Macron og Trump ráðgast um herlið í Sýrlandi

Bandarískir hermenn á landamærum Tyrklands og Sýrlands.

  Bandaríkjamenn fara „eins fljótt og unnt er“ frá Sýrlandi segja embættismenn Bandaríkjaforseta. Þeir létu þessi orð falla aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í löngu sjónvarpssamtali að kvöldi sunnudags 15. apríl að hann hefði sannfært Donald Trump að halda bandaríska hernum áfram í Sýrlandi. Macron skýrði …

Lesa meira

Umræður í þingum Frakklands og Bretlands um Sýrlandsárásina

Úr sal öldungadeildar franska þingsins.

  Í Frakklandi og Bretlandi hafa orðið líflegar umræður á stjórnmálavettvangi um aðild landanna að árásunum á efnavopnastöðvar Sýrlandsstjórnar aðfaranótt laugardags 14. apríl. Í þingum beggja landa gefa forsætisráðherrar þeirra skýrslu mánudaginn 16. apríl. Frakkland Í franska þinginu verður síðdegis mánudaginn 16. apríl gerð grein fyrir aðgerðum herja Frakka, Breta …

Lesa meira

Ráðist á efnavopn Sýrlendinga – stuðningur í NATO – Rússum hafnað í öryggisráðinu

Torséða franska freigátan Aquitaine.

Atlantshafsráðið, yfirstjórn NATO, kom saman laugardaginn 14. apríl og hlýddi á skýrslu fulltrúa Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands um sameiginlega hernaðaraðgerð ríkjanna gegn Sýrlandi aðfaranótt laugardagsins. Í fréttatilkynningu frá NATO segir að aðgerðin hafi verið takmörkuð við þær stöðvar Sýrlandsstjórnar sem nýttar séu til framleiðslu og notkunar á efnavopnum. Fulltrúar ríkjanna …

Lesa meira

Comey um Trump: „mafíu-foringi“ – Trump um Comey „slordóni“

Donald Trump og James Comey.

James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, lýsir Donald Trump sem einskonar glæpaforingja sem sé „ótjóðraður við sannleikann“. Þetta segir Comey í nýrri bók sem birtist opinberlega þriðjudaginn 17. apríl en var afhent bandarískum fjölmiðlum fimmtudaginn 12. apríl. Hann lýsir stjórnarháttum Trumps með orðinu „skógareldur“. Í bókinni notar James Comey …

Lesa meira

Albert Jónsson: Ísland hefur strategíska þýðingu – en miklu minni en áður

Albret Jónsson gengur í ræðustól eftir kynningu Björns Bjarnasonar. Mynd Krsitinn Valdimarsson.

  Fjölmenni sótti fund Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í hádegi fimmtudags 12. apríl þegar Albert Jónsson, fyrrv. sendiherra, flutti fyrirlestur um utanríkisstefnu Rússlands, áhrif á norðurslóðir og stöðu Íslands. Í upphafi máls síns vitnaði Albert í heimskunna bandaríska diplómatann George heitinn Kennan sem lagði grunn að stefnu Vesturlanda í kalda …

Lesa meira

Alþjóðlegir eftirlitsmenn staðfesta niðurstöðu Breta

_100823387__100338054_2a0b9d47-5cdc-4b2d-b0d0-f4ea92802dab

Alþjóðlega eftirlitsstofnunin með efnavopnum (The Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons, OPCW)  staðfestir að Bretar hafi komist að réttri niðurstöðu við skilgreiningu á taugaeitrinu sem notað var gegn rússnesku feðginunum Sergei og Juliu Skripal í Salisbury á Suður-Englandi sunnudaginn 4. mars. Frá þessu var skýrt fimmtudaginn 12. apríl. Rússar …

Lesa meira

Hrun á rússneska hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaðnum vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna

43287597_401

Nýjar refisaðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum sem voru kynntar föstudaginn 6. apríl hafa leitt til hruns á hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði Rússlands. Í fréttum hefur komið fram að aðgerðir Bandaríkjamanna gegn 7 auðmönnum, 17 háttsettum embættismönnum og 12 fyrirtækjum hafi á aðeins nokkrum klukkustundum leitt til tug milljarða dollara taps mánudaginn 9. …

Lesa meira

Trump: Samskiptin við Rússa verri nú en í kalda stríðinu

Vladimír Pútín og Donald Trump í Vítenam í nóvember 2017.

Samskipti Bandaríkjamanna og Rússa hafa aldrei verið verri og er þá einnig litið til kalda stríðsins. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter miðvikudaginn 11. apríl. Í færslu sinni hvetur hann til úrbóta: „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum sem auðvelt …

Lesa meira

Kim Jong-un segist undirbúa fund með Trump – fyrsta opinbera tilkynning

Kim Jong-un á fundi í Peking.

    Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, staðfesti mánudaginn 9. apríl í fyrsta sinn opinberlega að hann ætlaði að eiga fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Alþjóðlegar fréttastofur segja að hann hafi gert þetta á fundi stjórnmálaráðs flokks verkamanna í N-Kóreu. Þar hafi Kim útlistað hugsanleg áhrif væntanlegra funda sinna með …

Lesa meira

Orbán sigrar í Ungverjalandi Brusselmönnum til gremju

Viktor Orbán

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, vann afgerandi sigur í þingkosningunum sunnudaginn 8. apríl. Fidesz-flokkur hans fær 133 þingsæti af 199 (48,5% atkvæða). Orbán fær með litlum samstarfsflokki „ofurmeirihluta“ á þingi, tvo-þriðju þingsæta, sem gerir honum kleift að breyta stjórnarskrá landsins, ef svo ber undir. Þetta er þriðja kjörtímabil Orbáns (54 ára) …

Lesa meira