Ómönnuðum eftirlitsvélum fjölgar í bandaríska flotanum

Ómönnuð eftirlitsvél af gerðinni MQ-4C.

Sérfræðingar bandaríska flotans í eftirlitsflugi hafa pantað þrjá nýjar, langdrægar, ómannaðar eftirlitsflugvélar af gerðinni MQ-4C Triton sem notaðar eru til að njósna, eftirlits og könnunar á víðáttumiklum haf- og strandsvæðum. Northrop Grumman Aerospace Systems í San Diego smíða vélarnar og er kaupverðið alls 255.3 milljónir dollara. MQ-4C Triton má halda …

Lesa meira

Sænska öryggislögreglan snýst til varna í þágu kosningabaráttunnar

Anders Thornberg

Yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar (Säpo) segir í samtali við BBC sem birtist fimmtudaginn 4. janúar að stofnunin takist ekki aðeins á við aukna hættu vegna hryðjuverka heldur einnig áhrif upplýsingafölsunar og falskra frétta.  Anders Thornberg, forstjóri Säpo, segir að líklega verði meiri umsvif hjá stofnun sinni í ár en í fyrra …

Lesa meira

Hælisleitendum snarfækkar milli ára í Danmörku og Noregi

Við landamæri Danmerkur.

Tæplega 3.500 manns sóttu um hæli í Danmörku árið 2017, hælisleitendur hafa ekki verið færri í landinu síðan 2008. Tölurnar fyrir árin 2015 og 2016 þegar talið er að flestir farand- og flóttamenn hafi streymt til landsins sýndu að annars vegar hefðu 14.792 manns og hins vegar 21.316 sótt um …

Lesa meira

Átök forseta og ríkisstjórnar Moladavíu vegna ráðherraembætta

Igor Dodon, forseti Moldavíu.

Igor Dodon, forseti Moldavíu, hallur undir Rússa, hafnar niðurstöðu stjórnlagadómstóls landsins sem hefur leyst hann tímabundið frá embætti vegna ágreinings forsetans og ríkisstjórnarinnar um skipan ráðherra í ríkisstjórn andstæðinga sinna sem eru hlynntir samstarfi við Vesturlönd. „Dómstóllinn hefur enn einu sinni staðfest ímynd sína sem stimpill í höndum stjórnmálamanna en …

Lesa meira

Umtalsverð aukning boðuð á flugeftirliti rússneska Norðurflotans

Herstöðin í Nagurskoje á Franz Josef landi

Eftirlitsflugvélar rússneska Norðurflotans fá stærra athafnasvæði á árinu 2018 en áður megi marka fréttatilkynningu flotans sem sagt er frá á vefsíðunni Barents Observer þriðjudaginn 2. janúar. Í flugflotanum eru rúmlega 70 vélar af gerðunum Tu-142 og Il-38. Þær eru sendar yfir Norður-Íshaf og verður eftirlitssvæði þeirra stækkað „umtalsvert“ í ár. …

Lesa meira

Kim hótar Bandaríkjamönnum – friðmælist við Suður-Kóreumenn

Kim Jong-un flytur nýársávarp.

  Kim Jong-un, eimræðisherra Norður-Kóreu, hreykti sér af því í nýársávarpi sínu mánudaginn 1. janúar að hann hefði kjarnorkuhnappinn á skrifborði sínu og öll Bandaríkin væru innan skotmáls vopna hans – hann sagðist þó ekki gera árás nema sér yrði ógnað. Kim lofaði að á nýju ári mundi hann helga …

Lesa meira

Mótmæli í Íran harðna – dreifð um allt landið

Myndin er tekin laugardag 30. desember og sýnir námsmenn og lögreglu í Teheran.

Þúsundir mótmælenda streymdu út á götur og torg í Íran sunnudaginn 31. desember, fjórða daginn í röð. Til átaka hefur komið í Teheran, höfuðborg Írans, milli mótmælenda og lögreglu. Þá hafa stuðningsmenn klerkastjórnar landsins einnig farið í göngur til stuðnings stjórnvöldum. Fréttir eru óljósar af því hve víðtæk mótmælin eru …

Lesa meira

Kínversk og rússnesk skip grunuð um olíusmygl til Norður-Kóreu

Olíuskipið Lighthouse Winmore (11.253 lestir) sem skráð er í Hong Kong .

  Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa kyrrsett olíuskipið Lighthouse Winmore (11.253 lestir) sem skráð er í Hong Kong og sakað áhöfn þess um að flytja 600 lestir af hreinsuðu eldsneyti um borð í skip frá Norður-Kóreu í október 2017 í trássi við viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Skýrðu stjórnvöld S-Kóreu frá þessu …

Lesa meira

Trump óttast ekki niðurstöðu sérstaks saksóknara – segir tafir við rannsóknina spilla orðspori Bandaríkjanna

Donald Trump kveður blaðamenn áður en hann leggur af stað til Palm Beach, Flórída.

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sannfærður um að hann muni njóta sanngirni af hálfu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara á hugsanlegri íhlutun Rússa í bandarísku kosningabaráttuna árið 2016. Forsetinn segir þetta í óundirbúnu viðtali blaðamanns The New York Times (NYT) sem tekið var í matsal golfklúbbs forsetans á West Palm Beach í …

Lesa meira

Hörmungarnar í Jemen kalla á tarfarlausa lausn á átökum

Frá Jemen.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Borgarastríðið í Jemen hefur nú staðið yfir í tæp þrjú ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum stendur engin þjóð frammi fyrir meiri hörmungum en Jemenar nú um stundir.   Tímaritið The Economist fjallaði nýlega um átökin í landinu og er þessi pistill að mestu leyti reistur á umfjöllun …

Lesa meira