Skuggi kosningaafskipta Rússa 2016 yfir fundi Trumps og Pútíns

Donald Trump lék golf á velli sínum í Skotlandi.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina sem tekið var í Skotlandi laugardaginn 14. júlí og sýnt sunnudaginn 15. júlí að hann gengi ekki til viðræðna við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í Helskinki mánudaginn 16. júlí með miklar væntingar. Trump sagðist mundu upplýsa það að fundinum loknum hvert væri markmið …

Lesa meira

Njósnastofnun rússneska hersins að baki kosningaárásunum í Bandaríkjunum

Þetta er ein  bygginga GRU í Moskvu.

  Robert Mueller. sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, sem birti föstudaginn 13. júlí ákæru á hendur rússneskum njósnurum fyrir tölvuinnbrot hjá Demókrataflokknum í bandarísku forsetakosningabaráttunni árið 2016, segir njósnarana koma frá rússneskri njósnastofnun sem áður var þekkt undir skammstöfuninni GRU. Hún starfaði innan sovéska hersins. Stofnunin starfar enn fyrir herinn og …

Lesa meira

Bandaríkin: Tólf rússneskir njósnarar ákærðir fyrir tölvuinnbrot kosningaárið 2016

Rod Rosenstein kynnir ákæruna.

  Tólf rússneskir njósnarar hafa verið ákærðir fyrir að brjótast inn í tölvur demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á árinu 2016 til að skaða Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, gegn frambjóðanda repúblíkana, Donald Trump. Í ákærunni segir að Rússarnir 12 hafi stolið upplýsingum um 500.000 kjósendur með innbroti í tölvur Demókrataflokksins …

Lesa meira

Trump olli uppnámi en lýsti aðdáun á May og Bretum

Trump-hjónin með Elísabetu II. í Windsor-kastala.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti kom til Bretlands síðdegis fimmtudaginn 12. júlí og föstudaginn 13. júlí sat hann fund með Thereseu May, forsætisráðherra Bretlands, í sveitasetri ráðherrans að Chequers, fyrir utan London, og drakk síðan síðdegiste í boði Elísabetar 2. Bretadrottningar í Windsor-kastala, fyrir utan London. Um klukkan 17.30 að íslenskum …

Lesa meira

Þýskur dómstóll heimilar framsal Puigdemonts

Carles Puigdemont

  Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frá Þýskalandi til Spánar fyrir að hafa misfarið með opinbert fé. Puigdemont flýði til Brussel eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur honum á Spáni vegna aðildar hans að útgáfu sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu. Hann …

Lesa meira

Sögulegar sættir milli Eþíópiu og Erítreu

Abiy Ahmed.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Fréttir sem berast frá Afríku eru því miður oftast neikvæðar.  Þetta á sérstaklega við um löndin fjögur sem eru á horni Afríku (e. Horn of Africa); Djíbútí, Sómalíu, Erítreu og Eþíópíu.    Þannig var á 9. áratug síðustu aldar alvarleg hungursneyð í Eþíópíu sem leiddi til þess …

Lesa meira

Trump ber lof á NATO í lok Brussel-fundar

Donald Trump í höfuðstöðvum NATO.

Donald Trump Bandaríkjaforseti efndi til blaðamannafundar undir lok ríkisoddvitafundar NATO-ríkjanna að morgni fimmtudags 12. júlí og lýsti yfir að NATO væri öflugra og betur í stakk búið til að takast á við verkefni sín en áður. Á einu ári hefðu önnur aðildarríki en Bandaríkin aukið útgjöld sín til varnarmála um …

Lesa meira

NATO-fundur: Varnir verða efldar og fælingamáttur aukinn

NATO-fundurinn var haldinn í nýjum höfuðstöðvum bandalagsins.

  Ríkisoddvitar NATO-ríkjanna samþykktu í Brussel miðvikudaginn 11. júlí að styrkja varnir og fælingarmátt NATO, herða baráttu undir merkjum bandalagsins gegn hryðjuverkjum og skipta byrðum innan bandalagsins á sanngjarnari hátt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi í lok funda dagsins: „Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag sýna að …

Lesa meira

Katrín Jakobsdóttir á NATO-fundi — myndir

Katrín Jakobsdóttir gengur til NATO-fundarins í fylgd embættismanns NATO. Að baki eru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Anna Jóhannsdóttir sendiherra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í formennsku íslensku sendinefndarinnar á ríkisoddvitafundi NATO sem hófst í Brussel miðvikudag 11. júlí. Þá sitja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands, hjá NATO einnig fundinn auk embættismanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Katrín Jakobsdóttir situr NATO-fund. Hún segist ætla að leggja …

Lesa meira

Trump segir Þjóðverja of háða gasi frá Rússlandi

Jens Stoltenberg og Donald Trump við bandaríska sendiráðið í Brussel.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti sparaði ekki stóru orðin í garð Þýskalands á morgunverðarfundi í bandaríska sendiráðinu í Brussel miðvikudaginn 11. júlí. Sagði hann að vegna kaupa á gasi frá Rússlandi væru Þjóðverjar „algjörlega háðir Rússum“. Orðin féllu í samtali við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, þegar þeir hittust í sendiherrabústaðnum fyrir …

Lesa meira