Hryðjuverkamaðurinn frá Berlín fór vopnaður skammbyssum um Brussel til Mílanó

Skammbyssa Anis Amris.

Anis Amri sem talið er að hafi framið hryðjuverkið á jólamarkaðnum í Berlín 19. desember bar á flóttaferð sinni til Mílanó sömu byssuna og notuð var til að drepa pólskan bílstjóra vöruflutningabílsins í Berlín. Notaði Amri byssuna og særði lögreglumann á brautarstöð í úthverfi Mílanó. Við svo búið felldi annar …

Lesa meira

Nýjar orrustuþotur í Norðurflota Rússa

Su-30SM orrustuþota.

  Rússar endurnýja nú orrustuþotur á Kóla-skaga við austurlandamæri Noregs. Tvær nýjar þotur af gerðinni Su-30SM lentu á Severomorsk-flugvelli föstudaginn 30. desember eftir að þeim hafði verið flogið þangað frá flugvélasmiðjunum í Irkutsk. Vélarnar bætast í flugflota rússneska Norðurflotans. Þeim er lýst þannig í tilkynningu rússneska hersins: „Hér er um …

Lesa meira

Rússland: Spenna magnast milli alríkis og héraðsstjórna vegna fjárskorts

Rustam Minnikhanov, forseti Tatarstan, og Dmitríj Medvedev, forsætisráðherra Rússlands.

  Komið hefur til óvenju harkalegra orðaskipta milli forystumanna Rússlandsstjórnar í Moskvu og þeirra sem stjórna einu blómlegasta héraði landsins. Eru deilurnar taldar til marks um spennuna sem hefur magnast vegna tilrauna ráðamanna í Moskvu til að bæta fjárhagsstöðu alríkisins með því að ganga í fjárhirslur einstakra héraða af meiri hörku en áður. Þetta …

Lesa meira

Bandarískar sérsveitir styrkja heri Eystrasaltsríkjanna

images-4

  „Nokkrir tugir séraðgerðamanna bandaríska hersins eru nú í Eystrasaltslöndunum til að efla þjálfun og baráttuvilja hersveita gagnvart yfirvofandi ógn frá Rússum og til að bæta hæfni Bandaríkjamanna til að greina skuggalegar tilraunir Moskvumanna til að draga úr stöðugleika innan þessara fyrrverandi sovésku lýðvelda,“ segir í upphafi einna af höfuðfréttum …

Lesa meira

Þingmaður danskra jafnaðarmanna óttast samhliða-samfélag í Danmörku

Lars Aslan Rasmussen

    Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti fyrsta nýársávarp sitt frá Bessastöðum 1. janúar 2017. Þar sagð hann meðal annars: „ Síðar í þessum mánuði höldum við hjónin í opinbera heimsókn til Danmerkur. Þar hafa innflytjendur sett sinn svip á samfélagið, við Íslendingar þar með taldir. Mörgum hefur gengið …

Lesa meira

Kosningar ársins 2017 magna enn óvissu innan Evrópusambandsins

Geert Wilders tekur „sjálfu“ af sér og Marine Le Pen

Um áramótin ríkir töluverð óvissa um framtíð Evrópusambandsins. Bretar samþykktu 23. júní 2016 að segja sig úr sambandinu. Enn er óljóst hvernig staðið verður að framkvæmd ákvörðunar þeirra eða hve langan tíma hún tekur. Ítalir felldu 4. desember 2016 stjórnarskrártillögu ríkisstjórnar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnmálaöfl andstæð ESB og evru-aðild Ítala …

Lesa meira

Pútín bíður Trumps með ákvörðun um brottrekstur bandarískra sendiráðsmanna – flott segir Trump

Bandaríska sendiráðið í Moskvu.

Rússneska utanríkisráðuneytið lagði föstudaginn 30. desember til við Vladimír Pútín Rússlandsforseta að hann ræki 35 bandaríska stjórnarerindreka úr landi eftir að Bandaríkjastjórn rak jafnmarga rússneska sendiráðsmenn frá Bandaríkjunum. Pútín féllst ekki á tillöguna heldur sagðist vilja bíða og fylgjast með stefnumörkun Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn rekur 35 rússneska sendiráðsmenn úr landi – Rússar segja stjórnmálasambandið eyðilagt

Vladimír Pútín og Barack Obama.

Bandaríkjastjórn tilkynnti fimmtudaginn 29. desember að tveimur aðsetrum Rússa í Maryland og New York yrði lokað en þau hafa verið notuð fyrir starfsmenn sendiskrifstofa Rússa og til njósnastarfsemi. Frá og með hádegi föstudaginn 30. desember verður rússneskum stjórnarerindrekum bannað að fara inn á svæðin segir í The New York Times. …

Lesa meira

Þýska lögreglan handtekur Túnisa í Berlín vegna hryðjuverksins 19. desember

Vöruflutningabíllinn sem notaður var við hryðjuverkið í Berlín.

Þýska lögreglan handtók miðvikudaginn 28. desember 40 ára gamlan Túnisa vegna gruns um aðild hans að hryðjuverkinu sem framið var 19. desember þegar vöruflutningabíl var ekið á mannfjölda á jólamarkaði á Breitscheidplatz í Berlín. Tólf mann biðu bana vegna hryðjuverksins og 48 særðust. Túnisinn var handtekinn í Tempelhof-hverfinu í suðurhluta …

Lesa meira

Kínversk flotadeild undir forystu flugmóðurskips á Suður-Kínahafi

Kínverska flugmóðurskipið Liaoning. Myndin frá 2012.

Kínversk flotadeild undir forystu eina flugmóðurskips Kína, Liaoning, sigldi suður á bóginn eftir Suður-Kínahafi mánudaginn 26. desember eftir að hafa farið fyrir sunnan Tævan sagði í tilkynningu taívanska varnarmálaráðuneytisins og í frétt Reuters-fréttastofunnar 26. desember. Kínverjar segja um venjubundna æfingu að ræða. Í frétt Reuters segir að ferð herskipanna veki meiri athygli en ella vegna þess …

Lesa meira