Trump sakaður um að svipta menn öryggisvottun í pólítískum tilgangi

Donald Trump ræðir við fráttamenn við Hvíta húsið föstudaginn 17. ágúst.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði föstudaginn 17. ágúst að hann ætli „mjög fljótlega“ að svipta Bruce Ohr, embættismann dómsmálaráðuneytisims, öryggisvottun hans. Trump segir að Ohr sé „til skammar“ en hann tengist rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Trump hefur oftar en einu sinni beint …

Lesa meira

Bandaríkin: Einróma stuðningur öldungadeildarinnar við fjölmiðla

Atkvæðagreiðsla í öldungadeild Bandríkjaþings.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti samhljóða fimmtudaginn 16. ágúst að árétta „lífsnauðsynlegt hlutverk frjálsra fjölmiðla“. Álytkun þingmannanna siglir í kjölfar ákvörðunar ritstjóra blaða um öll Bandaríkin, staðarblaða og blaða sem ná til landsins alls, um að birta forystugreinar sem andsvar við fullyrðingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir fólksins“. Brian …

Lesa meira

Ítalska mannvirkjafyrirtækið Atlantia liggur undir gagnrýni vegna Genúa-slyssins

Hér má sjá leifar af brúnni í Genúa.

Ítalska fyrirtækið Atlantia heldur utan um rekstur á mörgum gjaldskyldum vegum og flugvöllum. Fyrirtækið hefur fært hratt út kvíarnar á alþjóðavettangi og er meðal stærstu fyrirtækja heims sem annast umsýslu innviða. Um helmingur hraðbrauta Ítalíu er hluti af fyrirtækinu og vegna hruns brúarinnar miklu í Genúa þriðjudaginn 14. ágúst sem …

Lesa meira

Nýja-Sjáland: Bann við húsnæðiskaupum útlendinga

Frá Auckland, Nýja-Sjálandi.

Þing Nýja-Sjálands samþykkti miðvikudaginn 15. ágúst sem takmarkar rétt útlendinga sem ekki eru búsettir í landinu til að kaupa íbúðarhúsnæði þar. Í sumum tilvikum er um bann að ræða. Með þessu vilja þingmenn halda húsnæðisverði í skefjum. Kínverjar og Ástralir eru stærstu kaupendurnir en Ástralir eru undanþegnir banninu. Jacinda Ardern …

Lesa meira

Sænski ibrjóturinn Oden á norðurpólnum

Opinber mynd af sænska leiðangrinum á norðurpólnum.

  Sænski ísbrjóturinn Oden náði til norðurpólsins, 90° norður, sunnudaginn 12. ágúst. Auk áhafnar skipsins voru 40 vísindamenn frá mörgum löndum heims um borð. Tilgangur ferðarinnar er að rannsaka  áhrif skýjamyndana á norðurslóðum á loftslagið þegar hafís bráðnar. Sænsk-bandaríski rannsóknaleiðangurinn ber heitið Arctic Ocean 2018 og lýkur honum í september. …

Lesa meira

Noregur: Írönsk kærasta sjávarútvegsráðherranum að falli

Bahareh Letnes og Per Sandberg.

Per Sandberg sjávarútvegsráðherra Noregs, varaformaður Framfaraflokksins, sagði af sér ráðherraembætti og varaformennskunni mánudaginn 13. ágúst vegna gagnrýni sem hann hefur sætt vegna ferðar til Írans og fyrir að hafa heimsótt sendiráð Írans í Osló á byltingarafmælisdegi landsins. Sandberg (58 ára) er í sambandi við íranska konu, Bahareh Letnes (28 ára) …

Lesa meira

Óvissa ríkir enn í Tyrklandi um efnahag þjóðarinnar

45061139_7

  Af hálfu seðlabanka Tyrklands var gripið til ýmissa aðgerða mánudaginn 13. ágúst til að tryggja greiðslugetu bankakerfis landsins. Þar með snerust yfirvöld landsins í fyrsta sinn á markvissan hátt gegn hruni lírunnar sem kann að leiða til allsherjar fjármálakreppu. Í yfirlýsingu seðlabankans sagði að af hálfu bankans yrði „gripið …

Lesa meira

Ögrandi ferðir flughers Rússa við danska lofthelgi

Myndin er tekin úr danskri orrustuþotu og sýnir rússneska sprengjuvél.

Tvær danskar F-16 orrustuþotur eru í starholunum allan sólarhringinn alla daga ársins í Skrydstrup-flugherstöðinni. Unnt er að senda þær á loft með nokkurra mínútna fyrirvara komi erlendar hervélar í átt að danskri lofthelgi eða fari inn í hana. Orrustuþotunum er flogið í veg fyrir erlendu vélarnar. Orrustuþoturnar standa ekki þarna …

Lesa meira

Rússar vekja reiði Grikkja vegna mútu- og undirróðursstarfsemi

Rússar sakaðir um að hafa komið á fót „njósnagreni“ í klaustrinu á Athos-fjalli.

  Samskipti grískra og rússneskra stjórnvalda hafa snarversnað eftir að yfirvöld í Aþenu sökuðu ráðamenn í Moskvu um að reyna að múta starfsmönnum ríkisins og blanda sér í grísk innanlandsmál. Gríska utanríkisráðuneytið sakaði Rússa um að beita „gerræði og illgirni“ við brottrekstur tveggja grískra sendimanna frá Moskvu mánudaginn 6. ágúst. …

Lesa meira

Erdogan leiðir Tyrki í skulda- og gjaldþrotakreppu

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.

  Líklegt er að hrun tyrknesku lírunnar leiði til skuldakreppu og greiðslustöðvunar. Ekki sér enn fyrir endann á henni. Tyrknesk stjórnvöld bregðast ekki við vandanum heldur hótar Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti „efnahagslegu stríði“. Þýska fréttastofan Deutsche Welle (DW) segir að gjaldeyriskreppa ríki í Tyrklandi og lítil merki séu um að …

Lesa meira