CIA bjargar Kazan-dómkirkjunni í St. Pétursborg

Kazan-dómkirkjan í St. Pétursborg.

Þær fréttir bárust frá rússnesku forsetaskrifstofunni í Kreml sunnudaginn 17. desember að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði miðlað upplýsingum sem komu í veg fyrir að hryðjuverkasamtökin Daesh (Ríki íslams) gætu unnið illvirki með sprengjum í St. Pétursborg. Af þessu tilefni hringdi Vladimír Pútín Rússlandsforseti í Donald Trump Bandaríkjaforseta til að þakka …

Lesa meira

Washington Post sakar Trump um aðgerðarleysi gegn netárásum Rússa

Donald Trump og Vladimir Pútín.

Fréttir frá Bandaríkjunum sunnudaginn 17. desember voru á þann veg að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynni að reka sérstaka saksóknarann sem rannsakar íhlutun Rússa í bandarísku kosningarnar árið 2016. Geri forsetinn það ekki kunni hann á annan hátt að spilla fyrir framgangi rannsóknarinnar. Sama sunnudag birti blaðið The Washington Post leiðara …

Lesa meira

Pútín vill stórauka atvinnustarfsemi á norðurslóðum í samvinnu við Kínverja

Pútín á árlegum blaðamannafundi 14. desember 2017.

Atvinnustarfsemi í nyrstu héruðum Rússlands við Norður-Íshaf í samvinnu við Kínverja hefur forgang hjá Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Þetta kom fram á árlegum blaðamannafundi hans  í Moskvu. Um 1.400 fjölmiðlamenn sóttu fundinn og stóð hann í 4 klukkustundir fimmtudaginn 14. desember. Það var blaðamaður frá Komi-lýðveldinu sem spurði forsetann um hver …

Lesa meira

Bretar óttast að Rússar valdi tjóni á neðansjávarstrengjum

Kortið sýmir leiðir neðansjávarstrengja.

  Æðsti yfirmaður breska hersins, Sir Stuart Peach, varar við hættunni á að Rússar valdi skaða á fjarskipta- og netsrengjum í hafdjúpunum. Hann segir að Bretar og NATO verði að forgangsraða til að vernda betur neðansjávarstrengi. Í ræðu sem Sir Stuart Peach flutti hjá Royal United Services Institute (RUSI) breskri …

Lesa meira

Tillerson fær tiltal úr Hvíta húsinu

Secretary of State Rex Tillerson waits to speak at the 2017 Atlantic Council-Korea Foundation Forum in Washington, Tuesday, Dec. 12, 2017. (AP Photo/Susan Walsh)

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þriðjudaginn 12. desember Bandaríkjamenn tilbúna til viðræðna Norður-Kóreumenn „án fyrirvara“. Embættismenn forsetaskrifstofunnar lýstu strax annarri skoðun. Með því að taka annan pól í hæðina en Rex Tillerson gerðu menn Trumps enn einu lítið úr orðum utanríkisráðherrans. Þeir sögðu miðvikudaginn 13. desember að ekki yrði efnt …

Lesa meira

Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna leiðir til „kappsamari þátttöku“ þeirra á alþjóðavettvangi

H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Bandaríkjastjórn kynnir nýja þjóðaröryggisstefnu mánudaginn 18. desember. Markmið hennar er að tryggja sömu skipan heimsmála og ríkt hefur frá síðari heimsstyrjöldinni þrátt fyrir tilraunir Rússa og Kínverja til að kollvarpa henni segir í frétt fréttastofunnar Voice of America (VOA) þriðjudaginn 12. desember. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, segir að nýja …

Lesa meira

Juncker fagnar nýju skrefi í átt til evrópsks varnarsambands

Jean-Claude Juncker

Gegnsæi er ekki alltaf leiðarljós við töku ákvarðana á vettvangi Evrópusambandsins. Nýtt varnarsamband innan ramma ESB ber til dæmis enska nafnið: Permanent Structured Cooperation (PESCO). Nú hafa ríkisstjórnir 25 ESB-ríkja kynnt 17 samstarfsverkefni innan ramma varnarsamstarfsins með samþykki framkvæmdastjórnar ESB. Af þessu tilefni er haft eftir Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnarinnar, …

Lesa meira

RAND segir Bandaríkjaher standa halloka gegn Rússum og Kínverjum

x1512659562582-jpg-pagespeed-ic-undolsc9cr

Bandaríkjamenn tapa að öllum líkindum hernaðarátökum hvort heldur við Rússa eða Kínverja segir bandaríska hugveitan RAND Corporation og telur að Bandaríkjaher skorti þjálfun og viðbragðsflýti. Nýjasta skýrsla RAND-stofnunarinnar í Kaliforníu ber heitið US Military Capabilities and Forces for a Dangerous World hefur að geyma þá spá að Bandaríkjaher færi líklega …

Lesa meira

Þýska leyniþjónustan varar viö vaxandi hættu af íslamistum

Þýskir lögreglumenn við athugun á skilríkjum.

Yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar segir að í Þýskalandi laðist æ fleiri múslimar til bókstafstrúar Salafista. Hreyfing þeirra er að mati þýskra yfirvalda hugsanlegur jarðvegur fyrir íslamska hryðjuverkamenn. Hans-Georg Maassen, yfirmaður þeirrar greinar þýsku leyniþjónustunnar (BfV), sem heldur uppi upplýsingaöflun og greiningu innan lands, sagði þetta sunnudaginn 10. desember. Maassen sagði að …

Lesa meira

Gasútflutningur hafinn frá Jamal-skaga – siglingar á Norðurleiðinni aukast

Það er kuldalegt við gasdælurnar við íshafið.

  Fyrsti farmurinn af kældu, fljótandi jarðgasi (LNG) var lestaður um borð í skipið Christophe de Margerie í höfninni Sabetta á Jamal-skaga við íshafsströnd Rússlands föstudaginn 8. desember. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og orkumálaráðherra Sádí-Arabíu tóku þátt í hátíðlegri athöfn af þessu tilefni. Þarna er ein mesta jarðgasvinnsla í heimi og …

Lesa meira