Þýskaland: Meirihlutinn vill herskyldu að nýju

index

  Um þessar mundir ræða Þjóðverjar hvort innleiða eigi herskyldu að nýju en frá henni var horfið árið 2011 vegna sparnaðar í ríkisrekstri. Í blaðinu Die Welt birtist þriðjudaginn 7. ágúst niðurstaða könnunar sem sýndi að 55,6% vilja að herskylda verði tekin upp að nýju. Þá segja 60,8% að herskyldan …

Lesa meira

Breska gyðingasamfélagið sakar Jeremy Corbyn og Verkamannaflokk hans um gyðingahatur

Jeremy Corbyn

  Gyðingasamfélagið í Bretlandi telur að Verkamannaflokkurinn hafi „lýst yfir stríði“ á hendur sér segir einn þingmanna flokksins þegar Jeremy Corbyn flokksleiðtogi glímir við sívaxandi þrýsting vegna þess að hann stóð fyrir viðburði á Minningardegi helfararinnar þar sem ríkisstjórn Ísraels var líkt við nazista. Corbyn sendi frá sér persónulega afsökun …

Lesa meira

Varað við hættu á netblekkingum vegna ESB-kosninga

44528728_303

  Kosið verður til ESB-þingsins í 27 löndum samtímis í lok maí 2019. Framkvæmdastjórn ESB hefur varað við því að reynt verði að beita aðferðum sem kenndar eru við falskar fréttir og tölvuárásir í kosningabaráttunni. Hefur hún hvatt fyrirtæki að baki samfélagsmiðlum og stjórnvöld aðildarríkjanna til að herða aðgerðir gegn …

Lesa meira

Skipafélag í vanda vegna dráps á ísbirni

Þetta er ísbjörninn sem var felldur á dögunum.

  Hart hefur verið sótt að þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd Cruises í netheimum frá því laugardaginn 28. júlí þegar fréttir bárust um að öryggisvörður hefði skotið á ísbjörn og drepið hann. Skemmtiferðaskipið Bremen var við Sjuøyene nyrstu eyjar Svalbarða-eyjaklasans að sögn norskra aðila. Skipafélagið segir atvikið hafa gerst á Spitzbergen, stærstu …

Lesa meira

Bandaríkjaþing undirbýr fjárveitingu vegna umsvifa hers á norðurslóðum

Bandarískir hermenn við þjálfun í Norður-Noregi.

Áhugi bandarískra stjórnvalda á þróun mála á norðurslóðum hefur aukist undanfarin ár. Áform eru uppi um að smíða ísbrjóta í stað þeirra sem eru úr sér gengnir. Nú hafa bandarískir þingmenn sent Jim Mattis varnarmálaráðherra tilmæli um að hann gefi þinginu skýrslu um hvernig háttað sé tækjakosti og þjálfun hermanna …

Lesa meira

Undrun og reiði vegna trúgirni Trumps gagnvart Pútín

Michael McFaul.

  Michael McFaul er forstjóri Freeman Spogli Institute for International Studies í Bandaríkjunum og Hoover-félagi við Stanford-háskóla. Hann var 2012 til 2104 sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu og hefur nýlega sent frá sér bókina: From Cold War to Hot Peace: An American Ambassador in Putin’s Russia. Michael McFaul er gestadálkahöfundur í …

Lesa meira

Rússar leiksoppar kínverska hersins í austri

Vladimír Pútín Rússlandsforseti var gestur Xi Jinping Kínaforseta 8. júní 2018. Hér skoða þeir heiðursvörð kínverskra hermanna.

Alltof mikið er gert úr því að NATO ógni Rússlandi úr vestri, á sama tíma er rússneski herinn látinn drabbast niður í austri, segir rússneskur herfræðingur. Aleksander Khramsjikhin, deildarstjóri í Miðstöð stjórnmálafræða í Moskvu, gerir grín að sameiginlegum yfirlýsingum kínverskra og rússneskra ráðamanna undanfarin ár um „strategíska samvinnu“ sína á …

Lesa meira

Pútín hyllir herflotann í St. Pétursborg

Vladimír Pútín heilsar sjóliða á flotadeginum.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti tók þátt hátíð rússneska herflotans í St. Pétursborg sunnudaginn 29. júlí og boðaði komu 26 nýrra herskipa í flotann, nokkur þeirra verða vopnuð Kalibr-stýriflaugum. „Á árinu 2018 bætast alls 26 ný herskip við flotann, mótórbátar og skip, þar á meðal fjögur orrustuskip með Kalibr-stýriflaugar,“ sagði forsetinn í …

Lesa meira

Norður-Kóreumenn halda áfram eldflauasmíði

Eldflaugasmiðja í N-Kóreu.

Bandarískar njósnastofnanir sjá merki þess að Norður-Kóreumenn smíði nú nýjat eldflaugar í sömu smiðju og notuð var til að smíða fyrstu langdrægu flaugarnar sem nota má til árása á Bandaríkin. The Washington Post (WP) hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum í tengslum við stofnanirnar mánudaginn 30. júlí. Við mat sitt á …

Lesa meira

Fagnaðarfundur hjá Trump og Conte í Hvíta húsinu

Giuseppe Conte og Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði nýjum forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sérstaklega fyrir harða afstöðu stjórnar hans í útlendingamálum í Hvíta húsinu mánudaginn 30. júlí. Trump sagði að segja mætti um sig og ítalska forsætisráðherrann að þeir hefðu báðir verið „utangarðsmenn í stjórnmálum“ þegar þeir hófu pólitíska baráttu sína og stjórnir þeirra …

Lesa meira