Þýskaland: Merkel-stjórnin á mjög undir högg að sækja

Angela Merkel, Horst Seehofer, Andrea Nahles.

  Ríkisstjórn Angelu Merkel í Þýskalandi nýtur nú 41% stuðnings meðal Þjóðverja megi marka niðurstöður skoðanakannanna. Kristilegu flokkarnir (CDU/CSU) njóta stuðnings 26% en Jafnaðarmannaflokkinn segjast 15% styðja. Af stjórnarandstöðuflokkunum njóta græningjar mesta fylgis. Niðurstöður í reglulegri könnun Deutschlandtrend var birt fimmtudaginn 11. október, þremur dögum fyrir sambandslandskosningar í Bæjaralandi, heimalandi …

Lesa meira

Eðlilegt að Pólverjar óttist Rússa segir fyrrv. utanríkisráðherra

Zhanna Nemtsova ræðir við Radoslaw Sikorski, fyrrv. utanríkis- og varnarmálaráðherra Póllands.

Radoslaw Sikorski, fyrrv. utanríkis- og varnarmálaráðherra Póllands, skýrði miðvikudaginn 10. október í samtali við Zhönnu Nemtsovu, blaðakonu hjá þýsku fréttastofunni Deutsche Welle, hvers vegna hann styður eindregið þá stefnu pólsku ríkisstjórnarinnar að Bandaríkjamenn reisi herstöð í Póllandi þótt hann sé andvígur stjórnarflokknum sem kennir sig við lög og réttlæti. Andrzej …

Lesa meira

Morð á búlgaskri sjónvarpskonu vekur óhug

Viktoria Marinova

  Þýsk yfirvöld hafa tekið höndum mann sem grunaður er um að hafa myrt búlgörsku sjónvarpsfréttakonuna Viktoriu Marinovu. Ríkissaksóknari Búlgaríu skýrði frá þessu miðvikudaginn 10. október. Búlgarska innanríkisráðuneytið sagði að sá grunaði héti Severin Krasimirov 21 árs Búlgari með sakaferil. „Við höfum nægar sannanir til að tengja þennan einstakling við …

Lesa meira

Síðari launmorðingi Rússa í Salisbury nafngreindur

Alexander Jevgenjevich Mishkin, rússneskur herlæknir.

Við rannsókn á opnum gögnum hefur tekist að ákvarða rétt nafn á síðari manninni af tveimur sem reyndu að myrða Sergei Skripal, fyrrv. rússneskan njósnara, í Salisbury á Suður-Englandi 4. mars 2018. Hann er Alexander Jevgenjevich Mishkin, rússneskur herlæknir. Á  vefsíðunni Bellingcat var skýrt frá nafni mannsins mánudaginn 8. október …

Lesa meira

Harry S. Truman í heræfingu – Foggo talar hjá Varðbergi

Bandaríski flotinn sendi þessa mynd frá Harry S. Truman í september þegar gestir frá Íslandi heimsóttu skipið.

Bandaríkjamenn hafa ákveðið að flugmóðurskipið Harry S. Truman taki þátt NATO-heræfingunni Trident Juncture 2018 í og við Noreg undir lok október og í byrjun nóvember. James G. Foggo aðmírall stjórnandi æfingarnar skýrði frá þessu þriðjudaginn 9. október á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel. James G. Foggo er yfirmaður flotastjórnar …

Lesa meira

Traust Rússa í garð Pútíns snarminnkar

Þessir menn fögnuðu 66 ára afmæli Pútíns 7. október með því að bregða upp borða með þeim orðum að Pútín mætti enn lifa lengi í fangelsi.

Ný könnun í Rússlandi sýnir að þeim fækkar umtalsvert sem bera traust til Vladimirs Pútíns forseta. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar mánudaginn 8. október. Sjálfstætt könnunarfyrirtæki, Levada-miðstöðin, bað svarendur dagana 20. til 26. september að nefna fimm eða sex stjórnmálamenn sem þeir treystu mest. Pútín er í fyrsta sæti með 39%, …

Lesa meira

Kínastjórn handtekur stjórnarformann Interpol

Grace Meng á blaðamannafundi. Bað um að ekki yrðu teknar myndir af andliti sínu.

Í tilkynningu frá alþjóðalögreglunni Interpol sagði sunnudaginn 7. október að borist hefði lausnarbeiðni frá Meng Hongwei, stjórnarformanni stofnunarinnar. Hann hvarf á ferð sinni til heimalands síns, Kína. Eiginkona Mengs óttast að líf manns síns sé í hættu. Sunnudaginn 7. október sagði and-spillingarstofa Kína að Meng Hongwei væri til rannsóknar vegna …

Lesa meira

Interpol leitar að stjórnarformanni sínum í Kína

Meng Hongwei

Alþjóðalögreglan Interpol óskaði laugardaginn 6. október opinberlega  upplýsinga hjá kínverskum yfirvöldum um líðan Mengs Hongweis, stjórnarformanns Interpol. Með þessu stígur Interpol formlega inn í þetta mál eftir að hafa áður sagt það í höndum franskra og kínverskra stjórnvalda. Höfuðstöðvar Interpol eru í Lyon í Frakklandi. Frönsk yfirvöld hófu föstudaginn 5. …

Lesa meira

Sendiherra Rússa á Íslandi tekur upp hanskann fyrir GRU

Ákærur á hendur 7 GRU-njósnurum birtar í Washington 4. október 2018.

Anton Vasiliev, sendiherra Rússa á Íslandi, ritar grein í Morgunblaðið fimmtudaginn 4. október í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands. Í greininni tekur sendiherrann sér fyrir hendur að hvítþvo rússnesk stjórnvöld af gagnrýni sem þau hafa sætt frá innlimun Krímskaga í mars 2014. Sendiherrann segir meðal annars: …

Lesa meira

Rússneskir GRU-njósnarar staðnir að verki í Hollandi

GRU-mennirnir fjórir koma til Amsterdam 10. apríl 2018.

Rússar gerðu net- og tölvuárás á alþjóðlegu stofunina sem framfylgir banni við efnavopnum Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons (OPCW) í Haag á meðan hún rannsakaði eiturefnaárásina á Skripal-feðginin í Salisbury á Suður-Englandi. Skýrt var frá þessu fimmtudaginn 4. október og vísað til upplýsinga frá öryggis- og leyniþjónustum Bretlands …

Lesa meira