Stjórnarskipti í Danmörku að loknum þingkosningum

Mette Frderiksen, formaður danskra jafnaðarmanna, fagnar að kvöldi kjördags.

  Mette Frederiksen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Danmerkur. Úrslit þingkosninganna í gær (5. júní) skiluðu „rauðu blokkinni“ 91 þingsæti. Í „blokkinni“ eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Róttæki vinstri flokkurinn (Radikale Venstre), Sósíalíski þjóðarflokkurinn (SF) og Einingarlistinn (Enhedslisten). Það var þó ekki Jafnaðarmannaflokkurinn sem dró að sér fylgisaukningu í …

Lesa meira

Líkur á stjórnarskiptum í Danmörku

Mette Fredriksen

Gengið verður til kosninga í Danmörku miðvikudaginn 5. júní. Skoðanakannanir sýna að „rauða blokkin“ undir forystu Mette Fredriksen, formanns Jafnaðarmannaflokksins, fái meirihluta á þingi. Sé litið á meðaltal skoðanakannana síðustu daga nýtur flokkur Fredriksen stuðnings 26,8% kjósenda. Sé litið á „rauðu“ flokkana í heild: Sósíalíska þjóðarflokkinn, Einingarlistann (Enhedslisten), Róttæka vinstriflokkinn …

Lesa meira

Upplausn meðal þýskra jafnaðarmanna eftir afsögn formannsins

Andrea Nahles

  Andrea Nahles, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD), sagði af sér sunnudaginn 2. júní vegna útreiðarinnar sem flokkur hennar fékk í kosningunum til ESB-þingsins sunnudaginn 26. maí. Hann fékk aðeins 15,8% og tapaði 11 stigum frá kosningunum 2014. Tómarúmið á toppi flokksins verður til bráðabirgða fyllt af þremur varaformönnum hans: Manuelu …

Lesa meira

Annar floti Bandaríkjanna til æfinga á Eystrasalti

Andrew Lewis, yfirmaður 2. flota Bandaríkjanna.

  Nú er um ár frá því að tekin var ákvörðun um að virkja 2. flota Bandaríkjanna, Atlantshafsflotann, að nýju en honum var lagt árið 2011. Stjórnstöð og heimahöfn flotans er í Norfolk í Virginíu í Bandaríkjunum. Þar hefur Atlantshafsherstjórn NATO einnig verið opnuð að nýju. Á þeim tíma sem …

Lesa meira

Eldur í rússneskri sprengjuverksmiðju

Reykjarstrókur frá sprengjuverksmiðjunni.

. Nokkrir háir hvellir heyrðust frá sprengjuverksmiðju í miðhluta Rússlands laugardaginn 1. júní. Talið er að um 80 manns hafi slasast og 180 nálægar byggingar skaðast að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið sagði að 38 slasaðra ynnu í verksmiðjunni. Hinir búa í Dzerzhinsk, bæ með um 230.000 íbúa. Fimmtán voru fluttir á …

Lesa meira

Hvatt til samstarfs Norður-Íshafsstrandríkja gegn Rússum

Teikningin er af vefsíðu Jyllasnds-Posten.

Peter Viggo Jakobsen lektor, við danska Forsvarsakademiet og prófessor við Center for War Studies við Syddansk Universitet (SDU) birtir grein á vefsíðu Jyllands-Posten laugardaginn 1. júní þar sem hann segir að að þörf sé á nýjum samningi um öryggismál á norðurskautssvæðinu. Hann segir að vaxandi umsvif Kínverja á svæðinu ógni …

Lesa meira

Neyð í Norður-Kóreu

Hungursneyð er landlæg í Norður-Kóreu.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Af og til berast fréttir frá Norður – Kóreu. Þær fjalla oftast nær um samskipti ríkisins við umheiminn. Ráðamenn í Pyongyang hafa lengi stefnt að því að koma sér upp öflugum eldflaugaflota sem að hluta til er búinn kjarnorkusprengjum. Þegar þeir skjóta eldflaugum á loft í tilraunaskyni …

Lesa meira

Ísrael: Stjórnarmyndun mistekst – kosið að nýju

Kosningaspjöldin dregin fram að nýju.

  Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur mistekist stjórnarmyndun að loknum þingkosningunum fyrir sex vikum. Þing Ísraels, Knesset, samþykkti þess vegna miðvikudaginn 29. maí að boðað skyldi til kosninga að nýju í september 2019. Atkvæði féllu 74-45 með því að þing yrði rofið og kosið að nýju 17. september. Síðast var …

Lesa meira

Merkel og Macron deila um forystu ESB

Leiðtogaráð ESB fundar þriðjudaginn 28. maí 2019.

  Leiðtogaráð ESB-ríkjanna kom saman í Brussel þriðjudaginn 28. maí til að ákveða hvernig staðið yrði að vali manna í æðstu embætti Evrópusambandsins nú að loknum þingkosningunum þar. Fimm embætti eru talin skipta mestu: forseti framkvæmdastjórnar ESB, forseti leiðtogaráðs ESB, forseti ESB-þingsins, forseti bankaráðs seðlabanka evrunnar og utanríkismálastjóri ESB. Ágreiningur …

Lesa meira

Deilt um aðferð við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB

Ska Keller, Manfred Weber, Margrethe Vestager, Frans Timmermans.

Að loknum kosningum til ESB-þingsins sunnudaginn 26. maí vaknar spurningin um hver taki við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB af Jean-Claude Juncker. Valdajafnvægið innan þingsins raskaðist frá því sem verið hefur frá upphafi þar sem hefðbundinn mið-hægri flokkur og mið-vinstri flokkur hafa skipt kökunni á milli sín. Þriðjudaginn 28. maí koma …

Lesa meira