Rússar og Sýrlendingar sakaðir um efnavopnaárás í austurhluta Ghouta

Myndin er frá Austur-Ghouta.

  Hjálparstofnanir skýrðu um helgina frá grunsemdum um að efnavopnaárás hefði verið gerð á síðustu virki uppreisnarmanna í austurhluta Ghouta, í bænum Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi. Sýrlenska stjórnin segir þetta rangt. Í færslu frá sjálfboðaliðasamtökunum Hvítu hjálmarnir á Twitter sagði að varpað hefði verið eiturefni í tunnu-sprengju …

Lesa meira

Puigdemont vill viðræður – hæstiréttur Spánar íhugar áfrýjun til ESB-dómstólsins

Carles Puigdemont á blaðamannafundi í Berlín laugardaginn 7. apríl.

  Carles Puigdemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hvatti til þess laugardaginn 7. apríl að stofnað yrði til viðræðna „á grundvelli gagnkvæmrar virðingar“ milli fulltrúa stjórnvalda í Katalóníu og Madrid. Puigdemont lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Berlín daginn eftir að honum var sleppt úr haldi í Slesvík-Holstein gegn tryggingu. …

Lesa meira

Skripal á batavegi – Bandaríkjastjórn setur rússneska auðmenn á svartan lista

Sergei Skripal.

  Skýrt var frá því í Salisbury District Hospital á Englandi föstudaginn 6. apríl að Sergei Skripal sem varð fyrir eiturárás í Salisbury ásamt dóttur sinni, Juliu, 4. mars „svari meðferð vel, framfarir eru hraðar og ástand hans er lengur alvarlegt“. Feðginin fundust meðvitundarlaus vegna árásar með taugaeitri á garðbekk …

Lesa meira

Stoltenberg hvetur til friðsemdar á Eystrasalti – Eistlendingar vil Patriot-flaugar

Jens Stoltenberg og Jusrin Trudeau á blaðamannafundi í Ottawa.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvetur til þess að ekki sé ýtt undir spennu á Eystrasalti heldur stuðlað að samtölum milli aðila eftir að stjórnvöld í Lettlandi kvarta undan óvenjulegum flugskeyta- og flotaæfingum Rússa í efnahagslögsögu landsins. Stoltenberg var í Ottawa, höfuðborg Kanada, miðvikudaginn 4. apríl þegar hann var spurður um …

Lesa meira

Rússar á herfæfingum við Lettland og Noreg

Rússneskur skriðdreki á norðurslóðum.

  Rússar hófu æfingar með flugskeytum á Eystrasalti miðvikudaginn 4. apríl. Stjórnvöld í Lettlandi neyddust til að loka hluta af lofthelgi sinni. Sama dag hófst landhersæfing Rússa við sameiginleg landamæri þeirra og Norðmanna í norðri. Sprengjur eru sendar á loft með flugskeytum frá Eystrasaltsflota Rússa með heimahöfn í Kaliningrad, hólmlendunni …

Lesa meira

Krónprins Sádí-Arabíu telur Ísraela eiga rétt til lands í Palestínu

Mohammed bin Salman (32 ára), krónprins Sádí-Arabíu .

  Þau sögulegu þáttaskil urðu mánudaginn 2. apríl að þá birtust ummæli höfð eftir Mohammed bin Salman (32 ára), krónprins Sádí-Arabíu og raunverulegum stjórnanda landsinds, um að Írsaelar ættu „rétt“ til lands við hlið Palestínumanna. Ummælin birtust í viðtali við krónprinsinn í bandaríska tímaritinu The Atlantic. Mohammad bin Salman var …

Lesa meira

Puigdemont viku í haldi Þjóðverja – mótmæli í Berlín

Stuðningsmenn Puigdemonts mótmæla í Berlín.

Carles Puigdemont, fyrrv. forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hvetur stuðningsmenn sína að halda baráttunni áfram á meðan hann er sjálfur í haldi Þjóðverja sem vega og meta hvort verða eigi við kröfu spænskra yfirvalda um framsal hans. Puigdemont er sakaður um brot gegn spænskum stjórnlögum með því að leiða sjálfstæðisbaráttu Katalóníumanna. Þýskir …

Lesa meira

Eiturefnaárásin: Aðild Rússa hafin yfir allan vafa, segir norskur herforingi

Kjell Grandhagen

Kjell Grandhagen, fyrrv. yfirmaður eftirgrennslanaþjónustu norska hersins, efast ekki um að Rússar standi að baki eiturefnaárásinni í Salisbury í Suður-Englandi sunnudaginn 4. mars. „Þetta eru greinileg skilaboð frá Rússum um til hvers það getur leitt að svíkja eigin þjóð. Ég er ekki hissa á að Rússar beiti slíkum aðferðum,“ segir …

Lesa meira

Eystrasalt: Rússnesk flugskeytaæfing liður í stórpólitísku valdatafli

Rússnesku Iskander-flugskeyti skotið á loft.

  Johannes Riber Nordby, herfræðingur hjá Forsvarsakademiet í Danmörku, segir að líta beri á þriggja daga flugskeytaæfingu Rússa í suðurhluta Eystrasalts í næstu viku sem lið í stórpólitísku valdatafli sem tengist viðbrögðunum vegna eiturefnaárásar Rússa í Salisbury í Suður-Englandi 4. mars gegn Sergej Skripal og dóttur hans Juliu. „Hér er …

Lesa meira

Rússar boða óvenjulegar flugskeytaæfingar á Eystrasalti

Hér má sjá rússneska hermenn vinna við að setja Iskander-skotflaug á pall.

Sendimenn þeirra ríkja sem ákváðu að reka rússneska stjórnarerindreka úr landi vegna eiturefnaárásarinnar í Salisbury á Suður-Englandi sunnudaginn 4. mars voru kallaðir í rússneska utanríkisráðuneytið föstudaginn 30. mars og þeim tilkynnt að þeir yrðu að fækka í sendiráðum sínum í Moskvu. Þá ákvað rússneska stjórnin að loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í …

Lesa meira