Emmanuel Macron rauf þögnina vegna öryggisvarðarins

Emmanuel Macron og að baki honum Alexandre Benalla.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitar að biðjast afsökunar fyrir að hafa látið hjá líða að reka öryggisvörð sinn sem réðist á mótmælanda fyrr en sagt var frá árásinni opinberlega. Macron viðurkennir að hafa vitað, skömmu eftir atburðinn, að vörðurinn, Alexandre Benalla, bar ólöglega hluta af búnaði lögreglumanns þegar hann sló mann …

Lesa meira

Fljótandi jarðgas með skipum í austur og vestur frá Jamal-skaga

Kortið sýnir siglingaleiðirnar.

Novatek, stærsti sjálfstæði jarðgasframleiðandi Rússlands, hefur flutt út 3 milljónir tonna af fljótandi jarðgasi (LNG) frá höfninni Sabetta við vinnslusvæði sitt á Jamal-skaga í Síberíu frá því í desember 2017. Gasið er mjög samkeppnisfært á heimsmarkaði og er flutt til Asíu, Evrópu og Bandaríkjanna eftir markaðsverði hverju sinni. Fyrir skömmu …

Lesa meira

Þýskir þingmenn segja Bannon undirbúa stórárás á ESB

Steve Bannon

Steve Bannon fyrrv. kosningaráðgjafi Donalds Trumps sem blés lífi í baráttu hans síðsumars 2016 og trúði alltaf á sigur yfir Hillary Clinton hefur kynnt hugmynd um að koma á fót hægrisinnaðri hugveitu í Evrópu. Þýskir þingmenn segja að áform hans um að taka þátt í kosningabaráttu vegna kjörs til ESB-þingsins …

Lesa meira

Áætlun um ESB-borgara í þýska sambandsherinn

Þýskir hermenn.

    Þýsk stjórnvöld íhuga að ráða ríkisborgara annarra ESB-landa til að fjölga liðsmönnum í þýska hernum. Ekki er ágreiningur um málið milli ríkisstjórnarflokkanna en jafnaðarmenn (SPD) segja að veita verði erlendum hermönnum þýskan ríkisborgararétt til að komast hjá að til verði her erlendra málaliða. Lengi hefur reynst erfitt að …

Lesa meira

Rússneska öryggislögreglan leitar að njósnurum í vísindastöð ofurhraða-flugskeyta

Þessi mynd úr kynningar-myndskeiði rússneska hersins á að sýna hvernig kjarnaoddurinn losnar frá Vangard-ofurhraða-flugskeytinu.´

  Rússneska öryggislögreglan (FSB) hefur gert húsleit í geimrannsóknastöð eftir að grunsemdir vöknuðu um að trúnaðarupplýsingum um ofurhraðskreitt flugskeyti hefði verið lekið til vestrænna njósnara. Rússneska geimvísindastofnunin Roskosmos sagði að öryggisverðir sínir ynnu með starfsmönnum FSB að því að upplýsa sakamál. Rússneska dagblaðið Kommersant segir að um 10 starfsmenn í …

Lesa meira

Vill ekki framsal Puigdemont – í raun dæmdur til útlegðar

Baráttuspjald í þágu Puigdemonts.

  Spænskur hæstaréttardómari sem stjórnar málinu gegn stjórnmálamönnum sem átti hlut að einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu í október 2017 hefur hafnað niðurstöðu þýsks dómstóls sem úrskurðaði að fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, Carles Puigdemont, skyldi framseldur til Spánar vegna ásakana um að hafa misfarið með opinbert fé en ekki vegna ásakana um …

Lesa meira

Vandræðagangur Trumps vegna eigin ummæla

Donald Trump

  Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur dögum saman leitast við að skýra það sem hann sagði á blaðamannafundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki mánudaginn 16. júlí. Trump sætti mikilli gagnrýni á heimavelli fyrir að lýsa meira trausti á orð Pútíns en mat bandarískra leyniþjónustustofnana þegar rætt var við hann um …

Lesa meira

Trump segir Svartfellinga geta hafið þriðju heimssyrjöldina

Fánar Svartfjallalands og NATO

. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf til kynna þriðjudaginn17. júlí að honum mundi mislíka að þurfa að verja smáríkið Svartfjallaland sem nýlega gerðist aðili að NATO. Orð forsetans hafa verið túlkuð sem aðför að meginstoð NATO-samstarfsins, 5. gr. sáttmála þess um að árás á eitt ríki sem árás á þau öll. …

Lesa meira

Pútín stendur ekki á sama um Bill Browder og baráttu hans

Bill Browder.

  Bókin Eftirlýstur eftir Bill Browder kom út hér á landið árið 2015, sama ár og annars staðar. Hún ber undirtitilinn: Sönn saga úr heimi fjármála um morð og réttlætisbaráttu. Höfundurinn var helsti erlendi fjárfestir í Rússlandi fram til ársins 2005. Þá var honum bannað að koma til landsins eftir …

Lesa meira

Reiði í Washington vegna framgöngu Trumps á fundi með Pútín

Donald Trump og Vladimír Pútín á blaðamannafundi í Helsinki.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútin Rússlandsforseti hittust mánudaginn 16. júlí í Helskinki. Á blaðamannafundi að loknum viðræðunum gaf Trump til kynna að hann treysti Pútín betur en eigin njósnastofnunum þegar spurt var um ákærurnar vegna afskipta Rússa af forsetakosningabaráttunni 2016. Ummæli Trumps hafa vakið reiði meðal flokksbræðra hans …

Lesa meira