Kínverska risasímafélaginu Huawei haldið frá Bandaríkjamarkaði

huawei

Fjarskipta- og tölvurisinn Huawei vill ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði. Bandarískar leyniþjónustustofnanir vara hins vegar við að það gerist. Stofnanirnar hafa lagst gegn notkun á snjallsímum, tölvum og netbúnaði frá kínverska fyrirtækinu. Þetta kom fram á fundi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, leyniþjónustunnar CIA, þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA og þriggja annarra stofnana á fundi með …

Lesa meira

NATO: Varnarmálaráðherrar stofna Atlantshafsherstjórn

Frá varnarmálaráðherrafundinum: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,

  Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna lauk fimmtudaginn 15. febrúar. Fundurinn snerist um breytingu á herstjórnaskipulagi bandalagsins, skiptingu útgjalda og viðleitni NATO til að stuðla að stöðugleika utan landamæra aðildarlandanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Ráðherrarnir tóku miðvikudaginn 14. febrúar ákvarðanir um að endurnýja herstjórnaskipulag NATO …

Lesa meira

NATO: styrkleikahalli gagnvart Rússum við Eystrasalt

wwiii

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna sitja reglulegan fund sinn í Brussel miðvikudaginn 14. og fimmtudaginn 15. febrúar. Ráðherrarnir ræða meðal annars framkvæmd stefnu sem kennd er við CCC á ensku: Cash, Contribution, Capabilities – fjármagn, framlag, framkvæmd. Gerð er grein fyrir útgjöldum til varnarmála, framlagi einstakra NATO-ríkja til NATO-verkefna og framkvæmd ákvarðana einkum …

Lesa meira

Martin Schulz segir af sér sem leiðtogi SPD

Martin Schulz.

  Martin Schulz tilkynnti þriðjudaginn 13. febrúar að hann segði tafarlaust af sér sem leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD). „Með afsögn minni og ákvörðun um að taka ekki setu í ríkisstjórninni vil ég binda enda á umræður um menn í SPD svoa að flokksmenn geti beint allri athygli sinni að stjórnarsáttmálanum.“ …

Lesa meira

Mikheil Saakashvili rekinn frá Úkraínu til Póllands

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu.

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu, hefur verið fluttur með valdi frá Úkraínu til Póllands. Landamæragæsla Úkraínu sagði mánudaginn 12. febrúar að hann hefði dvalist ólöglega í landinu og komið án lögmætra skilríkja frá Póllandi og þess vegna væri honum brottvísað þangað.  Lögfræðingur Saakashvilis líkti brottflutningnum við „mannrán“. Forsetinn fyrrverandi fékk …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Hollands fór rangt með hlut sinn í fundi með Pútín

Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands,

Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, viðurkenndi mánudaginn 12. febrúar, áður en hann hélt til fundar í Moskvu, að hann hefði sagt ósatt um þátttöku í umdeildum fundi með Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Zijlstra (49 ára) varð utanríkisráðherra í október 2017. Hann sagðist hafa hitt Pútín með fleirum á sveitasetri forsetans árið …

Lesa meira

Þýski herflotinn dregur saman seglin

Aðstoðarskipið Berlin

Þingkjörinn umboðsmaður þýska hersins, Jafnaðarmaðurinn Hans-Peter Bartels, hvetur til þess að þýski flotinn hætti að senda freigátur í verkefni á vegum NATO, ESB og SÞ. Hann telur herinn einfaldlega ekki ráða yfir nógu mörgum skipum til þess. Rætt var við Bartels í Bild am Sonntag 11. febrúar og sagði hann …

Lesa meira

Tölvuárás gerð á vetrarólympíuleikanna

38853159_303

Sérfræðingar Suður-Kóreustjórnar vinna að því að upplýsa hvernig tölvuþrjótum tókst að trufla setningarathöfn vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang föstudaginn 9. febrúar. Þráðlaust innra kerfi og netsamband var rofið.  Mark Adams, talsmaður alþjóðaólympíunefndarinnar, sagði að allt benti til árásar á netkerfið en nú hefðu varnir þess verið auknar. Hann sagðist ekki ætla að …

Lesa meira

Ísraelar missa orrustuþotu vegna átakanna í Sýrlandi

Flakið af ísraelsku þotunni.

Ísraelsk F-16 orrustuþota féll til jarðar eftir að skotið var á hana frá Sýrlandi að lokinni árás á írönsk skotmörk í Sýrlandi, sagði í tilkynningu Írsaelshers laugardaginn 10. febrúar. Tveir flugmenn björguðust í fallhlíf áður en vélin skall á jörðu í norðurhluta Ísraels. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og er …

Lesa meira

Þýskaland: Martin Schulz á útleið úr forystu SPD – verður ekki ráðherra

Martin Schulz

Martin Schulz, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD), tilkynnti föstudaginn 9. febrúar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir ráðherraembætti í næstu ríkisstjórn Þýskalands. Hann hafði verið orðaður við embætti utanríkisráðherra og látið í ljós áhuga á að gegna því. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni innan flokks síns fyrir að lýsa þessum …

Lesa meira