Spánn: Rajoy felldur með vantrausti – Sánchez næsti forsætisráðherra

Pedro Sánchez verður næsti forsætisráðherra Spánar.

Spænska þingið samþykkti (180:169) föstudaginn 1. júní vantraust á Mariano Rajoy forsætisráðherra vegna fjármálahneykslis. Þar með liggur beint við að Pedro Sánchez, leiðtogi sósíalista, taki við embætti forsætisráðherra. Í fyrri viku voru 29 manns með tengsl við Alþýðufylkinguna (PP), flokk Rajoys, dæmdir fyrir fjármálamisferli, í þeim hópi voru menn sem …

Lesa meira

Danir banna búrkur og niqab

Kona í blárri búrku.

Danska þingið hefur samþykkt lög sem banna ákveðna gerð af klæðnaði sem hylur andlit fólks á opinberum vettvangi, í lögunum felst bann við að konur klæðist búrkum eða niqab frá 1. ágúst 2018. Þingmenn Venstre, Íhaldsflokksins og Danska þjóðarflokksins studdu lagafrumvarpið og einnig Jafnaðarmannaflokkurinn nema einn þingmaður hans, Mette Gjerskov. …

Lesa meira

Stjórnarkreppan leyst á Ítalíu

Giuseppe Conte tilkynnir afsögn sína sem verðandi forsætisráðherra.

  Sergio Mattarrella, forseti Ítalíu, veitti Giusppe Conte lögfræðingi umboð til að mynda ríkisstjórn fimmtudaginn 31. maí eftir að hafa séð ráðherralista hans. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins (langt til hægri) verður innanríkisráðherra og Luigi Di Maio, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar (langt til vinstri) verður ráðherra efnahagsþróunar. Paolo Savona sem átti að verða …

Lesa meira

Líkur á stjórnarkreppu á Spáni – ný tilraun heppnaðist á Ítalíu

Mariano Rajoy yfirgefur fund spænska þingsins þrátt fyrir umræður um vantraust á hann.

  Að kvöldi fimmtudags 31. maí blasti við að samþykkt yrði vantraust á Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Tillagan var þá til umræðu í neðri deild þings Spánar og lýsti fulltrúi flokks Baska að þeir mundu ekki styðja ráðherrann. Þá  hlyti hún 180 atkvæði við afgreiðslu hennar föstudaginn 1. júní – …

Lesa meira

Sagður myrtur – birtist ljóslifandi í Kænugarði

Arkadíj Babstjenko, blaðamaður, alkunnur fyrir harða gagnrýni sína á Vladimír Pútín og aðra .

Arkadíj Babstjenko, blaðamaður, alkunnur fyrir harða gagnrýni sína á Vladimír Pútín og aðra rússneska valdamenn, birtist ljóslifandi á blaðamannafundi í Kænugarði í Úkraínu síðdegis miðvikudaginn 30. maí, daginn eftir að fréttir bárust um að hann hefði verið myrtur í sömu borg. Vasíjl Gristak, yfirmaður leyni- og öryggisþjóinustu Úkraínu sagði að …

Lesa meira

Pólska ríkisstjórnin vill fasta viðveru Bandaríkjahers

Bandarískur hermaður í Póllandi.

  Mariusz Blaszczak, varnamálaráðherra Póllands, sagði mánudaginn 28. maí að hann hefði rætt við bandaríska embættismenn um að bandarískur herafli hefði fasta viðveru í Póllandi til mótvægis við hættuna af rússneskri árás. Ráðherrann sagði að hann hefði kynnt þessar óskir með vísan til ólögmætrar innlimunar Rússa á Krímskaga og stuðnings …

Lesa meira

Ítalía: Stjórnlagakreppa magnast með utanþingsstjórn

Carlo Cottarelli, nýr forsætisráðherra Ítalíu.

Í leit að lausn eftir að forsætisráðherraefni uppnámsflokkanna á Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði sig frá verkefninu fól Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, mánudaginn 28. maí, hagfræðingnum Carlo Contarelli að mynda utanþingsstjórn. Ákvörðun forsetans er illa tekið af leiðtogum Fimmstjörnu hreyfingarinnar (M5S) og Bandalagsins sigurvegaranna í kosningunum 4. mars 2018. Forsetinn lagði …

Lesa meira

Þýskaland: Bandaríkjaher varar við töfum á umferð vegna hergagnaflutninga

Skriðdreki á leið um borð í flutningaskip.

  Bandaríkjaher hefur sent tilkynningar til stjórnvalda í nokkrum þýskum sambandslöndum um að búast megi við umfangsmikilli umferð þungra bryndreka á leið þeirra til hernaðarlega mikilvægra staða í austurhluta Evrópu og Eystrasaltslöndunum. Hér sé um að ræða framkvæmd á ákvörðun NATO sem ber heitið Operation Atlantic Resolve. Sendir verða 3.300 …

Lesa meira

Ílaía: Stjórnarkreppa breytist í stjórnlagakreppu

Giuseppe Conte tilkynnir afsögn sína sem verðandi forsætisráðherra.

Giuseppe Conte sem ítölsku uppnámsflokkarnir tveir, Fimmstjörnu hreyfingin (M5S) og Bandalagið, höfðu tilnefnt sem forsætisráðherra sagði sig frá verkefninu að mynda ríkisstjórn sunnudaginn 27. maí eftir að forseti Ítalíu neitaði að samþykkja tillögu hans um efnahagsmálaráðherra. Deila varð innan stjórnarflokkanna þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins (hægrisinnað) neitaði að samþykkja höfnun …

Lesa meira

Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðarumsvifum Rússa

Myndin er tekin í St.Pétursborg sumarið 2017 þegar þar var efnt til flotasýningar.

  Rússar hafa aukið flotaumsvif sín í nágrenni við Noregi og hernaðarmáttur þeirra er vaxandi áhyggjuefni, sagði yfirmaður norska flotans við Reuters-fréttastofuna fimmtudaginn 24. maí. Norðmenn eiga land að Rússlandi á norðurslóðum og Rússar eiga mikið undir því að eiga greiða og opna leið að úthöfunum. Andreas Stensönes, yfirmaður norska …

Lesa meira