Loftslagsmál kunna að sundra Norðurskautsráðinu

22384326841_2e10091f44_b

Utanríkisráðherrar átta aðildarríkja Norðurdkautsráðsins stefndu mánudaginn 6. maí til Rovaniemi í Finnlandi þar sem annar árlega fundar þeirra hefst þriðjudaginn 7. maí. Á vefsíðunni Arctic Today segir mánudaginn 6. maí að í marga mánuði hafi árangurslaust verið unnið að sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna en margt bendi til að í fyrsta sinn …

Lesa meira

N-Kóreumenn skjóta flaug á loft – Trump áréttar samkomulagsvilja

Flaug N-Kóreumanna skotið á loft.

  Ljósmynd sem stjórnvöld í N-Kóreu birtu sunnudaginn 5. maí sýnir þegar flaug er skotið á loft laugardaginn 4. maí. Hvorki ríkisstjórn S-Kóreu né N-Kóreu hafa sagt að um „tilraun með eldflaug“ sé að ræða. Engu að síður kom fram að Kim Jong-un, einræðisherra í N-Kóreu lýsti mikilli ánægju með …

Lesa meira

Kvartað til lögreglu gegn uppljóstrunum um Assange

Julian Assange í lögreglubíl í London.

  Blaðamaður sem reyndi að selja upplýsingar um Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, sem sagt er að hafi verið aflað með eftirlitsmyndavélum í sendiráði Ekvadors í London hefur verið yfirheyrður í Madrid. Þetta hafði fréttasíðan thelocal.es eftir heimildarmönnum innan spænsku löggæslunnar laugardaginn 4. maí. Nokkrir Spánverjar segjast hafa undir höndum myndbönd …

Lesa meira

Pompeo og Lavrov ræða Venesúela í Rovaniemi

Sergei Lavrov og Mike Pompeo

Háttsettur rússneskur embættismaður staðfestir að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti Mike Pompeo, utanríkisrráðherra Bandaríkjanna, á fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi í næstu viku. Ónafngreindur bandarískur embættismaður sagði fimmtudaginn 2. maí að ráðherrarnir mundu ræða  „fjölmörg mál“ á fundinum sem hefst mánudaginn 6. maí. Lavrov og Pompeo hafa aðeins einu …

Lesa meira

Varnar- og öryggismál í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra

Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Pentagon, Washington, 15. maí 2018.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti alþingi árlega skýrslu um utanríkismál þriðjudaginn 30. apríl. Í framsöguræðu sinni sagði ráðherrann þetta um öryggis- og varnarmál: „Í vor eru liðin fimm ár frá því að Rússland innlimaði Krímskaga og braut þannig gróflega gegn þjóðarétti. Samstaða vestrænna ríkja og sannarlega mikilvæg þegar kemur að …

Lesa meira

Bretland: Varnarmálaráðherrann rekinn vegna leka um Huawei

Gavin Williamson

Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Breta, var rekinn úr ríkisstjórninni miðvikudaginn 1. maí sakaður um að hafa lekið upplýsingum sem fram komu á fundi þjóðaröryggisráðsins um aðild kínverska fyrirtækisins Huawei að þróun 5G net- og farsímakerfisins í Bretlandi. Williamson neitar þessum ásökunum „eindregið“. Um er að ræða upplýsingar tengdar Huawei og 5G …

Lesa meira

Venesúela: Hvatt til uppreisnar gegn stjórninni, boðað til stórmótmæla 1. maí

Juan Guaidó með hermönnum í flugherstöð við Caracas.

Stjórnarandstæðingar í Venesúela birtu snemma morgun þriðjudaginn 30. apríl myndband þar sem almennir borgarar og hermenn voru hvattir til þess að rísa gegn Nicolás Maduro, forseta landsins, og löglausri stjórn hans. Eftir að myndbandið var sýnt tók fólk að streyma að flugherstöð við höfuðborgina Caracas. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstæðinga, í …

Lesa meira

Mjaldur með rússneska gjörð við strönd Noregs

Mjaldurinn með rússnesku gjörðina.

Norskir sjómenn fundu undan strönd Finnmerkur mjaldur sem bar á sér dularfulla gjörð. Mjaldurinn virtist taminn þegar hann synti á milli norsku bátanna í fyrri viku. Engu líkara var en hann nuddaði sér utan í bátana til að losa gjörðina af sér að sögn sjómanns sem ræddi við norska ríkisútvarpið, …

Lesa meira

Bandaríkjamenn svara kjarnorkuhótunum Rússa

Paul J. Selva flughershöfðingi.

Geta Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir að ráðist sé á þá með langdrægum kjarnavopnum minnkar vegna þess að Rússar taka í notkun nýja tegund af vopnum. Þetta leiðir til þess að Bandaríkjamenn verða að bregðast við með nýjum kjarnorkuvopnakerfum sem kunna að ná til stýriflauga sem bera kjarnaodda …

Lesa meira

Jaðarflokkar popúlista sterkir í ESB-þingkosningunum

Kosningaslagorð þýskra popúlista.

Ný könnun innan ríkja Evrópusambandsins sýnir að í kosningunum til ESB-þingsins undir lok maí kjósi flestir með hliðsjón af því sem þeir vilja ekki í stað þess sem þeir vilja. Talið er að öfgaflokkar popúlista hagnist á þessu. Um 10% aðspurðra í könnun þýsku Bertelsmanns-stofnunarinnar sem birt var föstudaginn 26. …

Lesa meira