Mitt Romney: Trump rís ekki undir þunga forsetaembættisins

Donald Trump og Mitt Romney.

  Mitt Romney var forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum árið 2012. Hann var nú í nóvember kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Utah-ríki og tekur sæti á þinginu í Washington fimmtudaginn 3. janúar. Hann ritaði grein í The Washington Post þriðjudaginn 1. janúar, nýársdag, sem vakið hefur mikla athygli innan og utan Bandaríkjanna vegna …

Lesa meira

Bandaríkin og Ísrael segja skilið við UNESCO

unescoisrael472017

Bandaríkin og Ísrael sögðu skilið við UNESCO, Mennta- vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, 31. desember 2018. Ríkin kynntu úrsögn sína árið 2017. Ísrael hefur átt þar aðild frá 1949 en Bandaríkin hafa áður rofið aðild sína að UNESCO tímabundið. (Íslensk stjórnvöld stefna að setu í framkvæmdastjórn stofnunarinnar og berjast nú …

Lesa meira

Sótt að breska innanríkisráðherranum vegna bátafólks á Ermarsundi

Íranskir bátamenn á strönd Kent.

Sajid Javid, innanríkisráðherra Breta, segir að ekki séu „nein auðveld svör“ við spurningum um hvernig grípa skuli á vandanum vegna flótta- og farandfólks á Ermarsundi. Þetta sé vegna þess hve margir þættir málsins séu „ekki á valdi“ stjórnvalda. Javid gerði hlé á jólaleyfi sínu til að takast á við vaxandi …

Lesa meira

Ítalir fá fjárlög undir þrýstingi Brusselmanna

Ítalska þingið: Þingmenn stjórnarandstöðunnar í bláum bolum með áletruninni: Nægir skattar.

Neðri deild ítalska þingsins samþykkti fjárlög ársins 2019 laugardaginn 29. desember. Meirihluti Fimmstjörnu-hreyfingarinnar (M5S) og Bandalagsins – uppnámsflokka lengst til vinstri og hægri – samþykkti fjárlögin undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnin lyti stjórn og skipunum frá ESB. Fjárlögin voru afgreidd umræðulaust með atkvæðagreiðslu um traust þingmanna í garð ríkisstjórnarinnar, …

Lesa meira

Rúmenar óhæfir til að leiða ESB segir Juncker

Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu.

Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, viðurkenndi fyrir nokkrum vikum að stjórn lands síns væri ekki hæf til að taka að sér pólitískt forsæti í ráðherraráði ESB fyrstu sex mánuði ársins 2019. Embættismenn ESB telja að rúmensk stjórnvöld hafi ekki snúist skipulega gegn spillingu og ekki tekist að treysta sjálfstæði dómstóla. Jean-Claude …

Lesa meira

Ólöglegt bátafólk veldur Bretum áhyggjum

Á gúmbát á Ermarsundi - siglt frá Frakklandi til Englands.

  Caroline Nokes, innflytjendaráðherra Breta, hefur lýst „miklum áhyggjum“ vegna frétta um fjölgun farandfólks sem reynir að komast yfir Ermarsund frá Frakklandi til Englands í bátkænum. Frá því í nóvember hafa 209 manns komist þessa leið til Englands. Snemma að morgni fimmtudags 27. desember fundu breskir landamæraverðir 23 Írana á …

Lesa meira

Pútin kynnir ofur-hljóðfráa kjarnorkuflaug gegn Evrópu

Vladimir Pútín fylgist með ferð flaugarinnar í stjórnstöð í Moskvu.

Rússar hafa gert tilraun með nýja „ofur-hljóðfráa“ flaug sem nota má til kjarnorkuárásar hvar sem er í Evrópu.  Flugskeytið ber heitið Avangard og dregur það 6.000 km með 20 sinnum hraða hljóðsins. Vladimir Pútín Rússlandsforesti kynnti flugskeytið til sögunnar miðvikudaginn 26. desember og lýsti því sem „glæsilegri nýarsgjöf til þjóðarinnar“. …

Lesa meira

Brexit veikir innra og ytra öryggi Breta segir The Washington Post

Theresa May í breskri landamærastöðþ

The Washington Post birtir ítarlega úttekt miðvikudaginn 26. desember um neikvæðar afleiðingar Brexit, úrsagnar Breta, úr ESB á innra og ytra öryggi Bretlands og Evrópu. Það verði auðveldara fyrir hryðjuverkamenn að athafna sig í Bretlandi, erfiðara að beita Rússa hörðum refsiaðgerðum og erfiðara að halda uppi öflugum hervörnum. Með aðild …

Lesa meira

Danskir jarðvísindamenn sanna rétt til yfirráða á botni N-Íshafs

Christian Knudsen sem steininn góða.

Danskir vísindamenn hafa unnið að rannsóknum á Lomonosovhryggnum, 1.800 km löngum neðansjávarhrygg í Norður-Íshafi sem tengist Grænlandi. Sanni þeir að hann sé framlenging á landgrunni Grænlands geta Grænlendingar og Danir gert kröfu um eignarhald á auðlindum sem kunna að finnast þarna á hafsbotni. Í Jyllands-Posten var skýrt frá því á …

Lesa meira

Ritstjórnarhneyksli skekur Der Spiegel

Juan Moreno

    Það var Juan Moreno, lausamaður hjá þýska vikuritinu Der Spiegel, sem ljóstraði upp um að samstarfsmaður hans, stjörnublaðamaðurinn Claas Relotius, hefði ýkt frásagnir sínar í stað þess að segja satt og rétt frá í blaðinu. Rætt er við Moreno (46 ára) á vefsíðunni The Local Germany á Þorláksmessu …

Lesa meira