópuher undir merkjum ESB var til umræðu á þríveldafundi Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollandes Frakklandsforseta og Matteos Renzis, forsætisráðherra Ítalíu, mánudaginn 22. ágúst á Ítalíu. Ríkisoddvitar landanna þriggja komu saman til að ræða stöðu og stefnu Evrópusambandsins eftir ákvörðun Breta um að segja sig …

Lesa meira

Írönum nóg boðið vegna hroka Rússa – afnámu heimild um afnot af flugvelli

Rússnesk sprengjuþota varpar banvænum farmi sinum yfir Sýrlandi.

Íranir námu mánudaginn 22. ágúst úr gildi heimild til rússneskra yfirvalda um að þau gætu sent sprengjuþotur til árása í Sýrlandi frá flugvelli í Íran. Rússar sögðu þriðjudaginn 16. ágúst að þeir hefðu fengið fótfestu fyrir flugher inn í Íran. Íranir gefa ná skýringu á afturköllun heimildarinnar að opinber viðbrögð …

Lesa meira

Kínverjar reisa flotastöð í Djibouti í Afríku – til marks um hnattræna flotastefnu þeirra

Þarna ætla Kínverjar að reisa fyrstu flotastöð sína erlendis.

  Kínverjar reisa nú fyrstu herstöð sína erlendis. Um er að ræða flotastöð í Djibouti á austurströnd Afríku, ekki langt frá stærstu herstöð Bandaríkjamanna í álfunni. Í The Wall Street Journal (WSJ) segir mánudaginn 22. ágúst að stefnt sé að verklokum við gerð flotastöðvarinnar á næsta ári. Hún sé liður í viðleitni Kínverja til að verða hnattrænt …

Lesa meira

Ný almannavarnastefna Þýskalands gerir ráð fyrir birgðasöfnun almennings vegna hættu á hamförum eða árás

0,,19491219_303,00

Þýska ríkisstjórnin ræðir miðvikudaginn 24. ágúst nýja almannavarnaáætlun þar sem gert er ráð fyrir að borgarar landsins verði skyldaðir til að safna birgðum sem nota megi komi til hamfara eða árásar. Í áætluninni segir að almenningur eigi að búa sig undir að þau ólíklegu atvik verði sem „geti ógnað tilvist …

Lesa meira

Finnar vinna að gerð samnings um varnarsamstarf við Bandaríkjamenn

Timo Soini, utanríkisráðherra Finna.

  Timo Soini, utanríkisráðherra Finna, styður að Finnar geri samning um varnarsamstarf við Bandaríkjamenn. Unnið er að gerð samningsins af finnska varnarmálaráðuneytinu. Frá þessu var skýrt í finnska ríkisútvarpinu YLE laugardaginn 20. ágúst. Utanríkisráðherrann hefði sagt á blaðamannafundi að nánara og dýpra samstarf við Bandaríkjamenn mundi gagnast Finnum bæði í …

Lesa meira

Rússar senda stýriflaugar frá herskipum á Miðjarðarhafi á skotmörk í Sýrlandi

Rússneskri stýriflaug skotið á loft.

    Rússar hertu enn hernaðaraðgerðir sínar í Sýrlandi föstudaginn 19. ágúst þegar þeir skutu í fyrsta sinn stýriflaugum frá herskipum á Miðjarðarhafi á skotmörk í landinu, nokkrum dögum eftir að þeir hófu loftárásir þar með flugvélum frá flugvelli í Íran. Sérfræðingar benda á að með því að beita herafla …

Lesa meira

Rússnesk áróðurssíða birtir þýskan óhróður um Ísland sem ósjálfstætt ríki

1014612861

Á rússnesku net-fréttasíðunni Sputniknews birtist mánudaginn 15. ágúst endursögn af grein eftir Þjóðverjann Joachim Sondern sem birtist á þýska netfréttablaðinu Bürgerstimme laugardaginn 13. ágúst. Sondern (f. 1984) lýsir sjálfum sér sem áhugamanni um þjóðfélagslega heimspeki. Þegar textinn eftir Joachim Sondern er lesinn skýrist vel hvers vegna ritstjórar rússneskrar áróðurssíðu á …

Lesa meira

Rússar gera sprengjuárásir frá Íran á skotmörk í Sýrlandi – þáttaskil í öryggismálum Mið-Austurlanda

Á kortinu sést hve flugleið rússnesku vélanna styttist við að fá aðstöðu í Íran.

Rússneskar sprengjuþotur gerðu miðvikudaginn 17. ágúst annan daginn í röð árásir á skotmörk í Sýrlandi eftir að hafa tekið á loft frá flugvelli í Íran. Í fyrsta sinn í sögunni hefur ríkisstjórn Írans leyft erlendu ríki að nota aðstöðu í landi sínu til árásar á skotmörk í þriðja ríki. Þetta …

Lesa meira