Fyrrverandi einkalögfræðingur Trumps semur við ákæruvaldið til að bjarga eigin skinni

Micaael Cohen

Fréttir eru um að Micahel Cohen, fyrrverandi einkalögfræðingur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og „reddari“ um margra ára skeið, hafi samið við alríkis-saksóknara þriðjudaginn 21. ágúst um sakarefni sem tengjast brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu og banka- og skattasvik. Að kvöldi þriðjudagsins var ekki vitað hvort í samkomulaginu felist að Cohen …

Lesa meira

Trident Juncture og afstaða Trumps til Rússa

nato_tj_2018_v2colors_rgb

Heræfingin Trident Juncture sem efnt verður til hér á norðurslóðum í október er mesta heræfing NATO frá árinu 2002 með þátttöku 40.000 hermanna frá 30 löndum. Tilgangurinn er að æfa varnir Noregs með vísan til 5. gr. Atlantshafssáttmálans um að árás á eitt NATO-ríki sé árás á þau öll. Azita …

Lesa meira

Hálf öld frá sovésku innrásinni í Prag – Rússar haldnir fortíðarþrá

Friðsamir borgarar reyndu árangurslaust að stöðva skriðdrekana á götum Prag.

  Meira en þriðjungur Rússa telur að það hafi verið rétt ákvörðun hjá stjórnvöldum Sovétríkjanna að ráðast inn í Tékkóslóvakíu árið 1968 og nær helmingur Rússa segir að hann viti alls ekkert um innrásina. Frá þessu er sagt í breska blaðinu The Guardian en þess er minnst mánudaginn 20. ágúst …

Lesa meira

Risaheræfing NATO með undanfara á og við Ísland

Norskur hermaður í vetrarklæðum.

Efnt verður til NATO-heræfingarinnar Trident Juncture með þátttöku um 40.000 hermanna í Noregi í október. Þýskt stórfylki, um 8.000 menn, verður þar í fararbroddi segir þýska fréttastofan DW föstudaginn 17. ágúst. Rússum var tilkynnt um æfinguna í nánd landamæra sinna á fundi með NATO-sendiherrum í maí sl. Fréttastofan segir að …

Lesa meira

Trump sakaður um að svipta menn öryggisvottun í pólítískum tilgangi

Donald Trump ræðir við fráttamenn við Hvíta húsið föstudaginn 17. ágúst.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði föstudaginn 17. ágúst að hann ætli „mjög fljótlega“ að svipta Bruce Ohr, embættismann dómsmálaráðuneytisims, öryggisvottun hans. Trump segir að Ohr sé „til skammar“ en hann tengist rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Trump hefur oftar en einu sinni beint …

Lesa meira

Bandaríkin: Einróma stuðningur öldungadeildarinnar við fjölmiðla

Atkvæðagreiðsla í öldungadeild Bandríkjaþings.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti samhljóða fimmtudaginn 16. ágúst að árétta „lífsnauðsynlegt hlutverk frjálsra fjölmiðla“. Álytkun þingmannanna siglir í kjölfar ákvörðunar ritstjóra blaða um öll Bandaríkin, staðarblaða og blaða sem ná til landsins alls, um að birta forystugreinar sem andsvar við fullyrðingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir fólksins“. Brian …

Lesa meira

Ítalska mannvirkjafyrirtækið Atlantia liggur undir gagnrýni vegna Genúa-slyssins

Hér má sjá leifar af brúnni í Genúa.

Ítalska fyrirtækið Atlantia heldur utan um rekstur á mörgum gjaldskyldum vegum og flugvöllum. Fyrirtækið hefur fært hratt út kvíarnar á alþjóðavettangi og er meðal stærstu fyrirtækja heims sem annast umsýslu innviða. Um helmingur hraðbrauta Ítalíu er hluti af fyrirtækinu og vegna hruns brúarinnar miklu í Genúa þriðjudaginn 14. ágúst sem …

Lesa meira

Nýja-Sjáland: Bann við húsnæðiskaupum útlendinga

Frá Auckland, Nýja-Sjálandi.

Þing Nýja-Sjálands samþykkti miðvikudaginn 15. ágúst sem takmarkar rétt útlendinga sem ekki eru búsettir í landinu til að kaupa íbúðarhúsnæði þar. Í sumum tilvikum er um bann að ræða. Með þessu vilja þingmenn halda húsnæðisverði í skefjum. Kínverjar og Ástralir eru stærstu kaupendurnir en Ástralir eru undanþegnir banninu. Jacinda Ardern …

Lesa meira

Sænski ibrjóturinn Oden á norðurpólnum

Opinber mynd af sænska leiðangrinum á norðurpólnum.

  Sænski ísbrjóturinn Oden náði til norðurpólsins, 90° norður, sunnudaginn 12. ágúst. Auk áhafnar skipsins voru 40 vísindamenn frá mörgum löndum heims um borð. Tilgangur ferðarinnar er að rannsaka  áhrif skýjamyndana á norðurslóðum á loftslagið þegar hafís bráðnar. Sænsk-bandaríski rannsóknaleiðangurinn ber heitið Arctic Ocean 2018 og lýkur honum í september. …

Lesa meira

Noregur: Írönsk kærasta sjávarútvegsráðherranum að falli

Bahareh Letnes og Per Sandberg.

Per Sandberg sjávarútvegsráðherra Noregs, varaformaður Framfaraflokksins, sagði af sér ráðherraembætti og varaformennskunni mánudaginn 13. ágúst vegna gagnrýni sem hann hefur sætt vegna ferðar til Írans og fyrir að hafa heimsótt sendiráð Írans í Osló á byltingarafmælisdegi landsins. Sandberg (58 ára) er í sambandi við íranska konu, Bahareh Letnes (28 ára) …

Lesa meira