Suður-Kóreumenn milligöngumenn um fund Trumps og Kims

Þjóðaröryggisráðgjafi S-Kóreu segir frá því að Trump hafi þegið boðs Kims um fund.

Norður-Kóreumenn hafa boðist til að ganga til viðræðna og hætta tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar sagði þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu í Washington eftir fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu fimmtudaginn 8. mars. Chung Eui-yong flutti Trump skilaboð frá Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, með boði um einkafund með Bandaríkjaforseta. Chung …

Lesa meira

Pútín hótar hörmungum yfir allt mannkyn verði vegið að Rússum

Vladimir Pútín.

  Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að hverjum þeim sem reyni að „eyðileggja“ Rússland verði svarað á þann veg að það „leiði hörmungar yfir allt mannkyn“. Forsetinn lét þessi orð falla í samtali við rússneska ríkissjónvarpið miðvikudaginn 7. mars. Pútín sagði að Rússar myndu svara sérhverri árás í sömu mynt: „Ákveði …

Lesa meira

Bannon vill hreinræktaða stjórn popúlista í Róm

Luigi di Maio, leiðtogi Fimm-stjörnu-hreyfingarinnar.

  Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps, baráttuglaður þjóðernissinni ferðast nú um Evrópu. Hann var á Ítalíu þegar gengið var til þingkosninga þar sunnudaginn 4. mars og fagnaði úrslitunum í Róm. Hann sagði að ítalskir kjósendur hefðu óskað eftir „hreinræktuðum popúlisma“ og þar með „gengið lengra“ en Bretar þegar þeir …

Lesa meira

Taugaeitri beitt gegn rússnesku Skripal-feðginunum

Feðginin Sergei Skripal og Julia.

  Taugaeitur er talið hafa verið notað gegn Sergei Skripal, fyrrv. rússneskum njósnara, og Juliu, dóttur hans, að mati bresku lögreglunnar. Þau fundust á bekk í almenningsgarði í Salisbury í Suður-Englandi og liggja nú  milli heims og helju í sjúkrahúsi. Eitrið er mjög sjaldgæft og ýtir það undir grunsemdir um …

Lesa meira

England: Grunur um hefndarárás rússneskra stjórnvalda í Salisbury

Sergei Skripal þegar hann hafði verið dæmdur í 13 ára fangelsi árið 2013.

Sunnudaginn 4. mars fundust karl og kona meðvitundarlaus á bekk skammt frá verslunarmiðstöð í borginni Salisbury á Suður-Englandi. Nú hefur breska lögreglan skýrt frá því að um sé að ræða feðgin, Sergei Skripal (66 ára) og Juliu (33 ára) dóttur hans. Þau eru rússnesk og á sínum tíma njósnaði hann …

Lesa meira

Ítalía: Flokkar „gegn kerfinu“ sigra í kosningunum

Matteo Salvini

  Leiðtogar tveggja flokka á Ítalíu sem börðust gegn ráðandi öflum fyrir kosningarnar sunnudaginn 4. mars gera hvor um sig kröfu til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Enginn einn flokkur hefur ótvíræðan stuðning til að mynda ríkisstjórn. Flokksleiðtogarnir eru annars vegar Luigi Di Maio (31 árs) frá Fimm-stjörnu-hreyfingunni og hins …

Lesa meira

Snúist gegn víðtækri tölvuárás á þýsk ráðuneyti

index

  Í eitt ár hafa ýmsar helstu stjórnarstofnanir Þýskaland orðið fyrir alvarlegum tölvuárásum, þar á meðal kanslaraskrifstofan og utanríkisráðuneytið. Talið er að nú hafi tekist að tryggja nægar varnir gegn árásunum. Háð er stríð í netheimum sem lítið er sagt frá opinberlega. Margt bendir til þess að sambærilegar árásir hafi …

Lesa meira

Þýskaland: Jafnaðarmenn samþykkja aðild að stjórn með Merkel

Andrea Nahles og Olaf Scholz, leiðtogar SPD.

Félagar í þýska Jafnaðarmannaflokknum (SPD) samþykktu með 66% atkvæða gegn 34% að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu við kristilegu flokkana CDU og CSU. Angela Merkel Þýskalandskanslari (CDU) myndar því fjórða ráðuneyti sitt síðan 2005 innan tveggja vikna. Stjórnarkreppa hefur verið í rúma fimm mánuði í Þýskalandi eða síðan kosið var til …

Lesa meira

Fylgdarstúlka rússneskra auðmanna segist vita allt um Rússatengsl Trumps

Anastasia Vashukevitj í Tælandi.

Fylgdarstúlka, fyrrverandi ástkona auðmanns í Rússlandi, hefur boðist til að leggja fram upplýsingar um tengsl Donalds Trumps við Rússa gegn því að fá hæli sem flóttamaður í Bandaríkjunum. Frá þessu segir í Jyllands-Posten laugardaginn 3. mars. Í frásögninni segir að Anastasia Vashukevitj hafi snúið sér til bandaríska sendiráðsins í Bangkok, …

Lesa meira

Sérfræðingar segja hugsanlegt að Pútin beiti svikabrögðum

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt þessa mynd af kjarnorkuknúnu tundurskeyti.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði í hótunum við Vesturlönd í stefnuræðu sinni fimmtudaginn 28. febrúar. Hann lýsti þar nýjum rússneskum vopnum, þar á meðal „ósigrandi“ langdrægri, kjarnorkuknúinni stýriflaug og kjarnorku-tundurskeyti sem gætu brotist í gegnum öll varnarkerfi Bandaríkjanna. Pútín sýndi meðal annars myndskeið til að lýsa hvernig eldflaug búin mörgum kjarnaoddum …

Lesa meira