Línur lagðar fyrir leiðtogafund NATO í Brussel 2018

Jens Stoltenberg ræðir við fundarmenn í hátíðarsal Háskólans í Óslo.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti setningarávarp á árlegri Leangkollen öryggisráðstefnu Norsku Atlantshafssamtakanna sem var haldin í Osló dagana 5.-6. febrúar. Stoltenberg gerði að umtalsefni sínu óstöðugt öryggisumhverfi Evrópu sem innlimun Rússlands á Krímskaganum og áframhaldandi stuðningur við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum Úkraínu hefði valdið. NATO hefði brugðist við þessu ótrygga ástandi …

Lesa meira

Þýskir jafnaðarmenn falla í könnunum – greiða atkvæði um stjórnarsamstarf

Flokksskírteini SPD

Nú hafa 463,723 félagar í þýska Jafnaðarmannaflokknum (SPD) fengið senda seðla í póstatkvæðagreiðslu um hvort flokkurinn eigi að endurnýja stjórnarsamstarf við kristilegu flokkanna CDU og CSU til ársins 2021. Atkvæðagreiðslan hófst þriðjudaginn 20. febrúar og lýkur henni föstudaginn 2. mars. Talningu á að ljúka sunnudaginn 4. mars. Ungliðar innan SPD …

Lesa meira

Orbán segir dimm ský yfir Evrópu vegna innflytjenda

Viktor Orbán

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sér „dimm ský yfir Evrópu“. Þau megi rekja til straums innflytjenda og skeytingarleysis vestrænna stjórnmálamanna. Þetta kom fram í stefnuræðu sem hann flutti sunnudaginn 18. febrúar á fundi flokksmanna sinna í Búdapest. Orbán er kunnur fyrir að kveða fast að orði í málflutningi sínum um innflytjendur. …

Lesa meira

Langt í land innan ESB við mótun sameiginlegrar öryggisstefnu

Einkennismerki sameiginlegs hers innan ESB.

Á öryggisráðstefnunni í München sem lauk sunnudaginn 18. febrúar lýstu háttsettir fulltrúar margra Evrópuríkja nauðsyn þess að mótuð yrði sameiginleg stefna ESB í öryggismálum. Kynntu þeir tillögur um hvernig tryggja mætti öryggi sambandsins í heimi þar sem öryggisleysi eykst. Lewis Sanders, sérfræðingur þýsku fréttastofunnar DW, segir að fjöldi tillagnanna veki …

Lesa meira

Rússar ákærðir fyrir undirróður í Bandaríkjunum – blaður segir Lavrov

Rod. J. Rosenstein, varadómsmálaráðherra.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti föstudaginn 16. febrúar ákæru á hendur 13 Rússum og þremur fyrirtækjum fyrir að hafa beitt þaulhugsuðum aðferðum til að hafa áhrif á bandarísku kosningabaráttuna árið 2016 og til stuðnings við baráttu Donalds Trumps. Leiðin lá frá skrifstofu í St. Pétursborg í Rússlandi til samfélagsmiðla í Bandaríkjunum og …

Lesa meira

Ritari Þjóðaröryggisráðs: Vegna hnattvæðingarinnar og nettækninnar eru ógnirnar orðnar samþættari

Þórunn J. Hafstein, ritari Þjóðaröyggisráðs, flytur erindi sitt á fundi Varðbergs. Ljósm. Kristinn Valdimarsson.

„Samfélagið tekur örum breytingum, m.a. vegna tækniþróunar, loftlagsbreytinga, alþjóðavæðingar og þróunar í alþjóðastjórnmálum.  Skilningur á ýmsum þáttum sem hafa áhrif öryggi er í stöðugri þróun. Við lifum á  umbrotatímum  sem krefjast  í mörgum tilvikum endurmats á viðteknum hugmyndum og sjónarmiðum í öryggismálum,“ sagði Þórunn J. Hafstein, ritari Þjóðaröryggisráðs, á hádegisfundi …

Lesa meira

Ischinger segir heiminn ekki hafa verið nær styrjöld síðan 1991

Wolfgang Ischinger

Wolfgang Ischinger, forstöðumaður München-öryggisráðstefnunnar, sagði föstudaginn 16. febrúar að styrjaldarógnin í heiminum væri nú meiri en nokkru sinni síðan árið 1991. Í samtali við DW-fréttastofuna þýsku sagði Ischinger: „Ég hef áhyggjur; ég tel ástand öryggismála í heiminum sé óstöðugra núna en nokkru sinni frá falli Sovétríkjanna.“ Hann nefndi nokkur atriði …

Lesa meira

Kínverska risasímafélaginu Huawei haldið frá Bandaríkjamarkaði

huawei

Fjarskipta- og tölvurisinn Huawei vill ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði. Bandarískar leyniþjónustustofnanir vara hins vegar við að það gerist. Stofnanirnar hafa lagst gegn notkun á snjallsímum, tölvum og netbúnaði frá kínverska fyrirtækinu. Þetta kom fram á fundi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, leyniþjónustunnar CIA, þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA og þriggja annarra stofnana á fundi með …

Lesa meira

NATO: Varnarmálaráðherrar stofna Atlantshafsherstjórn

Frá varnarmálaráðherrafundinum: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,

  Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna lauk fimmtudaginn 15. febrúar. Fundurinn snerist um breytingu á herstjórnaskipulagi bandalagsins, skiptingu útgjalda og viðleitni NATO til að stuðla að stöðugleika utan landamæra aðildarlandanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Ráðherrarnir tóku miðvikudaginn 14. febrúar ákvarðanir um að endurnýja herstjórnaskipulag NATO …

Lesa meira

NATO: styrkleikahalli gagnvart Rússum við Eystrasalt

wwiii

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna sitja reglulegan fund sinn í Brussel miðvikudaginn 14. og fimmtudaginn 15. febrúar. Ráðherrarnir ræða meðal annars framkvæmd stefnu sem kennd er við CCC á ensku: Cash, Contribution, Capabilities – fjármagn, framlag, framkvæmd. Gerð er grein fyrir útgjöldum til varnarmála, framlagi einstakra NATO-ríkja til NATO-verkefna og framkvæmd ákvarðana einkum …

Lesa meira