Martin Schulz segir af sér sem leiðtogi SPD

Martin Schulz.

  Martin Schulz tilkynnti þriðjudaginn 13. febrúar að hann segði tafarlaust af sér sem leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD). „Með afsögn minni og ákvörðun um að taka ekki setu í ríkisstjórninni vil ég binda enda á umræður um menn í SPD svoa að flokksmenn geti beint allri athygli sinni að stjórnarsáttmálanum.“ …

Lesa meira

Mikheil Saakashvili rekinn frá Úkraínu til Póllands

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu.

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu, hefur verið fluttur með valdi frá Úkraínu til Póllands. Landamæragæsla Úkraínu sagði mánudaginn 12. febrúar að hann hefði dvalist ólöglega í landinu og komið án lögmætra skilríkja frá Póllandi og þess vegna væri honum brottvísað þangað.  Lögfræðingur Saakashvilis líkti brottflutningnum við „mannrán“. Forsetinn fyrrverandi fékk …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Hollands fór rangt með hlut sinn í fundi með Pútín

Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands,

Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, viðurkenndi mánudaginn 12. febrúar, áður en hann hélt til fundar í Moskvu, að hann hefði sagt ósatt um þátttöku í umdeildum fundi með Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Zijlstra (49 ára) varð utanríkisráðherra í október 2017. Hann sagðist hafa hitt Pútín með fleirum á sveitasetri forsetans árið …

Lesa meira

Þýski herflotinn dregur saman seglin

Aðstoðarskipið Berlin

Þingkjörinn umboðsmaður þýska hersins, Jafnaðarmaðurinn Hans-Peter Bartels, hvetur til þess að þýski flotinn hætti að senda freigátur í verkefni á vegum NATO, ESB og SÞ. Hann telur herinn einfaldlega ekki ráða yfir nógu mörgum skipum til þess. Rætt var við Bartels í Bild am Sonntag 11. febrúar og sagði hann …

Lesa meira

Tölvuárás gerð á vetrarólympíuleikanna

38853159_303

Sérfræðingar Suður-Kóreustjórnar vinna að því að upplýsa hvernig tölvuþrjótum tókst að trufla setningarathöfn vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang föstudaginn 9. febrúar. Þráðlaust innra kerfi og netsamband var rofið.  Mark Adams, talsmaður alþjóðaólympíunefndarinnar, sagði að allt benti til árásar á netkerfið en nú hefðu varnir þess verið auknar. Hann sagðist ekki ætla að …

Lesa meira

Ísraelar missa orrustuþotu vegna átakanna í Sýrlandi

Flakið af ísraelsku þotunni.

Ísraelsk F-16 orrustuþota féll til jarðar eftir að skotið var á hana frá Sýrlandi að lokinni árás á írönsk skotmörk í Sýrlandi, sagði í tilkynningu Írsaelshers laugardaginn 10. febrúar. Tveir flugmenn björguðust í fallhlíf áður en vélin skall á jörðu í norðurhluta Ísraels. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og er …

Lesa meira

Þýskaland: Martin Schulz á útleið úr forystu SPD – verður ekki ráðherra

Martin Schulz

Martin Schulz, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD), tilkynnti föstudaginn 9. febrúar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir ráðherraembætti í næstu ríkisstjórn Þýskalands. Hann hafði verið orðaður við embætti utanríkisráðherra og látið í ljós áhuga á að gegna því. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni innan flokks síns fyrir að lýsa þessum …

Lesa meira

Óvissa í öryggismálum einkennir ársskýrslu MSC

Frá öryggisráðstefnunni í München 2017.

  Árlega öryggisráðstefnan verður haldin í München dagana 16. til 18. febrúar. Fimmtudaginn 8. febrúar birtist úttekt á stöðu öryggismála í heiminum sem samin er af sérfræðingum ráðstefnunnar og ber að þessu sinni fyrirsögnina: Að brúninni – og til baka? og lýsir hún óvissunni sem talin er ríkja um þessar …

Lesa meira

Soros safnar fé til að halda Bretum í ESB

telemmglpict000152494402_trans_nvbqzqnjv4bq-wiowl5ah7faej8iwjw2yw_hdvitmvo3lokbtz3uvfi

  Brexit-samkomulag, það er úrsagnarskilmála Breta, og stuðla þannig að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu eða þingkosningum. Segir The Telegraph að þetta komi fram í aðgerðaáætlun sem lekið hafi verið frá undirbúningsnefnd aðgerðanna. Í skjalinu segir að með baráttunni sem hefjist nú undir lok febrúar sé stefnt að því að „vekja þjóðina til …

Lesa meira

Stóru þýsku flokkarnir boða stjórnarsamstarf til 2021

Martin Schulz, Horst Seehofer og Angela Merkel.

Forsvarsmenn Evrópusambandsins fögnuðu miðvikudaginn 7. febrúar að tekist hefði samkomulag um samstarf stjórnarflokkanna í Þýskalandi á kjörtímabilinu til 2021. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, SPD, og væntanlegur utanríkisráðherra sagði að með endurnýjun stjórnarsamstarfsins yrðu Þjóðverjar að nýju „virkir og leiðandi afl innan Evrópusambandsins“. Á blaðamannafundi með forystumönnum kristilegu samstarfsflokkanna sagði Schulz …

Lesa meira