Engir bandarískir sendiherrar í 57 löndum

Kortið sýnir, lituðu löndin, þar sem ekki er sendiherra frá Bandaríkjunum.

Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rak alla sendiherra sem Barack Obama hafði skipað á flokkspólitískum forsendum hefur öldungadeild Bandaríkjaþings aðeins staðfest skipun hans á tveimur sendiherrum: Nikki Haley hjá Sameinuðu þjóðunum og David Friedman í Ísrael. Nú er málum þannig háttað að enginn bandarískur sendiherra er í 57 löndum …

Lesa meira

Rússnesk herstöð opnuð á 80° norður

Nagurskoje-herstöðin.

    Fjórtán þúsund fermetra Nagurskoje-herstöð Rússa á Aleksandra-eyju við Franz Josef Land er fullsmíðuð og tilbúin til notkunar. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af herstöðinni en mannvirkin þar eru sögð þau stærstu sem reist hafa verið svo norðarlega á hnettinum og er þá litið allt í kringum pólinn. Stöðin …

Lesa meira

Vopnaðir rússneskir landamæraverðir á Norðurpólnum

Rússneskir landamæraverðir á Norðurpólnum.

Rússneskir landamæraverðir af Kóla-skaganum fyrir austan Noreg lögðu nýlega land undir fót og fóru alvopnaðir alla leið á Norðurpólinn til að sýna mátt og megin Rússlands. Venjulega láta þeir sér nægja að sinna vörslu á landamærum Rússlands gagnvart Noregi og Finnlandi. Frá þessu var sagt á vefsíðunni Barents Observer fimmtudaginn …

Lesa meira

Erdogan vængstýfður þrátt fyrir sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu

Erdogan í kjörklefanum.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti yfir sigri stefnu sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 16. apríl. Stjórnarskrá Tyrklands verður breytt með því að stórauka vald forsetans. Mjótt var á munum í atkvæðagreiðslunni og krefjast andstæðingar Erdogans endurtalningar. Kjörstjórn lýsti yfir sigri já-manna síðla kvölds sunnudaginn 16. apríl. Ríkisfréttastofan Anadolu sagði að …

Lesa meira

Misheppnað eldflaugaskot kemur sé illa fyrir Kim Jong-un

Langdræg eldflaug N-Kóreumanna.

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug á loft að morgni sunnudags 16. apríl af palli nálægt kafbátalægi sínu við Sinpo á austurströnd lands síns. Eldflaugarskotið misheppnaðist eins og oft hefur gerst áður að sögn bandarískra herforingja í Suður-Kóreu. Að skotið misheppnaðist var verulegt áfalla fyrir Kim Jong-un, alræðisherra Norður-Kóreu. Álykta má að …

Lesa meira

Svíþjóð: Rætt um ökklabönd á brottvísaða

Fáni í hálfa stöng á sænska forsætisráðuneytinu.

Hryðjuverkið með flutningabílnum í helstu göngugötu Stokkhólms á dögunum hefur leitt til mikilla umræðna á sænskum stjórnmálavettvangi. Innan Miljöpartiets, Umhverfisflokksins, smáflokks í sænsku ríkisstjórninni með jafnaðarmönnum, hefur vaknað tillaga um að hælisleitendur sem bíða eftir brottvísun beri ökklabönd. Ekki eru allir á einu máli um þetta. Gustav Fridolin, annar tveggja …

Lesa meira

Skýrslur um glæpaverk Assad-stjórnarinnar vega mörg tonn – erfitt að leita réttlætis

Bashar al-Assad veifar til sýrlenskra þingmanna,

Í fórum einnar stofnunar í Evrópu er að finna þrjú tonn af opinberum sýrlenskum gögnum sem hafa að geyma hrollvekjandi og víðtækar upplýsingar um stríðsglæpi sýrlensku stjórnarinnar. Ljósmyndari sýrlensku lögreglunnar flýði með myndir af meira en 6.000 líkum fólks sem fallið hafði fyrir hendi ríkisvaldsins, mörg þeirra bera merki um …

Lesa meira

Víðtæk áhrif risasprengjunnar í Achin-héraði í Afganistan

38424298_403

Íbúar Achin-héraðs í Afganistan þar sem Bandaríkjamenn köstuðu risasprengjunni Massive Ordinance Air Blast eða MOAB – uppnefnd móðir allra sprengna – sögðu sprenginguna þá stærstu sem þeir hefðu nokkru sinni séð. Afganir eru vissulega engir nýgræðingar þegar sprengingar eru annars vegar, þeir hafa kynnst mörgum þeirra áratugum saman, þó einkum …

Lesa meira

Charles Krauthammer: Kúvendingin mikla – í bili.

Charles Krauthammer.

Charles Krauthammer er meðal virtustu álitsgjafa í bandarískum fjölmiðlum og fastur dálkahöfundur The Washington Post. Hér er meginefni dálks sem hann skrifaði um kúvendingu Donalds Trumps í utanríkismálum með árásinni á Sýrland. Eftir að risasprengjunni var kastað á greni hryðjuverkamanna í Afganistan sagði hann að hún væri skilaboð til ráðamanna …

Lesa meira

Bandaríkjamenn varpa risasprengju á hellakerfi Daesh í Afganistan

Bandaríska risasprengjan.

  Stærstu sprengju Bandaríkjamanna fyrir utan kjarnorkusprengju, GBU-43 sprengju sem einnig er nefnd MOAB (móðir allra sprengna) var í fyrsta sinn varpað á skotmark í orrustu fimmtudaginn 13. apríl. Skotmarkið voru hellar og göng sem liðsmenn Daesh (Ríkis íslams) nota í fjallahéraði í Afganistan. Adam Stump, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, staðfesti …

Lesa meira