Mikillar endurýjunar þörf í þýska hernum

NH90 flutningaþyrla.

  Birt hefur verið efni úr skýrslu um þýska herinn, Bundeswehr, sem lögð verður fyrir þýska þingið miðvikudaginn 28. febrúar. Skýrslan sýnir að innan við 50% af mörgum helstu hergögnum í Þýskalandi eru nothæf, þau eru hvorki til reiðu við æfingar né í þágu herafla sem er sendur á vettvang. …

Lesa meira

Kongó rambar á barmi borgarastyrjaldar

picture1

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Kongó, annað stærsta ríki Afríku rambar á barmi borgarastyrjaldar. Kongó í miðhluta álfunna er einnig fjórða fjölmennasta ríki Afríku. Þar búa um 80 milljónir og fer landsmönnum hratt fjölgandi enda eiga konur í Kongó að meðaltali sex börn.  Hagur landsmanna er mjög bágborinn.  Til að mynda eru …

Lesa meira

Rússland: Mannfallið hjá málaliðunum dregur dilk á eftir sér

Talið er að myndin sé tekin í árslok 2016 og sýnir Vladimír Pútín með yfirmönnum Wagner-málaliðasveitarinnar. Dmitrij Utkin, yfirmaður Wagner, lengst til hægri.

Eftir að fréttir bárust til Rússlands af miklu mannfalli rússneskra málaliða í Sýrlandi aðfaranótt 8. febrúar hefur athygli fjölmiðla þar og annars staðar beinst að liðssveitinni Wagner. Æðsti yfirmaður hennar er Dmitrij Utkin, fyrrv. njósnaforingi. Hann er sagður hrifinn af þýskri hersögu og þess vegna hafi hann kennt liðssveitina við …

Lesa meira

Sænski herinn vill tvöfalda mátt sinn

Sænskir hermenn á Gotlandi.

Sænska herstjórnin sendi frá sér skýrslu föstudaginn 23. febrúar með rökstuðningi fyrir því að fjölga yrði í hernum frá 50.000 manns núna í 120.000 manns árið 2035. Þá er talið að auka þurfi árleg útgjöld til varnarmála úr 56 milljörðum sænskra króna nú í 115 milljarða króna árið 2035. Skýrsla …

Lesa meira

Kína: Xi Jinping vill sitja ótímabundið í forsæti

Xi Jinping

Boðuð hafa verið áform kínverska kommúnistaflokksins um að afnema stjórnarskrárákvæði sem setja tímamörk við setu manna í embætti forseta Kína. Við breytinguna getur Xi Jinping (64 ára), núverandi forseti, setið áfram eftir að öðru kjörtímabili hans  lýkur árið 2023. Xinhua-fréttastofan tilkynnti sunnudaginn 25. febrúar að tillaga um þessa breytingu á …

Lesa meira

Grimmdin miskunnarlaus í Sýrlandi – rússneskir málaliðar ráðast á Bandaríkjamenn

Frá blóðbaðinu í Ghouta

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari sendu Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf föstudaginn 23. febrúar og hvöttu hann til að styðja ályktun um 30 daga vopnahlé í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að binda enda á eina mannskæðustu árásarlotu sprengjuvéla í Sýrlandsstríðinu. Sprengjuárásirnar eru gerðar á austurhluta Goutha í Sýrlandi, …

Lesa meira

Frakkland: Harka hleypur í deilur um útlendingamál

Emmanuel Macron

Franska ríkisstjórnin kynnti miðvikudaginn 21. febrúar nýtt frumvarp til útlendingalaga og sæta ákvæði þess gagnrýni réttindasamtaka fyrir að vera of harkaleg. Ríkisstjórnin segir að frumvarpið einkennist af „fullkomnu jafnvægi“. Frumvarpið gerir refsivert að fara ólöglega inn í Frakkland. Þá eru ákvæði sem heimila að hraða brottvísun svonefnds „efnahagslegs farandfólks“. Ríkisstjórnin …

Lesa meira

Franska Þjóðfylkingin klofnar vegna afstöðunnar til ESB

Florian Philippot

Florian Philippot, sem var hægri hönd Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, í fyrra hefur stofnað eigin flokk undir heitinu: Les Patriots (Föðurlandsvinir). Stofnfundur flokksins var í norðurhluta Frakklands sunnudaginn 18. febrúar. Illindi eru milli Marine Le Pen og Florians Philippots eftir að upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Hann …

Lesa meira

Línur lagðar fyrir leiðtogafund NATO í Brussel 2018

Jens Stoltenberg ræðir við fundarmenn í hátíðarsal Háskólans í Óslo.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti setningarávarp á árlegri Leangkollen öryggisráðstefnu Norsku Atlantshafssamtakanna sem var haldin í Osló dagana 5.-6. febrúar. Stoltenberg gerði að umtalsefni sínu óstöðugt öryggisumhverfi Evrópu sem innlimun Rússlands á Krímskaganum og áframhaldandi stuðningur við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum Úkraínu hefði valdið. NATO hefði brugðist við þessu ótrygga ástandi …

Lesa meira

Þýskir jafnaðarmenn falla í könnunum – greiða atkvæði um stjórnarsamstarf

Flokksskírteini SPD

Nú hafa 463,723 félagar í þýska Jafnaðarmannaflokknum (SPD) fengið senda seðla í póstatkvæðagreiðslu um hvort flokkurinn eigi að endurnýja stjórnarsamstarf við kristilegu flokkanna CDU og CSU til ársins 2021. Atkvæðagreiðslan hófst þriðjudaginn 20. febrúar og lýkur henni föstudaginn 2. mars. Talningu á að ljúka sunnudaginn 4. mars. Ungliðar innan SPD …

Lesa meira