Unnið að því að kortleggja allan hafsbotn jarðar

pacific_bathy_image

Unnið er að framkvæmd áforma um að kortleggja allan hafsbotn jarðar fyrir árið 2030 þrátt fyrir tafir vegna COVID-19-faraldursins. Nú hefur um fimmtungur botnsins verið mældur og skráður. Vísindamenn segja að minna sé vitað um staðfræði á hafsbotni en á yfirborði Mars, Merkúríuss eða Venus. Með því að mæla dýpi …

Lesa meira

Macron vill rannsókn á ákærumeðferð gegn helsta andstæðingi sínum

François Fillon

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur mælst til rannsóknar á fullyrðingu saksóknara um að beitt hafi verið þrýstingi um hraða afgreiðslu á fjársvikakæru gegn François Fillon, fyrrv. forsætisráðherra, og helsta keppinaut Macrons í forsetakosningunum vorið 2017. Margir töldu Fillon öruggan sigurvegara kosninganna þar til blað birti frásögn þar sem fullyrt var …

Lesa meira

Peking-stjórnin herðir tökin á Hong Kong

Í Peking óttast menn mátt mótmælenda í Hong Kong.

Kínversk stjórnvöld ætla að opna „þjóðaröryggisskrifstofu“ í Hong Kong til að framfylgja nýsettum lögum gegn mótmælum í borginni. Ríkismiðlar greindu frá þessu laugardaginn 20. júní.  Í framkvæmd hafa nýju lögin forgang gagnvart öllum öðrum lögum í Hong Kong sem fjalla um svipað efni segir Xinhua-fréttastofan. Öryggisskrifstofan í Hong Kong lýtur …

Lesa meira

Bandarískar sprengjuvélar langt fyrir norðan Ísland

Myndin er tekin 18. júní 2020 þegar B-2-vél tekur eldsneyti á lofti á leið sinni norður fyrir heimskautsbasug.

Fimmtudaginn 18. júní flugu tvær langdrægar, torséðar, bandarískar B-2 Spirit-sprengjuvélar frá flugstöð í Missouri yfir Norður-Atlantshaf  í háloftin yfir nyrsta hluta Noregshafs. Bandaríska Evrópuherstjórnin staðfesti að vélarnar væru frá 508 sprengjuflugdeildinni. Þegar þær nálguðust norska lofthelgi flugu tvær norskar F-35-orrustuþotur til móts við þær. Á norsku vefsíðunni Barents Observer segir …

Lesa meira

Bandaríkjamenn vilja öfluga, eigin ísbrjóta í Norður-Íshafi

Tölvulíkan af væntanlegum ísbrjóti bandarísku strandgæslunnar.

  Eðli málsins samkvæmt er mikilvægt fyrir þjóðir sem eiga hagsmuna að gæta í Íshafinu og á nálægum slóðum að eiga ísbrjóta.  Þeir nýtast við björgunar- og rannsóknarstörf og við að ryðja skipaleiðir í gegnum ís.  Margir telja líka að með því að eiga flota ísbrjóta styrki ríki stöðu sína …

Lesa meira

Kínversk yfirvöld segja kórónuveiruna í Peking ekki úr norskum laxi

Frá kínverskum matarmarkaði.

Kínversk yfirvöld  samþykkja að ekki sé unnt að rekja nýtt upphaf COVID-19-faraldurs í Peking til norsks lax. Samþykkið skiptir norsk fyrirtæki miklu því að á mörgum veitingastöðum og í smásöluverslunum vildu menn ekki bjóða innflutta laxinn. Að kvöldi þriðjudags 16. janúar efndi Shi Guoqing, aðstoðarforstjóri sóttvarnamiðstöðvar Kína, til blaðamannafundar og …

Lesa meira

Rússland: Norður-Íshafssérfræðingur sakaður um njósnir fyrir Kínverja

Valeríj Mitko

Rússnesk stjórnvöld hafa sakað einn fremsta vísindamann sinn á sviði rannsókna í Norður-Íshafi um að senda trúnaðarupplýsingar til Kína. Rannsakendur segja að Valeríj Mitko (78 ára), forseti rússnesku norðurskauts-vísindaakademíunnar og gestaprófessor við sjávarútvegsháskólann í Dalian í Kína, hafi afhent kínverskum njósnastofnunum trúnaðarupplýsingar. Mitko hafnar þessum ásökunum en verði hann dæmdur …

Lesa meira

Whelan segir sig dæmdan í sýndarréttarhöldum

Paul Whelan mótmælir í réttarsalnum í Moskvu.

Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan, fyrrverandi landgönguliði, var mánudaginn 15. júní dæmdur í 16 ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir. Hann hefur setið í varðhaldi frá því í desember 2018. Þegar dómsorðið var lesið stóð Whelan í réttarsalnum með spjald þar sem stóð: Sýndarréttarhöld! og hvatti Bandaríkjaforseta til að láta sig málið …

Lesa meira

Útilokun Svía kann að spilla norrænu samstarfi

Ann Linde, utanríkisráðherra Svía.

Stjórnvöld í Noregi og Danmörku opna landamæri sín gagnvart nágrannaríkjum en þó ekki Svíþjóð. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að ákvarðanirnar geti skapað djúp sár og skaðað norrænt samstarf. „Þau [stjórnvöldin] verða að taka þær ákvarðanir sem þau telja að séu til að vernda borgara sína. Það er staðreynd að …

Lesa meira

Noregur: Risahafsvæði opnuð fyrir vindorkuver

shutterstock_602703245

Norska ríkisstjórnin tilkynnti föstudaginn 12. júní að frá og með 1. janúar 2021 yrði unnt að óska eftir heimild til að setja upp haf-vindorkuver á tveimur svæðum undan strönd Noregs: Utsira Nord (1010 ferkm) og Sørlige Nordsjø II (2591 ferkm). Talið er að samtals megi framleiða 4.500 MW af vind-raforku …

Lesa meira