Kínaforseti vill hraðari nútímavæðingu hersins

Kínverskar skotflaugar á Torgi hins himneska friðar í Peking.

Her Kína á að verða sneggri, með meiri slagkraft og nútímalegri. Þetta er krafa sem Xi Jinping, forseti Kína, setti fram í ræðu yfir fulltrúum á þingi Kína. Áður hafði þingið samþykkt hæstu útgjöld til hermála í sögu landsins. Flokkleiðtoginn og forsetinn Xi Jinping hvatti til þess að nútímavæðingu kínverska …

Lesa meira

Europol: Skipulögðum hátækniglæpum fjölgar í Evrópu

Höfuðstöðvar Europol í Haag, Hollandi.

Í nýjustu skýrslu Europol (Evrópulögreglunna) um skipulagða glæpastarfsemi sem birtist fyrir skömmu segir að um 5.000 virkir, skipulagðir glæpahópar hafi verið greindir í Evrópu. Fjölgunin hafi orðið mest meðal nýrra hópa sem reisi starfsemi sína nær eingöngu á hátæknilegum aðferðum. Rob Wainwright, forstjóri Europol, sagði að skipulögðum glæpahópum í skýrslu …

Lesa meira

Barentshaf: Rússar æfa hæfni við að finna torséða kafbáta og granda þeim

Um borð í rússneskum langdrægum eldflaugakafbáti

Á sama tíma og hermenn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum eru að æfingum á Finnmörk í Norður-Noregi hafa Rússar látið reyna á hæfni sína til að leynast neðansjávar með því að senda kafbáta til æfinga. Þannig hefst frásögn eftir Thomas Nilsen, ritstjóra Barents Observer laugardaginn 11. mars. Nilsen hefur verið settur á rússneskan bannlista og fær ekki lengur að ferðast …

Lesa meira

Sigmar Gabriel varar við vígbúnaðarkapphlaupi og rússneskri kjarnorkuógn í Evrópu

Vladimir Pútín og Sigmar Gabriel

Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur varað Rússa við hættunni á nýju vígbúnaðarkapphlaupi vegna árekstranna í austurhluta Úkraínu og hvatt til fækkunar venjulegra vopna. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hafa gagnrýnt Rússa fyrir að setja upp nýjar eldflaugar á þann hátt að þær ógni ríkjum NATO og Evrópu. Eftir fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu fimmtudaginn 9. mars sagði …

Lesa meira

Urmas Paet frá Eistlandi segir ESB-þingið nú í fyrsta sinn fjalla um hermál í skýrslu um norðurslóðir

Þessa mynd tók Eggert ljósmyndari Morgunblaðsins af Urmas Paet á fundinum í Safnahúsinu.

Urmas Paet, ESB-þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra Eistlands, var ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs í Safnahúsinu fimmtudaginn 9. mars. Hann ræddi um stöðuna innan Evrópusambandsins á óvissutímum. Í upphafi máls síns nefndi hann nokkur atriði sem hann sagði móta umræður um málefni Evrópu um þessar mundir. Fyrstu þrjú voru: Innra öryggi, þetta væri …

Lesa meira

Varðbergsfundur 9. mars um samtíð og framtíð í Evrópu óvissunnar

Urmas Paet

  Urmas Paet, þingmaður á ESB-þinginu, fyrrverandi utanríkisráðherra Eistlands, ræðir um samtíð og framtíð í Evrópu óvissunnar á hádegisfundi Varðbergs í Safnahúsini fimmtudaginn 9. mars kl. 12.00 til 13.00 Urmas Paet hefur setið á ESB-þinginu síðan í nóvember 2014. Hann helgar sig utanríkis- og öryggismálum og situr í utanríkismálanefnd þingsins. …

Lesa meira

Vara-framkvæmdastjóri NATO segir forgangsatriði að endurmeta stöðu öryggismála á N-Atlantshafi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Rose Gottemoeller, varaframkvæmdastjóri NATO, í Ráðherrabústaðnum.

  Rose Gottemoeller, vara-framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), var hér á landi miðvikudaginn 8. mars og ávarpaði ráðstefnu, sem haldin var á Grand Hotel í Reykjavík á vegum NATO. Ráðstefnuna sem snerist um fjármögnun verkefna á vegum NATO sóttu um 150 manns frá aðildarríkjum NATO og stofnunum bandalagsins. Rose Gottemoeller átti einnig átti tvíhliða fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra …

Lesa meira

Fundur með vara-framkvæmdastjóra NATO í Norræna húsinu á netinu

Rose Gottemoeller,vara-framkvæmdastjóri NATO.

Rosa Gottemoeller, vara-framkvæmdastjóri NATO, flutti miðvikudaginn 8. mars erindi og svaraði fyrirspurnum á fundi utanríkisráðuneytisins, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Varðbergs í Norræna húsinu. Hér má sjá fundinn á netinu: http://nordichouse.is/en/event/nato-global-security-issues/

Lesa meira

ESB: Utanríkis- og varnarmálaráðherrar stíga markvisst skref í átt að ESB-herafla

Ráðherrafundasalur ESB.

Á sameiginlegum fundi utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra ESB-ríkjanna mánudaginn 6. mars var ákveðið að stefna áfram að því að efla varnarsamstarf ríkjanna. „Þetta snýst um að vernda borgara okkar. ESB ræður yfir einstökum tækjum til að auðvelda Evrópubúum að taka á sig meiri skyldur vegna eigin öryggis og gera það á hagkvæmari hátt en ella …

Lesa meira

Kínverjar auka hernaðarútgjöld vegna ágreinings um yfirráð við nágrannaríki

Kínverska þingið að störfum.

Stjórnvöld í Kína segja að útgjöld til hermála verði aukin um 7% á þessu ári með hliðsjón af efnahagsþróuninni og þörf fyrir aukin varnarumsvif vegna ágreinings um ráð yfir hafsvæðum og deilur við nágranna sem ýtt sé undir „með ytri afskiptum“. Talsmaður kínverska þingsins kynnti þessi áform um aukin hernaðarútgjöld laugardaginn 4. …

Lesa meira