Sænski ibrjóturinn Oden á norðurpólnum

Opinber mynd af sænska leiðangrinum á norðurpólnum.

  Sænski ísbrjóturinn Oden náði til norðurpólsins, 90° norður, sunnudaginn 12. ágúst. Auk áhafnar skipsins voru 40 vísindamenn frá mörgum löndum heims um borð. Tilgangur ferðarinnar er að rannsaka  áhrif skýjamyndana á norðurslóðum á loftslagið þegar hafís bráðnar. Sænsk-bandaríski rannsóknaleiðangurinn ber heitið Arctic Ocean 2018 og lýkur honum í september. …

Lesa meira

Noregur: Írönsk kærasta sjávarútvegsráðherranum að falli

Bahareh Letnes og Per Sandberg.

Per Sandberg sjávarútvegsráðherra Noregs, varaformaður Framfaraflokksins, sagði af sér ráðherraembætti og varaformennskunni mánudaginn 13. ágúst vegna gagnrýni sem hann hefur sætt vegna ferðar til Írans og fyrir að hafa heimsótt sendiráð Írans í Osló á byltingarafmælisdegi landsins. Sandberg (58 ára) er í sambandi við íranska konu, Bahareh Letnes (28 ára) …

Lesa meira

Óvissa ríkir enn í Tyrklandi um efnahag þjóðarinnar

45061139_7

  Af hálfu seðlabanka Tyrklands var gripið til ýmissa aðgerða mánudaginn 13. ágúst til að tryggja greiðslugetu bankakerfis landsins. Þar með snerust yfirvöld landsins í fyrsta sinn á markvissan hátt gegn hruni lírunnar sem kann að leiða til allsherjar fjármálakreppu. Í yfirlýsingu seðlabankans sagði að af hálfu bankans yrði „gripið …

Lesa meira

Ögrandi ferðir flughers Rússa við danska lofthelgi

Myndin er tekin úr danskri orrustuþotu og sýnir rússneska sprengjuvél.

Tvær danskar F-16 orrustuþotur eru í starholunum allan sólarhringinn alla daga ársins í Skrydstrup-flugherstöðinni. Unnt er að senda þær á loft með nokkurra mínútna fyrirvara komi erlendar hervélar í átt að danskri lofthelgi eða fari inn í hana. Orrustuþotunum er flogið í veg fyrir erlendu vélarnar. Orrustuþoturnar standa ekki þarna …

Lesa meira

Rússar vekja reiði Grikkja vegna mútu- og undirróðursstarfsemi

Rússar sakaðir um að hafa komið á fót „njósnagreni“ í klaustrinu á Athos-fjalli.

  Samskipti grískra og rússneskra stjórnvalda hafa snarversnað eftir að yfirvöld í Aþenu sökuðu ráðamenn í Moskvu um að reyna að múta starfsmönnum ríkisins og blanda sér í grísk innanlandsmál. Gríska utanríkisráðuneytið sakaði Rússa um að beita „gerræði og illgirni“ við brottrekstur tveggja grískra sendimanna frá Moskvu mánudaginn 6. ágúst. …

Lesa meira

Erdogan leiðir Tyrki í skulda- og gjaldþrotakreppu

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.

  Líklegt er að hrun tyrknesku lírunnar leiði til skuldakreppu og greiðslustöðvunar. Ekki sér enn fyrir endann á henni. Tyrknesk stjórnvöld bregðast ekki við vandanum heldur hótar Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti „efnahagslegu stríði“. Þýska fréttastofan Deutsche Welle (DW) segir að gjaldeyriskreppa ríki í Tyrklandi og lítil merki séu um að …

Lesa meira

Sjötti her Bandaríkjanna: geimherinn, formlega kynntur til sögunnar

39424385054_a4103ac3da_o-0

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti formlega fimmtudaginn 9. ágúst að komið yrði á fót geimher Bandaríkjanna og árið 2020 yrði til sjötta herráðuneytið innan varnarmálaráðuneytisins: geimhersráðuneytið. Þau fimm sem fyrir eru fara með málefni landhers, flughers, sjóhers, strandgæslu og landgönguliðs. Í ræðu sem varaforsetinn flutti í Pentagon, húsakynnum varnarmálaráðuneytisins, kynnti …

Lesa meira

Landflótta flotaforingi ögrar Erdogan á Twitter

Hér er Cafer Topkaya eftir að hann sneri aftur frá Tyrklandi.

  Tyrknesk yfirvöld stimpluðu fyrirverandi háttsettan herforingja í starfsliði NATO í Brussel sem „hryðjuverkamann“ og fangelsuðu hann. Honum tókst að flýja aftur til Brussel og fimmtudaginn 9. ágúst birtir fréttastofan Deutsche Welle (DW) viðtal sem Teri Schultz tók við flotaforingjann fyrrverandi, Cafer Topkaya. Í samtalinu segir Cafer Topkaya að hann …

Lesa meira

Þýskaland: Meirihlutinn vill herskyldu að nýju

index

  Um þessar mundir ræða Þjóðverjar hvort innleiða eigi herskyldu að nýju en frá henni var horfið árið 2011 vegna sparnaðar í ríkisrekstri. Í blaðinu Die Welt birtist þriðjudaginn 7. ágúst niðurstaða könnunar sem sýndi að 55,6% vilja að herskylda verði tekin upp að nýju. Þá segja 60,8% að herskyldan …

Lesa meira

Breska gyðingasamfélagið sakar Jeremy Corbyn og Verkamannaflokk hans um gyðingahatur

Jeremy Corbyn

  Gyðingasamfélagið í Bretlandi telur að Verkamannaflokkurinn hafi „lýst yfir stríði“ á hendur sér segir einn þingmanna flokksins þegar Jeremy Corbyn flokksleiðtogi glímir við sívaxandi þrýsting vegna þess að hann stóð fyrir viðburði á Minningardegi helfararinnar þar sem ríkisstjórn Ísraels var líkt við nazista. Corbyn sendi frá sér persónulega afsökun …

Lesa meira