Danir vilja fjölga njósnurum með Rússum og kjarnorkuherafla þeirra

Rússneski flotinn við æfingu á Eystrasalti.

Leyniþjónusta danska hersins (Forsvarets Efterretningstjeneste, FE) vill fjölga starfsmönnum sem hafa áhuga og þekkingu á þróun hermála í Rússlandi, einkum rússneska kjarnorkuheraflans segir í Jyllands-Posten (JP) miðvikudaginn 17. ágúst. Frá því að Berlínarmúrinn féll haustið 1989 hefur starfsmönnum FE sem hafa þróunina í Rússlandi sem sérsvið fækkað jafnt og þétt. Nú er ætlunin að snúa af …

Lesa meira

Trump leitast við að skapa utanríkis- og öryggismálastefnu sinni mildara yfirbragð

Donald Trump

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum, hefur mildað tón sín í garð NATO. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir neikvæðar yfirlýsingar um samstarfið innan bandalagsins og um að bandalagið sé að minnsta kosti að nokkru tímaskekkja. Trump flutti ræðu um utanríkis- og öryggismál í Youngstown State University í Ohio-ríki að kvöldi …

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands vilja virkja samstarfsráð Rússa og NATO meira

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi 15. ágúst 2016.

  , utanríkisráðherra Þýskalands, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittust í rússnesku borginni Jekaterinburg mánudaginn 15. ágúst. Segir Steinmeier mikilvægt að fulltrúar ríkjanna ræði saman þótt þá greini á um ýmislegt. Á fundinum ræddu þeir einkum um deilur Rússa og Úkraínumanna og ástandið í Sýrlandi. Á blaðamannafundi eftr fundinn staðfestu ráðherrarnir að þeir vildu framfylgja friðarsamkomulaginu sem kennt …

Lesa meira

Langdrægar rússneskar sprengjuþotur gera árásir í Sýrlandi

Backfire-sprengjuþota. Þær fljúga æfingaflug út á N-Atlantshaf.

  Sex Tupolev Tu-22M3 Backfire sprengjuþotur hafa enn á ný ráðist á bækistöðvar Daesh (Ríki íslams) skammt frá Deir ez-Zor í Sýrlandi sagði í tilkynningu rússneska varnarmálaráðuneytisins sunnudaginn 14. ágúst. Hér er um landrægar sprengjuþotur að ræða sem hófu leiðangur sinn að morgni sunnudags 14. ágúst í Rússlandi og sendu …

Lesa meira

Hreinsanir í Kreml: Pútín raðar hlýðnum þjónum í kringum sig

Sergei B. Ivanov (t.v) Vladimir Pútín og Anton E. Vaino,

Valdimir Pútín Rússlandsforseti rak óvænt vin sinn til langs tíma úr starfi stjórnanda forsetaskrifstofunnar föstudaginn 12. ágúst. Brottreksturinn er sagður liður í breytingum á æðstu stjórn Rússlands innan Kremlar. Pútín hefur losað sig við gamalreynda samstarfsmenn sína og ráðið yngri menn í stað þeirra, menn sem fara möglunarlaust að fyrirmælum …

Lesa meira

Aukin harka í samskiptum Úkraínumanna og Rússa við Krímskaga – rússneski flotinn á æfingu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyllir rússneska flotann í St. Pétursborg.

Meiri harka færist stig af stigi í orðaskipti ráðamanna í Moskvu og Kænugarði vegna deilna um Krím. Her Úkraínu hefur verið skipað að búa sig undir átök. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kallaði þjóðaröryggisráð sitt saman til fundar fimmtudaginn 11. ágúst. Rússar hafa boðað flotaæfingar á Svartahafi en bækistöð hans er á Krím-skaga. Miðvikudaginn 10. ágúst sakaði Pútín Úkraínustjórn um …

Lesa meira

Þýskaland: Hertar aðgerðir boðaðar gegn útlendingum – ekki bann við búrkum

Kona í búrku,

  Miklar umræður hafa verið í Þýskalandi um hertar aðgerðir yfirvalda gegn múslímum eftir að sagt var frá því í blaðinu Tagesspiegel miðvikudaginn 10. ágúst innanríkisráðherrar í sambandslöndum undir stjórn kristilegra stjórnmálamanna hefðu rætt tillögur sem fela meðal annars í sér að konum verði bannað að klæðast búrkum, það er hylja sig frá toppi …

Lesa meira

Erdogan og Pútín ætla að styrkja vináttu- og viðskiptabönd – greinir á um Sýrland

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti í St. Pétursborg 9. ágúst 2016.

Forsetar Rússlands og Tyrklands hafa lýst vilja til að hefja náið samstarf á nýjum grunni eftir næstum sjö mánaða kulda í samskiptum sínum eftir að Tyrkir skutu niður rússneska orrustuþotu í nóvember 2015. Forsetarnir hittust í St. Pétursborg þriðjudaginn 9. ágúst. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta að Tyrkir væru að hefja „allt annars konar tímabil“ í samskiptunum …

Lesa meira

Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar úr hópi repúblíkana segja Donald Trump óhæfan til að verða forseti

Donald Trump

  Fimmtíu úr hópi helstu sérfræðinga repúblíkana um þjóðaröryggismál, þar af margir sem voru meðal aðalráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa skrifað undir bréf þar sem segir að Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblíkana, „skorti skapgerð, gildismat og reynslu“ til að verða forseti og hann „mundi kalla hættu yfir öryggi þjóðar okkar og velferð“. Þeir telja jafnframt að Trump yrði „ófyrirleitnasti forsetinn …

Lesa meira

Spenna á landamærum Ítalíu og Frakklands – No Borders-menn hvetja til ofbeldis

Ólöglegir aðkomumenn í fjörunni við Menton í Frakklandi.

Spenna ríkir í franska Miðjarðarhafsbænum Menton við landamæri Ítalíu vegna þess að föstudaginn 5. ágúst tókst um 200 farandmönnum að brjóta sér ólöglega leið þangað frá Ítalíu með aðstoð félaga í No Border-samtökunum. Ráðamenn í bænum krefjast þess að landamæravarsla verði stóraukin til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Af þeim 200 …

Lesa meira