Spenna magnast í Armeníu – forsætisráðherra sakaður um ofríki

Forsætisráðherra Armeníu strunsar á brott úr sjónvarpsviðtali.

  Serzh Sargsyan, forsætisráðherra Armeníu, hafði ekki setið nema örstuttan tíma í beinni sjónvarpsútsendingu með Nikol Pashinian, aðgerðasinna og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sunnudaginn 22. apríl þegar hann stóð á fætur og hvarf á braut.   Eftir slit viðræðnanna kom til árekstra milli lögreglu og stjórnarandstæðinga á götum úti í höfuðborginni Yerevan. …

Lesa meira

Kim Jong-un segir ekki lengur þörf á tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar

Miðstjórn kommúnistaflokks N-Kóreu á fundi 20. apríl 2018.

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, tilkynnti laugardaginn 21. apríl að ekki væri lengur þörf á því að efna til tilrauna með kjarnorkuvopn eða langdrægar eldflaugar í landi sínu. Tilraunasvæðum með kjarnorku yrði lokað. „Tilraunasvæðin með kjarnorku hafa lokið hlutverki sínu,“ var haft eftir Kim í ríkisútvarpi hans. Litið er á …

Lesa meira

Kim Jong-un setur Bandaríkjamönnum ekki lengur úrslitakosti vegna herstöðva

Frá sameiginlegir æfingu hermanna Bandaríkjanna og S-Kóreu.

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, hefur fallið frá kröfu sem til þessa hefur verið úrslitakostur hans vegna allra samninga við Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn. Hann setur ekki lengur sem skilyrði að bandaríski herinn verði fluttur frá Suður-Kóreu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, skýrði frá þessu fimmtuadaginn 19. apríl. Forsetinn hittir Kim Jong-un …

Lesa meira

Breyttur og betri tónn milli ráðamanna Póllands og ESB

Vísundar í Bialowieska -skógi. Póslka stjórninr virðir ESB-dómínn til varnar skóginum.

  Pólska ríkisstjórnin tapaði þriðjudaginn 17. apríl máli fyrir ESB-dómstólnum þar sem tekist var á um verndun Bialowieska-skógar. Pólski umhverfisráðherrann þrefaldaði árið 2016 fjölda trjáa sem mætti höggva í skóginum og rauf þar með bann við frekara skógarhöggi í honum. Þá var í fyrra ákveðið að fjarlægja tré með sníkjudýr …

Lesa meira

Frakkland: Neikvæðni magnast vegna umbótatillagna Macrons

Frá mótmælagöngu gegn Macron.

  Birtar voru niðurstöður skoðanakönnunar í Frakklandi miðvikudaginn 18. apríl sem sýndu að 58% franskra kjósenda voru neikvæðir í garð Emmanuels Macrons forseta. Nú er um ár frá því að Macron (40 ára) hlaut kjör sem forseti, verkföll og mótmæli setja vaxandi svip á franskt þjóðlíf. Þyrkir mörgum forsetinn hafa …

Lesa meira

Macron á ESB-þinginu: Vaxandi hrifning á ófrjálslyndi minnir á borgarastríð

Emmanuel Macron flytur ræðu á ESB-þinginu.

Nú þegar um eitt ár er liðið frá því að Emmanuel Macron (40 ára) var kjörinn forseti Frakklands flutti hann í fyrsta sinn ræðu á ESB-þinginu þar sem hann hvatti til öflugra umbóta og opinna viðræðna við Evrópubúa. Hann sagðist ekki vilja vera hluti af kynslóð svefngengla sem hefði gleymt …

Lesa meira

Macron og Trump ráðgast um herlið í Sýrlandi

Bandarískir hermenn á landamærum Tyrklands og Sýrlands.

  Bandaríkjamenn fara „eins fljótt og unnt er“ frá Sýrlandi segja embættismenn Bandaríkjaforseta. Þeir létu þessi orð falla aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í löngu sjónvarpssamtali að kvöldi sunnudags 15. apríl að hann hefði sannfært Donald Trump að halda bandaríska hernum áfram í Sýrlandi. Macron skýrði …

Lesa meira

Umræður í þingum Frakklands og Bretlands um Sýrlandsárásina

Úr sal öldungadeildar franska þingsins.

  Í Frakklandi og Bretlandi hafa orðið líflegar umræður á stjórnmálavettvangi um aðild landanna að árásunum á efnavopnastöðvar Sýrlandsstjórnar aðfaranótt laugardags 14. apríl. Í þingum beggja landa gefa forsætisráðherrar þeirra skýrslu mánudaginn 16. apríl. Frakkland Í franska þinginu verður síðdegis mánudaginn 16. apríl gerð grein fyrir aðgerðum herja Frakka, Breta …

Lesa meira

Ráðist á efnavopn Sýrlendinga – stuðningur í NATO – Rússum hafnað í öryggisráðinu

Torséða franska freigátan Aquitaine.

Atlantshafsráðið, yfirstjórn NATO, kom saman laugardaginn 14. apríl og hlýddi á skýrslu fulltrúa Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands um sameiginlega hernaðaraðgerð ríkjanna gegn Sýrlandi aðfaranótt laugardagsins. Í fréttatilkynningu frá NATO segir að aðgerðin hafi verið takmörkuð við þær stöðvar Sýrlandsstjórnar sem nýttar séu til framleiðslu og notkunar á efnavopnum. Fulltrúar ríkjanna …

Lesa meira

Comey um Trump: „mafíu-foringi“ – Trump um Comey „slordóni“

Donald Trump og James Comey.

James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, lýsir Donald Trump sem einskonar glæpaforingja sem sé „ótjóðraður við sannleikann“. Þetta segir Comey í nýrri bók sem birtist opinberlega þriðjudaginn 17. apríl en var afhent bandarískum fjölmiðlum fimmtudaginn 12. apríl. Hann lýsir stjórnarháttum Trumps með orðinu „skógareldur“. Í bókinni notar James Comey …

Lesa meira