Rússar á herfæfingum við Lettland og Noreg

Rússneskur skriðdreki á norðurslóðum.

  Rússar hófu æfingar með flugskeytum á Eystrasalti miðvikudaginn 4. apríl. Stjórnvöld í Lettlandi neyddust til að loka hluta af lofthelgi sinni. Sama dag hófst landhersæfing Rússa við sameiginleg landamæri þeirra og Norðmanna í norðri. Sprengjur eru sendar á loft með flugskeytum frá Eystrasaltsflota Rússa með heimahöfn í Kaliningrad, hólmlendunni …

Lesa meira

Krónprins Sádí-Arabíu telur Ísraela eiga rétt til lands í Palestínu

Mohammed bin Salman (32 ára), krónprins Sádí-Arabíu .

  Þau sögulegu þáttaskil urðu mánudaginn 2. apríl að þá birtust ummæli höfð eftir Mohammed bin Salman (32 ára), krónprins Sádí-Arabíu og raunverulegum stjórnanda landsinds, um að Írsaelar ættu „rétt“ til lands við hlið Palestínumanna. Ummælin birtust í viðtali við krónprinsinn í bandaríska tímaritinu The Atlantic. Mohammad bin Salman var …

Lesa meira

Puigdemont viku í haldi Þjóðverja – mótmæli í Berlín

Stuðningsmenn Puigdemonts mótmæla í Berlín.

Carles Puigdemont, fyrrv. forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hvetur stuðningsmenn sína að halda baráttunni áfram á meðan hann er sjálfur í haldi Þjóðverja sem vega og meta hvort verða eigi við kröfu spænskra yfirvalda um framsal hans. Puigdemont er sakaður um brot gegn spænskum stjórnlögum með því að leiða sjálfstæðisbaráttu Katalóníumanna. Þýskir …

Lesa meira

Eiturefnaárásin: Aðild Rússa hafin yfir allan vafa, segir norskur herforingi

Kjell Grandhagen

Kjell Grandhagen, fyrrv. yfirmaður eftirgrennslanaþjónustu norska hersins, efast ekki um að Rússar standi að baki eiturefnaárásinni í Salisbury í Suður-Englandi sunnudaginn 4. mars. „Þetta eru greinileg skilaboð frá Rússum um til hvers það getur leitt að svíkja eigin þjóð. Ég er ekki hissa á að Rússar beiti slíkum aðferðum,“ segir …

Lesa meira

Eystrasalt: Rússnesk flugskeytaæfing liður í stórpólitísku valdatafli

Rússnesku Iskander-flugskeyti skotið á loft.

  Johannes Riber Nordby, herfræðingur hjá Forsvarsakademiet í Danmörku, segir að líta beri á þriggja daga flugskeytaæfingu Rússa í suðurhluta Eystrasalts í næstu viku sem lið í stórpólitísku valdatafli sem tengist viðbrögðunum vegna eiturefnaárásar Rússa í Salisbury í Suður-Englandi 4. mars gegn Sergej Skripal og dóttur hans Juliu. „Hér er …

Lesa meira

Rússar boða óvenjulegar flugskeytaæfingar á Eystrasalti

Hér má sjá rússneska hermenn vinna við að setja Iskander-skotflaug á pall.

Sendimenn þeirra ríkja sem ákváðu að reka rússneska stjórnarerindreka úr landi vegna eiturefnaárásarinnar í Salisbury á Suður-Englandi sunnudaginn 4. mars voru kallaðir í rússneska utanríkisráðuneytið föstudaginn 30. mars og þeim tilkynnt að þeir yrðu að fækka í sendiráðum sínum í Moskvu. Þá ákvað rússneska stjórnin að loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í …

Lesa meira

Russian Roulette – bókadómur

Donald Trump og Vladimir Pútín.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Óhætt er að segja að sigur Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 hafi komið flestum á óvart.  Hvernig gat jafn ógeðfelldur maður sem jafnframt hafði takmarkaða þekkingu á málunum sem kosningabaráttan snérist um sigrað jafn reynslu­mikinn frambjóðenda og Hillary Clinton?  Fljótlega fóru raddir að heyrast …

Lesa meira

Hófleg bjartsýni um fund Trumps og Kims

Þetta er dæmigerð mynd sem sýnir að Kim Jong-un stjórnar - allir skrá það sem hann segir. Kínverjar sýndu hins vegar mynd þar sem Kim sat og skráði það sem Xi Jinping hafði að segja. Skilaboðin gátu ekki verið skýrari.

Starfsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðust „hóflega bjartsýnir“ miðvikudaginn 28. mars á að efnt yrði til fundar Trumps með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, einhvern tíma í maí. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar fundurinn verður og óvíst er um efni viðræðna þeirra. Þetta segir í grein í The Washington Post (WP) …

Lesa meira

Kim Jong-un stillir saman stengi með Xi Jinping

Kim Jong-un og Xi Jinping.

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var í járnbrautarlestinni dularfullu sem renndi inn á brautarstöðina í Peking síðdegis mánudaginn 26. mars og hélt þaðan aftur síðdegis þriðjudaginn 27. mars. Án þess að greint væri frá ferð hans fyrr en eftir heimkomu til Norður-Kóreu hélt Kim til Peking og hitti þar Xi Jinping, …

Lesa meira

Dularfull lestarferð kann að marka þáttaskil í samskiptum N-Kóreumanna og Kínverja

Lestin dularfulla frá N-Kóreu.

Miklar vangaveltur eru meðal manna í Peking um að Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, hafi dvalist í kínversku höfuðborginni frá síðla mánudags 26. mars til þriðjudags 27. mars. Sé svo er það fyrsta utanlandsferð Kims frá því að hann settist í æðsta embætti þjóðar sinnar árið 2011. Stjórnvöld í Norður-Kóreu …

Lesa meira