Skógarhöggsdeila pólsku ríkisstjórnarinnar við ESB óleyst

Skógarhöggsmaður í Bialowieza-skógi.

Pólska ríkisstjórnin bregst kuldalega við dómi ESB-dómstólsins í Lúxemborg mánudaginn 20. nóvember um að hætt verði skógarhöggi í Bialowieza-skógi. Verði stjórnin ekki við kröfu dómaranna um að hætta skógarhöggi innan 15 daga frá uppkvaðningu dómsins ber henni að greiða 100.000 evrur í dagsektir þar til bannið er virt. Stjórnin segir …

Lesa meira

Grænlenska stjórnarskrárnefndin vekur deilur

Grænlenska stjórnarskrárnefndin.

Grænlenska þingið, Inatsisartut, samþykkti fjárlög ársins 2018 á fundi sínum mánudaginn 20. nóvember. Eitt ákvæði nýju laganna hefur vakið harðar pólitískar deilur, það er um að heimilt sé að verja hálfri milljón danskra króna, um átta milljónum íslenskra króna, til að standa straum af kostnaði við nefnd sem skipuð hefur …

Lesa meira

Þýskaland: Jafnaðarmenn búa sig undir framhald stjórnarsamstarfs við Kristilega

Frank-Walter Steimeier Þýskalandsforseti ræðir við Martin Schulz, leiðtoga SPD.

Þýskir Jafnaðarmenn (SPD) velta nú fyrir sér hvort þeir eigi að halda áfram stjórnarsamstarfi við Kristilega (CDU/CSU) undir forsæti Angelu Merkel. Frank-Walter Steinmeier, fyrrv. forystumaður SPD nú forseti Þýskalands, ræddi í rúma klukkustund við Martin Schulz, leiðtoga SPD, síðdegis fimmtudaginn 23. nóvember um framhald samstarfs stóru þýsku stjórnmálaflokkanna í ríkisstjórnin. …

Lesa meira

Næsti forseti Zimbabwe ber viðurnefnið krókódíllinn

Emmerson Mnangagwa

Robert Mugabe, forseti og einræðisherra í Zimbabwe, hrökklaðist þriðjudaginn 21. október frá völdum eftir að hafa haldið þeim í 37 ár. Vakti þetta mikinn fögnuð almennings. Emmerson Mnangagwa, sem var hægri hönd Mugabes allan valdatíma hans og helsti málsvari, verður settur í forsetaembættið föstudaginn 24. nóvember. Gengið verður til forsetakosninga …

Lesa meira

Harðar deilur Donalds Tusks og pólsku ríkisstjórnarinnar

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.

Pólska ríkisstjórnin hefur sakað Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, um að „ráðast á Pólland“. Pólski forsætisráðherrann Beata Szydlo sagði mánudaginn 20. nóvember á Twitter: „Með því að nota stöðu sína til að ráðast á pólsku ríkisstjórnina í dag ræðst hann [Tusk] á Pólland.“ Tusk hefur tengt …

Lesa meira

Vopnakaup Tyrkja vekja spurningar innan NATO

Rússneskar S-400 flaugar í skotstöðu.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Lega Tyrklands við botn Miðjarðarhafs gerir landið að krossgötum á milli Evrópu og Asíu.  Saga þess ber líka með sér að í gegnum tíðina hefur ríkið bæði horft til austurs og vesturs. Á gullaldarárum Ottómanveldisins sem stóð frá 15. til 19. aldar náði ríkið yfir stór …

Lesa meira

Fordæmalaus stjórnarkreppa í Þýsklandi – forsetinn grípur til sinna ráða

Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari ræða saman í forsetahöllinni í Berlín mánudaginn 20. nóvember.

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði mánudaginn 20. nóvember að henni væri ekkert að vanbúnaði við að leiða flokk Kristilegra demókrata (CDU) til nýrra þingkosninga eftir að stjórnarmyndunarviðræður kristilegra (CDU/CSU), Græningja og Frjálsra demókrata (FDP) runnu út í sandinn rétt fyrir miðnætti sunnudaginn 19. nóvember. „Ég hef miklar efasemdir“ um að leiða …

Lesa meira

Rússneskur njósnaforingi sakar spænsku stjórnina um „harkalegt lögregluofbeldi“

Sergei Narjíshkin, forstjóri rússnesku stofnunarinnar til njósna erlendis.

Sergei Narjíshkin, forstjóri rússnesku stofnunarinnar til njósna erlendis, hefur sakað spænsk stjórnvöld um „pólitíska kúgun“ gegn þeim sem börðust fyrir sjálfstæði Katalóníu í atkvæðagreiðslunni 1. október. Hann gagnrýndi einnig „harkalegt lögregluofbeldi“ á sumum stöðum þangað sem fólk kom til að greiða atkvæði. Rússneski njósnaforinginn lét þessi orð falla fimmtudaginn 16. …

Lesa meira

Pólverjar kaupa Patriot-eldflaugavarnakerfi

Patriot-eldflaugar

Bandaríkjastjórn hefur samþykkt að selja Patriot-eldflaugavarnakerfi til Pólverja fyrir 10,5 milljarða dollara. Fréttaskýrendur telja að rússnesk stjórnvöld taki þessu illa. Gengið var frá samningi um söluna föstudaginn 17. nóvember. Í samningnum felst að Pólverjar fá 208 PAC-3 varnarflaugar, 16 M903 skotpalla, fjórar AN/MPQ-65 ratsjár, fjórar stjórnstöðvar, varahluti, forrit og fylgihluti. …

Lesa meira

Rússarannsakendur nálgast innsta hring Trumps

Hope Hicks, ráðgjafi Trumps og upplýsingastjóri Hvíta hússins.

Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er sakaður um að standa ekki við loforð sitt um að skýra frá öllu sem varðar samskipti hans við útsendara Rússa í bandarísku forsetakosningabaráttunni árið 2016. Hann hafi meðal annars sent gögn tengda málinu til Hope Hicks, nánasta samstarfsmanns Trumps til margra …

Lesa meira