Macron boðar Finnum gagnkvæmt varnarsamstarf

Emmanuel Macron og Sauli Niinistö.

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, í Helsinki fimmtudaginn 30. ágúst. Viðræðurnar snerust að verulegu leyti um varnarmál. Finnskir fjölmiðlar túlka orð Macrons um aukið varnarsamstarf innan ESB á þann veg að hann vilji að Finnum verði „næstum sjálfkrafa“ veitt aðstoð verði að þeim vegið. Á …

Lesa meira

Varnarmál bar hæst á blaðamannafundi Macrons í Kristjánsborgarhöll

Emmanuel Macron, Margrét Danadrotting, Brigitte Macro og Mary prinsessa á svölum Amalienborgar.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kom til Danmerkur þriðjudaginn 28. ágúst í 36 klukkustunda opinbera heimsókn eins og það er orðað í Le Figaro. Franskur forseti hefur ekki verið í opinberri heimsókn í Danmörku frá því árið 1982. Í franska blaðinu er rætt við Henning Rasmussen fyrir utan Amalienborg þar sem hann …

Lesa meira

Flutningsmagn eykst um 81% á Norðursiglingaleiðinni

Olíu lestað um borð í skip á Novíj Port-svæðinu.

Á þessu ári hafi alls 9,95 milljón lestir af varningi verið fluttar til og frá höfnum á Norðursiglingaleiðinni, það er leiðinni frá Atlantshafi til Kyrrahafs fyrir norðan Rússland. Þetta kemur fram í samtali varaforstjóra rússnesku ríkisstofnunarinnar Rosmorrestjflot við PortNews sem segir aukningu á flutningsmagni 81%  í ár miðað við árið …

Lesa meira

Grænlendingar tilnefna fyrsta sendifulltrúa sinn á Íslandi

Jacob Isbosethsen.

Grænlenska utanríkisráðuneytið tilnefndi mánudaginn 27. ágúst Jacob Isbosethsen, reyndan ráðgjafa um utanríkismál, til að verða fyrsta fulltrúa sinn á Íslandi. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra sagði að Isbosethsen hefði verið valinn til embættisins vegna „traustrar og víðtækrar“ reynslu sinnar í utanríkismálum. Grænlenska þingið samþykkti einróma í fyrra að opna sendiskrifstofu í Reykjavík. …

Lesa meira

Útlendingamótmæli í Chemnitz í austurhluta Þýskalands

Loftmynd af mótmælendum í Chemnitz.

  Þúsundir manna fóru um götur borgarinnar Chemnitz í austurhluta Þýskalands að kvöldi mánudags 27. ágúst og kröfðust þess að útlendingar yfirgæfu Þýskaland. Samtímis komu um 1.000 andmælendur mótmælanna saman í litlum garði og hvöttu „nasistana“ til að yfigefa borgina. Allt fór friðsamlega fram í fyrstu enda hélt öflugt lögreglulið …

Lesa meira

Frakklandsforseti vill að Evrópa ábyrgist eigið öryggi

Emmanuel Macron flytur ræðu sína á sendiherrafundinum.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í ræðu mánudaginn 27. ágúst að hann ætlaði að leggja fram nýjar tillögur á vettvangi Evrópusambandsins til að efla öryggi undir merkjum þess, sambandið yrði að hverfa frá því að treysta á mátt Bandaríkjanna. „Evrópa getur ekki lengur treyst á Bandaríkin vegna eigin öryggis. Það …

Lesa meira

Finnlandsforseti útilokar ekki NATO-aðild

lks-25-8-2018-sauli-niinisto%cc%88-kyselytunti-ylen-1

  Sauli Niinistö, forseti Finnlands, sagði á fundi með blaðamönnum laugardaginn 25. ágúst að hann útilokaði ekki aðild Finnlands að NATO. Hann sagðist sáttur við stefnu finnsku ríkisstjórnarinnar sem eflt hefur tengslin við NATO þrátt fyrir að vekja óvild Rússa vegna þess. Finnar hafa tekið þátt í fundum á vegum …

Lesa meira

Átök í áströlskum stjórnmálum

Þinghúsið í Canberra, höfuðborg Ástralíu.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Talsverð ólga hefur verið í stjórnmálum í Ástralíu að undanförnu.  Þetta má ráða af því að á síðustu ellefu árum hafa sex karlar og konur setið í stóli forsætisráðherra í landinu.  Til að setja hlutina í samhengi þá voru aðeins þrír forsætisráðherrar þar, Bob Hawke, Paul Keating …

Lesa meira

Refsiaðgerðir gegn Rússum skila árangri

39826614_303

Nigel Gould-Davies birti í vikunni grein á vefsíðu bandaríska tímaritsns Foreign Affairs þar sem hann segir að refsiaðgerðir ríkisstjórna Vesturlanda og sérstaklega Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi hafi skilað mun meiri árangri en gagnrýnendur aðgerðanna vilji viðurkenna. Þær virki í raun betur og hraðar en talsmenn aðgerðanna töldu að yrði þegar til …

Lesa meira

Maersk sendir skip í tilraunaferð eftir Norðurleiðinni

maersk1

  Danska risaskipafélagið Maersk sendir nú í vikunni fyrsta gámaflutningaskip sitt án aðstoðar siglingaleiðina fyrir norðan Rússland, Norðurleiðina, frá Vladivostok í Rússlandi til St. Pétursborgar. Talið er að skipið verði í Beringsundi 1. september og undir lok september í St. Pétursborg. Skipið, Venta Maersk, er sérsmíðað til siglinga í ís. …

Lesa meira