Spurningalisti sérstaks saksóknara til Trumps birtur

Robert S. Mueller, sérstakur saksóknari.

  Robert S. Mueller, sérstakur saksóknari vegna afskipta Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016, hefur sent lögfræðingum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta tæplega 50 spurningar um fjölmörg atriði sem snerta tengsl Trumps við Rússland og til að komast að raun um hvort forsetinn hafi reynt að bregða fæti fyrir rannsóknina sjálfa. The …

Lesa meira

Lítil skref til að staðfesta sáttavilja á Kóreuskaga

Hermenn S-Kóreu taka niður áróðurshátalarakerfið.

Stjórnvöld S-Kóreu ætla að slökkva á hátalarakerfinu á markalínunni gagnvart N-Kóreu. Kerfið hefur verið notað til að varpa áróðri og tónlist yfir í N-Kóreu. Í N-Kóreu ætla menn að taka upp sama tíma og í S-Kóreu. Þetta er meðal þess sem rakið er til leiðtogafundar ríkjanna föstudaginn 27. apríl. Hátalarakerfi …

Lesa meira

Fljótandi rússneskt kjarnorkuver dregið frá St. Pétursborg til Síberíu

Kjarnorkuverið í smíðum í St. Pétursborg.

Tveir fljótandi kjarnakljúfar voru dregnir úr heimahöfn sinni í St. Pétursborg í Rússlandi laugardaginn 29. apríl. Þar sem hófst löng og hæg ferð þeirra til Síberíu. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna framtakið og segja að kljúfarnir kunni að valda óbætanlegu tjóni á norðurskautssvæðinu fari eitthvað úrskeiðis. Þetta fljótandi kjarnorkuver var smíðað í St. …

Lesa meira

Herör gegn gyðingahatri í Frakklandi

Minningarskjöldur um Mireille Knoll, 85 ára gyðingakonu,  sem stungin var 11 sinnum.

  Rúmlega 300 þjóðþekktir Frakkar, þar á meðal Nicolas Sarkozy, fyrrv. forseti, og leikarinn Gérard Depardieu hafa skrifað undir mótmælaskjal gegn „nýju gyðingahatri“ vegna „íslamskrar öfgahyggju“ í Frakklandi. Alls býr rúm hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það fjölmennasti hópur þeirra í Evrópu. Fækkað hefur í honum undanfarna tvo …

Lesa meira

Assad skilar frönsku heiðursorðunni í stað þess að verða sviptur henni

Sýrlenskur embættismaður (t.v.) afhendir frönsku heiðursorðuna sem veitt var Bashar al-Assad Sýrlandsforseta fulltrúa rúmenska sendiráðsins í Damaskus fimmtudaginn 19. apríl. Rúmenar gæta hagsmuna Frakka í Sýrlandi og Assad skilaði orðunni áður en Frakkar gátu afturkallað hana.

  Fyrir viku skilaði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, frönsku heiðursorðunni, Legion d’Honneur, æðsta heiðursmerki Frakka. Orðan er venjulega veitt fyrir „framúrskarandi árangur“ á einhverju sviði. Franskir ráðamenn sæma þó einnig erlenda forystumenn orðunni með hagsmuni Frakklands að leiðarljósi.  Meðal orðuþega eru Manuel Noriega, leiðtogi Panama, sem var síðar fangelsaður fyrir …

Lesa meira

Leiðtogar Kóreuríkjanna stefna að lyktum Kóreustríðsins

Leiðtogarnir leitust yfir landamæri ríkjs sinna.

Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu, Kim Jong-un og Moon Ja-in, efndu til sögulegs leiðtogafundar föstudaginn 27. apríl. Þeir ætla að hittast að nýju í maí til að ræða enn frekar um leiðir til að minnka spennu á Kóreuskaga. Leiðtogarnir hittust tvisvar og sendu síðan frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að Norður-Kóreumenn …

Lesa meira

Tyrkland: Erdogan flýtir þingkosningum í von um að halda stöðu sinni

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.

  Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kom á óvart í fyrri viku með því að flýta kosningum sem áttu að vera í nóvember 2019 til 24. júní 2018. Fyrir ákvörðun forsetans eru taldar þrjár ástæður: flokkspólitískar, efnahagslegar og hernaðarlegar. Stjórnmál Stjórnmálaskýrendur segja að með ákvörðun sinni hafi forsetinn viljað taka …

Lesa meira

Viðamikil 17 þjóða heræfing undir stjórn Breta

Frá flotastöðinni í Clyde-firði í Skotlandi.

Meira en 11.600 hermenn frá 17 löndum taka þátt í heræfingunni Joint Warrior sem stjórnað er frá bresku flotastöðinni í Clyde i Skotlandi og stendur í tvær vikur frá 21. apríl til 4. maí. Er hún ein mesta sinnar tegundar í Evrópu. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Breta, sagði að með æfingunni …

Lesa meira

Forsetafrú N-Kóreu hampað í aðdraganda leiðtogafunda

Forstahjón N-Kóreu koma á kínverska ballettsýningu í heumaborg sinni.

  Kim Jong-un, einræðisherrra Norður-Kóreu, hefur veitt konu sinni titilinn „first lady“ eða forsetafrú. Sérfræðingar segja að í þessu felist mikil upphafning fyrir hana áður en kemur til leiðtogafundanna fyrst með forseta Suður-Kóreu föstudaginn 27. apríl og síðar með forseta Bandaríkjanna. Í ríkisútvarpi Norður-Kóreu var vísað til Ri Sol-ju sem …

Lesa meira

Fulltrúadeild franska þingsins herðir útlendingalögin

Úr neðri deild franska þingsins.

    Fulltrúadeild franska þingsins samþykkti sunnudaginn 22. apríl breytingu á útlendingalögum sem herðir skilyrði fyrir hælisvist í landinu, stuðlar að hraðari afgreiðslu hælisumsókna og auðveldar brottflutning fólks. Hart var deilt um frumvarpið sem sætti gagnrýni frá mannréttindasamtökum og leiddi til áður óþekkts ágreinings í þingflokki Emmanuels Macrons forseta sem …

Lesa meira