Noregur: Viking Sky sjötta vélarvana farþegaskipið á einu ári

Skemmtiferðaskipið Viking Sky vélarvana á Hustadvika.

Í norska blaðinu Aftenposten birtist fimmtudaginn 28. mars úttekt á skýrslum vaktstöðva við strendur Noregs sem sýnir að skemmtiferðaskipið Viking Sky sem lenti í sjávarháska undan strönd Noregs í fyrri viku sé sjötta farþegaskipið sem lendir í vandræðum vegna vélarbilunar við Noregsstrendur á einu ári. Frá 2017 hafa 114 skip …

Lesa meira

Samkomulag við Breta í varnar- og öryggismálum

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, og Guðlaugur Þór Þórðarson í London 26. mars 2019.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, rituðu þriðjudaginn 26. mars undir samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir: „Um er að ræða uppfærslu af samkomulagi frá árinu 2008 sem nær nú til fleiri samstarfsþátta en …

Lesa meira

Hvetja Xi til að virða einingu ESB-ríkjanna

Kínversku og frönsku forsetahjónin í París.

Leiðtogar Kína, Þýskalands, Frakklands og Evrópusambandsins hittust á fundi í París þriðjudaginn 26. mars. Fundinum er lýst sem „án fordæmis“ og snerist hann um þróun og stjórn heimsmála. Segir þýska fréttastofan Deutsche Welle að ESB-ríkin standi frammi fyrir þeirri áskorun hvernig þau ætli að viðhalda jafnvægi í samskiptunum við Kína …

Lesa meira

Rússar senda hergögn og hermenn til Venesúela

Rússnesk vél á flugvellinum við Caracas sunnudaginn 24. mars.

Rússar eru helstu bandamenn Nicolas Maduros, forseta Venesúela. Tvær rússneskar flugvélar með hergögn og hermenn lentu laugardaginn 23. mars á Simon Bolivar-flugvellinum við Caracas. Þýska fréttastofan Deutsche Welle (DW) sagði frá þessu mánudaginn 25. mars. Í fréttinni segir: Iljushín IL-62 farþegaþota og Antonov AN-124 flutningavél flugu frá Moskvu um Sýrland. …

Lesa meira

Besti dagur í forsetatíð Trumps

Þetta er samsett mynd frá blaðamannafundi Trumps þegar hann benti á Joe Sopel frá BBC og gerði gys að BBC.

  Joe Sopel, ritstjóri BBC í Norður-Ameríku, skrifaði þessa fréttaskýringu á vefsíðu BBC World Service sunnudaginn 24. mars eftir að sagt hafði verið frá meginefni Mueller-skýrslunnar um það hvort Donald Trump og kosningastjórn hans hefðu átt í samsæri með Rússum. Hvað hét kvikmyndin? Getur það orðið betra? (As Good As …

Lesa meira

Tekist á um netfrelsi á ESB-þinginu

Mótmæli í  Berlín.

  Tugir þúsunda Þjóðverja mótmæltu laugardaginn 23. mars áformum ESB um breytingar á höfundarrétti sem þeir telja að ógni miðlun á netinu. Hópar fólks komu saman í Berlín (15.000 manns), München (40.000 manns) og öðrum borgum undir slagorðum eins og þessu: Save the Internet – Bjargið internetinu. Greidd verða atkvæði …

Lesa meira

Ítalir semja um milljarða fjárfestingar við Kínverja

Xi Jinping Kínaforseti og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.

  Xi Jinping, forseti Kína, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, rituðu laugardaginn 23. mars undir samkomulag sem tengir Ítalíu inn í kínversku áætlunina sem kennd er við belti og braut. Hún er reist á fjárfestingaráformum Kínverja sem nema allt að 1 trilljón dollara. Ítalir eru fyrsta þjóðin í svonefndum G7-hópi …

Lesa meira

Brexit-spjótin beinast að breska þinginu

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

  Theresa May, forsætisráðherra Breta, fór til Brussel fimmtudaginn 21. mars til að tala fyrir þeirri ósk sinni í leiðtogaráði ESB að úrsögn Breta úr sambandinu frestaðist frá 29. mars til 30. maí. Niðurstaðan í ráðinu var að samþykki neðri deild breska þingsins í næstu viku skilnaðar-samkomulag May frestist úrsögnin …

Lesa meira

Ítalía: Kveikti í skólabíl með 51 nemanda um borð

Flak skólabílsins.

Karlmaður rændi skólabíl með 51 nemanda úr efri bekkjum grunnskóla í bænum San Donato Milanese á Norður-Ítalíu miðvikudaginn 20. mars áður en hann kveikti í bílnum til að mótmæla afstöðu ítalskra yfirvalda til farandfólks og flóttamanna. Allir nemendurnir komust heilu og höldnu út úr bílnum áður en eldurinn varð honum …

Lesa meira

NATO við góða heilsu 70 ára

BRUSSELS, BELGIUM - DECEMBER 04: Flags of the NATO member states stands in the NATO headquarters on December 04, 2018 in Brussels, Belgium. (Photo by Thomas Trutschel/Photothek via Getty Images)

Fjórða apríl verður þess minnst víða, þar á meðal á hátíðarfundi Varðbergs í Veröld, húsi Vigdísar, að 70 ár verða liðin frá stofnun NATO. Á vefsíðu bandarískra tímaritsins Foreign Affairs birtist miðvikudaginn 20. mars grein eftir Charles A. Kupchan, prófessor í alþjóðastjórnmálum, við Georgetown-háskóla í Washington undir fyrirsögninni: NATO vegnar …

Lesa meira