Fagnaðarfundur hjá Trump og Conte í Hvíta húsinu

Giuseppe Conte og Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði nýjum forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sérstaklega fyrir harða afstöðu stjórnar hans í útlendingamálum í Hvíta húsinu mánudaginn 30. júlí. Trump sagði að segja mætti um sig og ítalska forsætisráðherrann að þeir hefðu báðir verið „utangarðsmenn í stjórnmálum“ þegar þeir hófu pólitíska baráttu sína og stjórnir þeirra …

Lesa meira

Rússland: Tugir þúsunda mótmæla boðuðum breytingum á eftirlaunakerfi

Frá mótmælafundi sem kommúnistar skipulögðu í Moskvu.

  Tugir þúsunda Rússa fóru í mótmælagöngur laugardaginn 28. júlí til að andmæla umdeildum áformum um að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Kynnt hefur verið stjórnarfrumvarp um að hækka eftirlaunaaldur karla í 65 ár árið 2028 og í 63 ár fyrir konur árið 2034. Nú eru þessi aldursmörk 60 ár fyrir …

Lesa meira

Spánn: Sósíalistar falla frá breytingum á útlendingastefnunni

Myndin et frá Ceuta, hólmlendu Spánverja í Marokkó. Hún sýnir gleði þeirra sem tekist hefur að brjórtast inn á spánskt yfirráðasvæði.

  Eftir að sósíalistar settust í ríksstjórn Spánar undir forsæti Pedros Sánchez sögðust þeir ætla að endurskoða þá stefnu sem fylgt hefur verið í Ceuta, hólmlendu Spánverja í Marokkó, að snúa fólki tafarlaust aftur til Marokkó komist það inn í hólmlenduna. Horfið var frá þessari endurskoðun fimmtudaginn 26. júlí þegar …

Lesa meira

Öldungadeildarþingmenn sækja að Pompeo utanríkisráðherra

Mike Pompeo svarar spurningum öldungadeildarþingmanna.

  Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, minnti utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings miðvikudaginn 25. júlí á að ríkisstjórn Donalds Trumps forseta hefði gripið til margvíslegra refsiaðgerða gegn rússneskum stjórnvöldum. Skömmu áður en ráðherrann gekk fyrir nefndina afturkallaði Trump ákvörðun sína um að bjóða Vladimír Pútín Rússlandsforseta til Bandaríkjanna í haust. Þingmenn vildu heyra …

Lesa meira

Rússneski varnarmálaráðherrann varar Finna og Svía við NATO-aðild – gamlar lummur segja Finnar

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa

  Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði þriðjudaginn 24. júlí að Rússar mundu grípa til sinna ráða ef Finnar og Svíar gerðust aðilar að NATO. Ráðherrann lét þessi orð falla í ræðu í varnarmálaráðuneytinu um leið og hann sagði að NATO héldi nú úti fjölda flugvéla í austurhluta Evrópu og hefði …

Lesa meira

Emmanuel Macron rauf þögnina vegna öryggisvarðarins

Emmanuel Macron og að baki honum Alexandre Benalla.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitar að biðjast afsökunar fyrir að hafa látið hjá líða að reka öryggisvörð sinn sem réðist á mótmælanda fyrr en sagt var frá árásinni opinberlega. Macron viðurkennir að hafa vitað, skömmu eftir atburðinn, að vörðurinn, Alexandre Benalla, bar ólöglega hluta af búnaði lögreglumanns þegar hann sló mann …

Lesa meira

Fljótandi jarðgas með skipum í austur og vestur frá Jamal-skaga

Kortið sýnir siglingaleiðirnar.

Novatek, stærsti sjálfstæði jarðgasframleiðandi Rússlands, hefur flutt út 3 milljónir tonna af fljótandi jarðgasi (LNG) frá höfninni Sabetta við vinnslusvæði sitt á Jamal-skaga í Síberíu frá því í desember 2017. Gasið er mjög samkeppnisfært á heimsmarkaði og er flutt til Asíu, Evrópu og Bandaríkjanna eftir markaðsverði hverju sinni. Fyrir skömmu …

Lesa meira

Þýskir þingmenn segja Bannon undirbúa stórárás á ESB

Steve Bannon

Steve Bannon fyrrv. kosningaráðgjafi Donalds Trumps sem blés lífi í baráttu hans síðsumars 2016 og trúði alltaf á sigur yfir Hillary Clinton hefur kynnt hugmynd um að koma á fót hægrisinnaðri hugveitu í Evrópu. Þýskir þingmenn segja að áform hans um að taka þátt í kosningabaráttu vegna kjörs til ESB-þingsins …

Lesa meira

Áætlun um ESB-borgara í þýska sambandsherinn

Þýskir hermenn.

    Þýsk stjórnvöld íhuga að ráða ríkisborgara annarra ESB-landa til að fjölga liðsmönnum í þýska hernum. Ekki er ágreiningur um málið milli ríkisstjórnarflokkanna en jafnaðarmenn (SPD) segja að veita verði erlendum hermönnum þýskan ríkisborgararétt til að komast hjá að til verði her erlendra málaliða. Lengi hefur reynst erfitt að …

Lesa meira

Rússneska öryggislögreglan leitar að njósnurum í vísindastöð ofurhraða-flugskeyta

Þessi mynd úr kynningar-myndskeiði rússneska hersins á að sýna hvernig kjarnaoddurinn losnar frá Vangard-ofurhraða-flugskeytinu.´

  Rússneska öryggislögreglan (FSB) hefur gert húsleit í geimrannsóknastöð eftir að grunsemdir vöknuðu um að trúnaðarupplýsingum um ofurhraðskreitt flugskeyti hefði verið lekið til vestrænna njósnara. Rússneska geimvísindastofnunin Roskosmos sagði að öryggisverðir sínir ynnu með starfsmönnum FSB að því að upplýsa sakamál. Rússneska dagblaðið Kommersant segir að um 10 starfsmenn í …

Lesa meira