Rúmenar óhæfir til að leiða ESB segir Juncker

Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu.

Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, viðurkenndi fyrir nokkrum vikum að stjórn lands síns væri ekki hæf til að taka að sér pólitískt forsæti í ráðherraráði ESB fyrstu sex mánuði ársins 2019. Embættismenn ESB telja að rúmensk stjórnvöld hafi ekki snúist skipulega gegn spillingu og ekki tekist að treysta sjálfstæði dómstóla. Jean-Claude …

Lesa meira

Ólöglegt bátafólk veldur Bretum áhyggjum

Á gúmbát á Ermarsundi - siglt frá Frakklandi til Englands.

  Caroline Nokes, innflytjendaráðherra Breta, hefur lýst „miklum áhyggjum“ vegna frétta um fjölgun farandfólks sem reynir að komast yfir Ermarsund frá Frakklandi til Englands í bátkænum. Frá því í nóvember hafa 209 manns komist þessa leið til Englands. Snemma að morgni fimmtudags 27. desember fundu breskir landamæraverðir 23 Írana á …

Lesa meira

Pútin kynnir ofur-hljóðfráa kjarnorkuflaug gegn Evrópu

Vladimir Pútín fylgist með ferð flaugarinnar í stjórnstöð í Moskvu.

Rússar hafa gert tilraun með nýja „ofur-hljóðfráa“ flaug sem nota má til kjarnorkuárásar hvar sem er í Evrópu.  Flugskeytið ber heitið Avangard og dregur það 6.000 km með 20 sinnum hraða hljóðsins. Vladimir Pútín Rússlandsforesti kynnti flugskeytið til sögunnar miðvikudaginn 26. desember og lýsti því sem „glæsilegri nýarsgjöf til þjóðarinnar“. …

Lesa meira

Brexit veikir innra og ytra öryggi Breta segir The Washington Post

Theresa May í breskri landamærastöðþ

The Washington Post birtir ítarlega úttekt miðvikudaginn 26. desember um neikvæðar afleiðingar Brexit, úrsagnar Breta, úr ESB á innra og ytra öryggi Bretlands og Evrópu. Það verði auðveldara fyrir hryðjuverkamenn að athafna sig í Bretlandi, erfiðara að beita Rússa hörðum refsiaðgerðum og erfiðara að halda uppi öflugum hervörnum. Með aðild …

Lesa meira

Danskir jarðvísindamenn sanna rétt til yfirráða á botni N-Íshafs

Christian Knudsen sem steininn góða.

Danskir vísindamenn hafa unnið að rannsóknum á Lomonosovhryggnum, 1.800 km löngum neðansjávarhrygg í Norður-Íshafi sem tengist Grænlandi. Sanni þeir að hann sé framlenging á landgrunni Grænlands geta Grænlendingar og Danir gert kröfu um eignarhald á auðlindum sem kunna að finnast þarna á hafsbotni. Í Jyllands-Posten var skýrt frá því á …

Lesa meira

Ritstjórnarhneyksli skekur Der Spiegel

Juan Moreno

    Það var Juan Moreno, lausamaður hjá þýska vikuritinu Der Spiegel, sem ljóstraði upp um að samstarfsmaður hans, stjörnublaðamaðurinn Claas Relotius, hefði ýkt frásagnir sínar í stað þess að segja satt og rétt frá í blaðinu. Rætt er við Moreno (46 ára) á vefsíðunni The Local Germany á Þorláksmessu …

Lesa meira

Frakkland: Gulvestungar sjálfum sér verstir

Laigardaginn 22. desrmber komu gulvestungar saman til mótmæla fyrir framan Sacré Coeur-basilikuna í París.

  Hreyfing gulvestunga í Frakklandi hefur stofnað sjálfri sér í hættu, segir John Lichfield á vefsíðunni local.fr sunnudaginn 23. desember þegar hann lýsir framgöngu um 40.000 manns um allt Frakkland laugardaginn 22. desember. Þá efndu gulvestungar til mótmæla sjöttu helgina í röð. Þátttakan var aðeins svipur hjá sjón miðað það …

Lesa meira

Trump segist vilja að Mattis hætti strax 1. janúar

Jim Mattis og Donald Trump

  Donald Trump Bandaríkjaforseti er svo reiður yfir gagnrýninni á sig og stjórnarhætti sína eftir að Jim Mattis varnarmálaráðherra tilkynnti afsögn sína að hann hefur sagt við embættismenn sína að hann vilji að Mattis hverfi úr ráðherrastólnum 1. janúar 2019 í stað 28. febrúar eins Mattis hafði ætlað sér. Uppfært: …

Lesa meira

Þörf Tumps fyrir já-menn er alkunn

Donald Trump og Jim Mattis

  Aðalfulltrúi forseta Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams hefur sagt stöðu sinni lausri vegna stefnubreytingar Donalds Trumps og brottkvaðningar bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Brett McGurk tilkynnti afsögn sína föstudaginn 20. desember tveimur mánuðum áður en hann átti að láta af störfum. Hann hverfur úr embætti sínu 31. desember …

Lesa meira

Brottför Mattis hættuleg fyrir Trump

Jim Mattis

James Mattis sagði fimmtudaginn 20. desember af sér sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Í afsagnarbréfi sínu áréttaði hann ágreining sinn við Donald Trump forseta vegna framkomu við bandamenn Bandaríkjanna og afstöðunnar til „illvirkja og strategískra keppinauta“ á alþjóðavettvangi. Forsetinn hefði rétt til að hafa við hlið sér varnarmálaráðherra sem væri honum meira …

Lesa meira