ESB býr sig undir viðnám gegn íslömskum vígamönnum

40574_20170620_sooc

Hryðjuverkasamtökin Daesh (Ríki íslams) tapa nú fótfestu í Sýrlandi og Írak. Julian King, öryggismálastjóri ESB, segir að félagar í samtökunum leggi þó ekki niður vopn og kunni að láta að sér kveða annars staðar. King kynnti miðvikudaginn 18. október á blaðamannafundi í Brussel áætlun um að veita 120 milljónum evra …

Lesa meira

Rússar sagðir hafa æft skyndiárás á Svalbarða um miðjan september

Valdimír Pútín fylgist með Zapad 2017 heræfingunni.

Á vefsíðunni Aldrimer.no segir miðvikudaginn 18. október að Norðmenn og NATO hafi átt sér einskis ills von þegar Rússar æfðu skyndiárás á Svalbarða sem hluta af heræfingunni miklu Zapad 2017 um miðjan september. Vefsíðan sérhæfir sig í fréttum um öryggis- og varnarmálum og segir höfundur greinarinnar, Kjetil Stormark, að hann …

Lesa meira

Norður-Kóreustjórn segir kjarnorkustríð geta hafist á hverri stundu

Kim Jong-un, harðstjóri N-Kóreu.

Starfandi sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), Kim in Ryong, hefur varað við því á vettvangi SÞ að til kjarnorkustríðs kunni að koma. Sendiherrann sagði mánudaginn 16. október í afvopnunarnefnd SÞ að ástandið í Norður-Kóreu væri „komið á mjög hættulegt stig og kjarnorkustríð gæti hafist á hverri stundu“. Hann sagði …

Lesa meira

Norski herinn elfdur í Finnmörku – skammt frá rússnesku landamærunum

soldiers_sniper_rifle_450769

Norski varnarmálaráðherrann kynnti föstudaginn 13. október nýtt skipulag á norska hernum og heimavarnarliðinu. Þar er lögð sérstök áhersla á varnir Norður-Noregs. Komið verður á fót sérstöku hreyfanlegu herfylki í Porsangermoen í Finnmörku, nyrsta fylki Noregs. Þar er um að ræða 400 hermenn og þungavopn. Rússland er fyrir austan Finnmörku. Varnarmálaráðherrann, …

Lesa meira

Austurríki: Mið-hægrimaðurinn Sebastian Kurz (31 árs) næsti kanslari

Sebastian Kurz fagnar kosningasigri.

Formaður austurríska Þjóðarflokksins (ÖVP) Sebastian Kurz (31 árs) er líklegastur til að verða næsti kanslari Austurríkis eftir að mið-hægriflokkur hans fékk flest atkvæði í þingkosningunum sunnudaginn 15. október. Talið er að Kurz myndi stjórn með Frelsisflokknum (FPÖ) sem er til hægri við ÖVP. Þjóðarflokkurinn hlaut 31,5% atkvæða 62 þingmenn ef …

Lesa meira

Austurríki: Jafnaðarmenn óttast að tapa fylgi og völdum

Jafnaðarmaðurinn (SPÖ) Christian Kern, kanslari Austurríkis, á kosningafundi.

Jafnaðarmaðurinn (SPÖ) Christian Kern, kanslari Austurríkis, flutti hörð varnaðarorð gegn hægri bylgjunni meðal kjósenda í lokaræðu sinn í kosningabaráttunni laugardaginn 14. október. Hann varaði við því að mynduð yrði stjórn mið-hægrimanna og þeirra sem eru til hægri við þá eftir kosningarnar sunnudaginn 15. október. „Áratugum saman hafa Austurríkismenn ekki staðið …

Lesa meira

Donald Trump gerir atlögu að kjarnorkusamningnum við Írani

Donald Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti föstudaginn 13. október að hann mundi ekki gera neitt til að tryggja framtíð samningsins sem gerður var við Írana í forsetatíð Baracks Obama og ætlað er að koma í veg fyrir að Íranir eignist kjarnorkuvopn. Forsetinn rifti ekki samningnum fyrir sitt leyti en fór þess á …

Lesa meira

UNESCO: Fyrrverandi menningarmálaráðherra Frakka sigraði í forstjórakjöri

Audrey Azoulay.

UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér tilkynningu föstudaginn 13. október um að Audrey Azoulay (45 ára), fyrrverandi menningarmálaráðherra Frakklands, hefði verið kjörin næsti forstjóri stofnunarinnar á fundi framkvæmdaráðs hennar. Tillaga ráðsins verður lögð fyrir allsherjarþing UNESCO í París í næsta mánuði. Azoulay var í ein af þremur á lokalista …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn segir sig í UNESCO – Ísraelar sigla í kjölfarið

das-hauptquartier-der-unesco

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja Bandaríkin úr UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ) með höfuðstöðvar í París. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti þetta fimmtudaginn 12. október. Í yfirlýsingu ráðuneytisins sagði að það hefði ekki verið létt verk að komast að þessari niðurstöðu.  Hún hefði þó verið óhjákvæmileg vegna þess að ekki reyndist …

Lesa meira

Danska ríkisstjórnin vill stórauka útgjöld til varnarmála

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra (t.h.) og Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra

Danska ríkisstjórnin leggur til að útgjöld til varnarmála hækki um 12,8 milljarða danskra króna aukalega á næstu sex árum. Tillagan var kynnt af Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra miðvikudaginn 11. október. Hún verður grundvöllur viðræðna við aðra flokka um það sem kallað er forsvarsforlig á dönsku, …

Lesa meira