Minningarathöfn bönnuð í Hong Kong í fyrsta sinn í 30 ár

Hong Kong hefur lengi logað vegna mótmæla.

Lögreglan í Hong Kong hefur bannað fólki að koma saman 4. júní til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar þann dag árið 1989 þegar ráðist var með skotvopnum gegn mannfjölda sem krafðist lýðræðis í Kína. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem bann er sett við …

Lesa meira

Nýr gagnrýninn tónn repúblíkana í garð Trumps

p08bnnzg

Donald Trump Bandaríkjaforseti glímir við mestu vandræði á forsetaferli sínum um þessar mundir. Ekki er nóg að hann sæti gagnrýni fyrir hvernig hann brást við COVID-19 faraldrinum heldur loga borgir í Bandaríkjunum í óeirðum vegna þess að blökkumaðurinn George Floyd andaðist í Minneapolis mánudaginn 25. maí eftir að hafa sætt …

Lesa meira

Albert Jónsson: Vægi GIUK-hliðsins minnkar

Bandarískir tundurspillar  og birgðaskip í Barentshafi.

Albert Jónsson sendiherra birti fimmtudaginn 28. maí pistil á vefsíðu sinni https://albert-jonsson.com í tilefni af siglingu bandarískra tundurspilla og breskrar freigátu inn á Barentshaf í byrjun maí. Frá ferðum skipanna hefur verið sagt hér á vardberg.is Albert segir: „Yfirlýst markmið með leiðangrinum í Barentshaf var að sýna áhuga Bandaríkjanna og …

Lesa meira

Rússa dreymir um íslausa úthafshöfn við Indiga

colored-belkomr-railway-map

Sagt var frá því á norsku vefsíðunni BarentsObserver fimmtudaginn 27. maí að hugmyndir væru í Rússlandi að leggja lestarteina til íslausrar hafnar í nágrenni bæjarins Indiga sem er við Barentshaf fyrir norðaustan Arkhangelsk, það er fyrir austan Kólaskaga, Múrmansk og Hvítahaf. Segir í fréttinni að kynnt hafi verið áform um …

Lesa meira

Stjórnin á Kýpur býður ferðamönnum COVID-19-þjónustu

Strandlíf á Kýpur

Smitist ferðamaður í fríi á Kýpur af kórónuveirunni standa stjórnvöld á eyjunni straum af kostnaði hans vegna veikindanna. Þetta var tilkynnt miðvikudaginn 27. maí og er liður í viðleitni ráðamanna á Kýpur til að laða þangað ferðamenn að nýju. Ætlunin er að greiða gistingu, mat, drykk og lyf fyrir COVID-19-sjúklinga …

Lesa meira

Stórveldadeilur vegna norðurslóða magnast

USS Porter, HMS Kent (F78), USNS Supply og USS Roosevelt  á sameiginlegri æfingu í Barentshafi.

  Í frétt High North News, sem gefið er út af Nord háskólanum í Noregi, frá 25. maí kemur fram að Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af stöðu öryggismála á norðurslóðum. Fyrst er þess getið að dagana 4. – 8. maí voru fimm bresk og bandarísk herskip við æfingar í Barentshafi.  Tilgangurinn var að …

Lesa meira

NATO-floti æfir með Svíum

Myndin er tekin um borð í HNoMS Otto Sverdrup  þegar siglt var með skipum úr sænska flotanum.

Skip undir merkjum fastaflota NATO, Standing NATO Maritime Group One (SNMG1), tóku þátt í sænsku flotaæfingunni SWENEX dagana 11. til 21. maí 2020 undan Skagerak og á Eystrasalti. Fyrir fastaflota NATO fóru HNoMS Otto Sverdrup og FGS Rhon en skipin gegndu hlutverki andstæðings sænska flotans sem í æfingunni varði sænska …

Lesa meira

Bandarískar sprengjuvélar æfa með sænskum orrustuþotum yfir Svíþjóð

Hér eru fjórar sænskar Gripwn-orrustuþotur á flugi með B-1-sprengivélum Bandarikjanna yfir Svíþjóð.

Tvær bandarískar sprengjuþotur flugu frá Ellsworth-flugherstöðinni í Suður-Dakota í Bandaríkjunum til æfinga með þotum sænska flughersins og sænskum loftvarnasveitum á landi á Vidsel-æfingasvæðinu um 900 km fyrir norðan Stokkhólm, sagði fréttatilkynningu bandaríska flughersins fimmtudaginn 21. maí. Leiðangur vélanna tók 23 klukkustundir og fengu þær eldsneyti á lofti frá vélum sem …

Lesa meira

Kafbátaumsvif Rússa kalla á viðbrögð í GIUK-hliðinu

Úr greininni í riti IISS

Fræðimenn sem spá fyrir um þróun alþjóðamála á næstu áratugum gera ráð fyrir því að vægi norðurheimskautssvæðisins vaxi umtalsvert á tímabilinu. Umhverfi svæðisins tekur miklum breytingum sem veldur því að ríki sýna því meiri áhuga ekki síst efnahagslegan. Ýmsar aðrar breytingar eiga sér stað á svæðinu. Öryggisumhverfið hefur til að …

Lesa meira

Xi glímir við efnahagsvanda heima og erlendis

Xi Jiping Kínaforseti

Fjarað hefur undan fjárfestingaverkefni Kínastjórnar, belti-og-braut (BOB), vegna COVID-19-faraldursins. Kínversk yfirvöld takast nú á við efnahagsvanda á heimavelli og mörg ríkjanna sem tóku þátt í BOB-verkefninu hafa ekki lengur burði til að standa við skuldbindingar sínar. Val Kínverja stendur á milli þess að bjarga eigin efnahag eða gefa eftir skuldir …

Lesa meira