Trump og Pútín hittast í Helsinki 16. júlí

Donald Trump og Vladimír Pútín.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittast á fyrsta opinbera toppfundi sínum í Helskinki 16. júlí. Þetta var tilkynnt samtímis í Kreml og Hvíta húsinu fimmtudaginn 28. júní. Fréttaskýrendur segja að það eitt að fundurinn verði gefi Trump og Pútin tilefni til að slá sér upp vegna hans. …

Lesa meira

Sögulegar breytingar í Sádí-Arabíu

Múhammeð bin Salman.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson   Nú eru aðeins rúm fjögur ár þar til næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta verður haldin í Katar.  Góðar líkur eru á því að þá verði staða mála í Persaflóaríkjunum talsvert frábrugðin því sem nú er.  Þetta kemur aðallega til af því að nú heldur prinsinn Múhammeð …

Lesa meira

Albanska ríkisstjórnin hafnar hugmynd um hælismiðstöð ESB,

f1eaab31d7f9d259fc236cb04ec8dadd

Albanska ríkisstjórnin hefur hafnað hugmyndum um að Evrópusambandið opni miðstöð fyrir hælisleitendur í Albaníu. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sagði að tillaga um þetta efni yrði ekki samþykkt af stjórn sinni jafnvel í skiptum fyrir aðild að ESB. Hann tók fram að sér þætti óverjandi að fallast á hugmynd sem fæli …

Lesa meira

Austurríkismenn við öllu búnir með öflugri landamæravörslu

Lnadamæravarsla æfð í Austurríki.

  Austurrísk stjórnvöld efndu til æfingar við landamæravörslu þriðjudaginn 26. júní. Heinz-Christian Strache, varakanslari og formaður Frelsisflokks Austurríkis (FPÖ), sagði í samtali við þýska blaðið Bild að æfinguna mætti meðal annars rekja til ágreinings innan þýsku ríkisstjórnarinnar um útlendingamál. Óljóst er hvernig deilu Angelu Merkel Þýskalandskanslara (CDU) við Horst Seehofer …

Lesa meira

Níu-ríkja viljayfirlýsing um evrópskt íhlutunar frumkvæði í öryggismálum

Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakka.

  Níu ESB-ríki hafa samþykkt að koma á fót nýjum evrópskum herafla sem grípa megi til með stuttum fyrirvara á hættustundu. Bretar hafa ákveðið að taka þátt í þessu verkefni og líta á það sem leið fyrir sig til að eiga hernaðarleg tengsl við ESB-ríkin eftir úrsögn sína úr sambandinu. …

Lesa meira

Tyrkland: Erdogan lýsir yfir sigri í forseta- og þingkosningum

44376396_303

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti sig sigurvegara í forsetakosningunum sem fram fóru sunnudaginn 24. júní. Opinberar tölur sýndu að hann hefði hlotið 53% atkvæða. Þar með er ljóst að ekki verður efnt til annarrar umferðar við val á forseta Tyrklands. Einnig var kosið til þings Tyrklands sunnudaginn 24. júní …

Lesa meira

Albanir hugsanlega bjargvættir Merkel í deilunni við Seehofer

Farand- og flóttafólk á leið til Norður-Evrópu.

Albanir eru sagðir hafa gefið til kynna að þeir séu fúsir til að leyfa að komið verði á fót miðstöðvum  í landi sínu fyrir fólk sem leitar hælis innan ESB. Verði þetta léttir það Angelu Merkel Þýskalandskanslara róðurinn og ætti að auðvelda henni að ná samkomulagi við Horst Seehofer, innanríkisráðherra …

Lesa meira

Trump leggur drög að fundi með Pútín

Donald Trump og John R. Bolton.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt drög að því að hitta Vladimír Pútin Rússlandsforseta á næstunni. Forsetinn sendir John R. Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, til Moskvu í næstu viku til að ræða hugsanlegan fund með Pútín. Trump situr ríkisoddvitafund NATO-ríkjanna 11. og 12. júlí í Brussel. Þaðan heldur hann til Bretlands …

Lesa meira

Rússneski Norðurflotinn fær stórt landgönguskip

Ivan Gren

Rússneski Norðurflotinn verður á næstunni efldur með nýju landgönguskipi, Ivan Gren. Skipið hefur verið 14 ár í smíðum í Jantar-skipasmíðastöðinni í Kaliningrad við Eystrasalt en brátt verður því siglt þaðan til Barentshafs. Ivan Gren verður stærsta landgönguskip Norðurflotans. Um borð er unnt að hafa 13 stóra skriðdreka og 36 brynvarða …

Lesa meira

Rússar endurreisa vopnabúr í Kaliningrad – hugsanlega fyrir kjarnorkuvopn

Hans Kristensen

Nýbirtar gervitunglamyndir gefa til kynna að Rússar hafi endurreist mikilvægt vopnabúr í Kaliningrad, hólmlendunni við Eystrasalt, milli Póllands og Litháens. Myndirnar þykja gefa til kynna að rússneska stjórnin ætli að geyma kjarnorkuvopn á þessum stað að sögn sérfræðinga. Það var félagið Federation of American Scientists, Samband bandarískra vísindamanna, sem birti …

Lesa meira