Svíþjóð: Öll heimili vöruð við vegna almannavarnahættu og stríðs

Forsíða bæklingsins sem fer á hvert sænskt heimili.

  Sænska ríkisstjórnin hefur hafið dreifingu á bæklingi til 4,8 milljón sænskra heimila með upplýsingum um viðbrögð ef til árásar komi. Bæklingurinn heitir Om krisen eller kriget kommer – Á hættu- eða stríðstímum – og er honum ætlað að veita almenningi leiðbeiningar um viðbrögð vegna „alvarlegra slysa, ofsaveðurs, tölvuárásar eða …

Lesa meira

Óvissa um fund Trumps og Kims

Donald Trump og Moon Jae-in, forseti S-Kóreu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þriðjudaginn 22. maí að ef til vill yrði fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu frestað. „Það eru mjög verulegar líkur á að þetta gangi ekki upp,“ sagði Trump við fréttamenn áður en hann hitti Moon Jae-in, forseta S-Kóreu, á fundi í Hvíta húsinu …

Lesa meira

Flugher Kína ögrar Filippseyingum á S-Kínahafi

Myndin er tekin árið 2016 og sýnir kínverska sprengjuvél á flugi yfir S-Kínahafi.

Flugher Kína hefur sent sprengjuvélar til manngerðra eyja á skerjum á Suður-Kínahafi. Tóku þær þátt í æfingum sem sýna eiga getu Kínverja til valdbeitingar á þessu umdeilda svæði. Kínverski flugherinn gaf út tilkynningu um ferðir vélanna sunnudaginn 20. maí þar sem sagði að fjölmargar sprengjuvélar úr flugher kínverska alþýðuhersins hefðu …

Lesa meira

Ítölsku uppnámsflokkarnir tilnefna lagaprófessor sem forsætisráðherra

Giuseppe Conte

  Uppnámsflokkarnir á Ítalíu, Fimmstjörnuhreyfingin (M5S) og Bandalagið, hafa tilnefnt Giuseppe Conte sem forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn landsins sem flokkarnir styðja. Líklegt er að ríkisstjórnin leitist við að skapa Ítölum, einni af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins, sérstöðu innan sambandsins. Giuseppe Conte er 54 ára lagaprófessor og nýgræðingur í ítölskum stjórnmálum. Hann …

Lesa meira

Stjórn Ekvador vill Assange á brott úr sendiráðinu í London

Julian Assange í glugga sendiráðs Ekvadors í London.

  Nú í júní verða sex ár liðin frá því að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, fékk hæli í sendiráði Ekvadors í London til að skjóta sér undan framsali til Svíþjóðar vegna ákæru á hendur honum um nauðgun. Hann naut sérstakrar verndar stjórnvalda Ekvadors sem sömdu við alþjóðlegt öryggisfyrirtæki um að …

Lesa meira

Bandaríska utanríkisráðuneytið vill jafna ágreining við ESB vegna Íranssamningsins

Donald Tusk flytur skammarrræðu um Trump í Sófíu.

  Bandarískir embættismenn leggja áherslu á að samskipti stjórnvalda í Bandaríkjunum og Evrópu hafi ekki skaðast vegna þess að Bandaríkjastjórn hefur sagt skilið við Íranssamninginn. „Það er fleira sem sameinar okkur en sundrar,“ sagði Brian Hook, yfirmaður stefnumótunarsviðs bandaríska utanríkisráðuneytisins, við blaðamenn föstudaginn 18. maí. „Það er gert of mikið …

Lesa meira

Sergei Skripal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eiturefnaárás

Sergei Skripal

Breskir læknar útskrifuðu fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skripal föstudaginn 18. maí eftir rúmlega tveggja mánaða legu í sjúkrahúsi í Salisbury í suðvesturhluta Englands. Skripal og dóttir hans Yulia urðu þar fyrir eiturefnaárás 4. mars sl. Skripal (66 ára) lá vikum saman í dái. Skripal hefur dvalist í Bretlandi síðan árið 2010 …

Lesa meira

Ítalía: Gerð stjórnarsáttmála uppnámsflokka á lokastigi

Luigi Di Maio og Matteo Salvini.

Forystumenn tveggja uppnámsflokka á Ítalíu, Fimmstjörnu-hreyfingarinnar (M5S) og Bandalagsins ætluðu að kvöldi fimmtudags 17. maí að leggja lokahönd á sáttmála „stjórnar í þágu breytinga“. Þeir ræða jafnframt hver skuli verða forsætisráðherra í stjórninni. Ekki hefur fengist staðfest hvort leiðtogarnir ætli að leggja stjórnarsáttmálann og ráðherralista fyrir Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, …

Lesa meira

Guðlaugur Þór í Pentagon

Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Pentagon, Washington, 15. maí 2018.

Samvinna Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum og innan Atlantshafsbandalagsins voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington þriðjudaginn 15. maí. „Samvinna Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum á sér langa sögu og hefur þróast í áranna rás. Undanfarin ár …

Lesa meira

Gagn-kafbátaæfing fyrir norðan Ísland

Bandarískur tundurpsillir af Arleigh Burke-gerð.

Nú í vikunni er 6. floti Bandaríkjanna í forystu fyrir gagn-kafbátaæfingu á Norður-Atlantshafi sem tekur mið af síauknum umsvifum rússneskra kafbáta í hafinu. Æfingin fer fram undan strönd Nordlands í Norður-Noregi. Fyrir utan Norðmenn og Bandaríkjamenn taka Kanadamenn, Frakkar og Bretar þátt í æfingunni. Bandarískur árásarkafbátur, norsk freigáta, bandarískur tundurspillir …

Lesa meira