Breski flugherinn tekur fyrstu tvær P-8 eftirlitsþoturnar í notkun

Bresk P-8-vél í flugtaki.

Breski flugherinn, The Royal Air Force (RAF) tók miðvikudaginn 1. apríl formlega í notkun glænýjar þotur til eftirlits á hafi úti. Í tilkynningu af þessu tilefni er tegundin kölluð Poseidon MRA Mk1 Maritime Patrol Aircraft. Hér er um Poseidon-kafbátaleitarvélar frá Boeing-verksmiðjunum að ræða. Bretar taka nú tvær vélar í þjónustu …

Lesa meira

Vilja evrópska Marshall-áætlun vegna veirunnar

Ursula von der Leyen.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hvetur til þess að við gerð fjárlaga fyrir ESB verði hugað að verulegum útgjöldum til fjárfestinga vegna afleiðinga COVID-19-faraldursins. Forsætisráðherra Spánar er sömu skoðunar og vill að gripið verði til „styrjaldar-efnahagsaðgerða“ og síðan endurreisnaráætlunar. Von der Leyen ritar grein í þýska blaðið Welt …

Lesa meira

Hörmungar vegna hernaðar í Líbíu

ESB-flota verður nú beitt gegn sölu vopna til Líbíu.

  Arabíska vorið sem var mótmælaalda almennings í ríkjunum gegn spilltum stjórnvöldum hófst árið 2011. Í ágúst 2011 var Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu frá árinu 1969, steypt af stóli. Vonir um að byltingin væri upphaf betri tíma hafa því miður ekki gengið eftir. Nýlega var fjallað um stöðu mála …

Lesa meira

Svíar aflýsa mikilli heræfingu

18979654

Sænska varnarmálaráðuneytið ákvað föstudaginn 3. apríl að aflýsa fyrirhugðu heræfingunni Aurora vegna kórónaveirunnar. Ráðgert var að um 25.000 hermenn tækju þátt í æfingunni á sjó, í lofti og á landi frá 11. maí til 4. júní. Ákvörðunin um að hætta við æfinguna var tekin eftir miklar umræður um málið í …

Lesa meira

Fyrsti fjarfundur NATO-ráðherra í 71 ár

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, setur fyrsta fjarfund utanríkisráðherra bandalagsins.

Í fyrsta sinn í 71 árs sögu sinni efndu utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna 30 til fjarfundar fimmtudaginn 2. apríl 2020. Þetta var gert vegna ferðabanns af völdum Covid-19 faraldursins. Hér er fréttatilkynning íslenska utanríkisráðuneytisins vegna utanríkisráðherrafundar NATO fimmtudaginn 2. apríl 2020: Viðbrögð Atlantshafsbandalagsins við COVID-19 faraldrinum voru aðalefni fundar utanríkisráðherra þess sem …

Lesa meira

Kínverjar sakaðir um að birta rangar tölur um útbreiðslu Covid-19

52973312_403

Bandarískir embættismenn eru sagðir hafa sent Donald Trump forseta trúnaðarskýrslu þar sem fullyrt er að í Kína hafi menn leynt umfangi útbreiðslu kórónaveirunnar. Á Bloomberg News var vitnað í þrjá ónafngreinda starfsmenn Bandaríkjastjórnar sem sögðu að af ásetningi hefðu opinberar kínverskar tölur um fjölda smitaðra og fjölda látinna verið ófullnægjandi. …

Lesa meira

Danski varnamálaráðherrann varar við kínverskum falsfréttum

Trine Bramsen

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, er ómyrk í máli um að ógnir gegn dönsku samfélagi aukist vegna kóróna-hættuástandsins. Allir Danir eigi að gæta sérstakrar varúðar. Hún segir að erlend ríki og öfgahópar reyni að nýta sér kóróna-ástandið. Hættan vegna þessa aukist eftir því sem tíminn líði því að örvænting kunni í …

Lesa meira

Sænska öryggislögreglan varar við Rússum og Kínverjum

Frá höfuðstöðvum Säpo í Solna úthverfi Stokkhólms,

Sænska öryggislögreglan Säpo kynnti ársskýrslu sína fyrir árið 2019 föstudaginn 27. mars. Meginniðurstaðan er að á fleiri sviðum en áður sé Svíum hótað af erlendum ríkjum. Þessar árásir aukist í takt við hnattvæðinguna auk þess geri stafræn samskipti samfélagið berskjaldaðra en áður var. Þá magnist hættan af ofbeldisfullum öfgamönnum til …

Lesa meira

Hörmungar í þriðja heiminum vegna kórónufaraldursins

gettyimages-1199224545

Ómögulegt er að segja til um þróun COVID-19 faraldursins sem núna gengur yfir heimsbyggðina.  Eitt er því miður öruggt er að margir munu ekki lifa hann af.  Faraldurinn sem hófst í Kína undir lok 2019 geisar nú í Evrópu og Bandaríkjunum.  Ríki nota ýmsar aðferðir til þess að reyna að …

Lesa meira

Kórónaveiran kallar á ný alþjóðleg viðhorf

mjaxnjeyytczzjfjngqyymuzymm3zdkzogexmjjmntq3otnkzdy

Hubert Védrine: Áfallið vegna kórónaveirunnar er við að gera að engu réttmæti margra þeirra viðbragða, hugsjóna og trúarsetninga sem hafa fest djúpar rætur.   Hubert Védrine (72 ára) var yfirmaður forsetaskrifstofu François Mitterrands á sínum tíma og utanríkisráðherra Frakklands 1997 til 2002. Í Frakklandi er litið á hann sem raunsæjan …

Lesa meira