Trump segir Þjóðverja of háða gasi frá Rússlandi

Jens Stoltenberg og Donald Trump við bandaríska sendiráðið í Brussel.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti sparaði ekki stóru orðin í garð Þýskalands á morgunverðarfundi í bandaríska sendiráðinu í Brussel miðvikudaginn 11. júlí. Sagði hann að vegna kaupa á gasi frá Rússlandi væru Þjóðverjar „algjörlega háðir Rússum“. Orðin féllu í samtali við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, þegar þeir hittust í sendiherrabústaðnum fyrir …

Lesa meira

Tusk beinskeyttur í garð Trumps

Donald Tusk, Jens Stoltenberg og Jean-Ckaude Juncker.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, var ómyrkur í máli þriðjudaginn 10. júlí þegar hann sneri sér til Bandaríkjamanna og sagði: „Kæru Bandríkjamenn, metið bandamenn ykkar. Þið eigið hvort sem er ekki svo marga.“ Miðvikudaginn 11. júlí situr Donald Trump Bandaríkjaforseti fund ríkisoddvita NATO-ríkjanna í Brussel. Katrín Jakobsadóttir forsætisráðherra tekur þátt …

Lesa meira

Jeremy Hunt skipaður utanríkisráðherra Bretlands

Jeremy Hunt

Theresa May, forsætisráðherra Breta, skipaði mánudaginn 9. júní Jeremy Hunt utanríkisráðherra í stjórn sinni eftir að Boris Johnson sagði af sér fyrr þennan sama dag. Hunt hefur gegnt embætti heilbrigðisráðherra undanfarin sex ár í ríkisstjórninni. Afsögn Boris Johnsons og Davids Davis Brexit-ráðherra sunnudaginn 8. júlí vegna ágreinings við Brexit-stefnu ríkisstjórnarinnar …

Lesa meira

Boris Johnson segir af sér og segir Brexit-drauminn vera „að deyja“

blower_10-7-18-xlarge

Afsagnir tveggja ráðherra í ríkisstjórn Theresu May í Bretlandi lágu fyrir mánudaginn 9. júlí: Boris Johnsons utanríkisráðherra og Davids Davis, Brexit-ráðherra. Báðir vilja Bretland úr ESB en hvorugur sættir sig við samningsafstöðu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var föstudaginn 6. júlí. Ron Watson, stjórnmálaskýrandi BBC, segir þetta verstu stjórnmálakreppu í Bretlandi frá …

Lesa meira

Átján þúsund reknir fyrir innsetningu Erdogans

Recep Taayip Erdogan, forseti Tyrklands.

Recep Taayip Erdogan, forseti Tyrklands, verður settur að nýju í embætti mánudaginn 9. júlí. Í aðdraganda athafnarinnar hafa 18.000 ríkisstarfsmenn verið reknir úr störfum sínum, þeirra á meðal hermenn, lögreglumenn og háskólamenn. Þá hefur sjónvarpsstöð og þremur dagblöðum verið lokað. Þetta er mesti brottrekstur ríkisstarfsmanna í Tyrklandi frá því að …

Lesa meira

Mikilvægur leiðtogafundur NATO – tækifæri sem verður að nýta

Nýjar höfuðstöðvar NATO í Brussel.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson   Búast má við hitafundi þegar leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna hittast í Brussel 11. – 12. júlí næstkomandi.  Þeir sem spá þessu, líkt og tímaritið The Economist sem hér verður vísað í, hafa aðallega áhyggjur af því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti geri á fundinum.  Skemmst er að minnast …

Lesa meira

N-Kóerustjórn segir afstöðu Bandaríkjastjórnar „ákaflega hörmulega“

Mike Pompeo kemur til viðræðnanna í Pyongyang.

Norður-Kóreustjórn sakar Bandaríkjastjórn um að krefjast einhliða kjarnorkuafvopnunar og segir afstöðu hennar „ákaflega hörmulega“. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir annað eftir fundi sína í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, föstudaginn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí. Utanríkisáðherrann sagði fundina hafa verið „árangursríkan“. Nú er tæpur mánuður frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti …

Lesa meira

Martin Schulz óttast fasisma á Ítalíu – vill nýja evrópska vinstri hreyfingu

Martin Schulz.

Martin Schulz, fyrrverandi forseti ESB-þingsins, var í fyrra kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna (SPD). Hann tapaði fyrir Angelu Merkel í þingkosningunum í september 2017. Snemma á þessu ári neyddist hann til að segja af sér flokksformennsku. Þótt Schulz megi sín nú lítils á þýskum stjórnmálavettvangi birtu þrjú blöð í þremur löndum: Le …

Lesa meira

May tryggir sér stuðning ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu

Breska ríkisstjórnin kom saman til 12 tíma fundar á Chequers, sveitasetri forsætisráðherrann utan við London.

    Breska ríkisstjórnin kom saman til 12 tíma fundar á Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans utan við London, föstudaginn 6. júlí og samþykkti „heildarafstöðu“ um samning Breta utan ESB. Theresa May, forsætisráðherra Breta, segir að sér hafi tekist að fá stuðning við áætlun um frjálsa verslun við ESB með iðnaðar- landbúnaðarvörur. …

Lesa meira

Sátt í stjórn Merkel um útlendingamál – Seehofer og Kurz vilja loka flóttaleiðinni yfir Miðjarðarhaf

Horst Seehofer og Sebastiajn Kurz í Vínarborg 5. júlí 2018.

Samstaða hefur myndast í þýsku ríkisstjórninni undir forystu Angelu Merkel um stefnuna í útlendingamálum. Jafnaðarmenn höfðu fyrirvara á samkomulagi leiðtoga kristilegu stjórnarflokkanna um útlendingamál. Fimmtudaginn 5. júlí náðist hins vegar samstaða milli allra stjórnarflokkanna þriggja um málið. Í samkomulagi stjórnarflokkanna er fallið frá því að koma á fót svonefndum viðkomumiðstöðvum …

Lesa meira