Vannýtt tækifæri til vörslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er einstök aðstaða fyrir íslensk stjórnvöld til að verjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi eins og fram kemur í nýlegri skýrslu greiningardeild ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017. Hér er þessi kafli úr skýrslunni birtur í heild: „Hvað skipulagða afbrotastarfsemi varðar hefur Flugstöð Leifs Eiríkssonar sérstöðu. Segja má að …

Lesa meira

Katalónía lýst sjálfstætt lýðveldi

28spain5-superjumbo

Þing Katalóníu samþykkti föstudaginn 27. október að lýsa yfir sjálfstæðu lýðveldi í Katalóníu. Tillagan var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 10 en 55 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Skömmu síðar samþykkti öldungadeild spánska þingsins í Madrid með 214 atkvæðum gegn 47 með einni hjásetu heimild til ríkisstjórnar Spánar að beita ákvæðum …

Lesa meira

ESB-þingið: Samþykkt að innleiða nýtt vörslukerfi á ytri landamærum Schengen-svæðisins

Við landamæravörslu.

ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 25. október nauðsynlegar heimildir fyrir framkvæmdastjórn ESB, leiðtogaráð ESB og ráð Schengen-samstarfsríkjanna til að innleiða nýtt eftirlitskerfi á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Á ensku er talað um entry-exit system sem verði hluti af starfsreglum og gagnarunnum vegna vörslu ytri landamæra Schengen-svæðisins. Gerður verður gagnagrunnur um alla ferðamenn sem …

Lesa meira

Boðar framboð gegn Pútín í forsetakosningunum í mars 2018

Ksenia Sobstjak.

Ksenia Sobstjak, dóttir fyrrverandi borgarstjóra St. Pétursborgar, undirbýr framboð í rússnesku forsetakosningunum í mars 2018 og hefur fengið fyrrverandi ráðgjafa Boris Jeltsíns í forsetakosningunum 1996 til að aðstoða sig. Í franska blaðinu Le Monde segir miðvikudaginn 25. október að Ksenia Sobstjak sé ekki aðeins blaðamaður, hún sé einnig dóttir Anatolis …

Lesa meira

Kína: Xi Jinping hafinn á stall hjá Mao – vill herða tök kommúnistaflokksins

Xi Jinping þakkar flokksþingsfulltrúum.

Þingi Kommúnistaflokks Kína lauk með því þriðjudaginn 24. október í Peking að ákvæði um að virða bæri hugmyndafræði Xi Jinpings forseta var sett í kínversku stjórnarskrána. Þetta er einstæð ákvörðun og þykir benda til þess að Xi ætli að skipa sér við hlið Mao Zedongs formanns í leiðtogaröð kínverskra kommúnista. …

Lesa meira

Japan: Abe vinnur stórsigur – setur varnarmál á oddinn

Shinzo Abe forsætisráðherra Japans

Miklar hræringar eru í japönskum stjórnmálum þessa dagana.  Í september síðastliðnum leystist stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Lýðræðisflokkurinn (Democratic Party), upp eftir að borgarstjóri Tokýó stofnaði nýjan flokk, Vonarflokkinn (Party of Hope).  Margir úr Lýðræðisflokknum fóru yfir í hann en aðrir stofnuðu Lýðræðislega stjórnarskrárflokkinn (Constitutional Democratic Party of Japan) sem síðar tók …

Lesa meira

Kalífatið er fallið í Írak og Sýrlandi – liðsmenn Daesh á vergangi

Frá Raqqa

  Fyrir þremur árum og þremur mánuðum lýsti svonefndur emir Daesh (Ríkis íslams), Abu Bakr al-Baghdadi, yfir því í al-Nuri moskunni í Mosul í Írak að kalífat hryðjuverkasamtakanna væri komið til sögunnar og árið væri 1435 samkvæmt íslömsku tímatali. Nú er þetta ríki úr sögunni. Nú hefur sameiginlegur herafli kúrda, …

Lesa meira

Einræðisherrann Robert Mugabe verður vináttusendiherra WHO

Robert Mugabe

Nýr yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus fyrrverandi heilbrigðisráðherra Eþíópíu, hefur skipað Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, sem vináttusendiherra samtakanna og falið honum það verkefni að berjast gegn langvinnum sjúkdómum (non communicable diseases). Tilkynnti forstjóri WHO þetta á fundi í Uruguay og fór lofsamlegum orðum um almenna heilsugæslu undir stjórn …

Lesa meira

Ótti um að NATO geti ekki varið austur væng sinn gegn Rússum

Rússneskir hermenn koma fyrir meðaldrægri eldflaug sem getur borið kjarnaodda gegn borgum í Evrópu.

Í trúnaðarskýrslu sem unnin var á vegum NATO er dregið í efa að bandalagið geti varið aðildarríki sín gegn árás Rússa. Í NATO-löndum í austurhluta Evrópu ríkir ótti við að Rússar ráðist inn í löndin. Vitnað er í skýrsluna í nýjasta hefti þýska vikuritsins Der Spiegel sem kom út laugardaginn …

Lesa meira

Nýr utanríkisráðherra í Noregi: Ine Eriksen Søreide

Erna Solberg forsætisráðherra (t.v.) og Ine Eriksen Søreide, nýr utanríkisráðherra Noregs.

  Nýr utanríkisráðherra hefur verið skipaður í Noregi. Varnarmálaráðherra Ine Eriksen Søreide (41árs) verður utanríkisráðherra eftir að Børge Brende, fráfarandi utanríkisráðherra, hverfur til starfa hjá World Economic Forum (WEF) í Sviss. Frank Bakke-Jensen verður varnarmálaráðherra og Marit Berger Røsland Evrópumálaráðherra. Nú eru þrjár konur í helstu ráðherraembættum Noregs, hægrikonurnar Erna …

Lesa meira