Rússneska öryggislögreglan (FSB) er sökuð um að hafa eitrað fyrir Alexei Navalníj, helsta stjórnarandstæðingi í Rússlandi. Þetta segir í skýrslu sem birt var mánudaginn 14. desember. Eitrað var fyrir Navalníj með taugaeitrinu Novitsjok í ágúst. Hann hefur sakað Vladimir Pútin Rússlandsforseta um að hafa gefið fyrirmæli um árásina en …
Lesa meiraESB: Sjö ára fjárlög afgreidd – samið við Ungverja og Pólverja
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði föstudaginn 11. desember að það væri „mikill léttir“ að leiðtogaráð ESB hefði samþykkt fjárlög sambandsins til næstu sjö ára og neyðarsjóð vegna COVID-19-farsóttarinnar. Samkomulag tókst um fjárlögin og sjóðinn að kvöldi fimmtudags 10. desember eftir að Pólverjar og Ungverjar féllu frá beitingu neitunarvalds við afgreiðslu …
Lesa meiraDanir snúast gegn netógninni sem varnarmálaráðherrann segir stríð
Leyniþjónusta danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste (FE), birti fimmtudaginn 10. desember árlegt hættumat sitt. Í tilefni af því sagði danski varnarmálaráðherrann. Trine Bramsen, að netógnin gegn Danmörku af hálfu erlendra ríkja væri svo alvarleg að það ætti að kalla hana „stríð“. Tölvuárásir á Danmörku verða sífellt háþróaðri og fagmannlegri segir varnarmálaráðherrann. …
Lesa meiraTölvuárás á FireEye – öflugt netöryggisfyrirtæki
Bandaríska fyrirtækið FireEye Inc. eitt stærsta netöryggisfyrirtæki heims varð fyrir tölvuárás sem að sögn talsmanna þess var gerð með háþróaðri tækni á valdi erlendrar ríkisstjórnar. Í árásinni tókst að ná tökum á forritum sem eru notuð til að prófa varnir viðskiptavina FireEye en þeir skipta þúsundum. Fyrirtækið segir að sá …
Lesa meiraNorska öryggislögreglan segir Rússa að baki tölvuárás á stórþingið
Tölvuárás var gerð á norska stórþingið í ágúst 2020. Norska öryggislögreglan, PST, birti þriðjudaginn 8. desember skýrslu um rannsókn sína á árásinni. PST telur að hópur tölvuþrjóta sem starfar á vegum njósnastofnunar rússneska hersins hafi gert árásina. Eftir að hafa kannað gögn frá stórþinginu, norsku þjóðaröryggisstofnuninni og leyniþjónustu hersins er …
Lesa meiraÖrbylgjum beint gegn bandarískum sendiráðsmönnum
Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að beiting örbylgna sé líklegasta ástæða þess að bandarískir sendiráðsmenn á Kúbu og í Kína veiktust á ýmsan hátt, máttu til dæmis þola svima og minnisleysi. Frá þessu var skýrt laugardaginn 5. desember í skýrslu frá National Academies of Sciences, Engineering and Medicine …
Lesa meiraB-52 sprengjuvél yfir Barentshafi
Hermenn í stöðvum í Norður-Noregi vísuðu fimmtudaginn 3. desember flugmönnum bandarískrar B-52-sprengjuvélar á skotmörk þeirra á norðurslóðum. Bandaríska vélin var meðal annars við æfingar yfir Barentshafi. Norskar og grískar F-16 orrustuþotur bandarísku vélinni á æfingaflugi hennar. Stine Barclay Gaasland, upplýsingafulltrúi norska flughersins, sagði við norsku vefsíðuna Barents Observer: „Flogið var …
Lesa meiraNATO-skýrsla leggur línur til 2030
Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna 30 efndu til fjarfunda 1. og 2. desember. Fyrir fundinn kom út skýrsla þar sem reifaðar eru tillögur um hvernig bandalagið skuli þróa stefnu sína og störf frá til ársins 2030. Skýrslan ber heitið: NATO 2030 – United for a New Era – NATO 2030 – sameinað fyrir …
Lesa meiraCOVID-19: Bólusetning Breta að hefjast
Bresk yfirvöld verða fyrst til þess á Vesturlöndum að bjóða almenna bólusetningu gegn COVID-19 veirunni eftir að notkun Pfizer-BioNTechs COVID-19-bóluefni var samþykkt af breska lyfjaeftirlitinu miðvikudaginn 2. desember. Bólusetning hefst í næstu viku í Bretlandi. Í fyrstu fá Bretar 800.000 skammta frá Pfizer. Við flutning efnisins þarf að tryggja 70° …
Lesa meiraNorsk hvítbók um norðurslóðir
Norska ríkisstjórnin kynnti föstudaginn 27. nóvember hvítbók með norðurslóðastefnu undir fyrirsögninni: Fólk, tækifæri og norskir hagsmunir á norðurslóðum. Þar er lögð áhersla á fjárfestingar í norðurhéruðum Noregs og aukin tækifæri fyrir ungt fólk. Þar er einnig lögð þung áherslu á að á fáeinum árum hafi orðið dramatískar breytingar á …
Lesa meira