Puigdemont handtekinn í Þýskalandi – mótmæli í Barcelona

Carles Puigdemont

Carles Puigdemont, landflótta, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var handtekinn í Slesvík-Holstein Þýskalandi sunnudaginn 25. mars þegar kom þangað frá Danmörku. „Hann var tekinn fastur við dönsku landamærin,“ sagði upplýsingafulltrúi flokks Puigdemonts við AFP-fréttastofuna. Puigdemont hélt á föstudaginn 23 mars frá Finnlandi á leið til Belgíu að sögn finnska þingmannsins Mikkos …

Lesa meira

Þingforsetar kjörnir á Ítalíu

Frá ítalska þingini.

Hart er tekist á um stjórnarmyndun á Ítalíu eftir þingkosningarnar 4. mars. Flokkarnir tveir sem takast á um forystu á þingi komu sér þó saman um forseta beggja deilda þingsins laugardaginn 24. mars. Roberto Fico, þingmaður Fimm-stjörnu-hreyfingarinnar var kjörinn forseti neðri deildar þingsins en Elisabetta Alberti Casellati frá Forza Italaia …

Lesa meira

Trump skiptir enn á ný um þjóðaröryggisráðgjafa

John R. Bolton

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að John R. Bolton taki við embætti þjóðaröryggisráðgjafa af H. R. McMaster hershöfðingja 9. apríl.  Verður hann þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trumps á 14 mánuðum. Bolton starfaði fyrir forsetana Ronald Reagan og George H.W. Bush og gegndi síðan stöðu sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í forsetatíð George …

Lesa meira

Sarkozy sakar málsvara Gaddafis um rógburð og lygar

Nicolas Sarkozy.

Franska blaðið Le Figaro birti fimmtudaginn 22. mars greinargerð sem Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, lagði fyrir rannsóknatdómara í máli hans miðvikudaginn 21. mars áður en honum var sleppt úr tveggja sólarhringa varðhaldi. Hann var sviptur frelsi til að svara spurningum vegna ásakana um að Muammar Gaddafi, harðstjóri í Líbíu, hefði …

Lesa meira

Rannsakað hvort Sarkozy fékk kosningafé frá Gaddafi

Nicolas Sarkozy og Muammar Gaddafi.

Nicolas Sarkozy, fyrrv. forseti Frakklands, var hnepptur í gæsluvarðhald þriðjudaginn 20. mars vegna áskana um að hann hefði fengið fjárstuðning í forsetakosningabaráttu sinni árið 2007 frá Muammar Gaddafi, harðstjóra í Líbíu. Rannsóknarlögregla yfirheyrir hann vegna málsins. Verði yfirheyrslunum ekki lokið á 48 klukkustundum verður Sarkozy leiddur fyrir dómara sem úrskurðar …

Lesa meira

Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér – danskur ráðherra ber sakir á vinstrisinna

Sylvi Listhaug og Inger Støjberg.

Færsla sem Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs (Framfaraflokknum), sagði af sér þriðjudaginn 20. mars vegna reiði og ágreinings sem færsla hennar á Facebook vakti.Listhaug tilkynnti afsögn sína skömmu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um vantraust á hana í stórþinginu. Inger Støjberg, útlendinga- og aðlögunarráðherra Danmerkur (Venstre-flokknum), tók upp hanskann fyrir …

Lesa meira

Merkel reynir að bæta samskiptin við Pólverja

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllamds. og Angela Merkel Þýskalandskanslari.

Eftir að Angela Merkel Þýskalandskanslari hitti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Berlín mánudaginn 19. mars hélt hún til Varsjár, höfuðborgar Póllands, í von um að bæta samskiptin við næstu nágranna Þjóðverja í austri, Pólverja. Þau hafa versnað vegna ágreinings um réttarríkið, útlendingamál og flóttamannastefnu. Þá hafa nýsett pólsk lög um gyðingaofsóknirnar …

Lesa meira

Rússland: Pútín forseti til 2024 – kjörsókn minni nú en árið 2012

Atkvæði talinn í Rússlandi.

Vladimir Pútín verður forseti Rússlands til 2024 eftir sigur í forsetakosningunum sunnudaginn 18. mars. Þegar meira en helmingur atkvæða hafði verið talinn hafði Pútín fengið 75% atkvæða að sögn landskjörstjórnar. Pútín ávarpaði fjöldafund í Moskvu þegar fyrstu tölur höfðu verið birtar og sagði að kjósendur kynnu að meta það sem …

Lesa meira

Stigmögnun í deilum Breta og Rússa

Nikolai Glushkov

Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði laugardaginn 17. mars að Bretar myndu ekki gefa eftir gagnvart Rússum eftir að þeir tilkynntu brottrekstur 23 breskra stjórnarerindreka vegna deilu þjóðanna eftir eiturefnaárásina í Salisbury. May flutti ræðu á fundi í London með flokksmönnum sínum Íhaldsflokknum og sagði að asnaspörk Pútíns breyttu ekki þeirri …

Lesa meira

Boris Johnson segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi ákveðið eiturefnaárásina

42946754_403

Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, segir „yfirgnæfandi líkur“ á Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið fyrirmæli um að eitrað yrði fyrir fyrrv. rússneskum njósnara í Salisbury á Suður-Englandi. Fréttaskýrendur segja að ákvörðun utanríkisráðherrans um að skella skuldinni af taugaeitursárásinni beint á forseta Rússlands sýni að harkan aukist í orðaskiptum stjórnvalda í …

Lesa meira