Utanríkisráðherra N-Kóreu hótar að skjóta niður bandarískar hervélar

Ri Yong Ho utanríkisráðherra.

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði mánudaginn 25. september að N-Kóreustjórn hefði rétt til að verja sig með því að skjóta niður bandarískar flugvélar, jafnvel væru þær utan lofthelgi N-Kóreu. Ri Yong Ho utanríkisráðherra sagði þetta þegar hann ræddi við fréttamenn á hóteli skammt frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Hann …

Lesa meira

Merkel boðar nýja stjórn fyrir jól – klofningur innan AfD

Frauke Petry, leiðtogi AfD, ætlar ekki í þingflokkinn að loknum kosningasigri.

Angela Merkel hefur fengið nægt fylgi til að leiða ríkisstjórn Þýskalands fjórða kjörtímabilið í röð. Það verður hins vegar erfitt fyrir hana að mynda meirihluta að baki sér og stjórn sinni á þingi í ljósi úrslita þingkosninganna sunnudaginn 24. september. Eftir að talningu lauk í 299 kjördæmum landsins nam samanlagt …

Lesa meira

Þýskaland: Ríkisstjórn stóru flokkana fallin – Merkel áfram næsti kanslari

Forystumenn AfD fagna sigri.

Kristilegu flokkarnir töpuðu miklu fylgi í þýsku sambandsþingskosningunum þótt flokkarnir CDU/CSU séu enn stærstir á þingi með stuðningi um 33% kjósenda. Jafnaðarmenn (SPD) fengu verstu útreið í þingkosningum frá stríðslokum með aðeins um 20% atkvæði. Þjóðernisflokkurinn Alternativ für Deutschland er sigurvegari kosninganna með um 13% atkvæða. Frjálsir demókratar fengu um …

Lesa meira

Bretar varaðir við refsivendi ESB

2016-10-05-1475670108-7560650-brexit1

Bretar hafa sagt skilið við Evrópusambandið og verða búa sig undir árásir hefnigjarnra búrókrata sem munu reyna að refsa þeim í Brexit-viðræðunum segir fyrrverandi innanbúðarmaður í skrifstofuveldi ESB sem hefur mátt þola 17 ára þrengingar eftir að hafa risið gegn búrókrötunum. Robert McCoy var árum saman látinn sæta hörðu með …

Lesa meira

Bandaríkjamenn senda sprengjuvélar norður með strönd N-Kóreu

Sprengjuvél af þessari gerð sendu Bandaríkjamenn norður með strönd N-Kóreu.

  Bandaríkjastjórn sendi laugardaginn 23. september sprengjuvélar frá Guam undir vernd orrustuvéla frá flugherstöðinni í Okinawa íJapan í alþjóðlega lofthelgi austur af strönd Norður-Kóreu. Tilgangurinn var að sýna N-Kóreumönnum mátt Bandaríkjanna segir bandaríska varnarmálaráðuneytið. Með sprengjuvélunum af B-1B Lancer-gerð og orrustuvélunum af F-15 gerð sem fylgdu þeim var N-Kóreumönnum sýnt …

Lesa meira

Þýskaland: AfD spáð velgengni í þingkosningunum – Merkel hefur sterka stöðu

Alice Weidel og Alexander Gauland helstu  talsmenn AfD.

Kosið verður til þýska sambandsþingsins sunnudaginn 24. september. Allt bendir til þess að Angela Merkel kanslari sitji áfram í embætti sínu fjórða kjörtímabilið í röð. Hún varð kanslari árið 2005. Spenna hefur myndast kosningarbaráttunni í lokaviku hennar vegna sóknar flokksins Alternativ für Deutschland (AfD) í krafti stefnu sinnar í útlendingamálum. …

Lesa meira

Rússar virkja herstöðvar sínar við Norður-Íshaf

Stýriflaug skotið frá Kotelníj.

Rússneski herinn hefur ekki farið leynt með nýjan og nútímalegan vopnabúnað sinn við norðurlandamæri Rússlands og þar á meðal á Norður-Íshafi segir í grein eftir Atle Staalsen á vefsíðunni Barents Observer miðvikudaginn 20. september. Skotið hefur verið stýriflaugum frá afskekktri rússneskri herstöð í Kotelníj á sama tíma og Rússar efna …

Lesa meira

Frakkland: Ákveðið að vopna lögreglu á ferðamannastaðnum Mont Saint-Michel

Mont Saint-Michel

Mont Saint-Michel er einn vinsælasti ferðamannastaður Frakklands. Ákveðið hefur verið að frá og með desember í ár verði vopnuð lögregla þar á verði vegna ótta við hryðjuverk. Staðurinn er undan strönd Normandie og þar hafa hvorki verið vopnaðir lögreglumenn né hermenn á verði eins og í París eða öðrum stórborgum …

Lesa meira

Trump fer mikinn í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Donald Trump í ræðustól allsherjarþings SÞ.

Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti jómfrúarræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þriðjudaginn 19. september og kallaði Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu „rakettu-kall“ í sjálfseyðingarleiðangri. Hann varaði við því að héldu ráðamenn í N-Kóreu áfram á sömu braut kynni það að leiða til gjöreyðingar lands þeirra. „Purkunarlaus sókn Norður-Kóreumanna eftir kjarnorkuvopnum  og langdrægum …

Lesa meira

Andlát: Rússneski ofurstinn sem sagðist hafa komið í veg fyrir kjarnorkustríð

Stanislav Petrov

  Þegar hann var ofursti í rússneska hernum kom Stanislav Petrov hugsanlega í veg fyrir árás á Vesturlönd sem hefði getað leitt til kjarnorkustríðs. Nú er hann allur. The Daily Telegraph segir hann hafa andast 19. maí 2017, 77 ára að aldri. Fyrst fréttist opinberlega af andláti hans þegar Karl …

Lesa meira