Katalónía: Óvissa um hvort og hvenær lýst verður yfir sjálfstæði

Þingsalurinn í Katalóníu.

Hugsanlegt er að Katalónía verði lýst sjálfstætt lýðveldi mánudaginn 9. október segja félagar í CUP, flokknum lengst til vinstri sem styður samsteypustjórna (Junts pel – Sameinuð fyrir já) í Katalóníu án þess að eiga menn í stjórninni. Þess er vænst að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, gefi yfirlýsingu í héraðsþinginu …

Lesa meira

Miðstöð gegn blandaðri stríðsógn opnuð í Helsinki

Frá Helsinki.

  Saul Niinistö, forseti Finnlands, opnaði miðstöð til greiningar á blönduðu stríðshótunum mánudaginn 2. október. Miðstöðin er í Helsinki og tóku háttsettir fulltrúar NATO og ESB þátt í athöfninni. Með nýju miðstöðinni er ætlunin að greina blandaðar stríðsógnir og áhrif þeirra í frjálsum, opnum samfélögum. Þessar ógnir felast í afskiptum …

Lesa meira

Las Vegas: Blóðugasta skotárás í sögu Bandaríkjanna

Stephen Paddock.

Meira en 58 manns féllu og að minnsta kosti 515 að auki hlutu sár þegar byssumaður lét skothríð dynja á gestum á Route 91 uppskeru-tónlistarhátíðinni í Las Vegas að kvöldi sunnudags 1. október. Tölur um þá sem týndu lífi sýna að ekki hefur áður orðið meira mannfall í skotárás af …

Lesa meira

Forseti héraðsstjórnar Katalóníu segir leiðina til sjálfstæðis hafa verið opnaða

Carles Puigdemont

Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, segir að héraðið hafi áunnið sér sjálfstæð ríkisréttindi að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sunnudaginn 1. október. Valdi var beitt af lögreglu til að framfylgja kröfu spænsku ríkisstjórnarinnar um að farið yrði að niðurstöðu stjórnlagadómstóls Spánar um að atkvæðagreiðslan bryti í bága við stjórnarskrá …

Lesa meira

Danskir hermenn sendir til varðstöðu á landamærum og við samkunduhús gyðinga

soldat-2a-615-330-e05a1f__dsc1355low

Þeir sem fara yfir landamæri Þýskalands og Danmerkur sjá nú danska hermenn við landamæravörslu. Danir sendu hermenn til starfa á landamærum sínum föstudaginn 29. september. Hermennirnir eru liðsauki við dönsku lögreglumennina sem halda uppi gæslu á landamærunum gagnvart Slesvík-Holstein skammt frá borginni Flensborg í Þýskalandi. Danir hófu landamæragæsluna í janúar …

Lesa meira

Fyrrverandi Þýskalandskanslari stjórnarformaður í rússneska olíurisanum Rosneft

Vinirnir Gerhard Schröder og Vladimir Pútín.

Gerhard Schröder, fyrrv. kanslari Þýskalands, var kjörinn formaður stjórnar rússneska risaolíufélagsins Rosneft föstudaginn 29. september. Ríkisstjórn Rússlands tilnefndi hann til stjórnarsetunnar, hún mælist misjafnlega fyrir í Þýskalandi. Igor Setsjín, forstjóri Rosnefts, mælti með kjöri Schröders og sagði að með því að velja hann í stjórnina styrktist staða olíufélagsins: „Kjör Schröders …

Lesa meira

Rússar notuðu Twitter og Facebook í bandarísku kosningabaráttunni

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, lofar bót og betrun.

Stjórnendur samfélagssíðunnar Twitter segjast hafa fundið um 200 reikninga á síðunni sem megi tengja sama aðila, það er aðilum í Rússlandi sem hafa látist vera bandarískir aðgerðasinnar á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilgangur þessara aðila var að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum árið 2016 og skapa sundrung meðal bandarísku þjóðarinnar. Þetta …

Lesa meira

Dönsk rannsókn: Mannréttindadómstólinn er unnt að beita pólitískum þrýstingi

Frá mannréttindadómstólnum í Strassborg.

  Hér hefur verið vakið máls á því að háværar kröfur eru í Danmörku um að sagt verði skilið við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg takist ekki að breyta mannréttindasáttmála Evrópu á þann veg ríkjum verði heimilað að gera erlenda glæpamenn brottræka. Í maí 2016 komst danski hæstirétturinn að þeirri niðurstöðu …

Lesa meira

Moldóva: Forseti og ríkisstjórn deila um NATO-skrifstofu

470f9bd7-c656-481d-af27-afeda1026038_mw800_s

Forseti Moldóvu, Igor Dodon, er hliðhollur Rússum og mótmælir áformum um að NATO komi á fót tengslaskrifstofu í landi sínu. Hann segir að þetta fyrrverandi sovéska lýðveldi eigi að standa utan við „geopólitísk átök“ milli ráðamanna í Washington og Moskvu. Forsetinn lét þessi orð falla þriðjudaginn 26. september nokkrum vikum …

Lesa meira

Röskun Kínverja á valdajafnvæginu hefur áhrif á norðurslóðum

Fundur utanríkisráðherra Noregs og Kína.

„Við verðum að treysta mun meira á eigin varnarmátt í fælingarskyni á næstu árum,“ segir Øystein Tunsjø við Norsku varnarmálastofnunina í viðtali við Hege Eilertsen í viðtali sem birtist á vefsíðunni High North News mánudaginn 25. september. „Norðurslóðir eru mjög neðarlega á forgangslista hjá Bandaríkjamönnum, mikilvægasta bandamanns Norðmanna,“ segir prófessorinn …

Lesa meira