Vestager frá Danmörku vill verða forseti ESB-framkvæmdastjórnarinnar

Margrethe Vesager, Frans Timmermans og Manfred Weber.

  Fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn ESB, Margrethe Vestager, segist hafa hug á að verða forseti framkvæmdastjórnar ESB næstu fimm árin. Niðurstaða um hver skipar þetta forystusæti ESB eftir að Jean-Claude Juncker hverfur úr því að loknu kjörtímabili sínu ræðst eftir kosningarnar til ESB-þingsins 26.  maí. Vestager tók af skarið um …

Lesa meira

Óttast hervæðingu Rússa á norðurslóðum

James Gray

Hér birtist frétt sem Bogi Ágústsson, fréttamaður ríkisútvarpsins, skrifaði á ruv.is 15. maí eftir viðtal við breska þingmanninum James Gray sem flutti ræðu á Varðbergsfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. maí.   Formaður nefndar breska þingsins um heimskautasvæðin hefur áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum og segir hernaðarumsvif þeirra hafa aukist …

Lesa meira

NATO og tímaskekkja VG

Kolbrún Bergþórsdóttir

Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 13. maí segir Kolbrún Bergþórsdóttir, menningarritstjóri blaðsins:   Tímaskekkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í sjónvarpsviðtali hjá BBC á dögunum í þættinum Hardtalk. Hún var mælsk, rökföst, skynsöm og jarðbundin og með sterka útgeislun. Einmitt þannig eiga forsætisráðherrar helst að vera. Í viðtalinu nefndi Katrín að Ísland …

Lesa meira

Hvít-Rússar sækja skaðabætur til Rússa vegna mengaðrar olíu

Olíuhreinsistöð í Hvíta-Rússlandi.

    Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, segir að „gífurlegt“ tjón hafi orðið í landi sínu vegna megnaðrar olíu sem þangað barst eftir Druzhba-leiðslunni og hann vænti skaðabóta frá Rússum. Ríkisfréttastofan Belta hafði eftir forsetanum laugadaginn 11. maí að nú væri unnið að því að meta tjónið. Hann segir að tjónið …

Lesa meira

Finnar íhuga járnbraut til Kirkenes

Höfnin í Kirkenes í Noregi.

  Finnskt fyrirtæki sagði fimmtudaginn 9. maí að það hefði áform um að leggja járnbraut milli norðurhluta Finnlands og hafnarbæjarins Kirkenes í Noregi til að tengjast siglingaleiðinni fyrir norðan Rússland, Norðurleiðinni, kostnaður við brautina er talinn vera 3 til 5 milljarðar evra. Þetta er finnska fyrirtækið Finest Bay Area Development …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn ætlar að opna sendiskrifstofu í Nuuk

Nuuk, höfuðborg Grænlands.

  Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti fimmtudaginn 9. maí að það ætlaði að koma á fót skrifstofu á Grænlandi. Tilkynningin var birt eftir að Mike Pompeo utanríkisáðherra aflýsti heimsókn sinni til Nuuk, höfuðborgar Grænlands. Hann ætlaði þangað á leið sinni til Washington eftir fund í Norðurskautsráðinu í Rovaniemi í Finnlandi. Í stað …

Lesa meira

Kínverjar senda líklega kjarnorkukafbáta í Norður-Íshaf

Kínverskur kafbátur

    Vaxandi áhugi og hagsmunagæsla Kínverja á norðurslóðum kann að leiða til hernaðarlegrar viðveru þeirra á svæðinu, þeir kynnu að senda þangað kafbáta sem hluta af fælingarátaki gegn kjarnorkuárás segir í skýrslu sem bandaríska varnarmálaráðuneytið birti fimmtudaginn 2. maí. Á þennan veg hefst fréttaskýring sem Levon Sevunts hjá Radio …

Lesa meira

Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður fyrir peningaþvætti

Thomas Borgen.

  Danska blaðið Børsen skýrði frá því þriðjudaginn 7. maí að danskur saksóknari hefði ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske Bank fyrir aðild að mesta peningaþvætti sögunnar. Peter Schradieck, lögmaður Borgens, sagði húsleit hafa verið gerða heima hjá umbjóðanda hans 12. mars. Borgen er sá fyrsti sem sætir ákæru í …

Lesa meira

Ágreiningur um loftslagsmál í Norðurskautsráðinu við upphaf formennsku Íslendinga

Myndin var tekin af þátttakendum í Rovaniemi-fundinum 7. maí 2019.

Engin sameiginleg ályktun var gefin út eftir fund utanríkisráðherrafund Norðurskautsríkjanna átta í Rovaniemi í Finnlandi þriðjudaginn 7. maí. Með ályktuninni átti að leggja víðtækan pólitískan grunn að starfi ráðsins næstu tvö ár undir formennsku Íslendinga. Aldrei fyrr hefur það gerst í sögu Norðurskautsráðsins frá árinu 1996 að ekki hafi náðst …

Lesa meira