Sviss: Rússneskt bardagakerfi liður í földu stríði Pútins

Rússneskir skyndiárásarliðar eru þjálfaðir eftir systema-kerfinu.

  Í leynilegri skýrslu svissnesku leyniþjónustunnar, Nachrichtendienst des Bundes (NDB), er hluti Svisslendinga sem leggja stund á rússneska bardagakerfið Systema í skyndiárásarhópi sem Rússar halda úti með mikilli leynd. Blaðamenn svissneska blaðsins SonntagsBlick hafa fengið að skoða skýrslu NDB og reisa frásögn sína á henni. Þjálfunin að baki þátttöku í …

Lesa meira

Öryggismál ber hátt á fundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna

Guðlaugur Þór Þórðarson og Mike Pompeo í bandaríska utanríkisráðuneytinu 7. janúar 2019.

  Utanríkisráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu síðla dags mánudaginn 7. janúar 2019: „Ýmis tvíhliða málefni á borð við viðskipti, fríverslun, öryggis- og varnarmál og norðurslóðamál voru til umræðu á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í dag. Ráðherrarnir samþykktu í lok fundar sameiginlega …

Lesa meira

Ásatrú iðkuð um borð í bandarísku flugmóðurskipi

Bandaríska flugmóðurskipið John C. Stennis

    Frá því var skýrt á bandarísku vefsíðunni military.com í byrjun ársins að sjóliðar um borð í bandaríska flugmóðurskipinu John C. Stennis gætu lagt þar rækt við ásatrú ef þeir kysu. Í nýlegri fréttatilkynningu frá skipinu á Persaflóa segði að „fámennur en staðfastur“ hópur sjóliða fengi afnot af kapellu …

Lesa meira

Enginn bilbugur á Theresu May vegna Brexit

Theresa May ræðir við Andrew Marr í BBC.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði í samtali við BBC sunnudaginn 6. janúar að gengið yrði til atkvæða um Brexit-tillögur, úrsögn úr ESB, hennar í breska þinginu. Hún mundi vinna að því að fá frekari „tryggingar“ frá ESB en ekki yrði haggað við fyrirliggjandi samkomulagi. Í samtalinu við sjónvarpsmanninn Andrew Marr …

Lesa meira

Bann við betli tekur gildi í sænsku sveitarfélagi

33b10ebb2c32db0d4f732db51456070f683436c3f70aaefa870dde1296fa75d7

Lögregla í sænska bænum Vellinge skammt frá Malmö stuggar nú við betlurum, tveimur vikum eftir að æðsti stjórnsýsludómstóll Svíþjóðar staðfesti heimild sveitarstjórnarinnar til að banna betl innan lögsögu sinnar. Jörgen Sjåstad, lögreglumaður í Vellinge, sagði við dagblaðið Sydsvenskan að hann hefði hafist handa við að framkvæma bannið í vikunni eftir …

Lesa meira

Tölvuþrjótar ráðast á þýska forsetann, ráðherra og þingmenn

Hér sést glerþak þýska þingsins við Brandenborgarhliðið í Berlín.

Netöryggisstofnun Þýskalands (BSI) rannsakar nú „gaumgæfilega“ hvernig unnt var að brjótast inn í opinbert tölvukerfi og stela upplýsingum frá hundruðum þýskra stjórnmálamanna og birta þær á netinu, sagði talsmaður stofnunarinnar föstudaginn 4. janúar. BSI segir að í fyrstu sé ekki að sjá að tekist hafi að brjótast inn í þau …

Lesa meira

Trump gortar sig af óvinsældum í Evrópu

Donald Trump við ríkisstjórnarborðið í Hvíta húsinu. 2. janúar 2019. Á borðinu liggur áróðursspjald vegna þingkosninganna í nóvember 2018. Hugmydninni er stolið úr Krúnuleikunum. Orðin á spjaldinu vísa til nýrra refsiaðgerða gegn Írönum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði fyrsta ríkisstjórnarfund sinn á nýju ári, miðvikudaginn 2. janúar 2019, til að ræða óvinsældir sínar í Evrópu. Hann sagði blaðamönnum sem fengu aðgang að fundarherberginu að honum stæði á sama um lítið traust á sér í skoðanakönnunum í Evrópu. Það fælist í starfi sínu að krefjast …

Lesa meira

Mitt Romney: Trump rís ekki undir þunga forsetaembættisins

Donald Trump og Mitt Romney.

  Mitt Romney var forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum árið 2012. Hann var nú í nóvember kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Utah-ríki og tekur sæti á þinginu í Washington fimmtudaginn 3. janúar. Hann ritaði grein í The Washington Post þriðjudaginn 1. janúar, nýársdag, sem vakið hefur mikla athygli innan og utan Bandaríkjanna vegna …

Lesa meira

Bandaríkin og Ísrael segja skilið við UNESCO

unescoisrael472017

Bandaríkin og Ísrael sögðu skilið við UNESCO, Mennta- vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, 31. desember 2018. Ríkin kynntu úrsögn sína árið 2017. Ísrael hefur átt þar aðild frá 1949 en Bandaríkin hafa áður rofið aðild sína að UNESCO tímabundið. (Íslensk stjórnvöld stefna að setu í framkvæmdastjórn stofnunarinnar og berjast nú …

Lesa meira

Sótt að breska innanríkisráðherranum vegna bátafólks á Ermarsundi

Íranskir bátamenn á strönd Kent.

Sajid Javid, innanríkisráðherra Breta, segir að ekki séu „nein auðveld svör“ við spurningum um hvernig grípa skuli á vandanum vegna flótta- og farandfólks á Ermarsundi. Þetta sé vegna þess hve margir þættir málsins séu „ekki á valdi“ stjórnvalda. Javid gerði hlé á jólaleyfi sínu til að takast á við vaxandi …

Lesa meira