Erdogan tapar Istanbúl í annað skipti

Ekrem Imamoglu. sigurvegari kosninganna í Istanbúl.

Stjórnmálaskýrendur segja að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi ekki beðið verri hnekki á 25 ára göngu sinni sem stjórnmálamaður en þann sem hann varð fyrir í Istanbúl sunnudaginn 23. júní þegar flokkur hans varð undir í borgarstjórnarkosningum þar. Efnt var til kosninganna að kröfu Erdogans og flokks hans af …

Lesa meira

Ríkisútvarpið segir frá endurbótum í þágu varnarliðs á Keflavíkurflugvelli

Frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem eru undir daglegri stjórn Landhelgisgæslu Íslands í umboði utanríkisráðuneytisins.

Á vefsíðu ríkisútvarpsins ruv.is má laugardaginn 22. júní sjá þrjár fréttir vegna fyrirhugaðra framkvæmda Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Höfundur fréttanna er Alma Ómarsdóttir fréttakona en þær snúast allar um sama stefið þótt útfærslan sé nokkuð mismunandi. Það sem fréttakonan kallar „færanlega herstöð“ er áætlun bandaríska flughersins um að búa þannig um …

Lesa meira

Trump afturkallaði fyrirmæli sín um gagnárás á Íran

Dróna af þessari gerð grönduðu Íranir.

Donald Trump gaf fyrirmæli um að ráðist yrði á Íran fimmtudaginn 20. júní til að hefna þess að Íranir skutu niður bandarískan dróna á eftirlitsflugi á Hormuz-sundi. Hann afturkallaði hins vegar fyrirmælin 10 mínútum fyrir árásina eftir að hershöfðingi sagði honum að 150 manns kynnu að týna lífi í henni. …

Lesa meira

Fjórir sakaðir um árásina á MH17

Eftuir ítarlega rannsókn tókst að raða saman stjórnklefa vélarinnar.

  Þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um að hafa skotið niður MH17 flugvélina á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur yfir Úkraínu árið 2014. Meðal þeirra er Igor Girkin, „varnarmálaráðherra“ Donetsk-lýðveldisins svonefnda. Það er rannsóknarnefnd undir forystu Hollendinga sem birtir sakargiftirnar. Þeir sem um ræðir eru: Igor Girkin/Strelkov, …

Lesa meira

Kjarnorkuvopnum fækkar en hætta á notkun þeirra eykst

880x495_cmsv2_99cbe3b3-0b54-5317-8805-ea8ec427c02a-3955534

Friðarrannsóknastofnunin SIPRI segir í skýrslu sem birt var mánudaginn 17. júní að undafarna tólf mánuði hafi kjarnorkuvopnabirgðir heldur minnkað á heimsvísu en hætta á kjarnorkuátökum sé meiri en áður. „Um er að ræða nýja gerð vopnakapphlaups, það snýst ekki um magn heldur tækni,“ sagði Hans M. Kristensen, sérfræðingur í afvopnunarmálum …

Lesa meira

Dannebrog 800 ára

Dannebrog kemur að himnum ofan.

Þess var minnst laugardaginn 15. júní að rétt 800 ár voru liðin frá því að Dannebrog, danski fáninn, féll til jarðar af himnum ofan þegar danskir krossfarar voru að tapa orrustu við heiðna Eistlendinga. Þegar Valdimar I. Danakonungur greip fánann og lyfti honum fylltust liðsmenn hans nýjum baráttuanda og sigruðu …

Lesa meira

NATO gegn hryðjuverkaógn

Æfing í hryðjuverkavörnum á vegum NATO.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Atlantshafsbandalagið (NATO) er sjötíu ára í ár.  Þá sjaldan er fjallað um bandalagið hér á Íslandi er rætt um hernaðarmátt þess.  Þetta er villandi umfjöllun.  Rétt er að NATO var stofnað árið 1949 til þess að koma í veg fyrir að herafli Sovétríkjanna réðist inn í Vestur …

Lesa meira

Macron ætlar að senda Trump annað eikartré

Eijkartréð gróðursett við Hvíta húsið.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að hann ætli að senda nýtt eikartré til Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eftir að tré sem Trump fékk í fyrra visnaði í sóttkví. Forsetarnir minntust vináttu þjóða sinna með því að gróðursetja eikartré saman á suðurflöt garðsins við Hvíta húsið þegar Macron var í opinberri heimsókn í …

Lesa meira

Stoltenberg segir NATO hafa aukið öryggisgæslu við Ísland

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á fundi í Norræna húsinu 11. júní 2019.

  Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að undir merkjum bandalagsins hafi aðildarþjóðirnar þegar aukið hernaðarlega viðveru sína á hafinu umhverfis Ísland. Það verði metið stig af stigi með hliðsjón af framvindu mála á norðurslóðum hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að treysta stöðu bandalagsins þar. Að því er Ísland varðar …

Lesa meira

Hundruð þúsunda mótmæla framsalsfrumvarpi Í Hong Kong

Hundruð þúsunda á götum Hong Kong.

Hundruð þúsunda manna fóru um götur Hong Kong sunnudaginn 9. júní til að mótmæla frumvarpi til framsalslaga sem heimilar yfirvöldum að senda grunaða sakamenn fyrir dómara í Kína. Mótmælendur hrópuðu „Verndum Hong Kong!“ og „Ekkert framsal til Kína! Engin ólög!“ Þá er þess krafist að æðsti stjórnandi Hong Kong, Carrie …

Lesa meira