Tyrkland: Erdogan flýtir þingkosningum í von um að halda stöðu sinni

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.

  Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kom á óvart í fyrri viku með því að flýta kosningum sem áttu að vera í nóvember 2019 til 24. júní 2018. Fyrir ákvörðun forsetans eru taldar þrjár ástæður: flokkspólitískar, efnahagslegar og hernaðarlegar. Stjórnmál Stjórnmálaskýrendur segja að með ákvörðun sinni hafi forsetinn viljað taka …

Lesa meira

Viðamikil 17 þjóða heræfing undir stjórn Breta

Frá flotastöðinni í Clyde-firði í Skotlandi.

Meira en 11.600 hermenn frá 17 löndum taka þátt í heræfingunni Joint Warrior sem stjórnað er frá bresku flotastöðinni í Clyde i Skotlandi og stendur í tvær vikur frá 21. apríl til 4. maí. Er hún ein mesta sinnar tegundar í Evrópu. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Breta, sagði að með æfingunni …

Lesa meira

Forsetafrú N-Kóreu hampað í aðdraganda leiðtogafunda

Forstahjón N-Kóreu koma á kínverska ballettsýningu í heumaborg sinni.

  Kim Jong-un, einræðisherrra Norður-Kóreu, hefur veitt konu sinni titilinn „first lady“ eða forsetafrú. Sérfræðingar segja að í þessu felist mikil upphafning fyrir hana áður en kemur til leiðtogafundanna fyrst með forseta Suður-Kóreu föstudaginn 27. apríl og síðar með forseta Bandaríkjanna. Í ríkisútvarpi Norður-Kóreu var vísað til Ri Sol-ju sem …

Lesa meira

Fulltrúadeild franska þingsins herðir útlendingalögin

Úr neðri deild franska þingsins.

    Fulltrúadeild franska þingsins samþykkti sunnudaginn 22. apríl breytingu á útlendingalögum sem herðir skilyrði fyrir hælisvist í landinu, stuðlar að hraðari afgreiðslu hælisumsókna og auðveldar brottflutning fólks. Hart var deilt um frumvarpið sem sætti gagnrýni frá mannréttindasamtökum og leiddi til áður óþekkts ágreinings í þingflokki Emmanuels Macrons forseta sem …

Lesa meira

Spenna magnast í Armeníu – forsætisráðherra sakaður um ofríki

Forsætisráðherra Armeníu strunsar á brott úr sjónvarpsviðtali.

  Serzh Sargsyan, forsætisráðherra Armeníu, hafði ekki setið nema örstuttan tíma í beinni sjónvarpsútsendingu með Nikol Pashinian, aðgerðasinna og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sunnudaginn 22. apríl þegar hann stóð á fætur og hvarf á braut.   Eftir slit viðræðnanna kom til árekstra milli lögreglu og stjórnarandstæðinga á götum úti í höfuðborginni Yerevan. …

Lesa meira

Kim Jong-un segir ekki lengur þörf á tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar

Miðstjórn kommúnistaflokks N-Kóreu á fundi 20. apríl 2018.

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, tilkynnti laugardaginn 21. apríl að ekki væri lengur þörf á því að efna til tilrauna með kjarnorkuvopn eða langdrægar eldflaugar í landi sínu. Tilraunasvæðum með kjarnorku yrði lokað. „Tilraunasvæðin með kjarnorku hafa lokið hlutverki sínu,“ var haft eftir Kim í ríkisútvarpi hans. Litið er á …

Lesa meira

Kim Jong-un setur Bandaríkjamönnum ekki lengur úrslitakosti vegna herstöðva

Frá sameiginlegir æfingu hermanna Bandaríkjanna og S-Kóreu.

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, hefur fallið frá kröfu sem til þessa hefur verið úrslitakostur hans vegna allra samninga við Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn. Hann setur ekki lengur sem skilyrði að bandaríski herinn verði fluttur frá Suður-Kóreu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, skýrði frá þessu fimmtuadaginn 19. apríl. Forsetinn hittir Kim Jong-un …

Lesa meira

Breyttur og betri tónn milli ráðamanna Póllands og ESB

Vísundar í Bialowieska -skógi. Póslka stjórninr virðir ESB-dómínn til varnar skóginum.

  Pólska ríkisstjórnin tapaði þriðjudaginn 17. apríl máli fyrir ESB-dómstólnum þar sem tekist var á um verndun Bialowieska-skógar. Pólski umhverfisráðherrann þrefaldaði árið 2016 fjölda trjáa sem mætti höggva í skóginum og rauf þar með bann við frekara skógarhöggi í honum. Þá var í fyrra ákveðið að fjarlægja tré með sníkjudýr …

Lesa meira

Frakkland: Neikvæðni magnast vegna umbótatillagna Macrons

Frá mótmælagöngu gegn Macron.

  Birtar voru niðurstöður skoðanakönnunar í Frakklandi miðvikudaginn 18. apríl sem sýndu að 58% franskra kjósenda voru neikvæðir í garð Emmanuels Macrons forseta. Nú er um ár frá því að Macron (40 ára) hlaut kjör sem forseti, verkföll og mótmæli setja vaxandi svip á franskt þjóðlíf. Þyrkir mörgum forsetinn hafa …

Lesa meira

Macron á ESB-þinginu: Vaxandi hrifning á ófrjálslyndi minnir á borgarastríð

Emmanuel Macron flytur ræðu á ESB-þinginu.

Nú þegar um eitt ár er liðið frá því að Emmanuel Macron (40 ára) var kjörinn forseti Frakklands flutti hann í fyrsta sinn ræðu á ESB-þinginu þar sem hann hvatti til öflugra umbóta og opinna viðræðna við Evrópubúa. Hann sagðist ekki vilja vera hluti af kynslóð svefngengla sem hefði gleymt …

Lesa meira