Tyrkland: Hreinsunum Erdogans líkt við hreinsanir Stalíns

Men sit atop a military vehicle in front of Sabiha Airport, in Istanbul

Um hádegisbil miðvikudaginn 20. júlí höfðu hreinsanir tyrkneskra yfirvalda eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi að kvöldi föstudags 15. júlí náð til 50.000 manna. Þá beindist athyglin að skólafólki og höfðu háskólakennarar fengið fyrirmæli að halda sig innan landamæra Tyrklands, væru þeir utan lands ættu þeir að snúa heim. Athygli fjölmiðlamanna og …

Lesa meira

Mikill stuðningur við endurnýjun kjarnorkuheraflans í breska þinginu

Breskur kjarnorkukafbátur.

Mikill meirihluti breskra þingmanna samþykkti að kvöldi mánudags 18. júlí að endurnýja kafbátana sem eru skotpallar fyrir langdrægu Trident-kjarnorkueldflaugarnar, þungamiðju fælingarmáttar breska hersins. Alls studdu 472 þingmenn tillöguna um endurnýjun en 117 voru á móti, meirihlutinn var því 355 atkvæði. Í kosningastefnuskrá sinni árið 2015 hét Íhaldsflokkurinn að endurnýja kafbátana …

Lesa meira

Fjöldahandtökur í Tyrklandi í aðgerðum Erdogans við að uppræta „vírus“ valdaránstilraunarinnar

Handteknir menn í tyrknesku borginni Izmir bíða örlaga sinna,

    Dómarar, herforingjar og landstjórar eru í hópi tæplega 9.000 manna sem höfðu verið handteknir í Tyrklandi síðdegis mánudaginn 18. júlí frá því að tilraun var gerð þar til valdaráns í landinu að kvöldi föstudags 15. júlí. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur heitið því að hreinsa út „vírus“ valdaránsmanna. Skellir forsetinn skuldinni á …

Lesa meira

Ódæðisverkið í Nice sundrar Frökkum en sameinar þá ekki eins og fyrri hryðjuverk

tributes-large_trans++5yQLQqeH37t50SCyM4-zeBU--41c5Cba04Sh5SZbNZ8

Anne-Élisabeth Moutet er frönsk blaðakona og dálkahöfundur. Sunnudaginn 17. júlí birtist grein eftir hana á vefsíðunni Telegraph.co.uk þar sem hún lýsir áhrifum hryðjuverksins í Nice fimmtudaginn 14. júlí á franskt samfélag. Hún segir það ekki sameina þjóðina heldur sundra henni. Í greininni segir hún að Frakkar séu stöðugt skammaðir fyrir að hafa „parkerað“ múslimum í úthverfin …

Lesa meira

Hryðjuverkið í Nice: Níðingnum lýst sem hermanni Ríkis íslams

0,,19402252_403,00

  Þrátt fyrir víðtækar öryggisráðstafanir í krafti neyðarlaga tókst hryðjuverkamanni, Mohamed Lahouaiej Bouhlel, 31 árs, með tvöfaldan ríkisborgararétt í Frakklandi og Túnis að verða 84 manns að bana og valda 202 líkamstjóni að kvöldi 14. júlí, þjóðhátíðardags Frakka. Hann ók stórum flutningabíl inn í mannþröng á strandgötunni Promenade des Anglais í Nice þar sem fjölskyldur stóðu …

Lesa meira

Der Spiegel: Efast má um að aðgerðir NATO á austurvængnum nái tilgangi sínum

NATO-heræfing í Litháen.

  Á Varsjár-fundi ríkisoddvita NATO-landanna 8. og 9. júlí voru teknar ákvarðanir sem urðu Klaus Wiegrefe, dálkahöfundi þýska vikuritsins Der Spiegel, tilefni til að skrifa hugleiðingu um að nú hefðu „haukarnir“, það er harðlínumenn gagnvart herveldi Rússa, náð undirtökunum á Vesturlöndum. Vissulega mætti rekja upphaf núverandi spennu til óbilgirni Vladmírs Pútíns Rússlandsforseta en gæta yrði meðalhófs …

Lesa meira

Þýski varnarmálaráðherrann boðar aukið hernaðarsamstarf innan ESB við úrsögn Breta

Þýskir hermenn

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði miðvikudaginn 13. júlí að með úrsögn Breta úr ESB yrði leiðin greiðari fyrir nánara varnarsamstarf innan ESB og mundu Frakkar og Þjóðverjar hafa forgöngu um það. Bretar hefðu „lamað“ allt frumkvæði í þá veru til þessa. Varnarmálaráðherrann sagði á blaðamannafundi: „Af eigin reynslu …

Lesa meira

Spunaliðar í þágu Rússa segja heimselítu-andstæðinga Brexit vilja stríð innan ESB

Kreml

    Theresa May tók við sem forsætisráðherra Bretlands miðvikudaginn 13. júlí af David Cameron sem sagði af sér eftir að úrsagnarsinnar sigruðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um úrsögn Breta úr ESB (Brexit) 23. júní. May var aðildarsinni eins og Cameron enda innanríkisráðherra í stjórn hans. Það kemur hins vegar í hlut hennar að vinna að framgangi ákvörðunar meirihluta bresku þjóðarinnar. Náið …

Lesa meira

Rússar leggja og endurgera 10 herflugvelli á norðurslóðum

Herstöðvar Rússa í norðri.

Rússar leggja og endurgera 10 herflugvelli við Norður-Íshaf segir varnarmálaráðuneyti landsins. Á þennan hátt ætlar ríkið að treysta hernaðaröryggi sitt á svæðinu. Spetsstroj, sérbyggingafyrirtæki Rússlands vinnur nú að framkvæmdum við herstöðvar lengst í norðri, lengst í austri og í Síberíu fyrir 20.000 hermenn, fjölskyldur þeirra og borgaralega starfsmenn varnarmálaráðuneytisins. Talsmaður ráðuneytisins …

Lesa meira

Norski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu við Ísland

Rune

  Frá 30. maí til 27. júní síðastliðinn sinnti norski flugherinn loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Loftrýmisgæslusveitin samanstóð af fjórum F-16 orrustuþotum, 80 manna starfsliði auk búnaðar sem var fluttur sjóleiðis frá Noregi til Íslands. Sveitin hafði aðsetur á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland á sér stað þrisvar …

Lesa meira