Theresa May kynnir Brexit-samkomulag – uppnám meðal íhaldsþingmanna

46147366_303

Tilkynnt var síðdegis þriðjudaginn 13. nóvember að samningamenn Evrópusambandsins og Breta hefðu loks náð samkomulagi um skilnað Breta við sambandið. Næsta skref er að Theresu May, forsætisráðherra Breta, takist að sannfæra stjórn sína og meirihluta þingmanna um að styðja samninginn. May boðaði til ríkisstjórnarfundar miðvikudaginn 14. nóvember en að kvöldi …

Lesa meira

Seehofer úr formennsku eins og Merkel

Horst Seehofer

  Angela Merkel Þýskalandskanslari ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Kristilega demókrataflokksins (CDU) á flokksþingi í desember. Nú tveimur vikum eftir yfirlýsingu Merkel tilkynnir Horst Seehofer, innanríkisráðherra og formaður Kristilega sósíalflokksins (CSU) í Bæjaralandi að hann ætli ekki heldur að gefa kost á sér til …

Lesa meira

Alþingismenn ræða öryggis- og varnarmál

Bandaríski flotinn sendi þessa mynd frá Harry S. Truman í september þegar gestir frá Íslandi heimsóttu skipið.

  Mánudaginn 5. nóvember var sérstök umræða á alþingi undir fyrirsögninni öryggis- og varnarmál. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG var málshefjandi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í umræðunni ásamt þingmönnum úr öllum þingflokkum. Í upphafsræðu sagði Rósa Björk tilefni umræðunnar mega rekja til varnaræfingar NATO hér á landi …

Lesa meira

Trump og Macron jafna misskilning vegna varnarmála

Donald Trump og Emmanuel Macron á fundi í París 10. nóvember 2018.

Franska forsetaskrifstofan segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi rangtúlkað hugmyndir Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um ESB-her. Trump sagði hugmyndirnar móðgandi föstudaginn 9. nóvember. Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hittust á fundi laugardaginn 10. nóvember í París. Trump er þar til að minnast þess að 11. nóvember eru 100 ár liðin frá lokum …

Lesa meira

Finnsk stjórnvöld rannsaka GPS-truflanir í lofthelgi sinni

Timo Soini utanríkisráðherra.

  Timo Soini, utanríkisráðherra Finna, lofar að leggja skýrslu fyrir utanríkismálanefnd þingsins vegna ótta um að Rússar hafi truflað GPS-tæki flugvéla yfir Lapplandi. Finnsk flugmálayfirvöld hafa sent frá sér viðvörun og telja að rannsaka beri atvikin. Það var Matti Vanhanen, fyrrv. forsætisráðherra en núv. formaður utanríkismálanefndar finnska þingsins, sem hvatti …

Lesa meira

Þjóðverjar hafa fyrirvara á evrópsku varnarfrumkvæði Macrons

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.

  Frakkar hafa tekið forystu meðal 10 aðildarþjóða ESB sem vinna að mótun samstarfs í varnarmálum til að takast á við „nýjar ógnir“ utan þess skipulags á samstarfi í varnarmálum sem mótað hefur verið innan ESB og NATO. Þjóðverjar hafa fyrirvara á hve langt skuli farið á þessari braut af …

Lesa meira

Bandaríkin: Sessions rekinn sem dósmálaráðherra – hvað með Mueller?

Jeff Sessions

Donald Trump Bandaríkjaforseti veitti Jeff Sessions dómsmálaráðherra lausn frá embætti miðvikudaginn 7. nóvember daginn eftir þingkosningar í Bandaríkjunum. Sessions varð fyrstur öldungadeildarþingmanna á sínum tíma til að lýsa yfir stuðningi við Trump þegar hann fór í prófkjör. Donald Trump reiddist Sessions mjög eftir að hann tók við ráðherraembætti og lýsti …

Lesa meira

Bandaríkin: Klofningur milli flokka eykst í kosningum

Fíllinn er merki repúblíkana en asninn demókrata.

Á bandarísku vefsíðunni Axios er úrslitum kosninganna í Bandaríkjunum þriðjudaginn 6. nóvember lýst á þennan hátt: Eftir kosningarnar endurspeglar klofningur á þingi sundrung Bandaríkjanna, hann eykst og bendir til þess eitraðs andrúmslofts á komandi árum. Tveir flokkar sem sækja stuðning til tveggja gjörólíkra hópa og hugsjóna fjarlægjast sífellt hvor annan …

Lesa meira

Njósnahæðin Teufelsberg friðlýst í Berlín

Frá Teufelsberg í Berlín.

Fyrrverandi njósnastöð Vesturveldanna í Berlín í kalda stríðinu hefur verið friðlýst af borgaryfirvöldum. Hér er um að ræða Terufelsberg-stöðina á hæð sem varð til þegar leifum af rústum úr seinni heimsstyrjöldinni var safnað á einn stað í norðurjaðri Grünewald, skógar í vesturhluta Berlínar. Bandamenn notuðu stöðina til að hlera fjarskipti …

Lesa meira

Þýskaland: Fyrrverandi njósnaforinginn rekinn úr ráðuneytinu

Hans-Georg Maaßen og Horst Seehofer

  Hans-Georg Maaßen, fyrrverandi forstjóri njósna- og öryggislögreglu Þýskalands, hefur verið vikið tímabundið frá störfum af innanríkisráðherranum vegna ýmissa atvika sem þykja ekki hæfa manni sem hefur gegnt svo háu embætti. Horst Seehofer innanríkisráðherra sagði mánudaginn 5. nóvember að hann hefði vikið Maaßen úr embætti vegna „óviðurkvæmilegra ummæla“ í kveðjuræðu …

Lesa meira