Tvo risaskip brjóta sér leið í gegnum Austur-Síberíu ísinn

Myndin er tekin um borð í skipinu Eduard Tolle í janúar 2018 á Norðursiglingaleiðinni.

  Tvö skip brjóta sér nú leið í gegnum Norðursiglingaleiðina í átt að höfninni Sabetta á Jamal-skaga í Rússlandi. Þetta eru skipin Boris Sokolov, 214 m langt þéttivökva-tankskip sem lagði úr höfninni í Nansha í Kína 11. desember og Boris Davydov, 299 m langt LNG-tankskip (það er fyrir fljótandi jarðgas) …

Lesa meira

Nýja nafnið á Makedóniu samþykkt á þingi

880x495_cmsv2_9c0ad49c-7027-5f86-b7de-7ee1b85e24c1-3579312

  Þingmenn í Makedóníu samþykktu föstudaginn 11. janúar að breyta nafni lands síns í Lýðveldið Norður-Makedónía og bundu þannig enda á langvinna deilu við nágrannaþjóðina Grikki. Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, sagði að samþykkt þingsins mundi „opna dyr til framtíðar, til evrópskrar framtíðar Makedóníu“. Forsætisráðherranum tókst að fá tvo þriðju þingmanna …

Lesa meira

Orbán vill að ESB-þingkosningar snúist um innflytjendamál

Viktor Orbán

  Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, efndi til fyrsta blaðamannafundar síns árið 2019 fimmtudaginn 10. janúar. Hann var ómyrkur í máli um hugmyndafræðilegan ágreining í Evrópu. „Það verða tveir siðmenningarheimar innan ESB,“ sagði Orbán í Búdapest. „Annar mótaður af blöndu íslam og kristni í vestri og hinn reistur á hefðbundinni evrópskri …

Lesa meira

Sviss: Rússneskt bardagakerfi liður í földu stríði Pútins

Rússneskir skyndiárásarliðar eru þjálfaðir eftir systema-kerfinu.

  Í leynilegri skýrslu svissnesku leyniþjónustunnar, Nachrichtendienst des Bundes (NDB), er hluti Svisslendinga sem leggja stund á rússneska bardagakerfið Systema í skyndiárásarhópi sem Rússar halda úti með mikilli leynd. Blaðamenn svissneska blaðsins SonntagsBlick hafa fengið að skoða skýrslu NDB og reisa frásögn sína á henni. Þjálfunin að baki þátttöku í …

Lesa meira

Öryggismál ber hátt á fundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna

Guðlaugur Þór Þórðarson og Mike Pompeo í bandaríska utanríkisráðuneytinu 7. janúar 2019.

  Utanríkisráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu síðla dags mánudaginn 7. janúar 2019: „Ýmis tvíhliða málefni á borð við viðskipti, fríverslun, öryggis- og varnarmál og norðurslóðamál voru til umræðu á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í dag. Ráðherrarnir samþykktu í lok fundar sameiginlega …

Lesa meira

Ásatrú iðkuð um borð í bandarísku flugmóðurskipi

Bandaríska flugmóðurskipið John C. Stennis

    Frá því var skýrt á bandarísku vefsíðunni military.com í byrjun ársins að sjóliðar um borð í bandaríska flugmóðurskipinu John C. Stennis gætu lagt þar rækt við ásatrú ef þeir kysu. Í nýlegri fréttatilkynningu frá skipinu á Persaflóa segði að „fámennur en staðfastur“ hópur sjóliða fengi afnot af kapellu …

Lesa meira

Enginn bilbugur á Theresu May vegna Brexit

Theresa May ræðir við Andrew Marr í BBC.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði í samtali við BBC sunnudaginn 6. janúar að gengið yrði til atkvæða um Brexit-tillögur, úrsögn úr ESB, hennar í breska þinginu. Hún mundi vinna að því að fá frekari „tryggingar“ frá ESB en ekki yrði haggað við fyrirliggjandi samkomulagi. Í samtalinu við sjónvarpsmanninn Andrew Marr …

Lesa meira

Bann við betli tekur gildi í sænsku sveitarfélagi

33b10ebb2c32db0d4f732db51456070f683436c3f70aaefa870dde1296fa75d7

Lögregla í sænska bænum Vellinge skammt frá Malmö stuggar nú við betlurum, tveimur vikum eftir að æðsti stjórnsýsludómstóll Svíþjóðar staðfesti heimild sveitarstjórnarinnar til að banna betl innan lögsögu sinnar. Jörgen Sjåstad, lögreglumaður í Vellinge, sagði við dagblaðið Sydsvenskan að hann hefði hafist handa við að framkvæma bannið í vikunni eftir …

Lesa meira

Tölvuþrjótar ráðast á þýska forsetann, ráðherra og þingmenn

Hér sést glerþak þýska þingsins við Brandenborgarhliðið í Berlín.

Netöryggisstofnun Þýskalands (BSI) rannsakar nú „gaumgæfilega“ hvernig unnt var að brjótast inn í opinbert tölvukerfi og stela upplýsingum frá hundruðum þýskra stjórnmálamanna og birta þær á netinu, sagði talsmaður stofnunarinnar föstudaginn 4. janúar. BSI segir að í fyrstu sé ekki að sjá að tekist hafi að brjótast inn í þau …

Lesa meira

Trump gortar sig af óvinsældum í Evrópu

Donald Trump við ríkisstjórnarborðið í Hvíta húsinu. 2. janúar 2019. Á borðinu liggur áróðursspjald vegna þingkosninganna í nóvember 2018. Hugmydninni er stolið úr Krúnuleikunum. Orðin á spjaldinu vísa til nýrra refsiaðgerða gegn Írönum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði fyrsta ríkisstjórnarfund sinn á nýju ári, miðvikudaginn 2. janúar 2019, til að ræða óvinsældir sínar í Evrópu. Hann sagði blaðamönnum sem fengu aðgang að fundarherberginu að honum stæði á sama um lítið traust á sér í skoðanakönnunum í Evrópu. Það fælist í starfi sínu að krefjast …

Lesa meira