Brexit: Breskir ráðherrar ræða EES sem plan B

brexit-news-1022759

Á vefsíðunni The Telegraph segir laugardaginn 1. desember að átta breskir ráðherrar hafi hist leynilega til að ræða B Brexit-áætlun sem felst í aðild að EFTA og EES verði Brexit-tillaga Thereseu May forsætisráðherra felld í neðri deild breska þingsins. Til sögunnar eru nefndir vegna málsins utanríkisráðherrann  Jeremy Hunt, umhverfisráðherra Michael …

Lesa meira

Úkraínumenn beita herlögum gegn komu Rússa til lands síns

46445780_7

Stjórnvöld Úkraínu hafa ákveðið að beita herlögum landsins á þann veg að banna rússneskum karlmönnum á aldrinum 16 til 60 ára að koma inn í Úkraínu. Frá þessu var skýrt föstudaginn 30. nóvember. Ákvörðunin er til marks um stigmögnun spennu vegna hertöku Rússa á þremur eftirlitsbátum Úkraíniu og handtöku 22 …

Lesa meira

Trump aflýsir skyndilega fundi með Pútín

Donald Trump og Valdimir Pútín.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti boðuðum fundi sínum með Vladimír Pútín Rússlandsforseta innan við klukkustund eftir að hann sagði að þeir ætluðu að hittast í tengslum við leiðtogafund 20 helstu iðnríkja heims í Buenos Aires í Argentínu, G20-ríkjanna. Aflýsing fundarins var tilkynnt eftir að Michael Cohen, fyrrv. lögfræðingur Trumps, hafði …

Lesa meira

Frakkland: Macron nær ekki að róa „gulvestunga“

1543415018_000_1b2874

Emmanuel Macron Frakklandsforseta hefur mistekist að slá á 12 daga mótmælabylgjuna sem fer um Frakkland undir forystu „gulvestunga“. Niðurstaða skoðanakönnunar sem birt var miðvikudaginn 28. nóvember sýnir að 66% aðspurðra styðja mótmælaaðgerðirnar og 80% segja aðgerðir sem Macron hefur boðað til að slá á mótmælin „ónógar“. Upphaf mótmælanna má rekja …

Lesa meira

Deila Rússa og Úkraínumanna eftir hertöku skipa á Svartahafi í hnút

Hertekin skip flota Úkraínu.

Vestrænar ríkisstjórnir hafa lýst stuðningi við stjórn Úkraínu eftir að Rússar hertóku þrjú skip og 23 sjóliða frá Úkraínu á Svartahafi undan Krímskaga sunnudaginn 25. nóvember. Seint mánudaginn 26. nóvember birtu vestrænir forystumenn yfirlýsingar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) þar sem þeir fordæmdu „forkastanlegt“ brot Rússa gegn fullveldi Úkraínu og …

Lesa meira

Úkraína: Rætt um herlög eftir árás Rússa á Svartahafi

Kortið sýnir hvar ráðist var á herskip Úkraínu. Þá má sjá höfnina Mariupol við Azovhaf.

Þing Úkraínu ræðir tillögu um innleiðingu herlaga í landinu eftir að rússneskar sérsveitir hertóku þrjú herskip í flota Úkraínu sunnudaginn 26. nóvember og handtóku 23 menn í áhöfnum skipanna. Skipin voru tekin á siglingu á Svartahafi undan strönd Krímskaga sem Rússar innlimuðu í mars 2014. Rússar skutu að skipunum áður …

Lesa meira

ESB-útgönguskilmálar Breta samþykktir af leiðtogaráði ESB

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Thereasa May, forsætisráðherra Breta, á fundi leiðtogaráðsins í Brussel 25. nóvember,

  Sunnudaginn 25. nóvember samþykktu leiðtogar 27 Evrópusambandsríkja útgönguskilmála fyrir 28. ríkið, Bretland, úr sambandinu eftir meira en 40 ára aðild að því. Samþykkt voru tvö skjöl á fundi leiðtoganna í Brussel, annars vegar 585 bls. skjal sem lögfestir útgönguna og hins vegar pólitísk yfirlýsing. Mælt er fyrir aðskilnaðarskilmálum og …

Lesa meira

Svíþjóð: Stjórnarkreppan versnar – umboðið í höndum Löfvens

Stefan Löfven, starfandi forsætisráðhertra, og Andre Norlén þingforseti.

  Stjórnarkreppa hefur verið í Svíþjóð síðan 25. september þegar meirihluti þingsins lýsti vantrausti á jafnaðarmanninn Stefan Löfven og samsteypustjórn hans með græningjum. Löfven hefur síðan leitt starfsstjórn en föstudaginn 23. nóvember veitti Andres Norlén, forseti sænska þingsins, Löfven umboð til stjórnarmyndunar og tekur þingið af skarið um hvort hún …

Lesa meira

Rætt um Magnitskíj-lög gegn Rússum innan ESB

39826614_303

  Innan Evrópusambandsins velta stjórnmálamenn fyrir sér hvort sambandið eigi að innleiða eigin Magnitskíj-lög, það er herða refisaðgerðir gegn Rússum. Aðgerðirnar taka mið af mannréttindabrotum rússneskra yfirvalda og eru Hollendingar helstu hvatamenn þess að málið verði kannað til hlítar. Bill Browder, höfundur bókarinnar Eftirlýstur, hvatti til þess að Bandaríkjaþing samþykkti …

Lesa meira

Ferðagleði umhverfisstjóra SÞ að falli

Erik Solheim

Norðmaðurinn Erik Solheim, forstjóri Umhverfismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sagði af sér þriðjudaginn 20. nóvember eftir að upplýst var að hann hefði varið hálfri milljón dollara í flugferðir um heiminn á 22 mánuðum. Innri endurskoðun SÞ birti skýrslu um UNEP þriðjudaginn 20. nóvember þar sem skýrt var frá ferðagleði Solheims. Hann …

Lesa meira