Leyniþjónustuforstjórar vara við tölvuárásum og hryðjuverkum

36716259_303

Hans-Georg Maaßen, yfirmaður þýsku leyni- og öryggisþjónustunnar, BfV, segir að Þjóðverjar verði að ráða yfir eigin spilliforriti til að geta tekist á við tölvuþrjóta. Hann telur hugsanlegt að gerð verði tölvuárás á mikilvæga innviði Þýskalands. Maaßen sagði við þýsku útvarpsstöðina rbb mánudaginn 14. maí að þýsk yfirvöld yrðu geta gripið …

Lesa meira

Fimm elstu þjóðarleiðtogar heims

Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu.

Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, varð í fyrri viku elsti þjóðarleiðtogi heims, 92 ára, fæddur í júlí 1925. Elísabet 2. Bretadrottning varð 92 ára í apríl 2018. Hún hefur verið drottning í 66 ár eða síðan árið 1952, 25 ára þegar faðir hennar Georg VI andaðist. Beji Caid Essebsi, 91 árs, …

Lesa meira

John Bolton útilokar ekki refisaðgerðir gegn evrópskum fyrirtækjum

John Bolton

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, telur hugsanlegt að brotthvarf Bandaríkjastjórnar frá Íranssamningnum um kjarnorkumál leiði til refsiaðgerða gegn evrópskum fyrirtækjum. „Það er hugsanlegt. Það fer eftir afstöðu annarra ríkisstjórna,“ sagði hann í fréttaskýringaþættinum State of the Union með Jack Tapper á CNN sunnudaginn 13. maí. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hafði …

Lesa meira

Norska herstjórnin sögð vilja endurskoða afstöðuna til Andøya

Norsk P3 Orion vél á Andøya.

Undir lok árs 2016 var skýrt frá því í Noregi að ákveðið hefði verið að loka herstöð við flugvöll á Andøya í Norður-Noregi. Tilkynningunni var illa tekið af heimamönnum og gagnrýnendur sögðu einnig að loftvarnir  á þessum slóðum minnkuðu. Á Andøya hefur til þessa verið heimavöllur fyrir P-3 Orion kafbátaleitarvélar …

Lesa meira

Þríhliða varnarsamkomulag Bandaríkjanna, Finna og Svía undirritað

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands.

  Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna, Finnlands og Svíþjóðar stíga mánudaginn 14. maí enn eitt skrefið til að auka hernaðarlegt samstarf ríkjanna. Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands, og Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, hitta þá James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Ráðherrarnir ræða hernaðarlegt samstarf ríkjanna þriggja og almennt um stöðu öryggismála, segir í fréttatilkynningu …

Lesa meira

NATO flytur í nýjar höfuðstöðvar

Nýjar höfuðstöðvar NATO.

  Fastafulltrúar NATO-ríkjanna 29 komu saman til fyrsta fundar síns í nýjum höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) miðvikudaginn 9. maí undir stjórn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra bandalagsins. Enn er unnið að því að flytja um 4.000 manna starfslið fastanefnda bandalagsríkjanna og bandalagsins sjálfs í nýju höfuðstöðvarnar. Stefnt er að því að öll starfsemi …

Lesa meira

Ísraelar og Íranar takast á í Sýrlandi

Frá Gólan-hæðum.

  Í fyrsta sinn í sögunni var eldflaugum frá Írönum skotið á Ísrael aðfaranótt fimmtudagsins 10. maí. Ísraelar svöruðu með loftárásum gegn öllum stöðvum Írana í Sýrlandi. Spenna hefur magnast undanfarið við norður landamæri Ísraels og nú  leitt til vopnaðra átaka. Eldflaugunum  var skotið á Ísrael að kvöldi miðvikudags 9. …

Lesa meira

Donald Trump og Kim Jong-un hittast í Singapúr 12. júní

Kim Jong-un og Donald Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fimmtudaginn 10. maí að hann mundi hitta Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu, í Singapúr þriðjudaginn 12. júní. Trump sagði á Twitter að þeir mundu báðir „reyna að gera þetta að mjög sérstöku andartaki í þágu heimsfriðar!“ Þetta verður í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna hittir leiðtoga …

Lesa meira

Trump segir skilið við Íranssamninginn – aðrir vilja virða samninginn

Íranskir þingmenn brenna bandaríska fánann.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þriðjudaginn 8. maí að Bandaríkin ættu ekki lengur aðild að kjarnorkusamningi vegna Írans. Auk Bandaríkjanna og Írans eiga Þýskaland, Frakkland, Bretland, ESB, Rússland og Kína aðild að samningnum. Leiðtogar annarra ríkja en Bandaríkjanna segjast ætla að halda samningnum í gildi. Þeir óttast að ákvörðun Trumps …

Lesa meira

Armenía: Friðsamleg mótmæli leiddu til stjórnarskipta á þingi

Fagnað var á Lýðveldistorginu í Jerevan þegar tilkynnt var um nýjan forsætisráðherra.

Armenska þingið kaus andófsmanninn Nikol Pashinian til að gegna embætti forsætisráðherra á fundi sínum þriðjudaginn 8. maí. Hann hefur í nokkrar vikur beitt sér fyrir mótmælum á götum úti víða um Armeníu. Með því að kjósa Pashinian batt þingið enda á valdaferil Serzh Sargsyans, fyrrverandi forseta, sem stefndi að því …

Lesa meira