Frakkar og Þjóðverjar árétta mikilvægi ESB-hers í nýrri skýrslu

Liðsmenn Eurocorps í Strassborg.

  Frakkar og Þjóðverjar hafa lagt fram sameiginlega tillögu um „virkari og gagnlegri“ varnarmálastefnu ESB, sagði franska varnarmálaráðuneytið við AFP-fréttastofuna föstudaginn 9. september. Um er að ræða skjal sem kynnt er af Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakka, og Ursulu von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Franska ráðuneytið segir að í því …

Lesa meira

Bandaríkjamenn og Rússar leggja grunn að friðarsamningi í Sýrlandi

John Kerry og Sergei Lavrov.

  Bandaríkjamenn og Rússar hafa náð samkomulagi um víðtækt vopnahlé sem ætlað er að binda enda á fimm ára stríð í Sýrlandi. Með samkomulaginu er lagður grunnur að pólitískri lausn á átökum sem hafa orðið meira en 200.000 manns að aldurtila. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, …

Lesa meira

Skemmtiferðaskip en ekki vöruflutningar í Norður-Íshafi

Crystal Serenity

  Fyrir nokkrum dögum sigldi skemmtiferðarskipið Crystal Serenity með rúmlega eitt þúsund farþega norðvesturleiðina, það er í Norður-Íshafi fyrir norðan Kanada, frá Asíu til Evrópu. Ferðin verður Adam Minter hjá Bloomberg-fréttastofunni tilefni fimmtudaginn 8. september til að skrifa hugleiðingu um hvort þessi ferð skipsins, sem á að endurtaka að ári, …

Lesa meira

Rússneska orrustuþotur ögra bandarískum kafbátaleitarvélum yfir Svartahafi

Nefið á Poseidon P-8 vél.

Rússneskri orrustuþotu af gerðinni Sukhoi Su-27 var flogið í aðeins þriggja metra fjarlægð frá bandarískri Poseidon P-8 kafbátaleitarvél bandaríska flotans skammt frá rússnesku landamærunum á Svartahafi miðvikudaginn 7. september. Bandaríkjamenn telja atvikið hafa skapað hættuástand. Bandarísk stjórnvöld fordæmdu miðvikudaginn 7. september sem „hættulegt“ flug rússneskrar orrustu fyrir framan bandaríska eftirlitsflugvél …

Lesa meira

Svíar öruggari innan NATO – segir í nýrri skýrslu

Þýakur hermaður á heræfingu í Litháen.

  Verði stríð á Eystrasalti kunna Rússar að ráðast fyrst á Svíþjóð. Svíar geta þó ekki varist án aðstoðar annarra. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent verður sænsku ríkisstjórninni í föstudaginn 9. september og sýnir að það hefur fleiri kosti fyrir Svía að ganga í NATO segir í grein …

Lesa meira

Hauststarf Varðbergs: Fundur og þrjár ráðstefnur – 10 ár frá brottför varnarliðsins

apple-icon-120x120

  Tíu ár frá brottför varnarliðsins Í tilefni af því að í september 2016 eru 10 ár liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi boðar Varðberg til fundar og þriggja ráðstefna um öryggis- og varnarmál haustið 2016.   Fundur: NATO OG MIKILVÆGI GIUK-HLIÐSINS föstudaginn 23. september kl. 12.00 til 13.00 …

Lesa meira

Lögð áhersla á að hraða gerð áætlana um ESB-her

Frederica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri NATO.

Innan Evrópusambandsins hefur verið hraðað vinnu við að koma á fót  ESB-herafla sem sumir óttast að kunni á síðari stigum að koma í stað hernaðarsamstarfs aðildaríkjanna á vettvangi NATO. Á vefsíðunni Telegraph.co.uk. segir að háttsettir embættismenn innan ESB hvetji stjórnendur aðildarríkjanna til að nýta sér sem best „pólitíska svigrúmið“ sem …

Lesa meira

Kjarnorkuver í eign Rússa og frelsi Finna í utanríkis- og öryggismálum

ROSATOM

Rússar hafa sagt afdráttarlaust að markmið þeirra sé að þrengja svigrúm Finna í öryggismálum og hindra að þeir geti að fullu lagað sig að þátttöku í samstarfsstofnunum Vesturlanda. Á þennan hátt lýsir Yrsa Grüne, sérfræðingur Hufvudstadsbladet í Finnlandi, niðurstöðu nýlegrar skýrslu um framgöngu Rússa í nágrenni Finnlands (sjá vardberg.is 1. september 2016). …

Lesa meira

Merkel fær slæma útreið vegna útlendingastefnunnar

Félagar í AfD mótmæla útlendingastefnu Angelu Merkel.

Kristilegir demókratar (CDU) í Þýskalandi, flokkur Angelu Merkel kanslara, fengu slæma útreið í kosningum til þings sambandslandsins Mecklenburg-Vorpommern sunnudaginn 4. september. Þeir urðu í þriðja sæti á eftir jafnaðarmönnum (SPD) og Alternative für Deutschland (AfD), Öðrum kosti fyrir Þýskaland, flokki sem berst fyrir hörku í útlendingamálum og gegn múslimum. AfD fékk 20.8% atkvæða en CDU 19% í stað 23% …

Lesa meira

Öryggisstofnun Tékklands varar við hættunni af ágengni Rússa í tékknesku efnahags- og stjórnmálalífi

Milos Zeman, forseti Tékklands.

Öryggisstofnun Tékklands (BIS) hefur nýlega birt ársskýrslu sína fyrir 2015. Þar er lagt mat á hættuna af hryðjuverkum og öðrum ógnum en einnig birt betri lýsing en áður á gagnnjósnastarfsemi stofnunarinnar. Þar segir: „Kínverskar og rússneskar njósnastofnanir létu mest að sér kveða í Tékklandi.“ Hefur þetta áður verið sagt í …

Lesa meira