Trump og Kim skilja án samkomulags í Hanoi

Frá fundinum í Hanoi.

Öðrum fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Kims Jong-uns, einræðisherra Norður-Kóreu, lauk án árangurs í Hanoi fimmtudaginn 28. febrúar. Báðir aðilar segjast þurfa lengri tíma til að ná „góðu samkomulagi“. Ágreiningur ríkjanna snýst um „upprætingu kjarnorkuvopna“ á Kóreuskaga og afnám viðskiptaþvingana gegn  kommúnistastjórninni. „Ég hefði kosið að geta gengið lengra,“ sagði …

Lesa meira

Spenna magnast milli Pakistana og Indverja í Kasmír-deilunni

Pakistanar segja þetta brak úr indverskri orrustuþotu sem þeir grönduðu.

Stjórn Pakistans sagði miðvikudaginn 27. febrúar að her hennar hefði skotið niður tvær indverskar herþotur og tekið einn indverskan flugmann til fanga. Indverjar sögðust hafa tapað einni orrustuþotu af MiG21-gerð og flugmaðurinn væri týndur. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði að hvorugur aðili hefði efni á að misreikna sig í stöunni …

Lesa meira

Rússar kynna kjarnorkuskotmörk í Bandaríkjunum

Dmitríj Kiseljov, stjórnandi vikulegs fréttaskýringar þáttar, sem kynnti skotmarkalistann að kvöldi sunnudags 24. febrúar

  Rússneska ríkissjónvarpið birti á dögunum lista yfir bandarískar stöðvar sem það sagði að yrðu rússnesk skotmörk kæmi til kjarnorkuárásar. Fréttin var birt fáeinum dögum eftir að Vladimir Pútin forseti flutti stefnuræðu sína á þingi og sagði að Rússar myndu grípa til gagnaðgerða ef Bandaríkjaher setti upp einhverjar flaugar í …

Lesa meira

Rússnesk orrustuþota ógnar sænski eftirlitsflugvél

Sænska varnarmálaráðuneytið sendi þessa mynd af flugatvikinu til fjölmiðla.

    Rússneski sendiherrann var kallaður í sænska utanríkisráðuneytið mánudaginn 25. febrúar til að skýra hvers vegna rússnesk orrustuþota flaug innan við 20 m frá sænskri eftirlitsflugvél fyrir nokkrum dögum. Diana Qudhaib, upplýsingafulltrúi sænska utanríkisráðuneytisins, sagði að ráðuneytið liti þetta atvik „alvarlegum augum“. Rússnesku vélinni hefði verið flogið af ábyrgðarleysi …

Lesa meira

Moldóva: Tekist á um samstarfs við Rússa eða ESB

Igor Dodon, forseti Morldóvu. og Vladimir Pútin, forseti Rússlands.

    Þingkosningar fóru fram í Moldóvu sunnudaginn 24. febrúar. Úrslitin kunn að leiða til þess að gert verði út um hvort fátæka austur-evrópska smáríkið hallar sér meira að Rússum eða Evrópusambandinu. Sé tekið mið af skoðanakönnunum er líklegt að flest atkvæði falli Sósíalistaflokknum í skaut. Igor Dodon var leiðtogi …

Lesa meira

Brottvísunum fjölgar frá Þýskalandi

Hælisleitendur fluttir úr landi.

  Þýsk yfirvöld brottvísa sífellt fleiri hælisleitendum og senda þá til Túnis, Marokkó og Alsír segir í frétt sem birt var í vikunni. Vilja yfirvöldin líta á löndin sem „örugg lönd“ og hraða með því afgreiðslu hælismálanna og framkvæmd brottvísunarinnar. Dagblaðið Rheinische Post birti föstudaginn 22. febrúar frétt reista á …

Lesa meira

Maduro lokar Venesúela fyrir matvælum og lyfjum

Juan Gauidó, leiðtogi stjótnrandstöðunnar, reynir að koma matvælum og lyfjum til hungaðra í Venesúela.

Tveir vöruflutningabílar með matvæli og lyf voru stöðvaðir við landamæri Brasílíu og Venesúela af hermönnum Maduro-stjórnarinnar að sögn AP-fréttastofunnar laugardaginn 23. febrúar. Fréttin stangast á við fyrri upplýsingar frá talsmönnum andstæðinga Maduros um að bílarnir hefðu farið yfir landamærin. AP segir að Maduro hafi slitið stjórnmálasambandi við Kólumbiu laugardaginn 23. …

Lesa meira

Púðurtunna á landamærum Kólumbíu og Venesúela

Landamærum Venesúela og Kólumbíu hefur verið lokað.

Það er púðurtunna á landamærum Venesúela og Kólombíu. Spurning er hvort hún springur laugardaginn 23. febrúar. Þá ætlar Juan Guaidó, forseti þings Venesúela, að kveikja á sprengjuþræðinum með stuðningi Bandaríkjamanna og fleiri þjóða. Andstæðingar Nicolás Maduros, forseta Venesúela, hófu föstudaginn 22. febrúar ferð að landamærum Venesúela í bílalest sem flytur …

Lesa meira

Macron boðar hertar aðgerðir gegn gyðingahatri

Grafreitur gyðinga í Alsace var svívirtur.

Gyðingahatur virðist nú hafa náð hæstu hæðum frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Þennan boðskap flutti Emmanuel Macron Frakklandsforseti í ræðu sem hann flutti í árlegum kvöldverði leiðtoga franskra gyðinga miðvikudaginn 20. febrúar. Daginn áður höfðu þúsundir manna mótmælt hatursglæpum víða um Frakkland. Samfélag gyðinga í Frakklandi er fjölmennast slíkra samfélaga …

Lesa meira

Rússar loka á norska norðurslóða-vefsíðu

barentsobserver-nevalyashka-as

Hér á síðunni er oft vitnað til norsku vefsíðunnar Barents Observer sem fylgist náið með því sem gerist á norðurslóðum og ekki síst í Rússlandi. Síðan er traust og mikils metin heimild þeirra sem hafa til dæmis áhuga á her- og flotavæðingu Rússa á Kóla-skaga eða á siglingum um Norðurleiðina, …

Lesa meira