Trump veldur undrun og uppnámi með yfirlýsingum um NATO, ESB og Merkel

Donald Trump með viðmælendum frá Bild og The Times.

  Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta föstudaginn 20. janúar, sagðí viðtali við þýska blaðið Bild og breska blaðið The Times sem birt var sunnudaginn 15. janúar að NATO væri sér „mjög mikils virði“ en bandalagið væri hins vegar „úrelt“ vegna þess að það hefði komið til sögunnar „fyrir …

Lesa meira

Evrópuríki óttast tölvuárásir Rússa vegna kosninga

cyber-war

Öryggis- og leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa birt skýrslu um árásir rússneskra tölvuþrjóta á stjórn Demókrataflokksins og fleiri í tengslum við forsetakosningarnar í fyrra. Franski varnarmálaráðherrann, Jean-Yves Le Drian, segir við blaðið Le Journal du Dimanche: „Ekki er unnt að útiloka að að aðgerðum á borð við þær sem við höfum séð í Bandaríkjunum verði beitt til að trufla frönsku forsetakosningarnar.“ Þær …

Lesa meira

Norðmenn auka útgjöld til hermála meira en nokkru sinni fyrr

Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra .

    Í upphafi hvers árs flytur varnarmálaráðherra Noregs ræðu í Oslo Militære Samfund (OMS). Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra flutti ræðuna mánudaginn 9. janúar og lagði áherslu á að norska stórþingið hefði í nóvember 2016 samþykkt langtímaáætlun um varnir Noregs næstu 20 ár. Þar er gert ráð fyrir meiri hækkun …

Lesa meira

Rússar fjölga herflugvöllum á norðurslóðum

airfield-temp-mil-ru_

Rússar leggja nú höfuðáherslu á að nýja flugvelli á norðurslóðum, sagði Pavel Kurastjenko, næstráðandi í flugher Rússlands nýlega í viðtali við blaðamann. Til ársloka 2021 verður unnið að gerð flugvalla í Vorkuta, Tiksi, Anadyr og Alykel. Ekki verður látið þar við sitja. Að auki er unnið áfram að framkvæmdum við …

Lesa meira

Danmörk: Varnarmálaráðherrann segir Rússa ógna með eldflaugum og tölvuþrjótum

Claus Hjort Frederiksen, varnarmálaráðherra Dana.

      Claus Hjort Frederiksen (69 ára) varð varnarmálaráðherra Danmerkur fyrir um það bil sex vikum. Fyrsta blaðaviðtal við hann í þessu ráðherraembætti birtist í Berlingske Tidende föstudaginn 13. janúar. Ráðherrann hefur undanfarið fengið kynningu á stöðu mála hjá yfirstjórn danska hersins, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og sendiherrum erlendra ríkja í …

Lesa meira

Tillerson vill harðari stefnu gegn Rússum – sat níu tíma í utanríkismálanefndinni

Rex Tillerson svarar spurningum þingmanna.

Rex Tillerson (64 ára) sem Donald Trump hefur tilnefnt sem utanríkisráðherra í stjórn sinni sat í níu klukkustundir fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings miðvikudaginn 11. janúar og svaraði spurningum nefndarmanna. Hann sagðist hafa ákveðið að yfirgefa forstjórastólinn hjá risaolíufélaginu Exxon og taka tilnefningu sem utanríkisráðherra af því að öll rök gegn …

Lesa meira

Donald Trump telur til bóta fyrir Bandaríkin njóti hann velvildar Pútíns

Donald Trump á blaðamannafundinum 11. janúar 2017.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt fyrsta blaðamannafund sinn í tæpa sex mánuði miðvikudaginn 11. janúar. Hann sagðist telja að Rússar hefðu staðið að baki tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar. Hann sagði að hann mundu „alfarið“ fela sonum sínum fyrirtæki sín og viðskipti. Þegar Trump var spurður um njósnahneyksli tengd …

Lesa meira

Svíþjóð: Forsætisráðherrann útilokar ekki tölvuárás Rússa í kosningum

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á öryggismálaráðstefnunni Folk och Försvar sunnudaginn 8. janúar að ekki væri „unnt að útiloka“ að Rússar reyndu að hafa áhrif á kosningar í Svíþjóð. Ráðherrann flutti ræðu á árlegri ráðstefnu um sænsk öryggismál sem haldin er í Sälen, vinsælum skíðabæ í Dalarna í Svíþjóð. Sænska ríkisstjórnin hefur í nýrri þjóðaröryggisstefnu sinni skilgreint tölvuárásir …

Lesa meira

Trump „fellst á“ að Rússar voru að verki segir liðsstjóri hans

Chris Wallace, þáttarstjórnandi Fox, og Reince Priebus, liðsstjóri Trumps.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, „fellst á“ niðurstöðu öryggis- og leyniþjónustustofnana um að Rússar hafi stundað tölvuárásir í forsetakosningabaráttunni árið 2016 segir, verðandi liðsstjóri forsetans. Priebus lét þessi orð falla í þættinum Fox News on Sunday 8. janúar. Varð hann fyrstur nánustu samstarfsmanna forsetans verðandi til að viðurkenna að Rússar …

Lesa meira

Þriðja bandaríska stórfylkið kemur til Evrópu

Bandarísk hergögn í Bremerhaven.

Hundruðum bandarískra skriðdreka og farartækja sem tengjast brynvörðu stórfylki hefur verið landað í Þýskalandi á leið til Póllands. Þarna er um að ræða þriðja bandaríska stórfylkið í Evrópu sem sent er yfir Atlantshaf til að staðfesta skuldbindingar Bandaríkjamanna á austurvæng NATO. Unnið var að losun bandarískra herflutningaskipa sunnudaginn 8. desember …

Lesa meira