Farand- og flóttafólki yfir Miðjarðarhaf fækkar um helming

rettungsschiff-aquarius-faehrt-wieder

Alls hafa 74.500 flótta- og farandmenn farið yfir Miðjarðarhaf til Evrópu fram í miðjan september á þessu ári. Næstum 1.600 manns hafa týnt lífi á þessari hættulegu siglingu síðan í janúar 2018. Þetta kemur fram í skýrslu IOM, Alþjóðastofnunar fyrir farandfólk, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þetta …

Lesa meira

Ungverjar og Pólverjar snúa bökum saman gegn ESB

Viktor Orbán og Andrzej Duda.

  ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 12. september að Ungverjum skyldi refsað fyrir að brjóta gegn gildum ESB og lögum og rétti. Utanríkisráðuneyti Póllands sendi frá sér tilkynningu sama dag um að fulltrúi Póllands mundi greiða atkvæði gegn slíkum refsiaðgerðum hvarvetna í ESB. Innan ráðherraráðs ESB verða fulltrúar allra ríkja að samþykkja …

Lesa meira

Fear: Trump in the White House- Bókadómur

5b744e226e163-image

Höfundur: Kristinn Valdimarsson   Út er komin bókin Fear eftir bandaríska blaðamanninn Bob Woodward (bandarískur útgefandi er Simon & Schuster.)  Fjallar bókin um fyrstu misserin, u.þ.b. fimmtán mánuði, í forsetatíð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Woodward er goðsögn meðal rannsóknarblaðamanna en á 8. áratug síðustu aldar áttu hann og Carl Bernstein, en …

Lesa meira

Juncker boðar stórherta vörslu á ytri Schenghen-landamærum

Jean-Claude Juncker flytur stefnuræðu sína.

ESB á að leggja meira af mörkum til að halda ólöglegu aðkomufólki utan dyra, herða reglur um peningaþvætti og snúast hraðar gegn áróðri hryðjuverkamanna. Þá á að hætta að hafa sameiginlegan sumar- og vetrartíma innan ESB og Evrópumenn eiga efla samband sitt við þjóðir Afríku. Þetta kom meðal annars fram …

Lesa meira

Bolton fer hörðum orðum um Alþjóðasakamáladómstólinn

index

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, fór hörðum orðum um Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) í Haag í ræðu í Washington mánudaginn 10. september. Dómstóllinn fjallar nú um mál gegn bandarískum hermönnum sem sakaðir eru um að hafa pyntað menn grunaða um hryðjuverk. Þeir sátu í leynilegum fangelsum í Afganistan. Bolton segir að …

Lesa meira

Spáð í áhrif hernaðarsamstarfs Rússlands og Kína

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping Kínaforseti.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Fyrir nokkru var sagt frá því hér á vardberg.is að nú í september yrði umfangsmikil rússnesk heræfing, svokölluð Vostok-2018 (Vostok þýðir austur á rússnesku), haldin í austur­hluta landsins.  Umfang hennar sést af því að um 300 þúsund rúss­neskir hermenn taka þátt í henni sem er hvorki …

Lesa meira

Glíman við launmorðingja Rússa hættulegri nú en 1978

GRU-mennirnir hikuðu ekki við að standa fyrir framan eftirlitsmyndavélar á brautarstöðinni í Salisbury.

Leyniþjónusta Búlgaríu sendi ítalskan launmorðingja sem hlaut dulnefnið Piccadilly til London í september 1978 og 7. september fann hann útlægan andófsmann, Georgi Markov, á biðstöð strætisvagna skammt frá Waterloo brú, stakk hann í hægri mjöðm með tóli sem spýtti lítilli kúlu með eitrinu ricin í holdið. Við 37°hita bráðnaði efnið …

Lesa meira

Hergögn streyma til Noregs vegna Trident Juncture-æfingarinnar

Þilfar þýska flutningaskipsins Ark Germania,

  Mikið magn hergagna er tekið að streyma til Noregs vegna NATO-heræfingarinnar Trident Juncture sem hefst í næsta mánuði. Varnarmálaráðherrann Frank Bakke-Jensen og dómsmálaráðherrann Tor Mikkel Wara voru báðir í Fredrikstad þegar flutningaskipið Ark Germania kom þangað föstudaginn 7. september. Aldrei fyrr hefur jafnmikið af hergögnum verið flutt til Noregs …

Lesa meira

Bandaríska varnarlínan langt fyrir norðan GIUK-hliðið

Rauði punkturinn er í Barentshafi, nálægt heimahöfnum rússneska Norðurflotans.

. Eftir að 2. floti Bandaríkjanna var virkjaður að nýju í maí á þessu ári með höfuðstöðvar í Norfolk í Virginíuríki hefur einnig verið ákveðið að þar verði ný Atlantshafsherstjórn NATO eins og var í kalda stríðinu. Innan herstjórnakerfis NATO féll Keflavíkurstöðin, flotastöð Bandaríkjanna á Íslandi, undir Atlantsherstjórnina. Nú stefnir …

Lesa meira

Trump segir „snáka“ vera alls staðar

Þessi mynd birtist hjá Axios til að lýsa líðan Trumps.

Á bandarísku fréttavefsíðunni Axios segir fimmtudaginn 6. september að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé ekki aðeins í uppnámi vegna væntanlegrar bókar eftir Bob Woodward um stjórnarhætti hans sem kemur út í næstu viku undir heitinu: Ótti (e. Fear). Forsetinn sé einnig fullur grunsemda í garð margra innan stjórnkerfisins – hvort sem …

Lesa meira