Macron ætlar að senda Trump annað eikartré

Eijkartréð gróðursett við Hvíta húsið.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að hann ætli að senda nýtt eikartré til Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eftir að tré sem Trump fékk í fyrra visnaði í sóttkví. Forsetarnir minntust vináttu þjóða sinna með því að gróðursetja eikartré saman á suðurflöt garðsins við Hvíta húsið þegar Macron var í opinberri heimsókn í …

Lesa meira

Stoltenberg segir NATO hafa aukið öryggisgæslu við Ísland

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á fundi í Norræna húsinu 11. júní 2019.

  Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að undir merkjum bandalagsins hafi aðildarþjóðirnar þegar aukið hernaðarlega viðveru sína á hafinu umhverfis Ísland. Það verði metið stig af stigi með hliðsjón af framvindu mála á norðurslóðum hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að treysta stöðu bandalagsins þar. Að því er Ísland varðar …

Lesa meira

Hundruð þúsunda mótmæla framsalsfrumvarpi Í Hong Kong

Hundruð þúsunda á götum Hong Kong.

Hundruð þúsunda manna fóru um götur Hong Kong sunnudaginn 9. júní til að mótmæla frumvarpi til framsalslaga sem heimilar yfirvöldum að senda grunaða sakamenn fyrir dómara í Kína. Mótmælendur hrópuðu „Verndum Hong Kong!“ og „Ekkert framsal til Kína! Engin ólög!“ Þá er þess krafist að æðsti stjórnandi Hong Kong, Carrie …

Lesa meira

Lá við árekstri herskipa Rússa og Bandaríkjamanna

Rússneski tundurspillirinn er til vinstri á myndinni.

Stjórnvöld í Washington og Moskvu skiptast á ásökunum um hættulega siglingu tveggja herskipa þegar ekki munaði nema nokkrum tugum metra að þau rækjust hvort á annað á Filippseyjahafi í Austur-Asíu. Nokkrum dögum áður átti svipað atvik sér stað milli flugvéla yfir Sýrlandi. Um var að ræða bandaríska stýriflauga-beitiskipið USS Chancellorsville …

Lesa meira

Nýr tónn í varnarstefnu Bandaríkjastjórnar vegna norðurslóða

Bandarískur kafbátur í Norður-Íshafi.

Malte Humpert, blaðamaður vefsíðunnar High North News segir föstudaginn 7. júní að í nýrri stefnu bandaríska varnarmálaráðuneytisins vegna norðurslóða komi fram að framvinda mála þar sé háð mikilli óvissu og þar séu „strategískir undirstraumar sem bendi til vaxandi vandamála“. Í skjalinu segir að margt jákvætt sé að gerast á norðurslóðum …

Lesa meira

Stjórnarskipti í Danmörku að loknum þingkosningum

Mette Frderiksen, formaður danskra jafnaðarmanna, fagnar að kvöldi kjördags.

  Mette Frederiksen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Danmerkur. Úrslit þingkosninganna í gær (5. júní) skiluðu „rauðu blokkinni“ 91 þingsæti. Í „blokkinni“ eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Róttæki vinstri flokkurinn (Radikale Venstre), Sósíalíski þjóðarflokkurinn (SF) og Einingarlistinn (Enhedslisten). Það var þó ekki Jafnaðarmannaflokkurinn sem dró að sér fylgisaukningu í …

Lesa meira

Líkur á stjórnarskiptum í Danmörku

Mette Fredriksen

Gengið verður til kosninga í Danmörku miðvikudaginn 5. júní. Skoðanakannanir sýna að „rauða blokkin“ undir forystu Mette Fredriksen, formanns Jafnaðarmannaflokksins, fái meirihluta á þingi. Sé litið á meðaltal skoðanakannana síðustu daga nýtur flokkur Fredriksen stuðnings 26,8% kjósenda. Sé litið á „rauðu“ flokkana í heild: Sósíalíska þjóðarflokkinn, Einingarlistann (Enhedslisten), Róttæka vinstriflokkinn …

Lesa meira

Upplausn meðal þýskra jafnaðarmanna eftir afsögn formannsins

Andrea Nahles

  Andrea Nahles, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD), sagði af sér sunnudaginn 2. júní vegna útreiðarinnar sem flokkur hennar fékk í kosningunum til ESB-þingsins sunnudaginn 26. maí. Hann fékk aðeins 15,8% og tapaði 11 stigum frá kosningunum 2014. Tómarúmið á toppi flokksins verður til bráðabirgða fyllt af þremur varaformönnum hans: Manuelu …

Lesa meira

Annar floti Bandaríkjanna til æfinga á Eystrasalti

Andrew Lewis, yfirmaður 2. flota Bandaríkjanna.

  Nú er um ár frá því að tekin var ákvörðun um að virkja 2. flota Bandaríkjanna, Atlantshafsflotann, að nýju en honum var lagt árið 2011. Stjórnstöð og heimahöfn flotans er í Norfolk í Virginíu í Bandaríkjunum. Þar hefur Atlantshafsherstjórn NATO einnig verið opnuð að nýju. Á þeim tíma sem …

Lesa meira

Eldur í rússneskri sprengjuverksmiðju

Reykjarstrókur frá sprengjuverksmiðjunni.

. Nokkrir háir hvellir heyrðust frá sprengjuverksmiðju í miðhluta Rússlands laugardaginn 1. júní. Talið er að um 80 manns hafi slasast og 180 nálægar byggingar skaðast að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið sagði að 38 slasaðra ynnu í verksmiðjunni. Hinir búa í Dzerzhinsk, bæ með um 230.000 íbúa. Fimmtán voru fluttir á …

Lesa meira